Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 37
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 37 ÁKVEÐINN hópur Íslendinga – fámennur – hefur ástundað það sem varla er hægt að kalla annað en ófrægingarherferð á hendur Ís- lenskri erfðagreiningu, ekki síst í útlendum fjölmiðlum, og hefur ver- ið iðinn við kolann. Þeir hafa sent út greinar, farið í viðtöl og laðað blaðamenn til landsins í þeim til- gangi að sannfæra heimsbyggðina um að ÍE sé vont fyrirtæki, sem ljúgi og svíki og fari illa með fólk. Með þessu er ekki bara vegið að viðskiptahagsmunum fyrirtækisins heldur hagsmunum samfélagsins í heild. Þessu mætti líkja við að sam- svarinn hópur manna, meðal annars frá Háskóla Íslands og Alþingi, hefði það helst fyrir stafni að sann- færa útlendinga um að íslenskt sjávarfang væri úldið. Lítum á eft- irfarandi til skýringar á þessari staðhæfingu: „Eftir á að hyggja var þessi rangfærsla til góðs og málstað Mannverndar mjög til framdráttar vegna þess að hún vakti nýjar um- ræður um málið.“ Þetta sagði Steindór J. Erlingsson í Morgun- blaðsgrein, sem einnig er að finna athugasemdalausa á heimasíðu Mannverndar þannig að ætla má að samtökin séu sátt við innihaldið. Og hvaða rangfærsla var „...málstað Mannverndar mjög til framdrátt- ar...“? Jú, franska stórblaðið Le Monde hafði á forsíðu tveimur mán- uðum áður haft eftir sama Steindóri að hann hefði „...flúið frá Íslandi (undan Íslenskri erfðagreiningu, innsk. mitt.) með konu sinni og börnum vegna þess að grundvall- armannréttindi séu þar fótum troð- in“. Einnig „...að hann gæti ekki bú- ið í landi þar sem hæðst sé að grundvallarréttindum svo einkafyr- irtæki græði,“ að hann hafi verið „..beittur þrýstingi varðandi há- skólaferil sinn...“ og nú láti Íslensk erfðagreining sér ekki gagnasöfnun eina nægja „...heldur heimti líka blóð-, frumu- og vefjasýni og þeir sem neiti að láta þau af hendi séu settir á svartan lista“. Samráð rík- isstjórnarinnar, fjölmiðla og Ís- lenskrar erfðagreiningar hafi síðan valdið því „...að Steindór Erlings- son veiktist af því að vera Íslend- ingur,“ sagði Le Monde á forsíðu. Tveimur mánuðum síðar segir Steindór í fyrrnefndri Morgun- blaðsgrein að hann „...ætlaðist auð- vitað ekki til þess að það yrði tekið bókstaflega...“ sem hann sagði í Frakklandi. Steindór gerði þó enga tilraun til að leiðrétta það – hvorki í Le Monde né í þeim íslensku fjöl- miðlum sem tóku málið upp. Enda væntanlega engin ástæða til – þetta var jú „rangfærsla til góðs“. Steindór skrökvaði sem sé að franska blaðamanninum og því er þetta rifjað upp nú, að enn skriplar Steindór á skötu sannleikans. Fyrir nokkru birti breska blaðið The Guardian grein um Íslenska erfða- greiningu þar sem því var m.a. haldið fram að Hjartavernd hefði tapað tæplega 700 milljónum króna með kaupum á hlutabréfum í Ís- lenskri erfðagreiningu. Blaðið neyddist síðan til að bera þessi ósannindi opinberlega til baka og biðjast afsökunar. Blaðið skýrði þessi mistök sín með rangtúlkun á grein í Morgunblaðinu en nafn- greindi ekki þann sem túlkað hafði. Ég get upplýst það hér að sá var Steindór J. Erlingsson, og urðu fáir hissa sem heyrðu. Var þessi rang- færsla líka „...til góðs og málstað Mannverndar mjög til framdrátt- ar...“? Ósannindi að yfirlögðu ráði Síðan þetta gerðist er Steindór búinn að gefa út bók, sem heitir „Genin okkar“. Þar eru rangfærsl- urnar fleiri en svo að ég nenni að eltast við þær. Ég vil þó nefna eina, sem í rætni sinni gengur út yfir all- an þjófabálk. Steindór fullyrðir að tilgreindur læknir hafi selt „...