Morgunblaðið - 23.01.2003, Side 1

Morgunblaðið - 23.01.2003, Side 1
Hverjir eru bestir? Þjálfari Hauka um möguleika Íslands á HM Íþróttir 48 Þriðja kynslóðin Mögulegt að senda myndir og hljóð milli farsíma B4 Spáð í spilin Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í kvöld 35/54 KRISTILEGIR demókratar, flokkur Jan Peter Balkenendes forsætisráð- herra, styrkti stöðu sína sem stærsti flokkur Hollands í þingkosningunum í gær en mesta fylgissveiflan var þó til Verkamannaflokksins, sem beið mikið afhroð í kosningum í fyrravor. Er talin höfðu verið 98% atkvæða var staðan þannig að kristilegir, CDA, voru með 44 þingmenn og höfðu bætt við sig einum en Verkamannaflokkur- inn, PvdA, var með 42. Fékk hann að- eins 23 menn kjörna í síðustu kosning- um. Listi Pims Fortuyns var með sex menn í stað 26. Fortuyn barðist gegn auknum innflytjendastraumi en var myrtur rétt fyrir kjördag í fyrra. Frjálslyndir, VVD, voru með 28 menn og höfðu því bætt við sig fjórum. Reuters Wouter Bos, leiðtogi Verkamanna- flokksins, fagnar úrslitunum. Verkamanna- flokkur vann mestan sigur Kristilegir styrktu stöðu sína sem stærsti flokkur Hollands Haag. AP, AFP. SJÚKRAHÚS á Spáni er farið að strikamerkja alla nýbura til að koma í veg fyrir mistök. Eru fingraförin tekin strax og líka móðurinnar og þau færð inn í rafrænt strikamerki sem þau bera um úlnliðinn. Kom þetta fram á frétta- vef BBC, breska ríkisútvarpsins. Reynir T. Geirsson fæðingarlæknir sagði í samtali við Morgunblaðið, að hér væri sett band um úlnlið og ökkla barnsins og um úlnlið móðurinnar. Á böndunum væri skráð kyn barnsins, fæðingartími þess og fæðingardagur og nafn móður og kennitala. Strikamerkt börn á Spáni TANNBURSTINN er uppfinning allra tíma ef marka má könnun, sem Tækniháskólinn í Massachu- setts hefur gert. Spurt var án hvaða uppfinn- ingar fólk gæti síst verið og sigr- aði þá tannbursti örugglega. Bar hann sigurorð af bílnum, einka- tölvunni, farsímanum og ör- bylgjuofninum og í þessari röð. Sagði frá þessu á CNN í gær. Uppfinning allra tíma SAMTÖK atvinnulífsins, SA, telja að raungengi krónunnar hafi hækk- að „ískyggilega mikið“ að undan- förnu og svo mjög að verulega sé farið að þrengja að samkeppnis- stöðu atvinnulífsins. Telja samtökin nauðsynlegt að stuðla að lækkun á gengi krónunnar með því að lækka stýrivexti Seðlabankans. Þeir séu nú alltof háir. Verðbólga sé hér nær engin, og stefni í raun í átt til verð- hjöðnunar, og mikill slaki á vinnu- markaði. Verði ekkert að gert geti atvinnuástandið orðið mjög slæmt síðar á árinu og á næsta ári. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að á fyrri hluta síðasta árs hafi verið mikil framlegð í starfsemi útflutn- ingsfyrirtækja. Gengishækkunin hafi falið í sér lækkun erlendra skulda en reksturinn sjálfur ekki batnað að sama skapi. Nú séu marg- ar greinar að skila lítilli sem engri framlegð, t.d. í sjávarútvegi. Áhyggjur í fiskvinnslunni Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, tekur undir þetta með Ara Edwald og finnur fyrir auknum áhyggjum í grein sinni og hjá útflutningsfyrir- tækjum almennt. Menn séu þó ekki farnir að huga eitthvað frekar að flutningi fiskvinnslunnar úr landi. Arnar segir að sterk staða krón- unnar orsaki minni framlegð um leið og rekstrarkostnaður standi í stað eða