Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 39
✝ Guðrún Árna-dóttir Femal
fæddist í Reykjavík
29. okt. 1928. Hún
lést á hjúkrunar-
heimili Rennes
Health Center í
Appleton í Wisconsin
í Bandaríkjunum 31.
des. síðastliðinn.
Hálfum mánuði
seinna, 13. janúar,
andaðist Harold eig-
inmaður hennar, 82
ára að aldri. Foreldr-
ar Guðrúnar voru
Ólafía Guðrún Helga-
dóttir, f. 10. sept. 1900, d. 6. apríl
1954, og Árni Árnason, f. 23. apríl
1893, d. 30. ág. 1977. Guðrún var
þriðja í röð 8 systkina: Ingibjörg,
f. 22. okt. 1924, maki Hörður Haf-
liðason d. 17. sept. 1982, Helgi, f.
14. febr. 1926, d. 6. maí 1990, maki
Þorbjörg Kjartansdóttir, f. 13.
sept 1935, Ingólfur, f. 31. des.
1931, Þuríður, f. 23. júlí 1933,
maki Júlíus Jón Daníelsson, Sig-
urður, f. 31. nóv. 1934, giftur
Vibeke Madsen, f. 9.
apr. 1941, Arnheiður
f. 23. ágúst 1937,
maki Theodór Ósk-
arsson, f. 18. maí
1936, Halldóra, 10.
des. 1941, maki
Benedikt Sveinn
Kristjánsson, f. 13.
okt. 1947.
Guðrún, sem ævin-
lega var kölluð Lilla,
kynntist Harold
Femal í lok stríðsins
þegar hann sem
bandarískur her-
maður var hér á
landi í nokkra mánuði og vann að
sérverkefnum. Þau Lilla og Harry
giftu sig 1946 og eignuðust fjóra
syni: Árna Ronald, Róbert, Eric og
Richard. Barnabörnin eru orðin
níu og eitt barnabarnabarn. Harry
og Lilla settust að í Appleton,
heimaborg Harry og bjuggu þar æ
síðan og þar var útför þeirra gerð.
Hjónin hvíla hlið við hlið í High-
land Memorial Park í Appleton í
Wisconsin.
Guðrún Árnadóttir / Lilla Femal,
dóttir og systir, móðir, amma og
langamma, kennari og vinur. Þetta
eru fáein af þeim mörgu hlutverkum
sem Lilla gegndi um ævina. Hún
hafði áhrif á okkur öll um dagana,
með ástúð og stuðningi. Hennar
verður sárt saknað.
Lilla kynntist Harry árið 1945, eft-
ir síðari heimsstyrjöldina, þegar
hann var að eyða jarðsprengjum á
Íslandi. Hann heillaðist strax af nátt-
úrulegum fríðleik hennar og þótt hún
væri aðeins sautján ára að aldri flutti
hún árið 1946 til Appleton til þess að
vera með manninum sem hún elsk-
aði.
Hún var viljasterk kona og fátt gat
aftrað henni frá því að gera það sem
hún trúði að væri rétt. Hún lagði hart
að sér við að læra og varð bandarísk-
ur ríkisborgari eftir að hafa staðist
próf.
Lilla og Harry eignuðust fjóra
myndarlega syni. Ron var elstur, síð-
an kom Bob, þá Erik og loks Rick.
Drengirnir voru líf og yndi Lillu.
Lilla naut þess að vinna í hönd-
unum og prjónaði og heklaði fallegar
peysur og teppi. Hún kenndi hekl við
Verkmenntaskólann í Fox Valley og
síðar kenndi hún prjón í The Little
Mermaid.
Hún var í mörgum félögum, meðal
annars saumaklúbbi og fjölþjóða-
félagi kvenna. Henni fannst gaman
að hitta vinkonur sínar og spjalla yfir
kaffibolla. Skemmtilegast af öllu
þótti henni þó að sýna myndir og
segja sögur af ættingjum og æsku-
stöðvunum á Íslandi. Í hvert sinn
sem við heimsóttum hana dró hún
fram nýjustu myndirnar sem systur
hennar höfðu sent henni frá Íslandi.
