Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 47
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þeir hæfileikar afmælis-
barns dagsins að brjóta mál
til mergjar skapa því vin-
sældir en gera það um leið
að skotspóni grallara.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Mundu það, þegar þú átt
orðaskipti við aðra, að vera
má að viðmælandi þinn sé
ekki eins harður af sér og
sýnist. Hikaðu ekki við það.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það getur verið fróðlegt að
sækja fundi þar sem málin
eru rædd vítt og breitt.
Sýndu umburðarlyndi en
haltu þínu striki.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú gerir meiri kröfur til þín
en skynsamlegt getur talist.
Láttu það ekki gerast, heldur
stattu á þínu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú færist allur í aukana við
að koma fyrirætlunum þínum
í framkvæmd, ekki síst vegna
hvatningar samstarfsfólks
þíns. Það er ekki eftir neinu
að bíða.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú átt ekki að hika við að
segja þína meiningu, hver
sem í hlut á. Aðeins þannig
geturðu haldið þér síungum,
hvað sem árunum líður.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það stoðar lítið að vera með
eintrjáningshátt fyrst þú hef-
ur á annað borð gefið þig í
samstarf við aðra. Leggðu
þitt af mörkum til að bæta
umhverfi þitt.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Hugmyndaflugið getur leitt
mann til svo furðulegra staða
að með ólíkindum er. Þú
græðir ekkert á því þegar
upp er staðið. Gleymdu held-
ur ekki sjálfum þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Hugmyndirnar þyrlast í
kring um þig og það er ósköp
gaman. Það er líka nauðsyn-
legt að eiga stund með sjálf-
um sér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Láttu þér ekki bregða, þótt
til þín verði leitað um hand-
tök sem heyra nú ekki beint
til þíns lifibrauðs. Mundu að
allir eiga leiðréttingu orða
sinna.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ert óvenjuhress í anda í
dag. Það er engin ástæða fyr-
ir þig til þess að hika; þú hef-
ur allt sem þarf til starfans
svo brettu bara upp erm-
arnar!
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú verður að standa fast á
þínu, þegar um stóran sam-
starfshóp er að ræða. Þú sérð
að þeir geta einnig misst
stjórn á tilfinningum sínum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þótt þér finnist þér allir vegir
færir skaltu gæta þess vel að
virða rétt annarra. Ræddu
málin við félaga þína og
drífðu svo í hlutunum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Um hana systur mína
Sáuð þið hana systur mína
sitja lömb og spinna ull?
Fyrrum átti ég falleg gull.
Nú er ég búinn að brjóta og týna.
Einatt hefur hún sagt mér sögu.
Svo er hún ekki heldur nízk:
Hún hefur gefið mér hörpudisk
fyrir að yrkja um sig bögu.
Hún er glöð á góðum degi, –
glóbjart liðast hár um kinn, –
og hleypur, þegar hreppstjórinn
finnur hana á förnum vegi.
Jónas Hallgrímsson
LJÓÐABROT
ÞEGAR hendur norðurs og
suðurs eru skoðaðar lítur út
fyrir að helsti vandinn sé sá
að velja besta geimið –
slemma virðist ekki vera
inni í myndinni.
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ Á
♥ G10654
♦ Á5
♣DG542
Suður
♠ D108763
♥ K2
♦ K
♣Á1063
En í raun er sex lauf ekki
svo galinn samningur, ekki
síst eftir opnun austurs, sem
eykur verulega líkurnar á
því að laufkóngur liggi fyrir
svíningu. Spilið kom upp í
tvímenningskeppni hjá
Bridsfélagi Reykjavíkur á
föstudagskvöldið og þær
María Haraldsdóttir og
Harpa Fold Ingólfsdóttir
renndu sér þannig í lauf-
slemmuna. María var í norð-
ur, en Harpa Fold í suður:
Vestur Norður Austur Suður
– – 1 tígull 1 spaði
Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf
Pass 4 lauf Pass 4 hjörtu
Pass 4 grönd Pass 5 tíglar
Pass 6 lauf Allir pass
En hvernig á að spila sex
lauf? Vestur kemur út með
smáan tígul.
Tvennt þarf að gera:
Svína fyrir laufkóng og fría
spaðann með trompun.
