Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðrún Sigur-jónsdóttir fædd-
ist í Hreiðri í Holtum
20. ágúst 1905. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Víðinesi
mánudaginn 13. jan-
úar. Foreldrar henn-
ar voru Sigurjón
Jónsson bóndi í
Hreiðri, f. 11. júlí
1858, og kona hans
Margrét Árnadóttir,
f. 16. febrúar 1861.
Guðrún var yngst 12
systkina sem öll eru
látin en þau voru: a)
Ingiríður, f. 4. maí 1892, verkakona
í Reykjavík, d. 11. mars 1963, b)
Jónína, f. 1. maí 1893, d. 25. maí
1893. c) Halldóra, f. 19. ágúst 1894,
saumakona í Reykjavík, d. 20. nóv-
ember 1973, d) Sigurjón, f. 30. októ-
ber 1895, d. 6. nóvember 1895, e)
Árni, f. 19. desember 1896, báta-
smiður í Hafnarfirði, d. 15. desem-
ber 1971, f) Jónína f. 16. janúar
1898, d. 24. október 1937, g) Helga,
f. 12. febrúar 1899, d. 8. desember
1903, h) Valdimar, f. 9. ágúst 1900,
bóndi í Hreiðri, d. 31. júlí 1986, i)
Kristinn, f. 26. mars. 1902, bóndi á
Brautarhóli, d. 30. júní 1987, j) Guð-
mundur, f. 21. apríl 1903, húsasmið-
ur í Hafnarfirði, d. 3. maí 1971, k)
Margrét, f. 1. júlí 1904, saumakona
í Kaupmannahöfn, d. 5. júlí 1976.
Hinn 9. nóvember 1929, giftist
Guðrún Gesti K. Jónssyni, bygg-
ingaverkamanni í Reykjavík, f. 11.
desember 1906 í Geirshlíð í Miðdöl-
um, d. 1. júlí 1994. Börn þeirra eru:
barn, f. 24. maí 1943, d.s. mánuði. 6)
Guðmundur Rúnar, f. 28. febrúar
1945, húsasmiður, kvæntur Ástu
Droplaugu Björnsdóttur, f. 23. des-
ember 1945. Börn þeirra eru: a)
Gestur Rúnar, f. 22. júlí 1966, d. 5.
mars 1978. b) Helena, f. 30. sept-
ember 1972. c) Gestur Rúnar, f. 29.
júlí 1979. 7) Kristinn, f. 13. apríl
1947, endurskoðandi, kvæntist
Fríðu Britt Bergsdóttur, f. 14. febr-
úar 1948, þau skildu. Börn þeirra
eru: a) Bergur, f. 22. júlí 1967,
kvæntur Írisi I. Sigurðardóttur, f.
8. mars 1968. Börn þeirra eru Aron
og Sara. b) Hjörleifur, f. 13. apríl
1969, kvæntur Rakel Lindu Krist-
jánsdóttur, f. 29. júlí 1969. Börn
þeirra eru: Sunna Dís og Eydís
Lena. c) Lilja Björk, f. 4. nóvember
1976, sambýlismaður, Kristmann
Már Ísleifsson, f. 1. mars 1973. Börn
þeirra eru: Birta Sif og Særún
Embla. Sambýliskona Kristins er
Valgerður M. Ingimarsdóttir, f. 22.
nóvember 1951. Börn þeirra eru: d)
Kolbrún Kristín, f. 13. nóvember
1978, sambýlismaður Sigurður
Árni Waage, f. 28. febrúar 1975. e)
Einar Valur, f. 1. júlí 1981, sam-
býliskona Guðný Lára Jóhannes-
dóttir, f. 27. janúar 1979. Þeirra
sonur er Kristinn Sigurhólm. 8)
Gunnar, f. 13. apríl 1947, d. 8. maí
1970.
Guðrún ólst upp í Hreiðri hjá for-
eldrum sínum. Ung fluttist hún til
Hafnarfjarðar og var þar og í
Reykjavík í vist í nokkur ár, en bjó
svo víða í austurborginni, þar til
hún og Gestur reistu sér hús árið
1946 að Ægisíðu 107 þar sem þau
áttu sitt heimili síðan. Síðustu árin
hefur Guðrún dvalist á hjúkrunar-
heimilinu Víðinesi.
