Morgunblaðið - 23.01.2003, Síða 16

Morgunblaðið - 23.01.2003, Síða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Kjölmiðar Með ártalinu 2003 PILOT SUPER GRIP kúlupenni Verð 75 kr/stk STABILO kúlupenni 10 í pakka. Verð 299 kr/pk Skilblöð númeruð, lituð, stafróf eða eftir mánuðum. Geisladiskar í miklu úrvali☞ Teygjumöppur af flestum gerðum Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Beinn sími sölumanna 5628501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is HÓTEL BORGARNES Sími 437 1119 hotelbo@centrum.is  Árshátíðir Ráðstefnur Fundir LEIÐTOGAR Frakklands og Þýskalands sögðu í gær að þeir hefðu tekið höndum saman í and- stöðu við hugsanlegan hernað í Írak og vildu að allt yrði gert til að af- stýra stríði. Rússneska fréttastofan Interfax hafði eftir ónafngreindum heimildarmanni í yfirstjórn Rúss- landshers að hún hefði fengið áreið- anlegar upplýsingar um að Banda- ríkjastjórn hygðist hefja hernað í Írak á seinni helmingi næsta mán- aðar. Jacques Chirac Frakklandsfor- seti sagði á blaðamannafundi með Gerhard Schröder Þýskalands- kanslara í París í gær að Þjóðverjar og Frakkar hefðu „sömu skoðun í Íraksmálinu“. Chirac bætti við að þeir væru í fyrsta lagi þeirrar skoð- unar að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætti að taka ákvörðun um hvort hefja ætti hernað í Írak eftir að hafa fengið skýrslu um vopnaleit eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna í landinu. „Í öðru lagi teljum við stríð alltaf vísbendingu um að eitt- hvað hafi brugðist eða misheppnast. Gera þarf allt til að afstýra stríði.“ Schröder tók undir þessi orð. „Við viljum báðir friðsamlega lausn á Íraksdeilunni og höfum náið sam- starf í þessum efnum,“ sagði hann. Ætla ekki að styðja nýja ályktun Schröder sagði í fyrrakvöld að Þjóðverjar, sem eiga nú sæti í ör- yggisráðinu, myndu ekki styðja ályktun sem heimilaði hernað í Írak. Talsmaður þýsku stjórnarinn- ar sagði í gær að Þjóðverjar myndu annaðhvort greiða atkvæði gegn ályktuninni eða sitja hjá. Utanríkisráðherra Frakklands, Dominique de Villepin, ýjaði að því fyrr í vikunni að Frakkar kynnu að beita neitunarvaldi sínu í örygg- isráðinu gegn ályktun sem heim- ilaði valdbeitingu í Írak. Frakkar væru að beita sér fyrir því að ríki Evrópusambandsins tækju sameig- inlega afstöðu í málinu og krefðust þess að ekki yrði gripið til hern- aðaraðgerða nema með samþykki öryggisráðsins. Bandaríkjastjórn er þeirrar skoðunar að öryggisráðið þurfi ekki að samþykkja sérstaka ályktun til að heimila hernað í Írak. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að breska stjórnin myndi styðja hernað í Írak undir forystu Bandaríkjanna án stuðnings öryggisráðsins ef eitt- hvert aðildarríkja þess hindraði nýja ályktun með „ósanngjörnum hætti“ og ef hún teldi ljóst að Írak- ar hefðu brotið gegn skilmálum síð- ustu ályktunar öryggisráðsins í málinu. Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að meirihluti ríkjanna fimm sem eru með neit- unarvald í öryggisráðinu teldu nauðsynlegt að halda áfram tilraun- um til að leysa deiluna með frið- samlegum hætti eftir að yfirmaður eftirlitsmannanna í Írak leggur fram ýtarlega skýrslu um vopnaleit- ina á mánudaginn kemur. Tang Jiaxuan, utanríkisráðherra Kína, sagði að líta ætti á skýrsluna sem „nýtt upphaf“ en ekki lok vopnaleit- arinnar í Írak. „Hefst á síðari helmingi febrúar“ Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, undirrit- aði fyrirmæli um að tvö flugmóð- urskip til viðbótar yrðu send á Persaflóasvæðið um helgina. Fimm flugmóðurskip verða