Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „Ég var orðinn fimmtíu og tveggja ára og 120 kíló þegar ég tók þá örlagaríku ákvörðun að við svo búið skyldi ekki standa. Árum saman hafði ég verið alltof feitur og allar tilraunir til að léttast til frambúðar höfðu reynst árang- urslausar. Ég vann að vísu nokkr- ar orrustur og léttist töluvert en að lokinni hverri þeirra færðist víglínan hægt og sígandi til baka og ég varð stöðugt þyngri.“ Þannig hljóðar upphaf kafla er ber heitið Reynslusaga Ásmundar Stefánssonar, í nýrri bók sem Ás- mundur Stefánsson, hagfræðing- ur og fyrrverandi forseti ASÍ, hefur skrifað í samvinnu við Guð- mund Björnsson lækni. Bókin ber heitið Þú getur grennst og breytt um lífsstíl og er væntanleg á næstu dögum í útgáfu Vöku Helgafells. Eingöngu kolvetna- snautt fæði Árið 1997 fór Ásmundur á hinn svonefnda Atkins-megrunarkúr, sem felur í sér að borða eingöngu kolvetnasnautt fæði, og náði hann góðum árangri. „Það var ekki fyrsta skipti sem ég gerði tilraun til að megra mig en í þetta sinn skilaði hún mér stórfelldum og varanlegum árangri. Ég var á þessum tíma kominn í 120 kíló en náði mér á tólf mánuðum niður um 36 kíló. Í dag er ég á milli 85 og 90 kíló. Það sveiflast svolítið til og frá eftir því hvað ég gef eftir, t.d. í kringum jólin en ég held mér í þokkalegu jafnvægi,“ segir Ásmundur í samtali við Morgun- blaðið. Í bókinni er m.a. að finna reynslusögu Ásmundar af megr- unarkúrnum og ýmsar ráðlegg- ingar. Útskýringar Guðmundar Björnssonar á hvað býr að baki megrunaraðferðinni og hvað beri að varast á grundvelli læknis- fræðinnar. Fjallað er um næring- arfræði og mikilvægi breyttra lífshátta og loks leggur Margrét Þóra Þorláksdóttir matgæðingur fram fjölda uppskrifta með þess- um megrunarkúr, sem byggist einkum á því að borða helst kjöt, fisk og grænmeti en sneiða hjá kartöflum og öðrum kolvetnarík- um mat. Ásmundur segir tilurð bókar- innar þá að hann hafi á sínum tíma tekið saman lítinn bækling um megrunaraðferðina sem hann reyndi og kennd er við banda- ríska lækninn Robert C. Atkins. „Sú samantekt hefur farið nokkuð víða í ljósriti því nokkuð margir höfðu sambandi við mig og báðu mig um að fá punkta um þennan kúr. Það var að vissu leyti kveikj- an að því að mér fannst að ástæða gæti verið til að gefa þetta út á bók. Þegar í ljós kom að Guð- því. Ég get borðað eins ég vil, svo lengi sem é ekki kolvetnaríkan mat.“ Margir voru tortryg – Þetta hefur verið um kúr og er skemmst að gagnrýni sem Jón Bragi son prófessor varð fyri hann sagði frá reynslu kolvetnasnauðu mataræ nokkrum árum. „Þetta deildur kúr en umræða verið að snúast töluver Ásmundur. „Fyrir ekk mörgum árum var þetta e umdeildur kúr heldur for kúr en í dag held ég að ekki hægt að halda því svo sé. Ég held að afstað sem fjalla um þessi mál breytt frá því sem áður v kúr er í dag viðurkenn ein af aðferðunum til grenna sig. Fullyrðing hversu lífshættulegt þetta hjaðnað mjög mikið. Þótt nema þrjú ár síðan Jó kynnti reynslu sína af þ held ég að það verði ek deilur um þessa bók. Reynslan hefur leitt í þessar hættur sem me verið að halda fram h reynst eins sannreynanl ýmsir töldu sem fóru fram umræðu.