Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Eldgos í Heimaey
30 ár voru í nótt liðin frá því að eldur
kviknaði í Heimaey. Eyjamenn tóku
eldgosinu af miklu æðruleysi, þótt
flestum hafi búið beygur í brjósti yfir
hamförunum og að þurfa að yfirgefa
heimili sín og lifibrauð. 23. janúar
1973 líður þeim, sem upplifðu, seint úr
minni. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir
og Ragnhildur Sverrisdóttir fengu
þrjá Eyjamenn til að rifja upp gosið
og fundu þann fjórða, sem daglega er
minntur á gosið með nafninu sínu.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins að morgni 23. janúar 1973
ÉG VAR 18 ára, nýkominn aftur tilReykjavíkur eftir jólafrí heima íEyjum. Við leigðum saman litlaíbúð í Kópavogi – ég og góður
bekkjarbróðir minn að norðan. Hann hafði
farið á skólaball og kom askvaðandi inn í
herbergi til mín með fréttirnar um miðja
nótt. Ég ætlaði ekki að trúa því að hann
væri að segja satt. Hann var grínaktugur og
skemmtilegur strákur fyrir utan að hann
hafði komið talsvert léttur af ballinu. Ég vís-
aði honum því samstundis á dyr – sagðist
vilja fá frið til að sofa. Hann lét sér ekki
segjast og uppástóð að hann hefði heyrt
fréttirnar í útvarpinu í leigubílnum á leiðinni
heim. Þá var mér nóg boðið, henti honum út
úr herberginu og læsti hurðinni. Eftir tals-
verðan fyrirgang frammi heyrði ég síðan að
hann var kominn með útvarpið alveg upp að
læstum dyrunum og æpti: „Trúir þú mér
núna? Trúir þú mér núna?“ segir Páll Magn-
ússon framkvæmdastjóri samskipta- og upp-
lýsingasviðs Íslenskrar erfðagreiningar og
sonur Magnúsar H. Magnússonar þáverandi
bæjarstjóra í Vestmannaeyjum.
Eftir að hafa áttað sig á að fréttirnar
væru réttar reyndi Páll án árangurs að
hringja til Eyja. „Ég var auðvitað dauð-
hræddur um fjölskylduna mína. Foreldrar
mínir voru úti í Eyjum ásamt tveimur yngri
systkinum mínum, 10 ára bróður og 8 ára
systur, en ég og eldri systir mín vorum uppá
landi. Við félagarnir vorum báðir bíllausir en
systir hins góðglaða félaga míns var bíleig-
andi. Hún lánaði okkur gamlan Moscowich
og á honum brunuðum við eins og óðir vær-
um til Þorlákshafnar þarna um nóttina. Þeg-
ar við komum til Þorlákshafnar var þar mik-
ið um að vera því verið var að taka á móti
stórum hópum frá Eyjum og koma til
Reykjavíkur. Ég fann hvorki pabba né
mömmu eða systkini mín og sneri því heldur
dapur í bragði til baka í bæinn.“
Páll hélt leitinni að fjölskyldu sinni áfram
eftir að komið var í bæinn. „Ég hringdi út
og suður og eyddi löngum tíma í að keyra á
milli skólanna í Reykjavík. Ég man svo vel
hvernig ég gekk sal úr sal og reyndi að
greina kunnugleg svipbrigði á sofandi fólki.
Eins og nærri má geta var ég rosalega feg-
inn þegar ég kom loksins auga á mömmu og
yngri systkini mín tvö í Austurbæjarskól-
anum. Pabbi var ekki með þeim því að hann
hafði orðið eftir í Eyjum.“
Óraunverulegt tímabil
Hvernig leið þér á leiðinni til Þorláks-
hafnar?
„Mér leið rosalega illa enda hafði ég feng-
ið ákaflega takmarkaðar fréttir af því hvað
var að gerast. Fjarskipti voru líka með tals-
vert öðrum hætti en núna. Einu upplýsing-
arnar voru í rauninni afskaplega tilvilj-
unarkenndar fréttir í útvarpinu. Þær
hjálpuðu mér heldur ekkert við að finna út
úr því hvort fjölskyldan mín væri heil á
húfi,“ svarar Páll.
Eftir að gosið hófst buðust Páll og með-
leigjandi hans til að rýma leiguíbúðina sína í
Kópavogi fyrir fólki úr Vestmannaeyjum.
„Ég kom mér fyrir í herbergi hjá skyldfólki
í borginni fram á vor. Mamma og yngri
systkini mín bjuggu annars staðar í Reykja-
vík í leiguhúsnæði. Þau fóru síðan aftur til
Eyja með fyrstu skipum um haustið.“
Páll vann við hreinsunarstörf í Vest-
mannaeyjum um sumarið. „Ég fór út í Eyjar
til að vinna við hreinsunina snemma um vor-
ið. Við vorum tveir gerðir ábyrgir fyrir því
að halda einni gröfu gangandi allan sólar-
hringinn. Við unnum ýmist á 8 eða 12 tíma
vöktum og hvíldum okkur á milli vakta. Við
unnum og sváfum út í eitt þetta sumar. Ég
man að við vorum lengi í kirkjugarðinum.
