Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 51  NJARÐVÍK batt enda á sigur- göngu Keflavíkur í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gær. Keflavík, sem fyrir leikinn hafði unnið alla tólf leiki sína, beið lægri hlut, 64:62, í æsi- spennandi leik. Eva Stefánsdóttir skoraði sigurkörfu Njarðvíkinga á lokasekúndum leiksins. Keflavík er þó sem fyrr með örugga forystu í efsta sæti. Liðið hefur 24 stig, Grindavík er í öðru sæti með 14 stig og í 3.–4. sæti KR og Njarðvík með 12 stig.  HOLLENSKI þjálfarinn Luis Van Gaal sem stýrir liði Barcelona á Spáni liggur undir mikilli gagnrýni og vill meirihluti stuðningsmanna Börsunga að hann verði rekinn vegna slaks árangurs liðsins í spænsku 1. deildinni. Það eru ekki bara harðir stuðningsmenn Barce- lona sem vilja að Gaal taki poka sinn því nú hefur stjórnin í Katalóníuhér- aði blandað sér í málið og krefst þess að Hollendingurinn verði látinn víkja.  NEWCASTLE gerir sér góðar vonir um að fá brasilíska landsliðs- manninn Kleberson í sínar raðir og er formaður félagsins, Freddy Shep- herd, kominn til Brasilíu til að freista þess að semja við leikmanninn.  MARTIN O’Neill framlengdi í gær samning sinn við skoska meistaralið- ið Celtic um eitt ár. Þar með hefur O’Neill hrint úr vegi öllum sögusögn- um, en á undanförnum vikum og mánuðum hefur hann verið orðaður við önnur félög, síðast lið Liverpool.  O’NEILL kom til Celtic frá Leic- ester fyrir þremur árum og ekki verður annað sagt en að liði Celtic hafi vegnað vel undir hans stjórn. Celtic vann þrefalt fyrsta árið, hamp- aði skoska meistaratitlinum annað árið í röð síðastliðið vor og er í dag í harðri baráttu við erkifjendur sína í Rangers um meistaratitilinn.  TEITUR Þórðarson þjálfari norska knattspyrnuliðsins Lyn hefur fengið til liðs við sig landsliðsmark- vörð Oman. Umræddur leikmaður heitir Ali Al-Habsi og er tvítugur að aldri og 1,94 sentímetrar á hæð. Lyn fékk leikmanninn frítt frá félagi í Dubai og gerði við hann þriggja ára samning.  TERRY Venables, knattspyrnu- stjóri Leeds, hefur varað stjórnar- menn Leeds við að selja ekki Jonath- an Woodgate til Newcastle. „Ég verð afar ósáttur ef það gerist,“ sagði Venables.  NEIL Warnock, knattspyrnusjóri Sheffield United, sakar svissneska varnarmanninn Stephane Henchoz í liði Liverpool um að hafa hrækt á sig eftir leik Liverpool og Sheffield United í fyrrakvöld. Henchoz ber af sér sakirnar og segist einungis hafa verið hrækt í grasið. Aganefnd enska knattspyrnusambandsins bíður eftir skýrslu frá dómara leiksins um atvik- ið.  MARCO Delvecchio skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar Roma vann öruggan sigur á B-deildarliðinu Vicenza, 6:3, í 8-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í knattspyrnu.  AC Milan átti ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúr- slitunum en liðið vann stórsigur á Chievo, 5:2, á útivelli. Hollendingur- inn Clarence Seedorf skoraði tvö arm mörkum Mílanóliðsins og þeir Kakhaber Kaladze, Jon Dahl Tom- asson og Samuele Dalla Bona skor- uðu eitt mark hver.  NICKY Butt lék sinn fyrsta leik með aðalliði Manchester United síð- an í október þegar hann lék síðasta stundarfjórðunginn á móti Black- burn í gær. Butt er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum. United tefldi fram öllu sínu sterkasta liði í leikn- um.  DAMIEN Duff útherjinn snjalli hjá Blackburn varð að skokka af leikvelli í fyrri hálfleik á Ewood Park. Duff tognaði á fæti og er ljóst að hann verður frá í nokkrar vikur. FÓLK Reuters Bandaríska tennisstúlkan Serena Williams mætir belgísku stúlkunni Kin Clijsters í undanúrslit- um á opna ástralska meistaramótinu og systir hennar, Venus, mætir Justine Henin-Hardenne frá Belgíu í hinum undanúrslitaleiknum í dag í Melbourne. Samkvæmt frétt í blaðinu DailyMail í gær hafði forseti Betis komið til London og skrifað þar undir samkomulag um að félag hans fengi 150 þúsund pund, 20 milljónir króna, í leigu fyrir Jó- hannes. Síðan hefði Villa borist sím- bréf frá honum þar sem hann krafð- ist þess að fá 300 þúsund pund. Graham Taylor, knattspyrnu- stjóri Aston Villa, sagði á heimasíðu félagsins í gær að sínir menn hefðu staðið fastir á því sem upphaflega hafði verið ákveðið, og Spánverj- arnir hefðu að lokum látið undan- .