Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 48
ÍÞRÓTTIR 48 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ekki aðeins leikmenn og for- svarsmenn liðanna sem taka þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik sem hafa orðið varir við skipulagsleysið á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Danskir sjónvarpsáhorfendur fengu að kynnast því á dögunum þegar landslið þeirra lék við Slóvena. Um stund héldu Danir sem heima sátu við sjónvarpið að þjálfari danska liðsins hefði með öllu tapað niður dönskunni og lið þeirra far- ið að leika í grænum og hvítum bún- ingum í stað rauðra og hvítra. Við nán- ari athugun kom í ljós að portúgalskir sjónvarpsmyndatökumenn vissu ekki hvort liðið sem var að keppa á vellinum væri það danska. „Þegar við pöntuðum upptökur af leikjum Dana í keppninni óskuðum við um leið eftir því að í hvert sinn sem tek- ið væri einnar mínútu leikhlé færi myndatöku- og hljóðmaður inn í danska hópinn þannig að sjónvarpsáhorfendur fengju að heyra hvað þjálfarinn væri að segja við leikmenn sína,“ segir Ole Hen- riksen, yfirmaður hjá TV2 í Danmörku. „Það tókst nú ekki betur til hjá Portú- gölunum en raun ber vitni um, þeir þekktu ekki liðin í sundur og við feng- um aðeins að heyra í þjálfara Slóvena og sjá leikmenn hans. Okkar áhorf- endur höfðu því miður takmarkað gagn af,“ sagði Henriksen. Alls er talið að tæplega 1,3 millj. Dana hafi fylgst með viðureigninni við Slóvena í beinni út- sendingu í sjónvarpi í Danmörku. Sjónvarpstökumenn þekktu ekki danska liðið GRÆNLENSKA stórskyttan Jakob Larsen trónir á toppi markalista heimsmeistarakeppninnar í handknattleik eft- ir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar. Larsen, sem skoraði 11 mörk gegn Íslendingum í fyrradag, gerði 8 mörk gegn Portúgölum í fyrsta leiknum og er með 19 mörk alls. Eric Gull, lykilmaður spútnikliðs Argentínu, er í öðru sætinu með 18 mörk. Hann skoraði 10 gegn Króötum og 8 gegn Rússum. Stefan Kretzschmar, hornamaðurinn snjalli í þýska lið- inu, er þriðji með 17 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson er í 4.–8. sæti með 15 mörk, þrátt fyrir að hafa aðeins gert eitt mark gegn Grænlend- ingum. Jafnir honum eru Lars Christiansen frá Dan- mörku, Eduard Kokcharov frá Rússlandi, Carlos Perez frá Ungverjalandi og Alexei Rastvortsev frá Rússlandi. Patrekur Jóhannesson er í 15.–22. sæti með 11 mörk og Heiðmar Felixson er í 23.–30. sæti með 10 mörk. Sá grænlenski markahæstur AP Guðjón Valur Sigurðsson FÓLK  JAKOB Jóhann Sveinsson, sund- maður úr Ægi, var talsvert frá sínu besta í 100 m bringusundi, í undan- rásum á heimsbikarmóti í Stokk- hólmi í gær. Jakob varð í 19. sæti á 1.03,01 mínútu en Íslandsmet hans er 1.00,52. Sá árangur hefði nægt til fimmta sætis á mótinu.  JAKOB heldur frá Svíþjóð í dag – til Lúxemborgar þar sem hann tek- ur þátt í alþjóðlegu sundmóti um helgina.  GRÆNLENSKU landsliðsmenn- irnir Ulrich Winther-Hansen, mark- vörður, og Rasmus Larsen, línumað- ur, voru mjög ánægðir með frammistöðuna gegn Íslandi í fyrra- kvöld. Á heimasíðu grænlenska landsliðsins skrifa þeir félagar að þeir hafi leikið mun betri vörn en gegn Portúgal í fyrsta leiknum og það hefði verið lykillinn að góðum leik gegn fjórða besta liði Evrópu, og þar með heimsins.  ÁHORFENDUR á leik Íslands og Grænlands voru rúmlega hundrað. Eitthvað virðast áhorfendatölur vera á reiki. Einn fjölmiðill á Íslandi sagði í gær að þeir hefðu verið 850, annar fjölmiðill, á Grænlandi, var með töluna 1200. Einkennilegar töl- ur, því að íþróttahúsið í Viseu, sem tekur 2.600 áhorfendur, var nær tómt.  