aukist. Þetta sé „virkilega farið að bíta í“ fyrirtækin. Í gögnum frá SA kemur fram að verðbólgan á síðasta ári, án hús- næðis, var 0,3% en var 1,4% að með- töldum fasteignamarkaðnum. Á sama tíma hækkuðu raunvextir úr 2% í rúm 4% en lækkuðu í Noregi og á evrusvæðinu. Vextirnir í Nor- egi halda áfram að lækka en norski seðlabankinn ákvað í gær að lækka stýrivexti sína um 0,5%. Megin- ástæðan er sögð gengisstyrking krónunnar. Ari Edwald segir að þróun raun- vaxta hér í samanburði við önnur lönd hljóti að koma mörgum á óvart. Samtökin hafi orðið miklar áhyggj- ur. Gengishækkunin sé „ískyggilega mikil“ og þörf sé á vaxtalækkun. „Við teljum óeðlilegt að halda vöxtum það háum að þeir stuðli að háu og hækkandi gengi krónunnar. Þetta gerist í umhverfi þar sem verðbólga er lítil og nánast engin, eiginlega er stefnan í átt til verð- hjöðnunar. Mikill slaki er á vinnu- markaði og atvinnuástandið fer því miður mjög hratt versnandi. Við höfum töluverðar áhyggjur af þeirri þróun á næstu vikum og mánuðum og að það geti versnað enn frekar. Vissulega bendir sitthvað til meiri umsvifa í samfélaginu síðar en nokkur tími er þangað til að það gerist,“ segir Ari og á þar við fyr- irhugaðar stóriðjuframkvæmdir. Ískyggileg gengishækkun – þörf á lækkun vaxta Stefnir í versnandi atvinnu- ástand og jafnvel verðhjöðnun að mati Samtaka atvinnulífsins                                                ! #  $                   #  ! $        Vaxandi áhyggjur/12 Norski seðlabankinn/B4 MIKLAR vetrarhörkur undanfarinna daga hamla ekki dyggum sund- laugargestum frá því að stunda sína reglulegu líkamsrækt. Þessi sund- kappi synti af sér kuldann af miklum móð í Kópavogslaug í gær. Sund- þjálfarinn sem stendur álengdar öfundar eflaust nemendur sína sem eru öruggir í hlýju laugarinnar meðan hann þarf að hírast úti í frost- inu. Syndir af sér kuldann Morgunblaðið/Golli ÍSLENSK erfðagreining, ÍE, og tölvufyrirtækið IBM hafa gert með sér samkomulag um markaðs- setningu tæknibúnaðar, sem byggist á hugbúnaðar- kerfi ÍE, sem auðveldar notkun erfðafræði við lyfjaþróun. Með því að tengja upplýsingar um erfða- mengi mannsins við sjúkdóma er einnig stefnt að því að með kerfinu megi bæta sjúkdómsgreiningu og auðvelda læknum að ákveða meðferð. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, telur ekki að fyr- irtækið sé komið í samkeppni við sjálft sig með því að veita keppinautum aðgang að hugbúnaði sem fyr- irtækið hefur þróað og notað með mjög góðum ár- angri. Hann segir samninginn gríðarlega mikilvæg- an, hagnaður ÍE gæti orðið umtalsverður en IBM áætli að árlega seljist hugbúnaðurinn fyrir um 100 milljónir dollara. Hann segir þörfina fyrir að fá aðgang að tæki til að rýna í gögn í tengslum við rannsóknir í erfðafræði sífellt að verða meiri og því sé það mat IBM að markaður fyrir hugbúnaðinn sé stór. Samstarf fyrirtækjanna felur í sér markaðssetningu á samhæfðum vél- og hugbúnaði og þjónustu til að halda utan um og greina arfgerða-, ætt- fræði- og heilsufarsupplýsingar. Kerfið er hannað til að mæta þörfum líf- tækni- og lyfjafyrirtækja, annarra rannsóknastofa og heilsugæslu og verð- ur fáanlegt á miðju þessu ári. ÍE OG IBM HEFJA SAMSTARF UM SÖLU HUGBÚNAÐAR  Auðveldar notkun/12 STOFNAÐ 1913 21. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.