Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Kjölmiðar Með ártalinu 2003 PILOT SUPER GRIP kúlupenni Verð 75 kr/stk STABILO kúlupenni 10 í pakka. Verð 299 kr/pk Skilblöð númeruð, lituð, stafróf eða eftir mánuðum. Geisladiskar í miklu úrvali☞ Teygjumöppur af flestum gerðum Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Beinn sími sölumanna 5628501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is HÓTEL BORGARNES Sími 437 1119 hotelbo@centrum.is  Árshátíðir Ráðstefnur Fundir LEIÐTOGAR Frakklands og Þýskalands sögðu í gær að þeir hefðu tekið höndum saman í and- stöðu við hugsanlegan hernað í Írak og vildu að allt yrði gert til að af- stýra stríði. Rússneska fréttastofan Interfax hafði eftir ónafngreindum heimildarmanni í yfirstjórn Rúss- landshers að hún hefði fengið áreið- anlegar upplýsingar um að Banda- ríkjastjórn hygðist hefja hernað í Írak á seinni helmingi næsta mán- aðar. Jacques Chirac Frakklandsfor- seti sagði á blaðamannafundi með Gerhard Schröder Þýskalands- kanslara í París í gær að Þjóðverjar og Frakkar hefðu „sömu skoðun í Íraksmálinu“. Chirac bætti við að þeir væru í fyrsta lagi þeirrar skoð- unar að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætti að taka ákvörðun um hvort hefja ætti hernað í Írak eftir að hafa fengið skýrslu um vopnaleit eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna í landinu. „Í öðru lagi teljum við stríð alltaf vísbendingu um að eitt- hvað hafi brugðist eða misheppnast. Gera þarf allt til að afstýra stríði.“ Schröder tók undir þessi orð. „Við viljum báðir friðsamlega lausn á Íraksdeilunni og höfum náið sam- starf í þessum efnum,“ sagði hann. Ætla ekki að styðja nýja ályktun Schröder sagði í fyrrakvöld að Þjóðverjar, sem eiga nú sæti í ör- yggisráðinu, myndu ekki styðja ályktun sem heimilaði hernað í Írak. Talsmaður þýsku stjórnarinn- ar sagði í gær að Þjóðverjar myndu annaðhvort greiða atkvæði gegn ályktuninni eða sitja hjá. Utanríkisráðherra Frakklands, Dominique de Villepin, ýjaði að því fyrr í vikunni að Frakkar kynnu að beita neitunarvaldi sínu í örygg- isráðinu gegn ályktun sem heim- ilaði valdbeitingu í Írak. Frakkar væru að beita sér fyrir því að ríki Evrópusambandsins tækju sameig- inlega afstöðu í málinu og krefðust þess að ekki yrði gripið til hern- aðaraðgerða nema með samþykki öryggisráðsins. Bandaríkjastjórn er þeirrar skoðunar að öryggisráðið þurfi ekki að samþykkja sérstaka ályktun til að heimila hernað í Írak. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að breska stjórnin myndi styðja hernað í Írak undir forystu Bandaríkjanna án stuðnings öryggisráðsins ef eitt- hvert aðildarríkja þess hindraði nýja ályktun með „ósanngjörnum hætti“ og ef hún teldi ljóst að Írak- ar hefðu brotið gegn skilmálum síð- ustu ályktunar öryggisráðsins í málinu. Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að meirihluti ríkjanna fimm sem eru með neit- unarvald í öryggisráðinu teldu nauðsynlegt að halda áfram tilraun- um til að leysa deiluna með frið- samlegum hætti eftir að yfirmaður eftirlitsmannanna í Írak leggur fram ýtarlega skýrslu um vopnaleit- ina á mánudaginn kemur. Tang Jiaxuan, utanríkisráðherra Kína, sagði að líta ætti á skýrsluna sem „nýtt upphaf“ en ekki lok vopnaleit- arinnar í Írak. „Hefst á síðari helmingi febrúar“ Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, undirrit- aði fyrirmæli um að tvö flugmóð- urskip til viðbótar yrðu send á Persaflóasvæðið um helgina. Fimm flugmóðurskip verða því á Persa- flóasvæðinu eða á