Útför Guðrúnar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
1) Sigurjón Hreiðar, f.
28. janúar 1930, fv.
starfsmaður Veður-
stofu Íslands, kvæntur
Ingu G. Gunnlaugs-
dóttur, f. 7. nóvember
1930. Börn þeirra eru:
a) Sigríður, f. 27. sept-
ember 1960, gift Eiríki
Steingrímssyni f. 19.
júlí 1960, þau eiga
dótturina Ingu Guð-
rúnu. b) Gunnlaugur,
f. 19. nóvember 1966,
sambýliskona, Þórdís
Arnardóttir, f. 24.
mars 1965, þau eiga
dótturina Arneyju Evu. c) Rúnar, f.
6. apríl 1971, sambýliskona, Kristín
Loftsdóttir, f. 4. október 1974. 2)
Trausti Hafsteinn, f. 28. október
1931, múrari í Reykjavík, d. 11. des-
ember 1995. 3) Almar, f. 29. októ-
ber 1932, fv. starfsmaður Birgða-
stöðvar Reykjavíkurborgar,
kvæntur Elínu Jónsdóttur, f. 24. júlí
1937. 4) Baldvin, f. 16. ágúst 1934,
verkfræðingur, kvæntur Lotte
Gestsson (fædd Bossler) 1. maí 1936
í Þýskalandi. Börn þeirra eru: a)
Rúna, f. 19. október 1960, sambýlis-
maður, Jóhann Þór Jóhannsson, f.
15. mars 1954, b) Karl, f. 15. sept-
ember 1966, kvæntist Hólmfríði
Karlsdóttur Eron, f. 6. febrúar
1965, þau skildu. Þeirra sonur er
Stefán Hlynur. Karl er kvæntur
Láru Helgu Sveinsdóttur, f. 1. febr-
úar 1953. c) Dagný f. 21. mars 1968,
sambýlismaður, Benedikt Sigurðs-
son, f. 3. maí 1964. Börn þeirra eru:
Áslaug og Baldvin, 5) óskýrt mey-
Guðrún amma er látin í hárri elli,
97 ára gömul. Síðustu árin leitaði hug-
ur hennar æ oftar heim á æskustöðv-
arnar í Holtunum þar sem hún ólst
upp, yngst tólf systkina. Á seinni ár-
um rifjaði hún oft upp atvik úr
bernsku sinni, einkum ýmis uppátæki
sín og Margrétar systur sinnar sem
var næst henni í aldri. Ömmu var
mjög minnisstæður Suðurlands-
skjálftinn árið 1912. Hún var þá á sjö-
unda ári og var stödd inni í baðstofu
með móður sinni og Margréti þegar
skjálftinn hófst. Amma hljóp út bæj-
argöngin sem hrundu á eftir henni í
skjálftanum. Þótti hún þarna sleppa
vel.
Þegar Guðrún var á unglingsárum
fluttist fjölskyldan í Hafnarfjörðinn.
Alvara lífsins tók við af æskuárunum
og amma vann bæði í fiski og var í vist
og kaupavinnu. Hún var í vist í húsi á
Hverfisgötunni þegar leiðir þeirra
Gests afa lágu saman.
Amma sagði mér að hún hefði verið
nokkuð á varðbergi gagnvart piltum,
en tvær systur hennar höfðu eignast
barn utan hjónabands og amma ætl-
aði ekki að láta það sama henda sig.
Hún féll þó fyrir þessum unga vinnu-
manni úr Dölunum; hann var svip-
hreinn og henni þóttu hendurnar á
honum vera svo fallegar. Þau giftu sig
síðla árs 1929.
Amma sem alltaf lagði mikið upp úr
því að vera vel til fara keypti sér nýja
skó fyrir brúðkaupið. Þetta væri
kannski ekki í frásögur færandi nema
af því að mánaðarkaup vinnukonunn-
ar dugði ekki fyrir skónum og hún
varð að fá þann pening sem upp á
vantaði hjá unnustanum.