Ís- lenskri erfðagreiningu gögn um sjúklinga sína, svo sem sjúkra- skýrslur og blóðsýni“. Hér sakar Steindór sem sé viðkomandi lækni ekki bara um þjófnað heldur líka um brot á trúnaðarskyldu sinni við sjúklinga. Þetta eru ósannindi og rógur að yfirlögðu ráði því Steindór hafði aðgang að samstarfssamningi þessara aðila og veit að í honum felst ekkert af þessu tagi. En kannski var þetta einnig „...rang- færsla til góðs og málstað Mann- verndar mjög til framdráttar“. Það fór svo vel á því að Pétur Hauksson, formaður Mannverndar, ritaði formála að bók Steindórs. Þar leiðir haltur blindan um vegi sannleikans. Pétur komst ekki lengra en fram að fimmtu máls- grein á fyrstu síðu bókarinnar áður en hann skrökvaði. Þar segir hann frá manni sem tapaði hluta af tryggingabótum sínum með kaup- um á hlutabréfum í Íslenskri erfða- greiningu. Pétur segir: „Við söluna kom í ljós að hann hafði tapað 90% af bótunum sem hann átti að lifa af það sem eftir var ævinnar.“ Nú geng ég út frá því sem vísu að bæði Steindór og Pétur hafi lesið fyrr- nefnda grein í Guardian, þó ekki væri nema vegna þess að þar er viðtal við Steindór sjálfan. Í grein- inni er líka viðtal við ofangreindan mann þar sem kemur skýrt fram að hann tapaði tæpum fimm milljónum króna eða um 20% af bótunum. Ekki 90%. Hvað gengur þeim Steindóri og Pétri til? Skiptir þá engu máli lengur hvað er satt og hverju logið? Bara að það sé „...rangfærsla til góðs og málsstað Mannverndar mjög til framdrátt- ar“? Aðför að viðskiptahagsmunum Ef til vill væri unnt að líta framhjá þessum og öðrum ámóta dæmum um ósannindi og óhróður um Íslenska erfðagreiningu, ef þau væru tilfallandi en ekki hluti af því sem tæpast verður nefnt annað en rógsherferð á hendur fyrirtækinu. Örfá dæmi til viðbótar og árétt- ingar: „Ég er oft að hugsa um það, að Kári hafi aldrei ætlað sér að vinna í erfðafræði, það er bara blekking til þess að græða.“ … „Hann hafi alltaf vitað að Kári væri blóðsuga, sem aðeins gæti upphafið sig á annarra kostnað, sem fyrst hefði sóst eftir frægð en nú sækist hann aðeins eftir völdum og pen- ingum.“ „Og lítið þér á,“ segir Al- freð, „Kári hefur lögmenn, verk- fræðinga, upplýsingafulltrúa (PR-fólk), en hann hefur enga þekkta vísindamenn.“ Þetta sagði Alfreð Árnason í viðtali við þýska tímaritið Die Zeit. Í sömu grein segir einnig: „Einar Árnason trúir á miklu djúpstæðari grun (?): Hann segir að í fjögur ár hafi hinir spren- glærðu starfsmenn deCODE bara ekki fundið neitt.“ Tekið skal fram að þessa þýðingu á greininni er að finna á heimasíðu Mannverndar. Og í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Alfreð Árnason um rannsóknastarf ÍE: „Það hefur engu skilað. Að mínu áliti hefur hann (Kári) verið að blekkja allan tímann.“ Sjálfsagt liggja mismunandi hvatir að baki ummælum á borð við þau sem hér hafa verið tíunduð, en ásetningurinn er alltaf sá sami; að skaða ímynd og hagsmuni Íslenskr- ar erfðagreiningar. Spyrja má hvort það taki því að vera að ergja sig út af þessu. Tekur nokkur mark á svona heimskulegum óhróðri hvort sem er? Því miður er málið ekki svona einfalt og kannski er best að taka enn eitt dæmið til að útskýra með hvaða hætti þetta get- ur skaðað hagsmuni fyrirtækisins. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur ítrekað fullyrt, innan þings og utan, að Ís- lensk erfðagreining sé gjaldþrota. (Það er út af fyrir sig guðsþakk- arvert að maður sem notar þetta hugtak um fyrirtæki sem er með já- kvætt eigið fé uppá meira en 100 milljónir Bandaríkjadala skuli ekki lengur vera bankastjóri.) Við skul- um nú hugsa okkur framkvæmda- stjórnarfund í alþjóðlegu lyfjafyr- irtæki þar sem verið er að velja á milli hugsanlegra samstarfsaðila í umfangsmiklum erfðarannsóknum. Íslensk erfðagreining kemur sterk- lega til greina en þegar hana ber á góma segist einn fundarmanna ný- lega hafa séð það haft eftir for- manni stjórnmálaflokks á Alþingi Íslendinga, að það fyrirtæki