Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 31
kúrnum. Í fyrra skiptið
var kólesterólmagn innan
eðlilegra marka og í
seinna skiptið var heild-
arkólesterólmagnið svolít-
ið ofan við mörkin en það
var alfarið vegna þess að
góða kólesterólið var mjög
hagstætt. Þetta var því
ágæt niðurstaða. En einn
maður er ekki tölfræðileg
sönnun á neinu. Það að ég
sé enn lifandi sannar ekki
að þetta sé hollt eða að all-
ir lifi það af. En þær
kannanir sem gerðar hafa
verið gefa ekki til kynna
að þetta sé hættulegur
kúr.“
– Á bókarkápu má m.a.
lesa eftirfarandi umsögn
Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra: „Með því
mataræði sem bókin lýsir
tókst að grenna mig á
stuttum tíma með varan-
legum árangri. Það er gott
að geta borðað mikið og
grennst.“ Aðspurður hvort
hann og Davíð hafi haft eitthvert
samráð um þennan megrunarkúr
segir Ásmundur svo ekki vera en
Davíð hafi hins vegar fengið ljós-
rit af bæklingnum sem Ásmundur
tók saman á sínum tíma og þeir
hafi því notað þessa sömu megr-
unaraðferð.
Heimska að vera
svona feitur
– Hefur þessi árangur sem þú
hefur náð breytt miklu í lífi þínu?
„Ég var kominn í 120 kíló. Var
þó líkamlega ekkert í vandræðum
með sjálfan mig að öðru leyti en
því að þegar ég fór upp tröppur
var ég lafmóður og másandi. Það
einkenna líka allt feitt fólk
ákveðnir líkamlegir burðir. Mað-
ur kjagar í stað þess að ganga og
maður getur ekki krosslagt fæt-
urna með sæmilegu móti. Ég var
ekki í líkamlegri átakavinnu og ég
get ekki sagt að þetta hafi plagað
mig neitt gífurlega. Það eina sem
hefur plagað mig líkamlega er að
ég hef verið dálítið slæmur í bak-
inu en það hefur hvorki batnað né
versnað við það að grennast. Ég
er hins vegar ekki í neinum vafa
um að maður á einfaldlega ekki
að gera sjálfum sér það að vera of
feitur. Það er bara heimska að
vera svona feitur og menn þurfa
ekki að vera það. Markmiðið með
þessari bók er að gefa mönnum
leið sem mjög fáir hafa notfært
sér og benda á að þessi aðferð
getur verið lausn fyrir þá. Því er
alls ekki haldið fram að þetta sé
eina aðferðin til að grennast. Það
er hægt að nota fjölmargar að-
ferðir til að grennast en þarna er
komin fram á sjónarsviðið tiltölu-
lega einföld aðferð og ég treysti
því að hún geti orðið mörgum að
varanlegu gagni. Hún hefur orðið
mér að varanlegu gagni,“ segir
Ásmundur að lokum.
mikið og
ég borða
ggnir
mdeildur
minnast
i Bjarna-
ir þegar
sinni af
æði fyrir
var um-
an hefur
rt,“ segir
ki mjög
ekki bara
rdæmdur
ð það sé
fram að
ða þeirra
sé mikið
var. Þessi
ndur sem
þess að
gar um
a sé hafa
ekki séu
ón Bragi
þessu, þá
kki sömu
í ljós að
enn hafa
afa ekki
legar og
m í þeirri
af því að
ættur?
ákveðnar
ð margir
erði einn-
byrjaði á
í lækn-
inu sinni
ég tel að
fólk geri
þessu. Ég
rið í blóð-
byrjaði á
u við offitu og
nýrri bók
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ð og ég vil, svo lengi sem ég borða ekki kol-
smundur Stefánsson.
rkefni Ásmundar
dar Björnssonar
VINNUÁLAG meðalákveðinna hópa starfs-manna Landspítala – há-skólasjúkrahúss virðist
hafa aukist eftir sameiningu Ríkis-
spítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur
fyrir tveimur árum. Legum og legu-
dögum sjúklinga fer almennt fækk-
andi á sjúkrahúsinu og hefur með-
allegutími styst. Sífellt stærri hluti
af starfsemi sjúkrahússins fer fram
á dag- og göngudeildum, en virðist
göngudeildarstarfsemi ekki hafa
vaxið að sama skapi og hefur kom-
um á bráðamóttöku fjölgað.
Þá er lega sjúklinga á göngum
enn talsvert vandamál. Þessi atriði
eru meðal þeirra sem koma fram í
skýrslu sem landlæknir hefur látið
gefa út um stöðu Landspítala – há-
skólasjúkrahús í kjölfar sameining-
arinnar, 2. mars 2000.