Fyrstu búskaparárin voru ömmu
og afa erfið. Þau eignuðust fjóra syni
á fimm árum og fátæktin var mikil. Á
kreppuárunum höfðu verkamenn oft
litla sem enga vinnu og húsnæðisekla
var mikil. Þau fluttu úr hverjum mið-
bæjarkjallaranum í annan en við
stríðið breyttist allt. Árið 1946 fluttu
amma og afi í sitt eigið hús á Ægisíðu
107. Afi hafði fengið lóð og af miklum
dugnaði og harðfylgi reisti hann fjöl-
skyldu sinni stórglæsilegt hús þrátt
fyrir lítil efni. Í þessu húsi héldu
amma og afi heimili alla tíð síðan og
börn og barnabörn nutu góðs af að fá
að búa í risinu og í kjallaraíbúðinni.
Amma hafði létta lund og þótt að-
stæður hennar væru oft erfiðar var
hún ávallt ánægð með sitt. Hún var
mikil hannyrðakona og féll sjaldan
verk úr hendi. Einkum var sauma-
skap hennar við brugðið. Síðustu árin
dvaldi amma á hjúkrunarheimilinu
Víðinesi. Þar leið henni vel og fyrir
hönd aðstandenda þakka ég starfs-
fólki Víðiness góða umönnun.
Sigríður Sigurjónsdóttir.
Nú þegar vetur konungur er að
vakna til lífsins, lagði Guðrún amma
mín af stað í sína hinstu för.
Þegar ég rifja upp kynni mín af
ömmu koma fyrst upp í hugann hinar
ótal mörgu heimsóknir á Ægisíðuna.
Í minningunni var hún ætíð heima
þegar mér datt í hug að kíkja inn og
alltaf var tími til að setjast niður í eld-
húsinu og gæða sér á ljúffengu
heimalöguðu kaffibrauði og spjalla.
Við spjölluðum þá oft um fortíðina, en
amma hafði gaman af því að rifja upp
uppvaxtarárin á Hreiðri, fyrstu kynni
sín af afa og þegar hún var með alla
drengina sína litla. Þarna kynntist ég
því hvað lífsbaráttan var oft hörð á
þessum árum, en það var mér nútíma-
barninu mjög framandi. Eins þótti
mér einstaklega gaman að skoða
handavinnuna hennar en hún var
mjög lagin bæði við að prjóna og
sauma og var alltaf með eitthvað „á
prjónunum“.
Eitt af því sem er mér sérstaklega
minnisstætt er ferðalag til Þýska-
lands, þegar ég var níu ára. Þá fór
pabbi með mig, Karl bróður minn og
afa og ömmu að heimsækja móðurfor-
eldra mína. Það var einstakt að upp-
lifa hvað afi og amma höfðu gaman af
þessari ferð en þetta var fyrsta og
eina utanlandsferðin sem afi fór, en
amma hafði farið einu sinni til Kaup-
mannahafnar að heimsækja systur
sína. Og þó að þau kynnu ekki málið
og móðurforeldrar mínir kynnu ekki
íslensku, kom ég stundum að þeim
skellihlæjandi og að mér fannst í
hrókasamræðum. Það er ótrúlegt
hvað fingrabendingar og svipbrigði
geta gert ef maður hefur ekki önnur
ráð.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að njóta samverunnar við ömmu svo
lengi sem raun bar vitni og sérstak-
lega finnst mér dýrmætt að börnin
mín tvö, Áslaug og Baldvin, hafi feng-
ið að kynnast henni, en þau voru voða
stolt af að eiga „ömmu löngu“.
Ég kveð ömmu mína Guðrúnu með
söknuði og þakka henni fyrir allt.
Dagný Baldvinsdóttir.
Er ég nú kveð föðursystur mína
Guðrúnu á Ægisíðunni eins og við
systkinin í Hreiðri kölluðum hana
ávallt, vil ég þakka alla hennar elsku-
semi og tryggð frá því ég man eftir
mér. Ef frænka kom í heimsókn í
sveitina til okkar kom hún ávallt með
eitthvað fallegt. Eins sá hún til þess,
með systkinum sínum í bænum, að við
krakkarnir fengjum alltaf einhverjar
jólagjafir og mikill var alltaf spenn-
ingurinn yfir kassanum frá frænd-
fólkinu, jólin nánast komin þegar
kassinn var kominn upp á háaloft.