Lilla hafði yndi af því að ferðast
heim til Íslands og var líka alltaf
jafnspennt þegar ættingjarnir komu
í heimsókn að heiman. Hún átti fjór-
ar systur og þrjá bræður sem munu
sakna hennar sárt. Þrjár systranna
komust yfir hafið til að vera hér í
dag. Henni hefði þótt svo vænt um
það, þakka ykkur fyrir. Shawano-
vatn lék líka stórt hlutverk í lífi Lillu.
Hún og Harry byrjuðu á því að koma
sér þar upp sumarbústað. Þeim leið
svo vel við vatnið að þau keyptu þar
hús og þegar þau voru komin á eft-
irlaun áttu þau mörg góð ár við
Shawanovatn.
Eftir að hafa eignast fjóra syni
varð Lilla yfir sig glöð yfir því að tvö
fyrstu barnabörnin voru stúlkur.
Loks gat hún klætt Tonyu og Jenny í
föt sem hún hafði gert og komið með
brúðusafnið sitt í fallegum íslenskum
búningum. Sjö barnabörn komu í
kjölfarið, Scott, Tina, Peter, Patrick,
Tim, Brian og Christina.
Börnin og barnabörnin voru líf og
yndi Lillu. Það gladdi hana mjög að
allir synirnir fjórir tóku þátt í fjöl-
skyldufyrirtækinu og síðar tvö
barnabarnanna. Scott og Patrick, afi
og amma eru mjög stolt af ykkur.
Lilla lifði nógu lengi til að verða
langamma, þegar Tonya eignaðist
soninn Finnegan fyrir tveim árum.
Það er ekki margt fólk sem auðnast
að eignast barnabarnabörn. Þegar
Finn vex úr grasi mun hann fá að sjá
myndir af yndislegri langömmu sinni
og heyra sögur af henni sem öll fjöl-
skyldan á eftir að segja honum.
Lilla og Harry áttu yndislega ævi
saman. Í nóvember síðastliðnum
höfðu þau verið gift í 56 ár. Við get-
um aðeins vonað að við sem eftir lif-
um eigum eftir að sýna sama ástríki
og þau hafa gert.
Allir sem þekktu Lillu munu sakna
hennar. Ef ástin ein gæti haldið ein-
hverjum á lífi mundir þú lifa að eilífu.
Við munum alltaf geyma þig í hjört-
um okkar.
Guð sá að hún var orðin þreytt og
að enga lækningu væri að fá. Svo
hann vafði hana örmum sínum og
hvíslaði, fylgdu mér. Með tárin í aug-
unum horfðum við á hana þjást og
þótt við elskuðum hana af öllu hjarta
gátum við ekki haldið henni hjá okk-
ur. Hjarta úr gulli hætti að slá,
vinnufúsar hendur fengu hvíld. Guð
lagði á okkur þunga raun til að reyna
okkur. Hann tekur aðeins hina
bestu.
Jennifer Femal.
Guðrún var fremur lítil kona. Í
föðurætt var hún af Hurðarbaks-
grein Víkingslækjarættarinnar. Í
frændgarði hennar austanfjalls voru
rómmiklir fjallkóngar og hreppstjór-
ar og sjálf átti hún það til að tjá sig
með undarlega miklum raddstyrk ef
svo bar undir. Móðurættin var af
sunnanverðum Vestfjörðum – lík-
lega með vænan skammt af keltnesk-
um uppruna.
Guðrún var fríð og fíngerð, brún-
eygð og dökkhærð, skapmikil og
einörð, listhneigð, glaðlynd og hrók-
ur alls fagnaðar hvar sem hún var.
Hún var dugleg og átti til ótrúlegt
þrek og seiglu þegar svo bar undir.
