Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
AIKIDO er sjálfsvarnarlist sem þró-
uð var á fyrri hluta 20. aldar í Japan.
Aikido nýtur nokkurrar sérstöðu
meðal sjálfsvarn-
arlista vegna þess
að ekki er um að
ræða neinar árás-
artækni heldur
eingöngu varnar-
tækni. Þetta þýð-
ir m.a. að ekki er
keppt í aikido, og
á æfingum ríkir
andi samvinnu en
ekki samkeppni.
Nafnið aikido er samsett úr þremur
hlutum, ai sem er samhljómur, ki
sem er lífsorkan og do sem er leiðin.
Upphafsmaður aikido hét Morihei
Ueshiba. Hann kynntist ungur bar-
dagalistum og lagði stund á hefð-
bundið jujutsu og kenjutsu. Fljótlega
tók hann þó að fjarlægjast nokkuð
hinar hefðbundu bardagalistir með
eigin kenningasmíð. Hann beitti
saman tækni og hugmyndafræði til
að brjóta niður höft milli huga, sálar
og líkama og árið 1922 hlaut þessi að-
ferð nafnið aiki-bujutsu og seinna
aiki-budo. Árið 1941 var aiki-budo
sett undir Butokukai (ráðuneyti sem
setti allar bardagalistir undir eina
stjórn) og það var um það leyti sem
nafnið breyttist í aikido.
Eftir lok seinni heimsstyrjaldar-
innar bannaði hersetulið Bandaríkj-
anna allar sjálfsvarnar- og bardaga-
íþróttir í Japan. Því banni var ekki
aflétt fyrr en 1948. Morihei Ueshiba
var alla tíð mjög opinn gagnvart út-
lendingum og hafði mikinn áhuga á
að breiða út aikido um heiminn og
þrátt fyrir að í byrjun hafi öll kennsla
farið fram í Japan kynntust einhverj-
ir útlendingar íþróttinni þar. Í fram-
haldi af því breiddist aikido út; til
Frakklands og Bandaríkjanna og
seinna Englands, Ítalíu, Brasilíu,
Argentínu, Ástralíu og annarra Asíu-
landa. Frá þessum löndum hefur aik-
ido breiðst út til allra heimshorna og
er nú hægt að finna það nær hvar
sem er í heiminum.
Um 1990 var fyrsti aikidoklúbbur-
inn opnaður hérlendis. Kennarar
höfðu meðal annars lagt stund á aik-
ido í Noregi og Svíþjóð en annars
staðar á Norðurlöndunum hafði
íþróttin þá verið stunduð um langt
skeið. Það var ekki létt verk að byrja
að kenna íþrótt hér sem var allsendis
óþekkt en félaginu óx þó fljótt fiskur
um hrygg, þrátt fyrir að fyrstu árin
hafi það verið á talsverðum hrakhól-
um með húsnæði.
Haustið 1999 fluttist yfirkennari
klúbbsins af landi brott og í fram-
haldi af því var leitað út fyrir land-
steinana, alla leið til fyrrum Júgó-
slavíu, en þar var maður með 20 ára
reynslu í aikido að nafni Mitar Filip-
ovic. Honum leist vel á að flytja alla
leið hingað í kuldann og vosbúðina og
kenna aikido. Mitar fluttist hingað í
janúar 2002 og um mitt síðasta ár
flutti Aikikai Reykjavík svo í framtíð-
arhúsnæði að Faxafeni 8.
Síðan klúbburinn var stofnaður
hefur fjöldi erlendra kennara sótt
hann heim, flestir frá Norðurlöndun-
um en einnig frá Hollandi og Banda-
ríkjunum. Vorið 2002 kom hingað í
fyrsta sinn Japani að nafni Yasuo
Kobayashi sem er meðal hæst
gráðuðu manna í greininni en innan
hans samtaka eru yfir 100 klúbbar í
Japan.
24.–26. janúar
Hiroaki Kobayashi er í dag upp-
rennandi stjarna í aikidoheiminum.
Hann er sonur Yasuo Kobayashi sem
var nemandi Morihei frá 1954 til
1969. Hiroaki byrjaði að æfa aikido á
unga aldri undir handleiðslu föður
síns og hefur æft það alla tíð. Fljót-
lega eftir háskólanám ákvað hann að
helga sig útbreiðslu aikido og hefur
síðan kennt hjá Aikido Kobayashi
Dojo í Japan og einnig víða um heim,
m.a. í Argentínu, Ungverjalandi,
Finnlandi, og nú á næstunni hér á Ís-
landi. Það er mikils virði fyrir
íþróttafélag eins og Aikikai Reykja-
vík að fá reglulega heimsóknir frá
kennara eins og Hiroaki en hann er
nú 6. dan í aikido. Helgina 24. til 26.
janúar verður Hiroaki með námskeið
hjá Aikikai Reykjavík, Faxafeni 8.
Námskeiðið er ætlað félagsmönnum
og þeim sem hafa einhverja reynslu
af aikido. Öllum sem hafa áhuga á að
kynnast aikido er velkomið að fylgj-
ast með.
Tenglar: http://here.is/aikido
PÁLMI SÍMONARSON,
formaður Aikikai Reykjavík.
Aikido
Frá Pálma Símonarsyni
Pálmi Símonarson
HALLÓ, ég heiti Laufey Sunna
Guðlaugsdóttir og ég er nemandi í
Höfðaskóla á Skagaströnd. Ég er
bara 10 ára en veit samt heilmikið
um stjórnmál.
Það skiptir mig ekki máli að ég
verði tekin alvarlega en það skiptir
mig máli að ég hef komið skoðunum
mínum á framfæri.
Sko, fyrir stuttum tíma, þ.e.a.s áð-
ur en Ingibjörg Sólrún ákvað að fara
í framboð fyrir alþingiskosningarn-
ar, fannst mér gaman að horfa á
fréttirnar og lesa blöðin en nú snúast
fjölmiðlar bara um þetta eina mál:
Ingibjörgu Sólrúnu.
Allt í lagi, ég ber fulla virðingu fyr-
ir henni.
Ingibjörg Sólrún ákvað að hætta
sem borgarstjóri og verða forsætis-
ráðherraefni Samfylkingarinnar;
hvað með það? er ekki búið að fjalla
nóg um það? Hugsið þið blaða- og
fréttamenn einhvern tímann um
hana sjálfa, Ingibjörgu? Hún er á
forsíðum allra blaða á hverjum degi
ég meina setjið ykkur í spor hennar,
ef teknar væru saman allar fréttir
um Ingibjörgu þá væri hægt að gera
heimildarþátt sem væri í 5 klst.
Ég hef nú ekki meira að segja en
ég vona að einhverjir lesi þetta og
séu mér sammála.
LAUFEY SUNNA
GUÐLAUGSDÓTTIR,
Strandgötu 10,
545 Skagaströnd.
Allt snýst um eitt mál
Frá Laufeyju Sunnu
Guðlaugsdóttur