Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 41
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 14-17 í neðri safnaðarsal. Biblíulestur
kl. 20:00 í safnaðarheimilinu. Lúkas-
arguðspjall lesið og skýrt. Allir velkomnir.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-
12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur.
Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Lækj-
argötu 14a. www. domkirkjan.is
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12:00. Léttur málsverður í safnaðarheim-
ili að stundinni lokinni.
Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20:00.
Landspítali Háskólasjúkrahús, Arnar-
holt: Guðsþjónusta kl. 15:00. Prestur
Gunnar Rúnar Matthíasson.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 í há-
degi. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel
kirkjunnar milli kl. 12 og 12:10. Að bæna-
stund og altarisgöngu lokinni er léttur
málsverður í safnaðarheimilinu. Einfalt,
fljótlegt og innihaldsríkt! Fyrsta samvera
eldri borgara í Laugarneskirkju á nýju ári í
dag kl. 14:00. Umsjón hefur þjónustuhóp-
ur kirkjunnar, kirkjuvörður og sóknarprest-
ur. (Sjá síðu 650 í Textavarpi).
Neskirkja. NEDÓ-unglingaklúbbur kl.
17:00. 10. bekkur og eldri. 8. og 9. bekk-
ur kl. 19:30. Munda og Hans.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunar -
föstudag kl.10-12.
Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-
12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi Í.A.K. kl.
11:15. Bænastund kl. 12:10. Safnaðar-
félag Digraneskirkju og Alfa 2 kl. 20:30.
Ræðumaður dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.
(sjá nánar www.digraneskirkja.is)
Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgi-
stund í Gerðubergi kl. 10.30-12:00. Starf
fyrir 8-10 ára stúlkur kl. 16.30.
Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl.
10:00-12:00. Fræðandi og skemmtilegar
samverustundir, ýmis konar fyrirlestrar.
Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir
börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla kl.
17:30-18:30 fyrir 7-9 ára. Kirkjukrakkar í
Grafarvogskirkju kl. 17:30-18:30 fyrir 7-9
ára. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir
í 8. bekk kl. 20:00-22:00. Æskulýðsfélag
í Engjaskóla kl. 20:00-22:00, fyrir 9. og
10. bekk.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16:30.
Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í
dag kl. 14:30-17:00 í safnaðarheimilinu
Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl.
17:00. Fyrirbænaefnum má koma til
sóknarprests eða kirkjuvarðar.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum
og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og
ber þar fram áhuggjur sínar og gleði. Bæn-
arefni eru skrá í bænabók kirkjunnar af
prestum og djákna. Boðið er upp á mola-
sopa og djús að lokinni stundinni í kirkj-
unni.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10-12. Opið
hús fyrir 8-9 ára börn í safnaðarheimilinu
Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17-18.30.
Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl.
13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi
foreldra með ung börn að koma saman í
notalegu umhverfi og eiga skemmtilega
samverustund. Barnastarf fyrir 10-12 ára
börn í dag kl. 17.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10-
12 ára kl. 16.30-18.
Lágafellskirkja. Barnastarf Láfellskirkju,
kirkjukrkkar, er í Varmárskóla í dag fyrir
6-7 ára börn kl. 13.15 og 8-9 ára börn kl.
14.30. Umsjón Þórdís djákni. TTT-starf
Lágfellskirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16.
Mikið fjör, mikið gaman. Allir krakkar á
aldrinum 10-12 ára velkomnir. Safnaðar-
starf Lágafellskirkju. Æskulýðsstarfið
Sound. Æskulýðshópurinn okkar er með
fundi alla fimmtudaga kl. 17. Frábær hóp-
ur fyrir frábært ungt fólk í 8.-10. bekk.
Safnaðarstarf Lágafellskirkju.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl.
20.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheim-
ilinu. Spjall og samverustund foreldra og
barna. Kl. 14:30. Helgistund á sjúkrahús-
inu, dagstofu 2. hæð. Kl. 16.00. Æfingar
hjá Litlum lærisveinum falla niður í dag
vegna dagskrár 23. janúar. Næsta æfing
fyrir yngri hóp verður fimmtudaginn 30.
janúar kl. 16.30. Guðrún Helga Bjarna-
dóttir. Kl. 19.00. Blysför á vegum bæj-
arstjórnar í minningu þess að 30 ár eru frá
upphafi jarðeldanna á Heimaey. Klukkur
Landakirkju kalla göngurnar af stað.
Herra Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands
flytur hugvekju, bæn og blessun á Bása-
skersbryggju. Aðrir fv. prestar Eyjamanna
taka og þátt í göngunni, sr. Kjartan Örn
Sigurbjörnsson, sr. Bjarni Karlsson, sr.
Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bára Frið-
riksdóttir, ásamt heimaprestum, sr. Þor-
valdi Víðissyni og sr. Kristjáni Björnssyni.
Ingi Sigurðsson bæjarstjóri og Arnar Sig-
urmundsson flytja ávörp. Lúðrasveit Vest-
mannaeyja spilar. Kór Landakirkju og
Samkór Vestmannaeyja syngja. Sjá einnig
tilkynningar frá menningarmálanefnd.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel-
komnir.
Aðaldeild KFUM. Fundur kl. 20. Andrés
Jónsson segir frá Kínaferð sinni. Sigur-
steinn Hersveinsson hefur hugleiðingu.
Allir karlmenn eru velkomnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu
verði í Safnaðarheimili eftir stundina.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.15
krakkaklúbbur, 4 og 5 bekkur, kl. 19.30
söngæfing fyrir unglinga, kl. 20.30 ung-
lingasamvera.
Safnaðarstarf
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
REIDAR VILHELM ÍSAKSEN,
Hraunbæ 103,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 24. janúar kl. 13.30.