Hún var sú þriðja í röðinni af 8 systk-
inum á Sogabletti 13, þar sem fjöl-
skyldan bjó þröngt meðan börnin
voru lítil. Þar voru ræktaðar kart-
öflur og annað grænmeti á allri lóð-
inni sem var stór. Hænsni voru þar í
kofa og fiskur barst að úr ýmsum átt-
um og lýsi frá Guðmundi föðurbróð-
ur, nefnt Gvendarlýsi og öll börnin
tóku það eins og sælgæti. Heimilis-
faðirinn, Árni Árnason frá Hurðar-
baki (einn af níu bræðrum og þrem
systrum) var á togurum framan af,
en fór í land eftir að börnunum fjölg-
aði og stundaði verkamannavinnu.
Hann var þúsundþjalasmiður og eft-
irsóttur verkmaður. Móðirin, Guð-
rún Helgadóttir, var vel gefin mynd-
arkona, taugasterkur og rólyndur
uppalandi hins stóra barnahóps síns.
Lilla var gagnfræðingur frá Ingi-
marsskólanum og hélt sambandi við
skólasystur sínar ævilangt. Manns-
efni sínu, Harold Femal, kynntist
hún í lok stríðsins þegar hann sem
bandarískur hermaður var hér á
landi í nokkra mánuði og vann að
sérverkefnum. Þau Lilla og Harry
giftu sig 1946 og eignuðust fjóra
myndarlega syni: Árna Ronald, Ró-
bert, Eric og Richard. Barnabörnin
eru orðin níu og eitt barnabarna-
barn. Það var stutt milli þeirra
hjónanna því Harold dó 13. janúar
síðastliðinn. Hann var vænn maður,
dugmikill og vinsæll.
Harry og Lilla settust að í Apple-
ton, heimaborg Harry. Sú borg er í
Wisconsin-fylki, í miðvesturríkjum
Bandaríkjanna og liggur að landa-
mærum Kanada. Þau stofnuðu bíla-
björgunar- og viðgerðarfyrirtæki.
Lilla sá í mörg ár um fjármál og bók-
hald fyrirtækisins. Það var farsælt
og vel rekið, enda voru Harry og
Lilla mjög samhent og unnu þrot-
laust að viðgangi þess. Með tímanum
hefur Femal’s Service, en svo heitir
fyrirtækið, orðið eitt hið traustasta
fyrirtæki á sínu sviði í Austur-
Wisconsin. Hafa synir þeirra tekið
við rekstrinum fyrir löngu.
Harry og Lilla voru ástrík og far-
sæl hjón. Þau hlutu verðuga umbun
erfiðis síns og urðu vel efnum búin.
Lilla var elsk að fjölskyldu sinni á Ís-
landi og kom oft heim, stundum
tvisvar á ári. Harry kom stundum
líka og synir þeirra. Fjölskyldan á
Íslandi naut gestrisni þeirra hjóna í
ríkum mæli vestra. Má sá sem þess-
ar línur ritar minnast þess með
þakklæti er við hjónin fórum vestur
fyrir einum 15 árum. Vann ég þá hjá
Frey og heimsótti bændur og búalið
við leiðsögn Harrys svila míns en
hann hafði að sínu leyti engan minni
fylgdarmann okkar en Butch, vin
sinn, lögreglustjóra í sveitarfélaginu.
Það átti að gefa heimsóknunum
meiri vigt. Það voru sælir dagar.
Lilla var félagslynd og eftirsótt í
félagsskap þar vestra. Var í mörgum
klúbbum, m.a. félagi norrænna
kvenna. Hún var handavinnukona
góð og kenndi þá grein um skeið í
Fox Valley Technical College og síð-
ar í námskeiðum á The Little Mer-
maid (Litlu hafmeyjunni) í Appleton.
Lilla var farin að heilsu síðustu
ævimisserin, en minningin um þessa
góðu, hlýju og fjölhæfu konu lifir og
vermir.
Júlíus J. Daníelsson.
Lilla móðursystir okkar í Ameríku
er látin. Þegar þessi grein er skrifuð
berast okkur þær fréttir að Harry,
eiginmaður Lillu, sé einnig látinn.
