Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. kl. 5.30 og 9.30. DV RadíóX Sýnd kl. 5 og 8. B.i.12. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTA BONDMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI YFIR 80.000 GESTIR Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i.14 ára FRÁ FRAMLEIÐENDUM LEON OG LE FEMME NIKITA Sýnd kl. 6 og 9.15. B.i. 12.Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 14. Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki.  Kvikmyndir.com  HJ. MBL Kvikmyndir.is ÍSLENSKU tónlistarverð- launin verða afhent við hátíð- lega athöfn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Flokkarnir er varða popp- og rokktónlist eru sjö talsins og var einn helsti poppfræðingur landsins fenginn til í að spá í spilin með Morgunblaðinu. Sá heitir Gunnar Lár- us Hjálmarsson, betur þekktur, sem Dr. Gunni. Auk þess að vera annar stjórnandi Popp- punkts á Skjá einum skrifaði hann bókina Eru ekki allir í stuði?: Rokk á Íslandi á síðustu öld, sem kom út árið 2001. Dr. Gunni er því vel til þess fallinn að spá í hverjir standi uppi sem sig- urvegarar í kvöld á þessari upp- skeru- og árshátíð íslensks tónlist- arfólks. Sjálfur ætlar hann að fara á hátíð- ina enda verður hann kynnir í flokknum „lag ársins“ en tekur fram að hann hafi hvorki komið nálægt tilnefningum né útnefn- ingum og ætlar að svara þessum erfiðu spurning- um eftir bestu getu. Dr. Gunni spáir: Bjartasta vonin „Þetta er gífurlega erfitt. Mér finnst vanta í þennan flokk hljóm- sveitina Ampop. Þeir hafa reyndar gefið út plötu áður. Bjartasta vonin finnst mér nú vera Búdrýgindi. Þeir eru langyngstir og ættu þar af leiðandi að geta gert mest í fram- tíðinni. Ef ég væri í nefndinni myndi ég segja Búdrýgindi.“ Myndband ársins „Ég hef séð öll myndböndin. Per- sónulega finnst mér Singapore Sling-myndbandið flottast. Það pass- ar vel við lagið, mikill töffaraskapur í gangi. Það myndar skemmtilega heild, lag og mynd. Ensími-mynd- bandið er ágætt líka og Írafár.“ Flytjandi ársins „Þarna eru bæði hljómsveitir og einstaklingar. Ég veit ekki hvernig menn ætla að gera upp á milli. Það hefur oft verið þannig að gengi í út- löndum er látið ráða. Það er dálítið horft til þess í þessum verðlaunum hvernig hefur gengið á erlendri grundu. Þá eru náttúrulega Sigur Rós langstærstir á alþjóðlegum basa. Annars eru þetta allt ágætilega frambærileg bönd. En tölfræðilega myndi ég veðja á Sigur Rós.“ Söngvari ársins „Kenningin um gengi í útlöndum kemur líka upp í þessum flokki. Jón Þór, Jónsi, er líklegur sigurvegari en hann hefur reyndar fengið verðlaun- in áður. Það skiptir nú ekki máli. Fólk fær þetta aftur og aftur. Björk hefur óteljandi oft verið valin söng- kona ársins. En það er kominn tími til að láta Bubba fá þetta. Hann hefur aldrei verið valinn söngvari ársins þannig að ég set hann í annað sætið. Hann fékk ákveðna uppreisn æru í fyrra með vinsæla plötu. Það er um að gera að fara að verðlauna hann í þessu áður en hann verður bara verðlaunaður fyrir störf í þágu þjóð- arinnar.“ Söngkona ársins „Mér finnst nú engin spurning að Birgitta Haukdal fái þessi verðlaun. Þetta eru alltsaman fínar söngkonur en Írafár er band, sem var að gera það best í fyrra. Þetta er fín popp- músík, sem þau eru að gera. Hún stendur sig mjög vel. Hún er söng- kona ársins.“ Lag ársins „Lagið „Ég sjálf“ með Írafári er eftirminnilegt. Viðlagið er grípandi. Sama er reyndar með „Julietta 2“, með Ske. Maður fór strax að pæla í hvað það væri eftir að maður sá aug- lýsinguna. Það kom mjög á óvart að þetta væri með íslenskri hljómsveit. Þetta eru þokkaleg lög allt saman en þessi tvö eru best.“ Plata ársins „Þetta eru dálítið feit verðlaun. Ég þori helst ekki að veðja neitt í þess- um flokki. En ef ég yrði neyddur til þá myndi ég grípa til vinsælt í út- löndum-kenningarinnar. Sigur Rós- ar-platan er fín plata þó þeir hafi þurft að gera ansi vel til að fylgja eft- ir Ágætis byrjun. Móri kom líka sterkur inn og líka Ske. Það eru reyndar engin augljós úr- slit í þessu. Það er ekkert sem stóð það mikið uppúr á síðasta ári. Nema kannski söngkona ársins. Þessi hátíð er ágæt og það er alltaf fínt að gera sem mest í kringum músíkina. Þetta er enginn heilagur sannleikur en það eru allavega fleiri sem ákveða þetta heldur en í bókunum.“ Morgunblaðið/Golli Birgitta Haukdal, söngkona Íra- fárs, er ótvíræð söngkona ársins, að mati Dr. Gunna. Morgunblaðið/Árni Torfason Eru Búdrýgindi bjartasta vonin? Íslensku tónlistarverðlaunin 2003 Gunnar Lárus Hjálmarsson Morgunblaðið/Árni Torfason Dr. Gunni spáir Sigur Rós góðu gengi á tónlistarverðlaununum.                                                                      ! "  # $ %   & & $ '  ' (   % !  ) * + + (, )   -    .  / 00 "  ! 1   2   +3  4!5 3'  6'  7 03'   48'5 00 " 9  4  6     4  25 :% 2    4$   3   1  & " 3   2# +  4  <  %   4+ +5     ! =,#   !  > ? $ % @ 3%  6 A %     00 B +  00 1 #    CC :   ! # 1   2 4 5  !D (#D   E  Morgunblaðið/Golli Hljómsveitin Ske vakti athygli á síðasta ári fyrir lagið „Julietta 2“. Dr. Gunni spáir í spilin Dr. Gunna líst best á myndbandið með rokkurunum í Singapore Sling. Morgunblaðið/Árni Torfason ■ Íslensku/35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.