Sigríður Fanney Isaksen,
Viktoría Isaksen, Valdimar Steinþórsson,
Vilhelmína Isaksen, Erling Guðmundsson,
afabörn og langafabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR
frá Miðhúsum,
Garði,
verður jarðsungin frá Útskálakirkju laugar-
daginn 25. janúar kl. 14.00.
Börn, tengdabörn og barnabörnin.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tvíburabróðir, afi og langafi,
VALDEMAR HALLDÓRSSON,
sem lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri föstudaginn 17. janúar, verður
jarðsunginn frá Glerárkirkju miðvikudaginn 29. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hins látna, er bent á styrktarsjóð Þroskahjálpar Norðurlands eystra.
Helga Sigurlaug Baldvinsdóttir,
Ásgeir Valdemarsson,
Baldvin Valdemarsson, Magnea Steingrímsdóttir,
Soffía Valdemarsdóttir, Eyþór Gunnþórsson,
Páll Helgi Valdemarsson, Bjarnfríður Jónudóttir,
Björn Valdemarsson, Berglind Rafnsdóttir,
Soffía Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg frænka okkar,
ÁSLAUG SKÚLADÓTTIR
fyrrv. sendiráðsfulltrúi,
Rekagranda 10,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans að kvöldi
mánudagsins 20. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd ættingja hinnar látnu,
Bárður Hafsteinsson, Edda Gunnarsdóttir,
Guðrún K. Hafsteinsdóttir, Einar H. Pétursson,
Hannes Hafsteinsson, Ólafía Soffía Jóhannsdóttir,
Kristín Bárðardóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
vináttu, samúð og styrk við andlát og útför els-
kulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa, langafa og bróður,
GUNNLAUGS J. BRIEM.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grensásdeildar
og Landspítala Fossvogi fyrir frábæra umönnun.
Zophanía E. Briem,
Svanborg Briem, Bragi Ólafsson,
Halldór Briem, Lída Briem,
Einar Jón Briem, Anna Jóhannsdóttir,
Soffía Briem,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín, amma og systir,
ÞÓRHILDUR BJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR,
Ketilsbraut 5,
Húsavík,
lést þriðjudaginn 21. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Margrét Sigríður Árnadóttir,
Hanna Björg Guðmunsdóttir,
Guðrún Anna Kristjánsdóttir.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð
og vinarhug vegna andláts móður okkar,
tengdamóður, systur og ömmu,
SVANBORGAR JÓNSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
Árskógum 2,
áður til heimilis í Glæsibæ 17,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar.
Sigmar Bent Hauksson,
Guðrún Björk Hauksdóttir, Rúnar Bachmann,
Jón Víðir Hauksson, Brynhildur Barðadóttir,
Katrín Jónsdóttir
og barnabörn.
Oft á tíðum birtist
dauðinn okkur sem
bjartur og líknandi og
bindur enda á vanlíðan.
En dauðinn birtist einn-
ig skyndilega og skilur
nánustu vandamenn eftir í djúpri
sorg og okkur hin sem fjær stöndum
varnarlaus og vantrúa.
Þannig leið okkur þegar við frétt-
um af ótímabæru andláti Eika.
Eiki kom inn í fjölskyldu okkar
þegar hann og Sirra fóru að búa sam-
EIRÍKUR
MARTEINSSON
✝ Eiríkur Marteins-son fæddist hinn
19. júlí 1948 á Húsa-
vík. Hann varð bráð-
kvaddur um borð í
Sigurði VE 15 hinn 9.
janúar síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Húsavíkurkirkju
18. janúar.
an. Náið samband var í
fjölskyldunni og því
vorum við heimagangar
hjá Sirru og Eika í rétt
um 20 ár, eða þar til
leiðir þeirra skildi. Við
minnumst þessa tíma
með Eika með hlýhug
og þakklæti. Við stelp-
urnar vorum svo lán-
samar að vera á sama
aldri og þeirra börn og
með okkur hafa ætíð
verið sterk bönd og
mikil vinátta. Heimili
þeirra var sem okkar
annað heimili og fyrir
það verðum við ætíð þakklátar. Eiki
hóf síðar sambúð með eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Björk, og ósjálfrátt urðu
tengslin minni og samverustundir fá-
ar.
Eiki varð bráðkvaddur um borð í
Sigurði VE við sín störf. Eiki var mik-
ið náttúrubarn og því ekki óeðlilegt
að hann hafi valið sjómennskuna sem
hluta af sínu lífi. Synir hans, Höddi og
Heimir, urðu einnig mikil náttúru-
börn og án efa hefur Eiki átt stóran
þátt í því. Sterk tengsl voru einnig á
milli hans og Guðrúnar dóttur hans
og saman voru þeir á sjónum, Eiki og
Óli tengdasonur hans, til margra ára.
Eiki var félagi góður og traustur
sínum. Hann var hlédrægur og bar
ekki tilfinningar sínar á torg. Hann
gekk í gegnum erfitt tímabil eftir að
sonur hans Heimir lést af slysförum,
rétt eins og aðrir í fjölskyldunni, en
hann fór í gegnum það tímabil með
stuðningi Bjarkar, Matta og annarra
í fjölskyldu sinni.
Elsku Björk, Matti, Gúlla, Höddi
og fjölskyldur. Vegur sorgarinnar er
vissulega langur og strangur en
hvorki ófær né endalaus. Minningin
um góðan dreng mun lifa með okkur.
Við sendum ykkur og öðrum vanda-
mönnum sem eiga nú um sárt að
binda okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Við munum minnast Eika
með hlýhug og virðingu.
Halldóra, Jón, Brynja, Heiðrún,
Díana og fjölskyldur þeirra.