MAGNUS Wislander segist sjá eftir því að hafa tekið þátt í leiknum við Slóvena eftir að hafa verið þjak- aður af magakveisu síðasta sólar- hringinn fyrir leikinn. Það hefði því miður gert illt verra að taka þátt í leiknum á lokakaflanum eftir að hafa ekkert geta nærst fyrir viðureignina. Fyrir vikið hefði hann verið þrotinn kröftum, og það sem verra er, hann hefði ekki geta snúið leiknum Svíum í vil. Því hefði erfiðið verið til einskis.  STAFFAN Olsson lagðist í rúmið í gær – er kominn með magakveisuna sem hrjáð hefur félaga hans í sænska landsliðinu. Hann reiknar því ekki með að vera upp á marga fiskana þegar Svíar mæta Brasilíu í dag.  MATTHEW Upson, 23 ára, varn- armaður Arsenal, er genginn til liðs við Birmingham og er hann sjötti leikmaðurinn sem kemur til liðsins á þremur vikum – hinir eru Piotr Swierczewski, Ferdinand Coly, Christophe Dugarry, Jamie Clap- ham og Stephen Clemence.  KLAUS Dieter Petersen lék í fyrradag sinn 300. landsleik í hand- knattleik fyrir hönd Þýskalands, þegar Þjóðverjar burstuðu Ástralíu, 46:16. Hann er aðeins annar þýski handknattleiksmaðurinn sem nær þessum fjölda en hinn er Frank Wahl, sem lék 343 leiki fyrir Austur- Þýskaland á sínum tíma.  PETERSEN lék sinn fyrsta lands- leik árið 1989, þá með liði Vestur- Þýskalands, og þá mætti hann ein- mitt Wahl og félögum í austur-þýska landsliðinu. Viggó segir að vegna þess hveauðveldir sigrarnir hafi verið til þessa sé frammistaðan ekki að fullu marktæk enn sem komið er. „Liðið var reyndar mjög sann- færandi gegn Áströl- um, það geta bara góð lið spilað eins og það íslenska gerði í þeim leik því strákarnir gerðu allt rétt. Andstæðingurinn var afar slakur en samt var þetta ágæt vís- bending. Í leiknum við Grænlend- inga voru hins vegar fljótlega komin talsverð þreytumerki á liðið, leik- menn töpuðu boltanum of oft og ein- beitingin var ekki sú sama þegar leið á leikinn. Það fer mikil orka í að keyra svona tvo daga í röð og þegar farið er að skipta inn á kemur í ljós að breiddin er ekki mikil og liðið veikist mikið við skiptingarnar. Hraðaupphlaupin hjá liðinu hafa verið mjög góð en vörnin hefur spil- að betur. Markverðirnir, Guðmund- ur og Roland, eru báðir sannfær- andi, enda þótt ekki sé mikið að marka mótherjana sést að þeir eru í góðum gír.“ Ólafur Stefánsson hefur ekki spil- að mikið til þessa. Var ekki gott að geta hvílt hann með átökin í næstu leikjum í huga? „Vissulega. Ólafur kom þreyttur í undirbúninginn með landsliðinu, en segja má að lykilmenn annarra liða, sem leika í Þýskalandi og á Spáni, séu í sömu stöðu. Það voru margir búnir að tippa á Ólaf sem marka- kóng keppninnar en þar sem hann spilaði lítið gegn Ástralíu er hann sennilega nú þegar búinn að missa af þeim titli. Kannski ætlaði hann þess vegna að gera of mikið gegn Græn- landi og það gekk ekki alveg upp. Það hefur mikið verið um að vera hjá Ólafi í kringum kjörið á íþrótta- manni ársins, sem gæti dreift ein- beitingunni, og menn verða að gæta þess að láta álagið ekki hvíla of mikið á honum einum, það gæti komið lið- inu í koll. Ég er viss um að Ólafur skilar sínu en það sem gerir útslagið fyrir ís- lenska liðið er hvort Patrekur og Dagur spila jafnvel og þeir gerðu á EM í Svíþjóð. Þeir verða að skila sínu besta í Portúgal, annars er lítil von um árangur í mótinu.