„Það benti allt til þess að viðræð- urnar færu út um þúfur en nú er þetta komið á beinu brautina á ný. Töfin á málinu hefur valdið okkur vonbrigðum, við vildum að Jó- hannes spilaði með varaliðinu gegn Sheffield Wednesday í kvöld (í gær- kvöld). En það sem skiptir máli er að við fáum hann í okkar raðir, síð- ustu tveir sólarhringar hafa verið honum erfiðir, en vonandi nær hann að æfa með liði okkar fyrir helgina,“ sagði Taylor. „Það er sem betur fer búið að leysa þetta mál og ég held til Eng- lands á morgun (í dag). Ég var bú- inn að skrifa undir hjá Villa en þeg- ar fréttir bárust að Betis neitaði að skrifa undir félagaskiptin var ekki annað að gera fyrir mig en að pakka saman og halda til Spánar. Ég var nýlentur í Sevilla þegar mér bárust svo þær gleðifréttir að búið væri að ganga frá málunum,“ sagði Jóhann- es Karl við Morgunblaðið í gær. Jóhannes Karl leikur annað kvöld sinn fyrsta leik í búningi Villa en liðið mætir þá Tottenham í æf- ingaleik á White Hard Lane. Jóhannes Karl Guðjónsson á ferð og flugi JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður að öllu óbreyttu orðinn leikmaður með Aston Villa fyrir helgi. For- ráðamenn Villa náðu samkomulagi við Real Betis á nýjan leik í gær- morgun en útlit var fyrir að ekkert yrði af leigusamningi hans við Villa þar sem Spánverjarnir kröfðust þess á elleftu stundu að fá fyr- ir hann tvöfalda leiguupphæð, miðað við það sem félögin höfðu áð- ur orðið ásátt um. ANDY Roddick frá Bandaríkjunum komst í undan- úrslitin á opna ástralska meistaramótinu í tennis með því að sigra Younes El Aynaoui frá Marokkó í sannkölluðum maraþonleik. Hann stóð í 4 klukku- tíma og 59 mínútur, og er þar með lengsti leikur á þessu móti frá upphafi, og úrslitin í fimmta og síð- asta setti réðust ekki fyrr en eftir 2 klukkutíma og 23 mínútur, en þar knúði Roddick fram sigur, 21:19. Roddick var útkeyrður í leikslok en sagði að and- stæðingur sinn liti út fyrir að vera tilbúinn í einn leik til viðbótar. „Hann er magnaður og það er ótrúlegt að mér hafi tekist að sigra hann,“ sagði Roddick, sem er tvítugur og sá yngsti sem kemst í undanúrslit mótsins í 11 ár. Hin fjögur settin enduðu 4:6, 7:6, 4:6 og 6:4, Roddick talinn á undan. Hann mætir Rainer Schüttler frá Þýskalandi í undanúrslitum á morgun en í hinum leiknum mætast Andre Agassi og Wayne Ferreira. Roddick vann maraþonleik VIÐ erum klárir í bátana og erum búnir að undirbúa okkur eins vel og mögulegt er,“ sagði Einar Þorvarð- arson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í hand- knattleik, við Morgunblaðið í gær en í kvöld mæta Ís- lendingar heimamönnum í Portúgal í þýðingar- miklum leik í B-riðli heimsmeistaramótsins. „Það er gott ástand á leikmönnum, engin meiðsli í gangi og allir eru tilbúnir að selja sig dýrt. Við ger- um okkur grein fyrir mikilvægi leiksins og það gera Portúgalirnir örugglega líka. Þeir fengu að velja sér riðil í keppninni og völdu B-riðilinn. Þar með telja þeir okkur vera slakasta liðið í öðrum styrkleikaflokki. Það verður fullt hús áhorfenda og ég á ekki von á öðru en þetta verði hörku- leikur.“ Einar segir að leikmannahópurinn sem mæt- ir Portúgölum verði valinn í dag en reikna má fastlega með því að liðið verði það sama og í leikjunum gegn Ástralíu og Grænlandi. Tilbúnir að selja sig dýrt Einar Þorvarðarson Indriði, sem er 21 árs, hefur leikiðmeð Lilleström undanfarin þrjú ár en félagið greiddi KR um 20 millj- ónir króna fyrir hann á sínum tíma. Hann var fastamaður í liðinu á síð- asta tímabili og lék 22 af 26 leikjum Lilleström í úrvalsdeildinni. Hann hefur á undanförnum mánuðum ver- ið orðaður við nokkur erlend félög, svo sem Werder Bremen í Þýska- landi, Anderlecht í Belgíu, Chievo á Ítalíu og nú síðast AGF í Danmörku. Indriði á að baki 6 A-landsleiki og hefur spilað á fimmta tug leikja með yngri landsliðum Íslands. „Ef ekkert lið vill kaupa mig, legg ég líklega fótboltann til hliðar í nokkur ár og einbeiti mér að nám- inu. Lífið er meira en fótbolti, ég get vel hugsað mér að stunda lögfræði og það myndi ég gera heima á Ís- landi. Ef ég fer annað, mun ég reyna að mennta mig á einhverju öðru sviði, samhliða fótboltanum,“ segir Indriði við norska blaðið. Arne Erlandsen, þjálfari Lille- ström, segir að Indriði verði ekki settur út úr sínu liði þrátt fyrir þetta. „Ég vel alltaf þá leikmenn sem best- ir eru hverju sinni. Það væri út í hött fyrir félagið að refsa leikmanni fyrir að vera ekki samningsbundinn því lengur en út viðkomandi tímabil. Stundum framlengjum við ekki samninga við leikmenn, og við verð- um að taka því þegar leikmenn vilja ekki framlengja samninga við okk- ur,“ segir Erlandsen. Indriði hafnar boði Lilleström INDRIÐI Sigurðsson, knatt- spyrnumaður hjá Lilleström í Noregi, hefur hafnað tilboði félagsins um nýjan samning. Hann ætlar að fara frá félaginu þegar tímabilinu 2003 lýkur og sagði í samtali við dagblaðið Romerikes Blad í gær að hann færi heim til Íslands í nám ef ekkert spennandi tilboð kæmi frá erlendu félagi í millitíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.