Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ VILJAYFIRLÝSING um samstarf vegna uppbyggingar íbúð- arbyggðar við og á Kársnesi í Kópavogi verður lögð fram til sam- þykktar bæjarráðs í dag. Gert er ráð fyrir að uppbygging hverfisins, sem að stórum hluta til verður á landfyllingu, hefjist strax á næsta ári. Það eru fyrirtækin Björgun ehf. og Bygg ehf. sem ætla að standa að uppbyggingunni en hönnun hverf- isins er í höndum Björns Ólafs arki- tekts sem hefur hannað fleiri slík hverfi, m.a. í Garðabæ. Viljayfirlýsingin, sem var kynnt bæjarfulltrúum í síðustu viku, tek- ur til samstarfs bæjarins og fyr- irtækjanna tveggja varðandi upp- bygginguna. Gerir hún ráð fyrir að Kópavogsbær muni úthluta fyr- irtækjunum því landi á Kársnesi sem hverfið mun taka til en stór hluti þess er nú í eigu bæjarins auk þess sem áformað er að bærinn eignist þær lóðir sem ekki heyra undir hann í dag. Framkvæmdaraðilarnir munu svo sjá um uppbyggingu tæplega 6 hektara landfyllingar sem ná mun um 150 metra fram í sjó og verður hún í eigu bæjarins samkvæmt sam- komulaginu Byrjað á framkvæmdum í landi Að sögn Birgis Sigurðssonar, skipulagsstjóra í Kópavogi, er gert ráð fyrir að 1.200–1.500 íbúar verði í hverfinu. Samkvæmt samkomu- laginu er gert ráð fyrir að bygging- arframkvæmdir geti hafist á svæð- inu árið 2004 og árlega verði lóðir fyrir um 100 íbúðir tilbúnar. Segir Birgir að þegar sé gert ráð fyrir bryggjuhverfinu í aðaskipulagi bæjarins og ekki sé mikil vinna eft- ir í að deiliskipuleggja svæðið. „Þá er hugmyndin að byrja fram- kvæmdir í landi og fylla upp í fram- haldinu. Þetta þarf síðan að þjapp- ast og verða stöðugt.“ Í viljayfirlýsingunni kemur fram að uppbygging íbúða muni taka mið af uppbyggingu þjónustustofn- ana á vegum Kópavogsbæjar, s.s. leikskóla og grunnskóla, en gert er ráð fyrir að bærinn fái um 5.000 fermetra lóð á landfyllingunni fyrir slíkar stofnanir. Hvað varðar framkvæmdir við gatnagerð og opin svæði er í sam- komulaginu tekið fram að Bygg og Björgun skuli annast þær að miklu leyti. Er þar tilgreind uppbygging gatna, gangstétta og göngustíga og lagning bundins slitlags þar á, gerð nauðsynlegra holræsa og vatns- lagna, götulýsing og lýsing göngu- stíga, framkvæmdir við opna leik- velli, frágangur opinna svæða, gerð smábátahafnar og bátabrautar og varanlegur frágangur á sjáv- arköntum. Kópavogsbær mun hins vegar sjá um stofnlagnir að svæð- inu og tengingu við gatnakerfi bæj- arins. Að sögn Birgis verður vilja- yfirlýsingin tekin fyrir á fundi bæj- arráðs í dag og átti hann von á að hún yrði samþykkt á þeim fundi. Byrjað á bryggju- hverfi á næsta ári Viljayfirlýsing afgreidd á fundi bæjarráðs í dag Kópavogur Undirbúningsframkvæmdir vegna stækkunar Grand Hótels við Sigtún í Reykjavík eru hafnar en í fyrra- dag voru menn frá Köfunarþjón- ustu Árna Kópssonar önnum kafnir við að bora eftir sýnum úr jarðveg- inum sem nýbyggingin á að rísa á. Alls boruðu þeir Árni Kópsson og Alexander Stefánsson sex kjarna- holur, sem voru allt að 16 metra djúpar, eftir sýnunum. Sem kunnugt er stendur til að byggja