“ – Hafðir þú áhyggjur þessu kynnu að fylgja hæ „Ég hafði í fyrstu á áhyggjur vegna þess að voru tortryggnir og ég ge ig þau mistök þegar ég b kúrnum að ég fór ekki isskoðun og fór ekki ei kólesterólmælingu, sem é sé mjög skynsamlegt að þegar það er að byrja á þ hef hins vegar tvisvar far rannsókn eftir að ég b mundur Björnsson læknir var tilbúinn að vinna að verkefninu með mér fannst mér sjálfsagt að ráðast í þetta,“ segir Ásmundur. Enginn vandi að grennast Í bókinni lýsir Ásmundur ár- angrinum af Atkins-aðferðinni m.a. með þessum orðum: ,,Ég reyndi þessa nýju leið. Ég snið- gekk kolvetni en neytti fitu og eggjahvítuefna að vild. Árangur- inn lét ekki á sér standa. Ég grenntist og hélt áfram að grenn- ast. Þann tíma sem ég var að grennast leið mér alltaf vel. Ég át eins og mig langaði til. Ég fann aldrei til þreytu, var ekki pirr- aður umfram venju og aldrei svangur. Það reyndist einfaldlega enginn vandi að grennast.“ Hann var spurður hvað þessi megrunar- aðferð fæli í sér. „Það eru þrjár aðferðir til að grennast,“ svarar Ásmundur. „Það er í fyrsta lagi hægt að fara í algert svelti og óhætt er að segja að hver einasti maður sem þjáist af offitu hafi ítrekað reynt að finna megrunaraðferð sem skilar árangri. Ég hafði margoft reynt það, náði kannski af mér 10 til 12 kílóum og var ánægður með sjálfan mig í nokkra mánuði en svo fór ég að þyngjast aftur og í hvert einasta skipti endaði ég þyngri en ég var þegar ég byrjað megrunina. Þetta er í rauninni sú hefðbundna aðferð sem almennt er ennþá verið að mæla með að fólk noti. Önnur aðferð er að fara í mikla brennslu með því að stunda öflugt líkamsræktarstarf. Mörg dæmi eru um að fólk hafi náð af sér kílóum með þeim hætti og sumum hefur tekist að gera það varan- lega. Í líkamsræktinni er líka oft- ast lögð áhersla á breytt mat- aræði, því þetta snýst allt um að breyta heildarmynstrinu, ekki bara einstökum þætti. Þriðja leiðin er svo einfaldlega að skera kolvetnamagnið niður. Það virkar í rauninni til megr- unar með mjög hliðstæðum hætti og þegar menn eru að svelta sig heilu hungri en munurinn er bara sá að maður er saddur þegar þessari aðferð er fylgt. Það gerir auðveldara fyrir svona græðgis- menn eins og mig að takast á við þetta vegna þess að það er mér mikið átak að vera hungraður. Með því að beita þessari aðferð, þá kemst ég ósköp einfaldlega hjá Ásmundur Stefánsson lýsir baráttu árangursríkum megrunarkúr í n Léttist um 36 kíló á einu ári „Ég get borðað eins mikið vetnaríkan mat,“ segir Ás Ásmundur Stefánsson hagfræðingur átti um ára- bil við offitu að stríða. Fyrir 5 árum reyndi hann svonefndan Atkins-megrunarkúr með þeim ár- angri að hann er 30–40 kílóum léttari í dag en hann var þegar hann ákvað að gera eitthvað rót- tækt í sínum málum. Ásmundur lýsir þessari reynslu í bók sem hann skrifaði með Guðmundi Björnssyni lækni. ’ Sniðgekk kol-vetni en neytti fitu og eggjahvítuefna að vild. ‘ Bókin er sameiginlegt ver Stefánssonar og Guðmund læknis. ELYSÉE-SAMKOMULAGIÐ 40 ÁRA Frakkar og Þjóðverjar fögnuðu þvíí gær að fjörutíu ár eru liðin