Lilla fluttist ung að árum til
Bandaríkjanna til að giftast honum
Harry sem hún kynntist hér á Ís-
landi tæplega 18 ára gömul. Mamma
okkar, Inga, sem er elst átta systk-
ina, minnist þess þegar Lilla, litla
systir hennar, stóð á þilfarinu á skip-
inu sem hún sigldi með til New York.
Þá hljóp stóra systir upp landgang-
inn og sagði „Lilla, Lilla, ekki fara,
komdu heim.“ Lilla var lífleg pabba-
stelpa og allir söknuðu hennar. Í
New York tók Harry á móti Lillu og
saman keyrðu þau til heimabæjar
hans, Appelton, Wisconsin, þar sem
fólk hans tók vel á móti henni. Saman
byggðu þau hjónin upp fyrirtæki
sem sérhæfði sig í alhliða bifreiða-
þjónustu. Þau eignuðust fjóra mynd-
arlega stráka og nú eru afkomend-
urnir þrettán, allt myndarfólk.
Við systkinin minnumst heim-
sókna frænku okkar sem hátíðisdaga
í fjölskyldunni. Stórfjölskyldan fór
út á flugvöll til þess að taka á móti
henni, síðan voru veisluhöld og
ferðalög þann tíma sem hún dvaldi á
landinu. Fyrstu árin kom hún þriðja
hvert ár, síðan annað hvert ár og
seinna var hvert tækifæri notað er
viðburðir voru í fjölskyldunni. Harry
sagði okkur að hann hefði séð á Lillu
þegar hún fékk heimþrá, þá varð hún
að fara til Íslands.
Lilla var alltaf mikill Íslendingur
og okkur fannst aðdáunarvert hvað
hún hélt við íslenskunni og hún var
fljót að tileinka sér nýyrði í móður-
málinu. Hún sagðist alltaf hafa hugs-
að og sig hefði dreymt á íslensku,
hún var líka fljót að kynnast nýjum
fjölskyldumeðlimum.
Við sem nutum gestrisni þeirra
hjóna í Appelton minnumst með
þakklæti verunnar þar. Skemmtilegt
var að fara í sumarbústaðinn við
Shawano Lake þar sem Bobby
frændi, sem á hraðametið á vatninu,
bauð okkur í hraðbátinn sinn. Farið
var á sjóskíði og siglt í rólegheitum á
pontoon-bát.
Lilla var mikil félagsvera, hún
naut félagsskapar fjölskyldu og vina
sinna. Sérstaklega fannst henni
gaman að starfa með norrænum vin-
konum sínum sem ráku m.a. verslun
með norrænum vörum og veitingum.
Hún átti gott líf með Harry en sakn-
aði þó alla tíð fólksins síns á Íslandi.
Í haust fórum við tvær systur, með
móður okkar, sem forðum kvaddi
systur sína á hafnarbakkanum í
Reykjavík, í heimsókn til Appelton.
Þá voru Lilla og Harry orðin veik og
komin á hjúkrunarheimili þar sem
vel var hugsað um þau. Við vissum að
þetta var kveðjustund þeirra systra
og þökkum það nú að hafa farið. Þar
tóku á móti okkur synir Lillu og
Harry, þeir Árni, Bobby, Erik og
Rikki ásamt fjölskyldum og áttum
við þar góðar stundir.
Ljóst var við útför Lillu 4. janúar
síðastliðinn, þar sem þrjár systur
hennar frá Íslandi voru viðstaddar,
að Harry átti ekki langt eftir, hann
lést 13. janúar.
Þau hjón munu nú hvíla hlið við
hlið í Highland Memorial Park í
Appleton í Wisconsin.
Í sumar kemur Jennifer sonar-
dóttir Lillu í heimsókn til Íslands og
lífið heldur áfram. Hafið þökk fyrir
allt, kæra frænka og Harry.
Auður, Guðrún, Kristjana,
Björk og Hafliði Bárður
Harðarbörn.