tvo 13 hæða turna við hót- elið. Morgunblaðið/Golli Jarðvegurinn kannaður Tún JOHN Bolton, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að búist væri við því að Al- þjóðakjarnorkumálastofnunin myndi skjóta deilunni um kjarna- vopnaáætlun Norður-Kóreu til ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna á næstu dögum. Taki öryggisráðið málið fyrir er líklegt að það veki reiði Norður- Kóreustjórnar sem hefur alltaf sagt að hún eigi aðeins í deilu við Bandaríkin og að Sameinuðu þjóð- irnar eigi ekki að blanda sér í hana. Hugsanlegt er að öryggisráðið samþykki efnahagslegar eða póli- tískar refsiaðgerðir gegn Norður- Kóreu og stjórnin í Pyongyang hefur sagt að slíkt myndi jafngilda stríðsyfirlýsingu. John Bolton sagði eftir viðræður við ráðamenn í Suður-Kóreu að þeir hefðu samþykkt að málið yrði tekið fyrir í öryggisráðinu. „Þetta er ekki spurning um hvort málinu verður skotið til öryggisráðsins, heldur hvenær það verður gert,“ sagði hann. „Við vonum að það ger- ist fyrir lok vikunnar.“ Bolton sagði að stjórn Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín kynni að skjóta deilunni til örygg- isráðsins í vikunni „ef samstaða næst“. Hann taldi líklegt að ekkert ríkjanna fimm sem hafa neitunar- vald í öryggisráðinu myndi leggjast gegn því að ráðið tæki deiluna fyr- ir. Rússar myndu að öllum lík- indum samþykkja það og kínversk- ir ráðamenn hefðu ekki lagst gegn því þegar hann ræddi við þá í Pek- ing fyrr í vikunni. Segjast ekki ætla að framleiða kjarnavopn Mark Gwozdecky, talsmaður kjarnorkumálastofnunarinnar, sagði að hún hefði ekki enn tekið ákvörðun í málinu og stjórn hennar fylgdist grannt með framvindu þess. Alls 35 ríki eiga fulltrúa í stjórn stofnunarinnar. Viðræður hófust í Seoul í gær milli háttsettra embættismanna frá Kóreuríkjunum tveimur. Fulltrúar Norður-Kóreustjórnar sögðu að hún hefði engin áform um að fram- leiða kjarnavopn og áréttuðu að hún gæti leyst deiluna með við- ræðum við Bandaríkjastjórn. Aðalsamningamaður Suður-Kór- eu krafðist þess að Norður-Kóreu- menn hættu við að taka umdeilt kjarnorkuver aftur í notkun og féllu frá þeirri ákvörðun sinni að segja upp sáttmálanum um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Aðalsamningamaður Norður- Kóreu sakaði Bandaríkjastjórn um að hafa komið deilunni í harðan hnút með því að neita að semja við stjórnina í Pyongyang. Málgagn Norður-Kóreustjórnar lýsti Al- þjóðakjarnorkumálastofnuninni sem „handbendi“ Bandaríkja- stjórnar. Líkur á að öryggisráð SÞ taki N-Kóreumálið fyrir Seoul. AP, AFP. STJÓRNVÖLD í Mexíkó lýstu í gær yfir neyðar- ástandi í fimm bæjum í Kyrrahafsríkinu Colima en öflugur jarðskjálfti á þessu svæði í gærmorgun olli því að 23 týndu lífi. Má á myndinni sjá verks- ummerki í borginni Colima en jarðskjálfinn, sem mældist 7,6 á Richter, átti upptök undan ströndum ríkisins. Fjöldi húsa í miðborg Colima, sem er um 760 km vestur af Mexíkóborg, eyðilagðist í skjálftanum, en hann fannst víða í Mexíkó. Reuters 23 týndu lífi í jarðskjálfta í Mexíkó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.