Morgunblaðið - 23.01.2003, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 23.01.2003, Qupperneq 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 A 49 SVÍAR hafa allt á hornum sér í Portúgal og þykir lítt til skipulags heimsmeistaramótsins koma, en þeir héldu Evrópumeistaramót með sóma fyrir ári síðan og hafa því reynslu af því að halda stórmót í handknattleik. P.O Söderblom, stjórnarmaður í sænska handknatt- leikssambandinu, sparar síst stóru orðin í samtali við Aftonbladet og líkir skipuleggjendum heimsmeist- aramótsins við trúða þá sem skemmta áhorfendum í leikhléum á kappleikjum mótsins. Um leið og hlé er gert á leikjum kemur hópur trúða á hjólum inn á leikvellina og gera ýmsar kúnstir. „Ég gæti best trúað þessir sömu trúðar hefðu skipulagt heimsmeistaramótið,“ segir Söder- blom sem telur framkvæmd mótsins síst vera handknattleiknum til fram- dráttar. Nefnir hann sem dæmi frá San Joao Madeira, bænum sem Sví- arnir leika. Þar virki markatöflur og leikklukkur ekki nema með höppum og glöppum, íþróttahöllin leki, engin þvottaþjónusta sé við lið- in, þjónusta við fjölmiðlamenn sé í molum og áhorfendur séu sárafáir. „Það átti ekki að láta Portúgal skipuleggja heimsmeistaramót. Al- þjóðahandknattleikssambandið [IHF] verður að taka málin í sínar hendur. Það má ekki halda heims- meistaramót í þeim löndum sem ekki hafa til þess burði. Eins og stað- ið er að málum í Portúgal getur hver sem er skipulagt mót sem þetta,“ segir Söderblom og óskar eftir því að Alþjóða handknattleiks- sambandið geri hér eftir mjög ákveðnar kröfur til þeirra sem halda heimsmeistaramótið. „Eins og að málum er staðið nú tapa allir. Nú- verandi staða er óþolandi.“ HM skipulagt af trúðum? FÓLK  DANIR þykja líklegastir til að hreppa heimsmeistaratitilinn í handknattleik ef marka má skoð- anakönnum sem er í gangi í Aft- onbladet í Svíþjóð. Í gær höfðu ríf- lega 12.000 manns tekið þátt könunni á vefsíðu blaðsins. Danir höfðu fengið 35,5% atkvæðanna, Svíar voru í öðru sæti með 28,8%, Þjóðverjar í þriðja sæti með 8,5%, Frakkar í fjórða sæti með 8,3%, Júgóslavar í fimmta sæti með 6,0%, Spánverjar í sjötta sæti með 2,1% og 3,4% þeirra nefndu aðrar þjóðir.  HANDBOLTASPEKINGARNIR á Aftonbladet spá Þjóðverjum heimsmeistaratitlinum í handknatt- leik nú þegar tveimur umferðum er lokið af riðlakeppni heimsmeistara- mótsins í Portúgal. Þeir segja þýska liðið vera í háum gæðaflokki og sé vel mannað í öllum stöðum.  DANIR verða í öðru sæti á eftir Þjóðverjunum ef marka má spá Aftonbladet. Í umsögn um danska liðið segir blaðið að helsti styrkur Dana sé mikil breidd í þeirra liði, það sé ungt og ferskt og búi yfir miklum hraða.  HEIMSMEISTARAR Frakka fá bronsverðlaunin gangi spá Afton- bladet eftir, Spánverjar lenda í fjórða sæti, Júgóslavar í fimmta, Rússar í sjötta og Evrópumeistarar Svía í sjöunda og skríða þar með inn á Ólympíuleikana en sjö efstu þjóðirnar á HM fá farseðil á ÓL í Aþenu 2004.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik, hélt upp á 38 ára af- mælisdag sinn í Vesau í Portúgal í gær. Guðmundur, sem er aldurs- forsetinn í íslenska landsliðshópn- um, fékk að hlýða á afmælissönginn hjá félögum sínum í landsliðinu.  SUNNA Gestsdóttir, úr UMSS, hjó nærri eigin Íslandsmeti í lang- stökki innanhúss á stigamóti Breiðabliks í Fífunni í Kópavogi í fyrrakvöld. Sunna stökk 6 metra og var aðeins þremur sentímetrum frá metinu sem hún setti fyrir nærri einu ári í Noregi. Sunna kom einn- ig fyrst í 60 m hlaupi á 7,71 sek., sem er aðeins 4/100 úr sekúndu frá hennar besta árangri.  ÞÓREY Edda Elísdóttir, stang- arstökkvari úr FH, fór yfir 4,30 m á mótinu í Fífunni og átti góðar til- raunir við 4,45 sem ekki tókust.  