Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 35
LISTIR
BANDARÍKJASTJÓRN hefur
mistekist að sannfæra heiminn um
nauðsyn þess að fara með stríð á
hendur Írökum. Markmiðin eru
óljós og afleiðingarnar sér enginn
fyrir. Hyggist Bush Bandaríkja-
forseti hefja stríð í trássi við vilja
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
fær ekkert stöðvað hann nema
hugsanlega óhlýðni neytenda, sem
gætu tekið sig saman um að snið-
ganga bandarískar vörur.
Bandaríkjamenn nutu víðtækrar
samúðar og stuðnings eftir sjálfs-
morðsárásirnar 11. september
2001 í New York og Washington
sem urðu 3000 manns að fjörtjóni.
Alþjóðasamfélagið sameinaðist um
aðgerðir til þess að stemma stigu
við hermdarverkum og elta uppi
hryðjuverkamenn hvar sem er í
heiminum. Stríðsreksturinn til
þess að uppræta skelfingarstjórn
Talibana og hryðjuverkabúðir í
Afganistan var talinn réttlætanleg-
ur og nauðsynlegur.
Ekki verjandi
Eftir Afganistan hefur öll
áhersla verið lögð á að sauma að
Írak og koma í veg fyrir að stór-
hættulegum einræðisherra takist
að koma sér upp gereyðingarvopn-
um þar í landi, sem hugsanlega
væri hægt að nýta í þágu alþjóð-
legrar hryðjuverkastarfsemi eða
til kúgunar á nágrönnum. Enda
þótt sanna megi að Saddam Huss-
ein hafi stutt við bakið á hryðju-
verkahópum, hefur hann þó ekki
verið bakhjarl al-Queda, enda hef-
ur Írak ekki verið víghreiður öfga-
sinnaðra trúarhópa múslima. Ein-
beiting að því að uppræta hryðju-
verkastarfsemi hefur klúðrast í
einstefnu á Írak, og heimsfriði
stafar ekki minni ógn af þróun á
ýmsum öðrum svæðum.
Það er ekki siðferðilega verjandi
að beita öflugustu hernaðarvél
heimsins í mannskæðu stríði til
þess eins að klófesta Saddam
Hussein. Þetta viðurkenndi
Bandaríkjaher í Persaflóastríðinu
fyrir 12 árum þegar hann hafði
rekið Íraksher frá Kuwait og lét
staðar numið við landamærin að
Írak. Lengra náði umboð hans frá
Sameinuðu þjóðunum ekki.
Það er heldur ekki verjandi að
fara í stríð vegna olíuhagsmuna
Bandaríkjamanna sjálfra. Upp á
þá stendur að breyta orkustefnu
og draga úr gegndarlausri orkusó-
un fremur en að berjast við aðrar
þjóðir um orkulindir.
Sameinuðu þjóðirnar hafa gert
kröfur á hendur Írökum þess efnis
að þeir sanni að ekki hafi verið
farið í kringum bann við þróun
gereyðingarvopna. Með flutningi
herafla á svæðið hefur Bandaríkja-
stjórn skapað gífurlegan þrýsting
á Íraka, og hótun hennar um ein-
hliða stríðsaðgerðir fallist SÞ ekki
á flýtilausn er að sjálfsögðu ógn-
vekjandi. Vopnaeftirlitsmenn
þurfa þó greinilega miklu lengri
tíma til þess að leita af sér allan
grun í Írak en þeir hafa fengið til
þessa.
Neytendaverkfall
Spurningin er hvort nokkuð geti
stöðvað Bandaríkjastjórn velji hún
að fara fram hjá öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna og hefja einhliða
stríðsrekstur gegn Írökum?
Enda þótt Bandaríkin séu mesta
efnahags- og hernaðarveldi heims
þá eru fjármálin Akkillesarhæll
þeirra. Sterk andófsbylgja rís nú
gegn einhliða stríðsrekstri í Írak
og það gæti orðið áhrifaríkara en
mótmæli á götum úti ef neytendur
í Evrópu og Asíu neituðu sér tíma-
bundið um bandarískar vörur.