Oftast var leitað til Guðrúnar og
Gests ef við þurftum á gistingu að
halda á ferðum okkar til Reykjavíkur.
Alltaf sama ljúfa viðmótið hvernig
sem á stóð, það var alltaf pláss þó að
fjölskyldan væri stór. Frænka mín
var afskaplega dugleg og handlagin
og minnisstætt er mér er ég var send
til hennar fyrir fermingu mína með
kjólefni og aura til að kaupa kápu og
skó. Hún tók mér opnum örmum eins
og alltaf og hjálpaði mér við að kaupa
það sem mig vantaði, saumaði á mig
tvo kjóla og gaf mér auk þess fallega
blússu. Lét síðan taka af mér myndir í
öllu skartinu. Seinna saumaði hún á
mig rauðan ballkjól sem ég hélt mikið
upp á og á enn til minningar.
Guðrún var yngst 12 barna
hjónanna í Hreiðri í Holtahreppi, Sig-
urjóns Jónssonar og Margrétar
Árnadóttur en níu þeirra komust til
fullorðinsára. Er Guðrún var 13 ára
brugðu foreldrar hennar búi og fluttu
til Hafnarfjarðar. Fór hún þá fljótt að
vinna fyrir sér við húshjálp og í fisk-
vinnu. Ekki átti hún alltaf góða daga í
þessum vistum enda vinnuharka oft
mikil. Hún giftist Gesti Jónssyni ætt-
uðum úr Dalasýslu og eignuðust þau
sjö syni. Yngstir voru tvíburarnir
Gunnar og Kristinn en Gunnar var
fatlaður. Reyndi það mjög á frænku
mína enda enga aðstoð að fá á þeim
tímum við slík börn. Er drengirnir
uxu úr grasi byggðu þau sér mynd-
arlegt hús við Ægisíðu. Má segja að
það hafi verið mitt annað heimili er ég
fór að vinna í Reykjavík hin ýmsu
störf og Guðrún sem mín önnur móð-
ir.
Dagurinn var orðinn langur og
þreyttur verður hvíldinni feginn. En
fyrir handan hefur henni verið vel
fagnað af ástvinum sem farnir voru á
undan.
Mér er þakklæti efst í huga fyrir að
hafa átt þessa góðu frænku og bið
henni Guðs blessunar.
Þín líknarásjón lýsi í dimmum heimi.
Þitt ljósið blessað gef í nótt þig dreymi.
Í Jesú nafni vil ég væran sofa
og vakna snemma þína dýrð að lofa.
(M. Joch.)
Sonum Guðrúnar og ástvinum öll-
um sendi ég samúðarkveðjur.
Laufey S. Valdimarsdóttir.
GUÐRÚN
SIGURJÓNSDÓTTIR
Látinn er góður og
traustur vinur minn
Friedel Kötterheinrich
langt um aldur fram.
Ég kynntist honum ár-
ið 1986, er ég hóf störf hjá Íslensk-
Ameríska ehf. Strax tókust með
okkur sterk vinarbönd. Það var
mjög gott að vinna með Friedel,
hann var skipulagður og alltaf í
góðu skapi, einstakur vinur, heiðar-
legur, hreinskilinn, sérstaklega
FRIEDEL
KÖTTERHEINRICH
✝ Friedel Kötter-heinrich fæddist
í Lengerich í West-
falen í Þýskalandi
30. mars 1942. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 8. jan-
úar síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Dómkirkjunni 17.
janúar.
greiðvikinn og svo orð-
heppinn að allir í
kringum hann veltust
um af hlátri.
Margar skemmtileg-
ar minningar á ég um
Friedel, og nefni tvær
þeirra, báðar frá síð-
asta ári. Ég bað Fried-
el um að skreyta fyrir
mig skírnartertu. Eins
og ævinlega var svarið:
Gugga mín ekkert mál,
hvenær á ég að koma
með hana? Ég sagði kl.