40% hafa lista af óloknum
verkefnum í lok vinnudags
Í skýrslunni segir að samhliða því
að meðallegutími sjúklinga hafi
styst hafi bráðleiki aukist, sem þýði
að sjúklingarnir séu í raun veikari
en áður. Ekki eru til upplýsingar
um hvort auknum bráðleika hafi
verið mætt með meiri mönnun
hjúkrunarfræðinga. Í viðhorfs-
könnun sem gerð var meðal starfs-
manna spítalans taldi tæpur helm-
ingur að sjúklingar væru að jafnaði
útskrifaðir heldur eða allt of
snemma. 45% töldu að sjúklingar
væru útskrifaðir á eðlilegum tíma
og rúm 5% að þeir væru útskrifaðir
heldur eða allt of seint.
Athygli vekur að í lok vinnudags
segjast 40% alltaf eða oft hafa lista
af óloknum verkefnum og telur ríf-
lega þriðjungur að listinn af ólokn-
um verkefnum sé lengri nú en hann
var fyrir um tveimur árum. Ríflega
tveir af hverjum þremur segja að
þeim gangi vel eða frekar vel að
anna þeim verkefnum sem tilheyri
starfi þeirra.
41% segir ástandið verra
en fyrir tveimur árum
86% starfsmanna telja að deild-
inni þeirra sé ætlað heldur eða allt
of lítið fjármagn til að sinna verk-
efnum sínum. Þá telur 41% ástandið
nú vera heldur eða miklu verra en
það var fyrir um tveimur árum.
Um helmingur telur sig hafa
frekar slæma eða mjög slæma að-
stöðu til einkasamtala og funda-
halda með starfsfólki, aðstandend-
um eða öðrum. Meirihluti svarenda,
64%, telur sig búa við svipaða að-
stöðu, 17% segja hana betri og 19%
verri. Þá segja sjö af hverjum tíu að
of eða allt fáir starfsmenn vinni á
deild þeirra miðað við þau verkefni
sem deildinni er ætlað að leysa.
Helmingur segir að fjöldi starfs-
manna sé í heldur verra eða miklu
verra samræmi við verkefni deild-
arinnar en áður.
Heildarfjöldi stöðugilda við
sjúkrahúsið dróst saman milli ár-
anna 2000 og 2001 og er fækkun
stöðugilda meiri en áratuginn þar á
undan. Segir að samsetning manna-
flans hafi breyst mikið á síðasta ára-
tug. Hlutfall sérhæfðs starfsfólk við
lækningar og umönnun hafi farið
vaxandi á sama tíma og aðstoðar-
fólki hafi hlutfallslega fækkað. Á
milli áranna 2000 og 2001 fækkaði
heildarfjölda stöðugilda um 145 og
varð fækkun í nánast öllum starfs-
hópum, eingöngu rannsóknarfólki,
stjórnendum og skrifstofufólki
fjölgaði. Á sama tíma fækkaði rúm-
um úr 1.110 í 995 eða um 115. Sjúk-
lingum fjölgaði á öllum sviðum, að
kvennasviði undanskildu, milli ár-
anna 1999-2002.
Gangainnlagnir
enn vandamál
Rúmur helmingur sagði að sjúk-
lingar væru sjaldan eða aldrei lagð-
ir inn á ganga á þeirra deild en 47%
sögðu það gert oft eða alltaf. Tæpur
helmingur segir að gangainnlagnir
séu heldur eða miklu fleiri en áður
og jafnstór hópur að þær séu álíka
margar eða álíka fáar og áður. Mik-
ill meirihluti, 86%, telur að þjónusta
við sjúklinga á þeirra deild sé að
jafnaði frekar eða mjög góð og rúm-
ur helmingur telur hana svipaða nú
og áður. 19% telja þjónustuna betri
og 26% að hún hafi versnað. Rúmur
helmingur taldi aðstæður til að
sinna sjúklingum hafa versnað á
sjúkrahúsinu frá sameiningu og
46% töldu þær svipaðar eða betri.
Ríflega 60% töldu að frekar eða
mjög illa hefði verið staðið að sam-
einingu sjúkrahúsanna og 13% að
frekar eða mjög vel hefði verið
staðið að henni. Rúmur helmingur
taldi stefnu og framtíðarsýn
sjúkrahússins frekar eða mjög
óskýra. Níu af hverjum tíu sögðust
frekar eða mjög ánægð með starfið
sjálft þegar á heildina er litið og
sögðust 68% ánægð með starfs- og
atvinnuöryggi. Svo virðist sem
starfsandi sé góður á hverri deild
en einungis 30% eru ánægð með
starfsandann almennt á spítalan-
um. Rúmur helmingur svarenda og
rúmlega 80% lækna, telja sig ekki
hafða með í stefnumótun og fæstir,
milli 20 og 30%, telja sig fá nægar
upplýsingar frá yfirstjórn og sviðs-
stjórum. Þá telur um helmingur
áherslu á kennslu og rannsóknir of
litla, milli 70 og 80% lækna eru á
þeirri skoðun.