leiðinni þangað í næstu viku og sérfræðingar segja að Bandaríkjamenn verði brátt með nægan herafla á svæðinu til að hefja miklar loftárásir á Írak. Bretar hafa sent 30.000 hermenn og fimmtán herskip á Persaflóa- svæðið. Interfax hafði eftir háttsettum manni í yfirstjórn rússneska hers- ins að hernaðurinn myndi hefjast þegar Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra væru með alls 150.000 hermenn á Persaflóasvæðinu. Hann sagði að hermennirnir væru nú um 100.000. „Samkvæmt upplýsingum okkar er ráðgert að hefja aðgerðirnar á síðari helmingi febrúar,“ sagði heimildarmaðurinn. „Ákvörðunin hefur verið tekin en ekki gerð opin- ber.“ Embættismaðurinn bætti við að Bandaríkjastjórn gerði ráð fyrir því að hernaðinum lyki innan mánaðar. Íraskar loftvarnabyssur skutu í gær niður ómannaða bandaríska njósnavél sem flaug yfir Írak frá Kúveit. Er þetta í annað skipti á tæpum mánuði sem Írökum tekst að granda slíkri njósnavél. Frakkar og Þjóðverjar taka höndum saman í andstöðu við hernað í Írak Vilja að allt verði gert til að afstýra stríði Rússar telja að stjórn Bush hafi þegar ákveðið hernað í febrúar París, Bagdad. AFP, AP. SLÖKKVILIÐSMAÐUR fylgist með húsi verða skógareldi að bráð í Viktoríu-ríki í Ástralíu. Skógareldar geisa enn víða í Ástralíu og sam- kvæmt síðustu fréttum hafa þeir kostað fjóra um bæjum í gær, hafi verið kveiktir af ásettu ráði. Yfirvöld sögðu að brennuvarganna væri enn leitað og þeir ættu yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóma. menn lífið. Alls 532 hús eyðilögðust í höfuðborg- inni, Canberra, og nágrenni hennar og áætlað er að tjónið nemi andvirði 7,2 milljarða króna. Talið er að tveir eldar, sem ógnuðu enn nokkr- Reuters Skógareldar ógna enn bæjum í Ástralíu SVO gæti farið að Verkamannaflokk- urinn í Noregi legði til að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu, ESB, fyrir þingkosningarnar árið 2005, að sögn Aftenposten. Bjarne Håkon Hanssen, fulltrúi á Stórþinginu, hefur verið andstæðingur aðildar en Jens Stoltenberg flokksleiðtogi skipaði Hanssen, sem er frá Norður-Þrænda- lögum, í vikunni formann nefndar sem á að koma af stað umræðum í flokknum um aðildarmálin. Sjálfur er Stoltenberg mikill stuðningsmaður aðildar og er talið að hann voni að Hanssen muni snúast hugur á næst- unni og ákveða að mæla með aðild. Þeir tveir eru sagðir nánir vinir. Stuðningur meðal norsks almenn- ings við að sótt verði enn á ný um að- ild hefur vaxið mjög að undanförnu og nýlega sögðust 67% aðspurðra í könn- un vilja aðild að ESB. Norðmenn hafa tvisvar fellt aðildarsamninga í þjóð- aratkvæðagreiðslu, 1972 og 1994. Í gildandi stefnu Verkamanna- flokksins segir að flokkurinn áskilji sér allan rétt í afstöðunni til aðildar. En ef sótt verði um aðild á ný verði stækkun sambandsins að vera komin á fullan skrið og jafnframt að vera ljóst að umtalsverð viðhorfsbreyting hafi orðið meðal Norðmanna. Bæði skilyrðin eru nú fyrir hendi. Ljóst þykir að samþykki Verka- mannaflokkurinn á landsfundi, sem verður annaðhvort haustið 2004 eða eftir áramótin 2005, að sótt skuli um aðild verður Hægriflokkurinn, sem er fylgjandi aðild að sambandinu, kom- inn í slæma stöðu. Hann á sæti í sam- steypustjórn borgaraflokkanna undir forystu Kjells Magne Bondevik í Kristilega þjóðarflokknum sem er andvígur aðild. Aðildarmálin hafa því ekki verið á dagskrá í stjórnarsam- starfinu þrátt fyrir skýra stefnu Hægriflokksins. Ætla að fara í saum- ana á ESB- stefnu Noregur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.