13. Dyrabjallan
hringdi á slaginu og
inn kom Friedel, með tertuna og svo
stóran blómvönd, að ekki sást í and-
lit hans, óskaði öllum til hamingju
með daginn venti sér síðan að mér
og sagði: Gugga, ég hélt að þú
myndir skíra hana FRIEDOLINA.
Þarna var honum vel lýst. Að sjálf-
sögðu hló ég og vissi ekkert hvað ég
átti að segja. Hin síðari er sú að ég
bað Friedel um að aðstoða mig við
afmæli eiginmanns míns. Ekkert
mál sagði Friedel. Þegar dagurinn
rann upp var hann mættur kl. 15,
byrjaði á að skreyta salinn, leggja á
borð og undirbúa veisluna. Gestirnir
fóru að streyma að um kl. 19 og við
hjónin komum síðust. Ég var ekki
búin að vera lengi þegar ég tók eftir
því að allir voru búnir að kynnast
Friedel enda markaði hann þá góðu
og sérstöku stemmingu sem ríkti
það kvöld. Og var ég honum þakklát
fyrir. Hann hafði sérstaklega gaman
af að kynnast fólki, alveg sama
hvaðan það kom, hverra manna það
var eða hvað það gerði, allir voru
jafningjar í hans augum.
Friedel var alveg sérstakur, betri
vin og vinnufélaga hef ég ekki átt.
Elsku Friedel, er ég hugsa um sam-
starf og vináttu okkar þá kemur
þetta upp í huga minn:
Tendrast sól í sálu mér, sút í burtu
strýkur.
Ætíð mun ég þakklát þér, þar til yfir
lýkur.
Allar stundir okkar hér, er mér ljúft að
muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér, fyrir
samveruna.
(Har. S. Mag.)
Elsku Ingibjörg, Kristín, Markús
og aðrir aðstandendur, við Viðar og
Arndís vottum ykkur okkar dýpstu
samúð, megi guð styrkja ykkur, því
missirinn er mikill.
Guðbjörg.
Elsku frændi, nú
komið er að kveðju-
stund og margra góðra
stunda að minnast og
sakna.
Þegar ég var lítil varst þú alltaf
Georg frændi á Svarthamri, bóndinn
af lífi og sál. Ég minnist þess að hafa
komið í heimsókn að Svarthamri og
fyllst virðingu fyrir sveitalífinu. Man
ég enn þegar ég fékk að fara með í
leitar eitt haustið og gleymi ég aldrei
þeirri upplifun, þú passaðir alltaf að
ég fengi að vera með og þreyttist
ekki á spurningum borgarbarnsins.
Seinna þegar ég var að komast á
unglingsárin, komst þú og bjóst hjá
okkur um tíma í Grindavík. Sannar-
lega segi ég að það sem ég man mest
eftir dvöl þinni hjá okkur var hversu
rólyndur þú alltaf varst, aldrei man
ég eftir árekstrum enda samdi okkur
KARL GEORG
GUÐMUNDSSON
✝ Karl Georg Aðal-steinn Guð-
mundsson fæddist í
Birgisvík á Strönd-
um 23. janúar 1918.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Ísafirði 13. janúar
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Súðavíkurkirkju 18.
janúar.
mjög vel. Ofarlega í
minni er þegar ég flýtti
mér heim úr skólanum
til að spila, en við vor-
um sérlega góðir spila-
félagar, gátum spilað
„Rússa“ oft á dag. Þú
passaðir upp á að ég
ynni alltaf reglulega og
hældir mér fyrir góða
spilamennsku. Já,
þetta voru mjög góðir
tímar kæri frændi og
oft saknaði ég spila-
stunda okkar eftir að
þú fluttir í burtu. Við
sáumst ekki oft eftir
það en ég fylgdist alltaf með þér í
gegnum mömmu og þú með mér og
minni fjölskyldu sérstaklega eftir að
við fluttum til Ameríku. Þakka þér
fyrir margar góðar stundir, elsku
frændi.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Vilborg S. Róbertsdóttir,
Kansas, Bandaríkjunum.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að
fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími)
fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein-
stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.