Óttuðust að þekkjast
á svörunum
Svörun í viðhorfskönnuninni,
sem gerð var síðasta sumar, var
einungis 50% sem var talsvert
minni þátttaka en landlæknisemb-
ættið hafði vonast eftir. Segir í
skýrslunni að skýringar sem heyrst
hafi á því væru að starfsfólk ótt-
aðist að það þekktist á svörunum og
það væri ekki tilbúið að taka slíka
áhættu gagnvart yfirmönnum. Full
ástæða er talin að embætti land-
læknis og yfirstjórn sjúkrahússins
taki slík svör alvarlega. Starfsfólk
hafi ekki treyst því að þess yrði
gætt við birtingu gagnanna að ekki
yrði hægt að þekkja einstaklinga,
jafnvel þótt það hefði verið tekið
fram í kynningarbréfi. „Yfirstjórn
LSH þarf einnig að taka mið af því
ef starfsfólk telur hag sínum betur
borgið með því að halda sig frá
gagnrýnni umræðu um spítalann af
ótta við einhvers konar kárínur frá
yfirmönnum,“ segir í umræðukafla
skýrslunnar.
Skýrsla landlæknis um stöðu Landspítala – háskólasjúkrahúss eftir sameiningu
Sjúklingar veikari
og legutími styttri
Í VIÐHORFSKÖNNUN áttu starfsmenn kost á að koma athuga-
semdum frá eigin brjósti á framfæri. Hér eru nokkrar þeirra.
Við sameininguna hefur sjúklingurinn gleymst.
Innlagnir á ganga og endalaus bið, ekki síst aldraðra, eftir aðgerð-
um, rannsóknum og viðtölum við lækna er með öllu óviðunandi og til
skammar fyrir nútímaþjóðfélag.
Starfsmenn lesa um ákvarðanir í blöðunum í stað þess að heyra þær
frá yfirmönnum.
Alltaf verið að fresta hlutunum.
Deildin er að fyllast af mállausum, ófaglærðum útlendingum sem
geta hvorki talað við mig né sjúklinga.
Sameining er ekki í þágu sjúklinga.
Í daglegum rekstri er allt þyngra í vöfum eftir sameiningu. Erfitt að
fá hluti framkvæmda, tekur mörg símtöl eða beiðnir. Getur þurft að
tala við allt að 5 einstaklinga áður en „rétti“ aðilinn er fundinn til að
framkvæmda beiðnina.
Á köflum er veitt frábær þjónusta en á köflum léleg. Gangainnlagnir
eru óviðunandi. Margt gott starfsfólk en spítalinn ekki vel búinn til
álags.
Vantar langtímasjónarmið, oft eingöngu hugsað um fjárhag líðandi
árs án þess að taka til greina áhrif á framtíð. Óvissa um framtíð mik-
ill óöryggis- og streituvaldur.
Tímasetning þessarar könnunar er röng. Hefði átt að gera hana fyr-
ir sameiningu og fjórum árum eftir hana, en ekki í henni miðri.
Sameining er ekki í þágu sjúklinga
Morgunblaðið/Þorkell
Starfsmönnum hefur
fækkað, sjúklingum
fjölgað og legutími
styst frá því Landspít-
ali – háskólasjúkrahús
varð til fyrir tveimur
árum. Er talið nauðsyn-
legt að auka fjárveit-
ingar til spítalans.
KVARTANA- og kærumálum sem landlækn-
isembættinu barst vegna heilbrigðisþjónustu
fjölgaði um 51% milli áranna 1996 og 2001,
en málum vegna Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss (LSH) fjölgaði um 37% á sama
tíma. Í skýrslu landlæknisembættisins segir
að hlutfall LSH af heildarfjölda mála hafi
þannig dregist saman. Hluti skýringarinnar
kunni að vera að ýmsar aðgerðir hafi í
auknum mæli færst af sjúkrahúsinu yfir á
stofur sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Öll-
um málum vegna meintra mistaka fjölgaði
um 43% á tímabilnu, sem er sama fjölgun og
varð á málum tengdum spítalanum.
Til stóð að í skýrslunni yrði einnig leitað
upplýsinga um ýmsa þætti sem gætu vitnað
um öryggi þjónustunnar sem veitt er á LSH.
Ekki reyndist unnt að meta öryggi þjónust-
unnar þar sem skráning á slysum innan
stofnunarinnar, mistök við lyfjagjafir, skurð-
sýkingar og fleira er ekki fullnægjandi.
Árið 2001 voru 230 atvik skráð hjá gæða-
deild spítalans, þ.e. frávik við meðferð og
umönnun sjúklinga án tillits til afleiðinga. Í
76% allra skráðra atvika hafði sjúklingur
dottið, leiddi það til verulegs heilsutjóns í 6%
tilvika. Telur gæðadeild LSH að atvik séu
verulega vanskráð og segir í skýrslu land-
læknisembættisins að brýnt sé að þessi
skráning komist í gott horf á LSH hið fyrsta.
Frávik frá meðferð vanskráð