sé í raun gjaldþrota. Stjórnendur lyfja- fyrirtækisins vita sennilega að þetta er ekki rétt en finnst þetta þó geta bent til að það séu einhver vandræði í kringum þetta fyrirtæki á Íslandi og strika það út af listan- um. Í þessu herbergi var enginn til að segja þeim að þessi flokksfor- maður var bara garmurinn Sverrir sem fór í pólitík til að hefna sín á forsætisráðherra, sem hafði rekið hann með skömm úr bankastjóra- stóli fyrir spillingu. Þetta tilbúna dæmi gefur hug- mynd um hvaða áhrif sá óhróður og ósannindi, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, og litlu skipta á Ís- landi, gætu haft í útlöndum. Það er alvarlegt og ábyrgðarhlutur þegar einstaklingar í stjórnmálum, eða t.d. tengdir Háskóla Íslands, fara með fleipur af þessu tagi um fyr- irtæki sem á í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það skaðar ekki bara fyrirtækið sjálft og hagsmuni mörg þúsund hluthafa þess heldur einnig starfsmenn þess og fjölskyldur þeirra og á endanum samfélagið allt. Og víst er að keppinautar Ís- lenskrar erfðagreiningar á alþjóð- legum vettvangi þurfa ekki að sæta opinberum óhróðri af þessu tagi. HAGSMUNIR SAM- FÉLAGSINS, EÐA HVAÐ? Eftir Pál Magnússon „Ef til vill væri unnt að líta framhjá þessum og öðrum ámóta dæmum um ósannindi og óhróður um Íslenska erfðagrein- ingu, ef þau væru tilfall- andi en ekki hluti af því sem tæpast verður nefnt annað en rógs- herferð á hendur fyr- irtækinu.“ Höfundur er upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema UMRÆÐAN um veikt sjóðina. Hún er að mínu mati búin að eyðileggja þá. Eins og staða þeirra er í dag eru þeir ekkert nema nafnið eitt. Banka- innistæður Orlofsheimilasjóðs voru samkvæmt ársreikningi árið 2001 kr. 46.614 og Sjúkrasjóðs kr. 1.448.016. Á trúnaðarráðsfundi hinn 19/9 2002, lagði ég fyrir stjórnina eft- irfarandi spurningar: 1. Hvað ætlar stjórn Múrara- félags Reykjavíkur að gera til að snúa við áralöngum taprekstri á Félagasjóði og Mælingarstofu fé- lagsins? 2. Telur stjórnin að það sam- rýmist lögum Sjúkra-, Orlofs- og Menningar og styrktarsjóðs að þeir stundi þá lánastarfsemi sem þeir gera í dag? 3. Á hvaða vaxtakjörum lána þessir sjóðir fé til Múrarafélags Reykjavíkur? Svör stjórnar voru þessi: „Spurningarnar virðast byggja á þeim misskilningi að Sjúkrasjóður, Orlofsheimilasjóður og Menningar- og styrktarsjóður séu ekki eign fé- lagsins. Eins og fyrirspyrjanda ætti að vera kunnugt eru sjóðir þessir eins og Félagasjóður til orðnir fyrir atbeina félagsins í kjarasamningum og mynda saman sjóðakerfi þess. Ársreikningur fé- lagsins tekur til allra sjóða félags- ins og sýnir eignarstöðu þess og rekstrarafkomu. Svör við spurningum Sveins eru þessi: 1. Á þessu ári var gerð breyting á reglugerð Sjúkrasjóðs þannig að nú er heimilt að hann greiði allt að 15% af iðgjaldatekjum ár hvert fyrir þjónustu sem skrifstofa fé- lagsins veitir honum. Rekstur mælingastofu er erfiður sökum þess að hluti félagsmanna lætur ekki mæla verk. Félagið hefur ítrekað reynt að koma þessu í betra horf en árangur er ekki sem skyldi. 2. Stjórnin telur heimilt með vís- an til þess sem að framan greinir að fé eins af sjóðum þess sé notað til að leysa vanda annars þar sem þeir eru eign þess. 3. Fé úr sjóðum félagsins sem varið er til starfsemi þess er ekki lán.