Þetta mun ganga ágætlega
upp ef spaðakóngurinn fell-
ur annar eða þriðji, en ef
hann er fjórði þarf að nýta
samganginn vel. Spaðaásinn
er tekinn og laufi splilað á
tíuna (sem heldur). Síðan er
spaði trompaður, hjarta
hent í tígulás og laufdrottn-
ingu spilað. Hafi austur
byrjað með Kx í laufi fást
þannig fjórar innkomur
heim á lauf til að trompa og
nýta spaðann, og þá er í lagi
að spaðakónginn sé fjórði
úti. Ef austur reynist eiga
þrílit í laufi, verður spaða-
kóngurinn að falla þriðji.
Norður
♠ Á
♥ G10654
♦ Á5
♣DG542
Vestur Austur
♠ 954 ♠ KG2
♥ D83 ♥ Á97
♦ G97432 ♦ D1086
♣9 ♣K87
Suður
♠ D108763
♥ K2
♦ K
♣Á1063
Svona var legan í reynd
og Harpa Fold átti í engum
erfiðleikum með að inn-
byrða tólf slagi og toppskor.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
ÁRNAÐ HEILLA
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4.
e3 Rf6 5. Rf3 Rbd7 6. Dc2
Bd6 7. g4 Bb4 8. Bd2 De7 9.
Bd3 dxc4 10. Bxc4 b5 11.
Be2 Bb7 12. g5 Bxc3 13.
bxc3 Rd5 14. a4 bxa4 15. c4
Rb4 16. Bxb4 Dxb4+ 17.
Kf1 De7 18. c5 e5 19. De4
exd4 20. Dxe7+ Kxe7 21.
exd4 h6 22. Hg1 hxg5 23.
Hxg5 g6 24. Kg2 a5 25. Bd1
Rf8 26. Hb1 Ha7 27. Bxa4 f6
28. He1+ Kd8 29. Hg4 g5
30. d5 Rg6 31.
dxc6 Bc8 32.
Hd4+ Kc7 33.
Hd6 Rf4+ 34. Kg1
Kb8 35. Hb1+
Ka8 36. Rd4 Rh3+
37. Kf1 Hc7 38.
Hb6 Rf4 39. Rb5
He7
Staðan kom upp
í úrvalsflokki al-
þjóðlega mótsins í
Hastings sem lauk
fyrir skömmu.
Alexey Barsov
(2525) hafði hvítt
gegn Alexöndru
Kostenjuk (2455).
40. Hd7! Bxd7 svartur
myndi tapa manni eftir
40...Hxd7 41. cxd7 Bxd7 42.
Rc7+ Ka7 43. Bxd7. Í fram-
haldinu verður hann hins-
vegar mát. 41. Rc7+ og
svartur gafst upp enda verð-
ur hann mát 41...Ka7 42.
Hb7#.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Ljósmyndaverið Skugginn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 3. ágúst 2002 í Hall-
grímskirkju af sr. Pálma
Matthíassyni Auður Jó-
hannesdóttir og Ingi Stein-
ar Ingason.
Ljósmyndaverið Skugginn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 27. júlí 2002 í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík af sr.
Hjálmari Jónssyni þau Eva
Margrét Ævarsdóttir og
Kolbeinn Árnason.
HLUTAVELTA
Morgunblaðið/Þorkell
Þessir hressu strákar héldu nýlega hlutaveltu til stuðnings
Rauða krossi Íslands og söfnuðust 1.028 krónur. Þeir heita
Hlynur Rafn Guðmundsson, Þórarinn Árnason og Steinn
Arnar Kjartansson.
ÚTSALA
Enn meiri verðlækkun!
Yfirhafnir, peysur, skyrtur,
buxur...fyrir dömur og herra.
Úrval af stórum stærðum
XXL, XXXL — fyrir herra.
Laugavegi 1 • sími 561 7760
Laugavegi 54, sími 552 5201
Hálfsíðar ullarkápur
Verð áður kr. 12.990
nú kr. 4.990
Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlan 4-12, sími 533 1322
Bóndadagur
Thermosbolli í bílinn fyrir hann
Verð kr. 1.990
Ljósmyndaverið Skugginn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 20. júlí 2002 í Dóm-
kirkjunni af sr. Hjálmari
Jónssyni þau Eydís Ólafs-
dóttir og Dan Öhman.