Ég reikna með að lögð hafi verið sérstök
áhersla á hann af tilfinningalegum ástæðum.
Þar voru lengi tvær gröfur og svo fengum
við aðstoð erlendra sjálfboðaliða við að hand-
moka frá gröfunum,“ segir hann og tekur
fram að í endurminningunni sé tímabilið frá
upphafi gossins og fram á haustið afskaplega
óraunverulegt. „Ég hef stundum haft á til-
finningunni að ég hafi ekki upplifað þessa
atburði heldur horft á þá í kvikmynd.“
Eins og skip í myrkri
Feðgarnir höfðu lítil samskipti þó að þeir
væru báðir að störfum í Vestmannaeyjum
um sumarið. „Við pabbi vissum hvor af öðr-
um í Eyjum þó lítill tími væri fyrir sam-
skipti. Við mættumst öðru hverju eins og
skip í myrkri, heilsuðumst – ég á gröfunni,
hann einhvers staðar á gangi eða akandi. Ég
vissi svona af honum en mátti ekki vera að
því að tala við hann og því síður hafði hann
tíma til að tala við mig þarna um sumarið.“
Páll var spurður að því hvort að hann teldi
að gosið hefði haft einhver langtímaáhrif á
íbúana í Eyjum. „Ég hef einmitt verið að
velta þessu fyrir mér þegar ég hef verið að
horfa á þessar upprifjanir upp á síðkastið.
Satt að segja held ég að áhrifin hafi verið
mun meiri en fólk hafi viljað vera láta og
komu upp á yfirborðið. Á þessum tíma var
auðvitað ekki til nein áfallahjálp. Menn bitu
einfaldlega á jaxlinn og tókust á við verk-
efnin. Aldrei sást nokkur maður beygja af.
Hins vegar tek ég eftir því að þegar þessir
harðjaxlar eru að rifja upp atburðina núna
eiga þeir til að meyrna og jafnvel beygja af,“
segir Páll. „Ég held að staðreyndin sé sú að
tilfinningalega séð hafi fólk aldrei gert upp
við þetta. Fólk varð auðvitað fyrir gíf-
urlegum hremmingum. Það horfði á heimili
sín brenna, samfélagið og æskustöðvarnar
hverfa undir ösku – án þess að hafa hug-
mynd um hvort það ætti einhvern tíma aft-
urkvæmt eða yrði að tjasla lífi sínu saman
einhver staðar annars staðar. Það var ein-
faldlega malbikað yfir þessar tilfinningar á
þessum tíma. Núna þegar atburðirnir eru
rifjaðir upp er eins og opnist einhver kvika
sem hrúður hefur verið yfir í 30 ár.“
Páll Magnússon frétti af gosinu um miðja nótt
„Trúir þú mér núna?“
Morgunblaðið/Kristinn
Páll Magnússon: „Það var einfaldlega mal-
bikað yfir þessar tilfinningar á þessum tíma.“
ago@mbl.is
VIÐ vorum næstum lentir klofvega ofaná sprungunni. Ef við hefðum ekki hitttrillukarl á bryggjunni og lent áspjalli, sem tafði ferð okkar austur á
eyju, þá hefðum við lent ofan í sprungunni eða
króast af fyrir austan hana,“ segir Ólafur Gränz.
Hann og félagi hans, Hjálmar Guðnason, sáu
gossprunguna myndast í Helgafelli aðfaranótt
23. janúar 1973.
Hjálmar var á vakt á loftskeytastöðinni 22.
janúar, þegar hið versta veður geisaði. Undir
miðnætti hafði veðrinu slotað og komið blanka-
logn. „Ég hafði ekki komist út fyrir hússins dyr
allan daginn og ákvað að biðja Ólaf vin minn að
koma með mér í kvöldgöngu,“ segir Hjálmar.
Þótt Ólafur hefði verið að tygja sig í bólið
sinnti hann kalli aldavinar síns. Þeir gengu fyrst
um bæinn og niður á bryggju, þar sem þeir
lentu á spjalli. Þaðan gengu þeir í svartamyrkri
austur á eyju, í átt að Urðarvita. „Allt í einu
sáum við hvar eldurinn kom vaðandi upp úr
jörðinni, varla meira en svona 100 metra fyrir
framan okkur,“ segir Ólafur. „Við fundum eng-
an titring, eins og fólk í bænum fann, líklega af
því að við vorum á gangi.“
Ægifagurt og skelfilegt
Hjálmar segir að í fyrstu hafi gosið líkst
neistaflugi upp úr reykháf, en svo hafi opnast
gígur á gíg ofan, niður í sjó og upp brekkuna.