“ Sjúkra- og Orlofsheimilasjóður eru ekki eign stéttarfélagsins. Fé- lagið er eingöngu vörsluaðili sjóð- anna sem ber að fara eftir reglum þeirra og tilgangi varðandi ráð- stöfun fjármuna úr þeim. Það að lögum Sjúkrasjóðs skuli hafa verið breytt á þann veg að nú er heimilt að hann greiði allt að 15% af ið- gjöldum ár hvert fyrir „þjónustu“ sem skrifstofan veitir, þýðir að í fjölda ára hefur þetta verið ólög- legt og brot á reglum sjóðsins. Nú á bara að gera sukkið löglegt. Í ársreikningi félagsins 2001 stendur á bls. 11 allt um skuldir Félaga- sjóðs og hvet ég stjórnarmenn til að lesa reikningana og minnast þess um leið að þeir samþykktu þá. Að ráðist yrði á sjúkra- og or- lofsréttindi okkar múrara með þessum hætti og af þessum aðilum átti ég alls ekki von á. Tel ég að stjórnin verði að fara í mjög víð- tæka endurskoðun á hlutverki sínu eigi hún að vinna traust meðlima félagsins. Lagasetning af hálfu hins opinbera verður að koma til, til að tryggja að ekki verði farið með sjóði af þessu tagi sem raun ber vitni. Stjórnin verður að gera félagsmönnum grein fyrir því hvernig endurgreiðslu þessara fjármuna, með vöxtum, verði hátt- að og að óháður aðili fylgist með að staðið sé við endurgreiðslurnar. Hefur Félagasjóður Múrarafélags- ins bolmagn til að greiða „lántök- urnar“ til baka og getur hann einnig sinnt hlutverki sínu sem er að reka félagið, þar á meðal greiðslu skammtímaskulda. Lang- tíma- og skammtímaskuldir félags- ins voru samkvæmt ársreikningi 2001 kr. 20.986.438. Er Múrarafélag Reykjavíkur í raun ekki gjaldþrota? Höfundur er múrari og situr í trún- aðarráði Múrarafélags Reykjavíkur. EIGUM við að sitja undir því að ekki verða stigin framfaraspor í landinu af því forsætisráðherra þess er svo fyndinn? Það hlýtur að teljast hluti af framförum að hægt sé að svara fyrirspurnum blátt áfram á hinu háa Alþingi. Ég hef ekki gert mikið af því að fylgjast með umræðum á Alþingi í beinni útsendingu en lét verða af því í gær þegar var utandagskrár- umræða um til hvaða mótvægisað- gerða ríkisstjórnin ætlaði að grípa vegna Kárahnjúkavirkjunar. Ög- mundur Jónasson leiddi um- ræðuna og fyrir svörum var Davíð Oddsson. Fyrst flutti hann andlausa ræðu þar sem vantaði allan sannfæring- arkraft og svaraði engum spurn- ingum. Er spurningarnar voru ítrekað- ar svaraði hann heldur engu. Þeg- ar Ögmundur spurði þá utan úr sal hvort hann ætlaði ekki að svara þá sagði forsætisráðherra: „Ég svara þessu árið 2005 og þá sem for- sætisráðherra.“ Og uppskar það sem hann þráði, hlátur sinna manna. Er þetta Alþingi Íslendinga? Það eru umræður í þinginu og beðið um svör í stóru máli og þetta er eina svarið! En þessi brandari speglar tvennt. Í fyrsta lagi að Davíð Oddssyni forsætisráðherra er ætíð efst í huga að hann sé forsætisráðherra. Í öðru lagi að þegar hann lendir í vandræðum bregst hann alltaf eins við – segir misjafnlega góða brandara og allir hans menn hlæja kurteislega. Nema þeim hafi þótt þetta fyndið í raun og veru. Þegar fólk er króað af úti í horni grípur það yfirleitt til sömu þraut- reyndu ráðanna til að breiða yfir vandræði sín. Forsætisráðherra reynir að vera fyndinn. Hann get- ur ekki annað. Á sínum tíma var það kannski áfall fyrir hann hvað hann þótti alltaf fyndinn þegar hann hugðist segja eitthvað í fúl- ustu alvöru. Og nú er hann fastur í fyndninni. Í sögubókum framtíðarinnar verður spurt um hvernig Davíð Oddsson brást við þegar stærsta og afdrifaríkasta framkvæmd Ís- landssögunnar var gagnrýnd. Svarið er: Hann sagði brandara. Hann var fyndinn. Ég hitti ónefndan þingmann eft- ir umræðuna og spurði hvort for- sætisráðherra væri stætt á þessu. Þingmaðurinn stundi mæðulega og sagði: „Æ, ég veit það ekki, við er- um bara orðin svo vön þessu.“ Fyndni forsætisráðherrann, það þótti lengi hrós í hnappagat okkar Íslendinga. En tungumálið er ólík- indatól, það lætur ekki fangelsa sig, og svo gæti farið að orðið fyndinn fengi aðra merkingu með tímanum og árið 2005 yrði það far- ið að þýða eitthvað annað en fynd- inn. Hvað er svona fyndið? Eftir Elísabetu Jökulsdóttur Höfundur er rithöfundur. „Forsætis- ráðherra reynir að vera fynd- inn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.