Frakkar hunsuðu vilja alþjóða-
samfélagsins og brutu fimm sinn-
um bann Sameinuðu þjóðanna
gegn kjarnorkuspreningunum í til-
raunaskyni fyrir jólin árið 1995.
Alþjóðleg mótmælabylgja reis
gegn sprengingum Chiracs, þáver-
andi og núverandi forseta Frakk-
lands, á Muroroa rifinu. Slíkur
fjöldi fór í bindindi á frönsk vín í
kjölfarið að franskur víniðnaður
varð fyrir tilfinnanlegu tjóni og vín
frá Ástralíu og Kanada sóttu á.
Neytandinn hefur frelsi til að
velja. Hver og einn getur valið úr
framboði kaupmannsins. Þeir sem
líta svo á að Bandaríkjin séu ekki
yfir það hafin að fylgja samþykkt-
um Öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna eins og önnur ríki, geta lagt
áherslu á það með því að velja
ekki bandaríska bíla, myndbönd,
tölvur, heimilistæki og morgun-
korn svo dæmi séu tekin. Í okkar
markaðskerfi er neytendaverkfall
jafn áhrifamikið og Lýsiströtu-
verkfallið hjá Aristofanesi.
Sniðgöngum banda-
rískar vörur
Eftir Einar Karl
Haraldsson
„Hver og
einn getur
valið úr
framboði
kaup-
mannsins.“
Höfundur er ráðgjafi
í almannatengslum.
ÞINGMENN Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs hafa lagt
fram á Alþingi tillögu um að fram
fari þjóðaratkvæðagreiðsla um
Kárahnjúkavirkjun og er þetta í
annað sinn sem þingflokkurinn flyt-
ur slíka tillögu. Sú fyrri var lögð
fram 22. janúar 2002 og fékk fremur
dræmar viðtökur þingmanna, sem
fundu henni allt til foráttu. Jafnvel
þingmenn Samfylkingarinnar, sem í
annan tíma lýsa því fjálglega að þeir
vilji þátttökulýðræði og þjóðarat-
kvæðagreiðslu í mikilvægum málum,
hengdu haus yfir tillögunni og fannst
hún ekki nógu vel orðuð. Nú fá
þingmenn annað tækifæri til að fjalla
um þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu
mikilvæga máli, sem hefur slitið
þjóðina í tvennt nánast allt kjörtíma-
bilið.
Þjóðin á
þetta land …
Hver þess fjörður er minn… hver
þess fjalldalur minn… sagði skáldið
Jón Trausti og þjóðin á rétt á að tjá
sig um örlög landsins á þann hátt
sem einfaldast og skilvirkast er; með
kosningu. Sú ríkisstjórn sem nú sit-
ur hefur ekki umboð frá þjóðinni til
að fórna hálendinu norðan Vatnajök-
uls. Kárahnjúkavirkjun var ekki á
teikniborðum Landsvirkjunar vorið
1999 þegar síðast var kosið til Al-
þingis. Þá voru menn með það á
stefnuskrá sinni að sökkva hinu dýr-
mæta votlendissvæði á Eyjabökk-
um. Það var ekki fyrr en þjóðin hafði
mótmælt þeim áformum kröftuglega
og þær áætlanir voru farnar út um
þúfur að hugmyndin um Kára-
hnjúkavirkjun var dregin fram og
kúrsinn tekinn á hana. Það lýsir
engu öðru en hroka og gerræði rík-
isstjórnarinnar að hún skuli ætla
þjóðinni að sætta sig við að fram-
kvæmd af þessari stærðargráðu sé
fædd, fóstruð og frágengin á einu og
sama kjörtímabilinu. Lýðræðisleg
umræða um öll atriði þeirrar fórnar,
sem ríkisstjórnin ráðgerir að færa í
nafni þjóðarinnar, verður öflugust
og skilvirkust fari hún fram í kosn-
ingabaráttu flokkanna. Það er helst
undir þeim kringumstæðum sem
þjóðinni gefst tækifæri til að vega og
meta allar hliðar átakamálanna og
slík umræða á eftir að fara fram um
Kárahnjúkavirkjun. Þjóðaratkvæða-
greiðsla um Kárahnjúkavirkjun,
samhliða næstu Alþingiskosningum,
gæfi okkur tækifæri til að fjalla um
stefnu flokkanna í náttúruverndar-
málum og orkumálum, um stefnuna í
nýtingu náttúruauðlindanna sem
fólgnar eru annars vegar í ósnortinni
náttúru og hins vegar í vatns- og
gufuafli. Það er einmitt í kosninga-
baráttu sem þjóðin fær tækifæri til
að krefja forystu stjórnmálaflokk-
anna svara við áleitnum spurningum
og velja síðan þann flokk sem hún
telur hafa skynsamlegasta stefnu í
sínum hjartans málum.