„Þessu fylgdi þungur niður, eins og í vatns-
miklum fossi. Við hefðum ekki mátt vera 10
mínútum fyrr á ferðinni, því þá hefðum við
lokast af austan við gossprunguna. Þetta var
sérkennileg upplifun, bæði var þetta ægifagurt
og um leið alveg skelfilegt. Þegar hæstu spýj-
urnar þeyttust upp þurftum við að keyra höf-
uðið aftur á bak til að horfa á eftir þeim.“
Hjálmar spurði Ólaf, til vonar og vara, hvort
hann sæi þetta líka. Ólafur hélt það nú. Þeir fé-
lagar, sem báðir voru 32 ára, munu hafa verið
sammála um flest frá tveggja ára aldri, en nú
varð þeim svo mikið um að annar vildi strax til
baka en hinn skoða gosið nánar. Fljótlega af-
réðu þeir að fara í bæinn og ræsa í húsunum.
Urðarviti, áfangastaður þeirra á gönguferðinni,
sprakk fljótlega í loft upp, enda klauf gos-
sprungan hann í sundur.
„Ég hringdi nokkur símtöl og hafði áhyggjur
af að sprungan hefði farið í gegnum austasta
hluta bæjarins,“ segir Hjálmar. „Sjálfvirka sím-
stöðin gafst hins vegar fljótlega upp, enda mikið
álag.“
Sumir þeirra, sem fengu upphringingu, héldu
að verið væri að grínast og aðrir misskildu frétt-
irnar. Þegar kaupmanninum í Eyjabúð var sagt
að komið væri gos svaraði hann, að best væri að
setja það bara á tröppurnar.
Sigin jörð á sunnudeginum
Gosið kom þeim jafn mikið á óvart og öllum
öðrum, en Ólafur reyndist hafa séð teikn um
það sem í vændum var, þótt hann áttaði sig ekki
á því fyrr en síðar. „Gosið byrjaði aðfaranótt
þriðjudags, en á sunnudeginum fór ég einu sinni
sem oftar í gönguferð austur að Urðarvita. Þar
ákvað ég að ganga upp á Helgafell. Þetta svæði
taldi ég mig þekkja eins og lófann á mér og varð
því undrandi þegar ég sá dæld í jarðveginum.
Það var engu líkara en ég gengi eftir gömlum
lækjarfarvegi. Ég furðaði mig á að ég hefði aldr-
ei tekið eftir þessu, en fylgdi þessari dæld eins
langt og hún náði. Þegar ég skoðaði þetta síðar
á korti var þetta á nákvæmlega sama stað og
jörðin opnaðist.“
Af með þakið
Ólafur er spurður um sannleiksgildi sögu,
sem hermir að þeir félagar hafi bruggað ótæpi-
lega á þessum árum og átt mikinn gambra þeg-
ar gosið hófst. Bandarískir hermenn, sem unnu
við björgunarstörf, hafi komist í mjöðinn og leg-
ið óvígir eftir. „Þetta var enginn gambri, þetta
var portvín, flott framleiðsla,“ segir Ólafur.
„Amerísku hermennirnir komust í þetta með
góðum vini okkar og voru staðnir að verki í
brugghúsinu okkar, allir mígandi fullir og sauð
á herjeppanum fyrir utan. Löggan komst í
þetta, gerði portvínið upptækt og flutti það á
lögreglustöðina.“
Ólafur var ósáttur við þessi málalok og tók til
sinna ráða. „Ég var með flokk manna í björg-
unarstörfum. Þegar lögreglan rýmdi stöðina
vegna gashættu fórum við þangað, lyftum þak-
inu af stöðinni, hífðum portvínsbrúsana upp og
skelltum þakinu á aftur. Svo gátum við haldið
stórar og fínar veislur, þar sem við buðum upp á
vínið og suðum sviðakjamma í þvottasuðu-
pottum.“
Hjálmar segir fátt um þessi mál, annað en að
portvín hafi farið víða um Heimaey og hresst
margan björgunarmanninn.
Portvínsmálið er löngu fyrnt, en reyndar mun
lögreglan strax hafa gert sér grein fyrir hver
stóð á bak við hvarf brúsanna. „Ég hitti varð-
stjóra nokkrum dögum eftir þetta og sagði ljótt
að heyra að öllu víninu okkar hefði verið stolið af
stöðinni,“ segir Ólafur. „Hann sagði mér bless-
uðum að minnast ekki á þetta, allur bærinn vissi
hver hefði gert það.“
Voru á göngu og urðu fyrstir varir við gosið
Morgunblaðið/Þorkell
Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz: Sáu jörðina klofna hundrað metra fyrir framan sig.
„Næstum lentir klofvega
ofan á sprungunni“
rsv@mbl.is