því á Persa- flóasvæðinu eða á leiðinni þangað í næstu viku og sérfræðingar segja að Bandaríkjamenn verði brátt með nægan herafla á svæðinu til að hefja miklar loftárásir á Írak. Bretar hafa sent 30.000 hermenn og fimmtán herskip á Persaflóa- svæðið. Interfax hafði eftir háttsettum manni í yfirstjórn rússneska hers- ins að hernaðurinn myndi hefjast þegar Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra væru með alls 150.000 hermenn á Persaflóasvæðinu. Hann sagði að hermennirnir væru nú um 100.000. „Samkvæmt upplýsingum okkar er ráðgert að hefja aðgerðirnar á síðari helmingi febrúar,“ sagði heimildarmaðurinn. „Ákvörðunin hefur verið tekin en ekki gerð opin- ber.“ Embættismaðurinn bætti við að Bandaríkjastjórn gerði ráð fyrir því að hernaðinum lyki innan mánaðar. Íraskar loftvarnabyssur skutu í gær niður ómannaða bandaríska njósnavél sem flaug yfir Írak frá Kúveit. Er þetta í annað skipti á tæpum mánuði sem Írökum tekst að granda slíkri njósnavél. Frakkar og Þjóðverjar taka höndum saman í andstöðu við hernað í Írak Vilja að allt verði gert til að afstýra stríði Rússar telja að stjórn Bush hafi þegar ákveðið hernað í febrúar París, Bagdad. AFP, AP. SLÖKKVILIÐSMAÐUR fylgist með húsi verða skógareldi að bráð í Viktoríu-ríki í Ástralíu. Skógareldar geisa enn víða í Ástralíu og sam- kvæmt síðustu fréttum hafa þeir kostað fjóra um bæjum í gær, hafi verið kveiktir af ásettu ráði. Yfirvöld sögðu að brennuvarganna væri enn leitað og þeir ættu yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóma. menn lífið. Alls 532 hús eyðilögðust í höfuðborg- inni, Canberra, og nágrenni hennar og áætlað er að tjónið nemi andvirði 7,2 milljarða króna. Talið er að tveir eldar, sem ógnuðu enn nokkr- Reuters Skógareldar ógna enn bæjum í Ástralíu SVO gæti farið að Verkamannaflokk- urinn í Noregi legði til að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu, ESB, fyrir þingkosningarnar árið 2005, að sögn Aftenposten. Bjarne Håkon Hanssen, fulltrúi á Stórþinginu, hefur verið andstæðingur aðildar en Jens Stoltenberg flokksleiðtogi skipaði Hanssen, sem er frá Norður-Þrænda- lögum, í vikunni formann nefndar sem á að koma af stað umræðum í flokknum um aðildarmálin. Sjálfur er Stoltenberg mikill stuðningsmaður aðildar og er talið að hann voni að Hanssen muni snúast hugur á næst- unni og ákveða að mæla með aðild. Þeir tveir eru sagðir nánir vinir. Stuðningur meðal norsks almenn- ings við að sótt verði enn á ný um að- ild hefur vaxið mjög að undanförnu og nýlega sögðust 67% aðspurðra í könn- un vilja aðild að ESB. Norðmenn hafa tvisvar fellt aðildarsamninga í þjóð- aratkvæðagreiðslu, 1972 og 1994. Í gildandi stefnu Verkamanna- flokksins segir að flokkurinn áskilji sér allan rétt í afstöðunni til aðildar. En ef sótt verði um aðild á ný verði stækkun sambandsins að vera komin á fullan skrið og jafnframt að vera ljóst að umtalsverð viðhorfsbreyting hafi orðið meðal Norðmanna. Bæði skilyrðin eru nú fyrir hendi. Ljóst þykir að samþykki Verka- mannaflokkurinn á landsfundi, sem verður annaðhvort haustið 2004 eða eftir áramótin 2005, að sótt skuli um aðild verður Hægriflokkurinn, sem er fylgjandi aðild að sambandinu, kom- inn í slæma stöðu. Hann á sæti í sam- steypustjórn borgaraflokkanna undir forystu Kjells Magne Bondevik í Kristilega þjóðarflokknum sem er andvígur aðild. Aðildarmálin hafa því ekki verið á dagskrá í stjórnarsam- starfinu þrátt fyrir skýra stefnu Hægriflokksins. Ætla að fara í saum- ana á ESB- stefnu Noregur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.