Að horfa til
framtíðar
Við flutningsmenn tillögunnar er-
um sannfærð um að með öflugri
vinnu við langtímaáætlanir um nátt-
úruvernd og nýtingu vatnsafls og
jarðvarma sjái allir sem hugleiða
málið af alvöru að við höfum ekkert
svigrúm til að virkja fyrir frekari
stóriðju. Þá erum við þess einnig
fullviss að stofnun stærsta þjóðgarðs
Evrópu, – þjóðgarðs elds og ísa, gæti
fært þjóðinni gæfu og aukið hennar
hag til langrar framtíðar. Við erum
þess líka fullviss að íslenska þjóðin
er því mótfallin að gróðurvinjum og
náttúruperlum á hálendi Íslands sé
ráðstafað með þeim hætti sem rík-
isstjórnin hyggst gera. Þjóðin er
ekki sátt við það að ríkisstjórnin
skuli ganga fram með þeim hætti að
náttúra landsins sé ekki nokkurs
metin. Eða hvernig ætla stjórnvöld
að réttlæta það fyrir þjóðinni að
landið sem þau ætla að sökkva undir
hið auruga uppistöðulón sé ekki
krónu virði? Á fjölmennum baráttu-
fundi, sem haldinn var í Borgarleik-
húsinu 15. janúar sl. var samþykkt
ályktun, sem gengur í sömu átt og
þessi tillaga Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs. Í þeirri ályktun
segir „Þjóðin er ekki spurð og af-
greiðslu málsins þannig háttað að
ekki gefst kostur á að kjósa um það
með lýðræðislegum hætti. [ ] Þjóðin
á rétt á að fá tækifæri til að skoða
þetta mál með yfirveguðum hætti og
taka afstöðu byggða á skynsamlegu
mati á öllum þeim þáttum sem máli
skipta“.
Það á að
spyrja þjóðina
Eftir Kolbrúnu
Halldórsdóttur
„Við höfum
ekkert
svigrúm til
að virkja
fyrir frekari
stóriðju.“
Höfundur er þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
ÍSLENSKU tónlistarverðlaunin
verða afhent í níunda skipti í Borg-
arleikhúsinu í kvöld og verður at-
höfnin send út í beinni útsendingu á
Ríkissjónvarpinu og Rás 2.
Í heildina hafa 43 aðilar unnið í
14 mismunandi dómnefndum sem
allar voru skipaðar af fagfélögum
tónlistargeirans. Þessar dómnefnd-
ir hafa nú unnið úr hundruðum til-
nefninga. Hópur fólks, tónlist-
armenn, fjölmiðlafólk og tónlistar-
áhugamenn, hefur komið sér saman
um þrjár til sex tilnefningar í 14
flokkum. Sjö flokkar eru í popp- og
rokktónlist, þrír í sígildri tónlist og
þrír flokkar í djasstónlist.
Það eru Samband flytjenda og
hljómplötuframleiðenda og Sam-
band tónskálda og eigenda flutn-
ingsréttar sem standa fyrir verð-
launaafhendingunni.
Tilnefningar á sviði sígildrar og
nútímatónlistar, djasstónlistar og
ýmissar tónlistar eru eftirfarandi:
Sígild og nútímatónlist
Flytjandi ársins
1. Caput.
2. Hamrahlíðarkórinn
og Þorgerður Ingólfsdóttir.