“ Er eitthvað í liðsvalinu sem þú ert ekki sáttur við? „Mér finnst hafa verið tekin of mikil áhætta með því að velja sjö leikmenn í tvær stöður en skilja Ein- ar Örn eftir einan sem hægri horna- mann. Einar er frábær hornamaður en hefur ekki fundið sig virkilega að undanförnu. Hann er einhverra hluta vegna ragari en áður. Ólafur og Heiðmar leysa ekki þess stöðu, sem auk þess er lykilstaða í hraða- upphlaupum liðsins. Ég hefði viljað sjá Bjarka Sigurðsson úr Val í hópn- um, hann hefur spilað geysilega vel í vetur og hefði átt það skilið. Ég ótt- ast mest að þetta gæti reynst liðinu erfitt þegar líður á keppnina.“ Eftir þessa tvo upphitunarleiki er komið að slagnum við heimamenn í Portúgal. Hver er þín tilfinning fyrir þeim leik. „Þetta gæti verið lykilleikur ís- lenska liðsins í mótinu, miðað við að önnur úrslit verði eftir bókinni. Samt stendur ekki allt og fellur með hon- um og það yrði enginn heimsendir þó að Ísland færi ekki með stig áfram í milliriðil. Kosturinn við þetta nýja keppnisfyrirkomulag er að nú geta lið átt slakan leik en unnið sig út úr því. Í stað þess að falla út á einum tapleik í 16 liða úrslitum fá liðin ann- að tækifæri og geta náði í fjögur stig og farið áfram þó að þau séu án stiga þegar milliriðillinn hefst. En við eðlilegar kringumstæður eigum við að sigra Portúgala því við erum einfaldlega með betra lið. Það er mikil pressa á Portúgölum sem heimaliðinu í keppninni en síðan geta aðstæður spilað inn í. Það er greinilega ýmislegt að í skipulagi mótsins sem getur pirrað menn. Þá gæti dómgæslan sett strik í reikn- inginn, það er alltaf hætta á að heimaliðinu sé hyglað. En ef við fáum góða dómara sem mæta til þess að dæma, ekki til að hjálpa öðru lið- inu, óttast ég ekkert í þeim efnum.“ Hvað hefur komið þér mest á óvart í keppninni til þessa? „Það er frammistaða Argentínu- manna og ég furða mig sérstaklega á Rússunum. Þeir fengu viðvörun þeg- ar Argentína vann Króatíu en voru samt heppnir að ná í stig. Þá var sig- ur Slóvena á Svíum óvæntur og Dan- ir voru í miklum vandræðum með Brasilíumenn. Þetta gæti leitt til þess að Svíar sigruðu Dani og Danir færu þar með áfram með ekkert stig, þrátt fyrir miklar væntingar. Frammistaða Argentínu og Bras- ilíu réttlætir þá tilhögun að hleypa veikum þjóðum inn í heimsmeistara- keppnina. Þessi lið hafa fengið tæki- færi á stórmótum undanfarin ár án þess að geta mikið en nú er þetta að skila sér. Þátttaka Grænlendinga hefur skilað sér í gífurlegum hand- boltaáhuga þar í landi, Afríka er komin með 3–4 mjög frambærileg lið, og þó að Ástralar séu hálfgerðir byrjendur er þátttaka þeirra og ann- arra lakari liða mikilvæg fyrir út- breiðslu handboltans í heiminum,“ sagði Viggó Sigurðsson. Hvað segir Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, um möguleika Íslands á HM? Patrekur og Dagur verða að spila jafnvel og á EM EFTIR tvo auðvelda sigra í upphafi heimsmeistarakeppn- innar í Portúgal er komið að fyrstu erfiðu hindruninni hjá íslenska landsliðinu í hand- knattleik. Í kvöld mætir það heimamönnum í Viseu og það er einn af úrslitaleikjum B-rið- ilsins. Hann ræður miklu um endanlega stöðu íslenska liðs- ins og hvernig það stendur að vígi þegar milliriðlarnir hefjast í næstu viku. Viggó Sigurðs- son, þjálfari Hauka, sagði við Morgunblaðið í gær að erfitt væri að átta sig á ástandi ís- lenska liðsins og möguleikum þess enn sem komið væri, en hann teldi að það ætti alla möguleika á að leggja Portú- gala að velli. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Stefánsson á hér línusendingu til Róberts Sighvatssonar í leik gegn Slóveníu. Eftir Víði Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.