fráundirritun Elysée-samkomu- lagsins. Samkomulagið, sem kennt er við forsetahöllina frönsku, var undirrit- að í París af Charles de Gaulle Frakk- landsforseta og Konrad Adenauer kanslara Þýskalands og innsiglaði sögu- legar sættir þjóðanna er tekist höfðu á í tveimur heimsstyrjöldum fyrr á öldinni. Í samkomulaginu fólst að þjóðirnar ákváðu að leggja deilur sínar til hliðar og vinna í staðinn sameiginlega að upp- byggingu og umbyltingu Evrópu. Það má færa rök fyrir því að fátt hafi haft meiri áhrif á þróun Vestur-Evrópu á síðastliðnum áratugum en samstarf Frakka og Þjóðverja innan Evrópusam- bandsins. Aðildarríkjum Evrópusam- bandsins hefur fjölgað eftir því sem árin liðu og þau eru nú fimmtán talsins. Samt er ljóst að mikilvægar ákvarðanir um þróun og stefnu sambandsins eru enn að miklu leyti teknar á fundum kanslara Þýskalands og forseta Frakk- lands. Á síðustu árum hefur hins vegar ekki farið á milli mála að samstarf þjóðanna er ekki eins náið og það lengi var. Frakkar og Þjóðverjar hafa ekki verið samstiga í öllum málum er varða fram- tíð ESB. Að hluta til er það til marks um þann mikla árangur er náðst hefur. Engum dettur lengur í hug að Frakk- land og Þýskaland ráðist hvort á annað. Það er útilokað. Markmiðið um að tengja ríkin það nánum böndum að stríð væri óhugsandi er orðið að veruleika. Þess vegna þykir það ekki lengur til- tökumál ef Frakka og Þjóðverja greinir á um einhver mál. Það ógnar ekki stöð- ugleika og friði í Evrópu fremur en ágreiningur á milli Bretlands og Frakk- lands. Þegar ESB-ríkin voru einungis sex talsins var eðlilegt að Þýskaland og Frakkland mynduðu þungamiðju sam- bandsins. Eftir því sem aðildarríkjun- um hefur fjölgað hafa hagsmunir aðild- arríkjanna orðið fjölbreytilegri. Mörg- um þykir ekki sjálfgefið lengur að tvö ríki, þótt mikilvæg séu, ráði ferðinni í jafnmiklum mæli og raun ber vitni. Að auki hafa hugmyndir Frakka og Þjóð- verja ekki alltaf farið saman. Innan skamms munu tíu ný ríki fá aðild að Evrópusambandinu. Þar með mun enn draga úr hlutfallslegu vægi Þýskaland og Frakklands. Á fjörutíu ára afmæli Elysée-sam- komulagsins er ljóst að Frakkar og Þjóðverjar stefna að því að efla enn frekar hið nána samstarf þjóðanna og hafa sameiginlega áhrif áfram á þróun Evrópusambandsins. Það er táknrænt að í tilefni afmælisins skuli ekki einung- is leiðtogar ríkjanna heldur allir þing- menn frönsku og þýsku þjóðþinganna, sem og ráðherrar ríkisstjórna ríkjanna, hafa átt sameiginlega fundi í París. Leiðtogarnir lögðu áherslu á að tengsl Þýskalands og Frakklands væru ekki einungis vináttutengsl heldur væru ör- lög ríkjanna samofin. Ákveðið hefur verið að halda reglulega sameiginlega ríkisstjórnafundi og stefnt er að tvö- földu ríkisfangi allra Frakka og Þjóð- verja í framtíðinni. Andi Elysée-sam- komulagsins er enn til staðar. Aðstæð- ur eru hins vegar breyttar. SAMTÍMALISTASAFN Í MIÐBORGINNI Í vor verður opnað alþjóðlegt samtíma-listasafn við Laugaveginn, en sam- starf hefur tekist á milli borgarinnar og Péturs Arasonar um að setja á stofn safn utan um listaverkaeign hans og konu hans, Rögnu Róbertsdóttur. Í