3. Kammersveit Reykjavíkur.
4. Kolbeinn Bjarnason.
5. Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Hljómplata ársins
1. Baldr eftir Jón Leifs.
2. Bon appétit – frönsk barokk-
tónlist / Barokkhópurinn
(Fermata).
3. Guðný Guðmundsdóttir – ein-
leiksverk fyrir fiðlu (Polarfonia).
4. Kristinn Hallsson – safndiskur
(Söngvinir Kristins).
5. Tíminn og vatnið eftir Atla Heimi
Sveinsson (CPO).
6. Vorkvæði um Ísland / Hamra-
hlíðarkórinn (Smekkleysa).
Tónverk ársins
1. Áskell Másson, Hyr.
2. Haukur Tómasson, Langur
skuggi fyrir strengjaseptett.
3. John Speight, Jólaóratórían
Barn er oss fætt.
4. Jón Nordal, Gríma fyrir kamm-
ersveit.
5. Þórður Magnússon, Strengja-
kvartett nr. 2.
Djasstónlist
Tónverk ársins
1. Kúbanska eftir Tómas R.
Einarsson.
2. Meski eftir Davíð Þór Jónsson.
3. Yggur eftir Jóel Pálsson
4. Weeping Rock eftir Skúla Sverr-
isson
& Eyvind Kang.
Tónlistarflytjandi ársins
1. Jóel Pálsson.
2. Davíð Þór Jónsson/ Óskar
Guðjónsson/ Skúli Sverrisson.
3. Björn Thoroddsen/ Tómas
R. Einarsson.
Hljómplata ársins
1. Fagra veröld – Sunna
Gunnlaugsdóttir.
2. Raddir þjóða – Sigurður Flosa-
son og Pétur Grétarsson.
3. Rask – Davíð Þór Jónsson.
4. Septett – Jóel Pálsson.
5. Tylft – Hilmar Jensson.
Ýmis tónlist
Hljómplata ársins
1. Eftir þögn: Óskar Guðjónsson
og Skúli Sverrisson.
2. Englabörn: Jóhann Jóhannsson.
3. Guð og gamlar konur: Anna Pál-
ína Árnadóttir.
4. Raddir þjóðar: Sigurður Flosa-
son og Pétur Grétarsson.
5. Söngvaskáld: Hörður Torfason.
Morgunblaðið/Þorkell
Kammersveit Reykjavíkur er tilnefnd í flokknum flytjandi ársins.
Íslensku tónlistar-
verðlaunin afhent
Dr. Gunni/54
STOPPLEIKHÓPURINN er um
þessar mundir að hefja aftur sýn-
ingar eftir jólafrí á leikritinu Í
gegnum eldinn eftir Valgeir
Skagfjörð sem jafnframt er leik-
stjóri. Leiksýningin er sýnd í
grunn- og framhaldsskólum
landsins. Í dag verður 50. sýning í
grunnskólanum á Hveragerði
kl.11.30. Þá leggur leikhópurinn í
leikför um landið og hefst hún á
Suðurlandi, síðan er haldið á Suð-
urnesin, þar næst Vesturland. Í
mars mun leikhópurinn síðan
sýna á Norðurlandi og á Vest-
fjörðum.
Leikritið byggir á bók eftir
Ísak Harðarson og Thollý Rós-
mundsdóttur. Bókin er sönn saga
tveggja ungmenna, stráks og
stelpu sem segja frá dvöl sinni og
angist í heimi fíkniefna.
Alls koma fram 24 persónur í
verkinu en tveir leikarar leika öll
hlutverkin í sýningunni. Þeir eru
Brynja Valdís Gísladóttir og Egg-
ert Kaaber.
Tónlist og hljóðmynd gerir
Hjörtur Howser.
Leikritið var frumsýnt 10. októ-
ber 2002 en verkið er 10. verkefni
Stoppleikhópsins.
Morgunblaðið/Kristinn
Eggert Kaaber og Brynja Valdís Gísladóttir í leikritinu Í gegnum eldinn.
Í gegnum eldinn
í fimmtugasta sinn