Hér koma nokkur fátækleg orð til
þess að minnast sæmdarhjónanna
Guðrúnar og Harald Femal. Guðrún
eða Lilla eins og hún var ætíð kölluð
lést sl. gamlársdag og Harry lést 13.
janúar sl.
Lilla kynntist Harry þegar hann
gegndi hér herþjónustu í lok síðari
heimsstyrjaldarinnar. Þau felldu
hugi saman og Lilla aðeins 18 ára
fluttist til Appleton, Wisconsin í
Bandaríkjunum. Þau bjuggu allan
sinn búskap í Appelton og við Shaw-
anovatn. Þau stofnuðu fyrirtæki með
kranabílaþjónustu og í samráði við
lögreglu sóttu þau bilaða bíla um allt
fylkið. Einnig ráku þau bílaverk-
stæði í Appleton. Þessi vinna var
gríðarlega erfið og erilsöm og á öll-
um tímum sólarhringsins voru þau
vakin upp til að sækja bíla. Með
þrautseigju og ómældri vinnu kom-
ust þau í góð efni. Þeirra fyrirtæki
var hátt skrifað hjá mörgum og vin-
sælt og virkt í Appletown. Þau eign-
uðust fjóra syni og störfuðu þeir allir
hjá fyrirtækinu frá unga aldri en
tóku síðan við rekstrinum af foreldr-
um sínum þegar þeir létu af störfum.
Synirnir heita Árni Ronald, Róbert,
Erik og Richard, sendi ég þeim
dýpstu samúðarkveðjur vegna frá-
falls foreldra þeirra.
Við hjónin heimsóttum Lillu og
Harry nokkrum sinnum og nutum
gestrisni þeirra í hvívetna og ber að
þakka það hér.
Það væri hægt að skrifa langa
sögu um heimþrá Lillu sem fannst
allt best á Íslandi. Það var sjálfsagt
eðlilegt því að hún átti fjórar systur
og þrjá bræður hér. Lilla talaði góða
íslensku allt til dauðadags. Ætíð
urðu miklir gleðifundir þegar hún og
stundum Harry komu í heimsókn og
í seinni tíma kom hún oft til Íslands.
Lilla slóst í för með Karlakórnum
Stefni í söngför til Íslendingabyggð-
ana í Kanada árið 1985 og að þeirri
söngför lokinni var komið við á heim-
ili þeirra við Shawanovatn. Þar tók
Harry á móti öllum hópnum með
grilluðum hamborgurum og ómæld-
um bjór. Hús þeirra hjóna var stór-
glæsilegt, eða eins og Harry sagði
það var byggt af milljónamæringi og
ég keypti það. Karlakórinn Stefnir
söng fáklæddur við vatnið enda veð-
ur frábært. Að lokum var öllum
ferðalöngum boðið í siglingu á vatn-
inu og ekki skemmdi fyrir að mjög
hraðskreiður hraðbátur var einnig til
taks. Var þetta ógleymanleg stund
öllum sem tóku þátt í.
Karlakórinn Stefnir tók nýtt fé-
lagsheimili í notkun 14. janúar sl. og
fyrsta lagið sem kórinn söng var til
heiðurs þessum sæmdarhjónum.
Megi góðar minningar verða ætt-
ingjum og vinum huggun harmi
gegn.
Theódór Óskarsson.
GUÐRÚN ÁRNA-
DÓTTIR FEMAL
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur hluttekningu og hlýhug við andlát
og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengda-
móður og ömmu,
ÖNNU ÓSKARSDÓTTUR,
Fitjasmára 10,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild
E-11 á Landspítalanum við Hringbraut, starfsfólki líknardeildar LSH
í Kópavogi ásamt hjúkrunarfræðingum í Karitas.
Elís Kristjánsson,
Ólafur Elísson, Stella Skaptadóttir,
Anna Björg Elísdóttir, Stefán Jóhann Björnsson,
Atli Elísson,
Hlynur Elísson, Arndís Ólafsdóttir,
Trausti Elísson, Sif Þórsdóttir
og barnabörn.