frétt í blaðinu í gær kemur fram að undirbún- ingur að þessu verkefni hefur staðið yfir í nokkurn tíma en eins og Stefán Jón Haf- stein, formaður menningarmálanefndar borgarinnar, segir þar hefur tilfinnan- lega vantað samtímalistasafn í borginni og því er það mikið gleðiefni að samn- ingar skuli takast um að opna stærsta safn erlendrar samtímalistar hér á landi fyrir almenningi. Í safninu eru verk eftir marga þekkt- ustu frumherja hins alþjóðlega listheims á tuttugustu öld, en sérstaða safns Pét- urs og Rögnu felst einmitt í erlendu verkunum þar sem íslensk söfn hafa hingað til ekki séð sér fært að fjárfesta svo nokkru nemi í erlendri myndlist. Eins og Pétur bendir á er þetta því í „fyrsta skipti sem list eftir mjög þekkta erlenda listamenn fær að sjást í návígi við íslenska list“. Það leikur enginn vafi á því að safnið brúar það bil í íslenskri myndlistarmenningu sem hvað síst hefur verið sinnt, þótt ávinningur og sérstaða myndlistarsögu lítillar þjóðar eins og okkar hafi án efa mun meiri þýðingu í samhengi við sögu umheimsins. Heildar- framlag borgarinnar til þessa verkefnis nemur 14 milljónum á ári, auk þátttöku í kostnaði við nauðsynlegar breytingar á húsnæðinu í upphafi. Full ástæða er til að fagna þeirri fram- sýni sem menningarmálanefnd sýnir með þessum samstarfssamningi. Formaður nefndarinnar segir réttilega að safn af þessu tagi skipti miklu máli fyrir menn- ingarlandslag borgarinnar, en nokkuð hefur borið á umræðu um hnignun mið- borgarinnar að undanförnu. Pétur vísar einnig til þess hversu návígið við Ný- listasafnið geri þennan hluta miðborg- arinnar spennandi fyrir myndlistarunn- endur, en Nýlistasafnið hefur einmitt staðið í samningaviðræðum við borgina að undanförnu um aukin framlög til að standa straum af flutningum safnsins á síðasta ári, auk viðræðna við Listasafn Reykjavíkur um varðveislu listaverka- eignar þess, sem er umtalsverð og segir töluverða sögu um listsköpun ákveðins hóps íslenzkra myndlistarmanna á síð- ustu áratugum. Með auknum stuðningi við Nýlistasafnið gæti borgin haldið áfram á sömu braut og stuðlað að því að það grasrótarstarf sem þar er unnið héldist með ákjósanlegum hætti í hend- ur við uppfræðslu á sviði samtímalista í safninu á Laugaveginum. Því má ekki gleyma að listalíf flestra samfélaga hefur í gegnum aldirnar mót- ast mjög af framsýni og stórhug list- unnenda, á borð við Pétur og Rögnu, og listamanna sjálfra, svo sem þeirra fjöl- mörgu sem gefið hafa Nýlistasafninu verk sín í gegnum tíðina. Það er ekki nema eðlilegt að samfélagið þekkist óeigingjarnt framlag þessa fólks með því að standa straum af því að koma þeim menningarverðmætum sem það hefur staðið vörð um fyrir almennings- sjónir. Með samningi borgarinnar við Pétur Arason hefur Listasafni Reykja- víkur verið tryggt samstarf við safn hans, sem er mikill fengur fyrir safnið. Varðveislusamningur um safneign Ný- listasafnsins gæti orðið til þess að efla starfsemi Listasafnsins enn frekar, auk þess sem þá væri loksins tryggt að búið sé að þeim verðmætum sem þar liggja með viðunandi hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.