IGOR Lavrov, félagi Einars Arn- ar Jónssonar hjá Wallau-Massen- heim í Þýskalandi, hefur ekkert getað leikið með Rússum til þessa á HM í Portúgal vegna meiðsla. Óvíst er enn hvort hann verði eitt- hvað með í keppninni.  BRIAN Kidd, fyrrverandi mið- herji Man. Utd. og Arsenal, sem er þjálfari hjá Leeds, hefur verið ráð- inn einn aðstoðarþjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu, í staðinn fyrir Steve McClaren, sem vill ein- beita sér að því að stjórna Middles- brough. Hann starfar með þeim Tord Grip, Sammy Lee, Ray Clem- ence og Dave Sexton, sem allir eru Sven-Göran Eriksson landsliðs- þjálfara til aðstoðar. JALIESKY Garcia, hand- knattleiksmaður úr HK, kom í gær til landsins eftir að hafa æft hjá þýska 1. deild- arfélaginu HSV Hamburg frá því á laugardag. Félagið hef- ur sýnt áhuga á að fá hann til liðs við sig fyrir næsta tímabil. Garcia, sem er Kúbu- maður og er að leika sitt þriðja tímabil með HK, er markahæsti leikmaður 1. deildarinnar og varð marka- kóngur hennar á síðasta tímabili. „Samningur Garcia við okkur rennur út í vor og við reiknum alfarið með því að hann leiki ekki á Íslandi á næsta tímabili. Það var alltaf markmiðið hjá honum að reyna fyrir sér annars staðar í Evrópu að þessum þremur árum liðnum og við erum við- búnir því að hann fari,“ sagði Hilmar Sigurgíslason, for- maður handknattleiksdeildar HK, við Morgunblaðið í gær. HSV Hamburg, sem áður hét Bad Schwartau, er nú í 11. sæti þýsku 1. deild- arinnar, rétt fyrir ofan Ís- lendingaliðin Wetzlar og Minden, en sat á botninum lengi vel í vetur. Liðinu hefur gengið illa þrátt fyrir að vera vel mannað en meiðsl lyk- ilmanna hafa sett strik í reikninginn hjá því á þessu tímabili. Þetta með markatöfluna og leik-klukkurnar er klárlega stærsta vandamálið af mörgum sem ég hef orðið að glíma við frá því að mótið hófst,“ segir Cavaleiro. „Málið var einfaldlega að útsendingartíðni sjón- varpsins truflaði fjarstýringu markatöflunnar. Það var ekki fyrr en eftir töluverð heilabrot sem okkur grunaði að þannig væri í pottinn bú- ið. Síðan tók nokkurn tíma að leysa vandamálið,“ segir Cavaleiro og bætir við að fyrirfram hafi engum dottið í hug að þetta gæti gerst. Það að markatöfluna og leikklukk- una hafi vantað í fyrstu leikina var til mikilla óþæginda fyrir leikmenn, þjálfara og áhorfendur eins og nærri má geta. Þegar gengið var til bún- ingsklefa í hálfleik í leik Svía og Egypta vissu leikmenn ekki hver staðan væri og Bengt Johansson, sem marga fjöruna hefur sopið á sín- um langa ferli með sænska landslið- ið, þurfti að vera með sérstakan mann með skeiðklukku á vara- mannabekknum til þess að fylgjast með tímanum. Annað vandamál sem Cavaleiro þurfti að takast á við var lýsingin í íþróttahöllinni sem þótti alltof mikil, bæði fyrir leikmenn og sjónvarps- upptökumenn sem kvörtuðu sáran áður en keppnin hófst. Ekki tókst að leysa úr því máli fyrr en örfáum mín- útum áður en fyrsti leikur keppninn- ar hófst. Cavaleiro viðurkennir að tími til undirbúnings hafi verið alltof skammur. „Hvað átti ég að gera? Íþróttahöllin er notuð undir æfingar í fjölmörgum íþróttagreinum og hér í bænum er engin önnur aðstaða inn- anhúss fyrir hendi til að stunda þess- ar íþróttagreinar. Ég gat ekki úthýst þeim mörgum dögum áður en keppnin hófst. Íþróttafólkið átti ekki í önnur hús að venda.“ Þakið lekur í íþróttahöllinni Íþróttahöllin í Sao Joao da Mad- eira var tekin í notkun 1996 eftir að hafa verið sex ár í byggingu vegna blankheita bæjarsjóðs. Vandinn við höllina er sá að þakið lekur. Caval- eiro segir að mikið hafi verið gert til þess að bæta úr skák og m.a. voru járnplötur settar á þakið á dögunum en þær ná aðeins yfir 90% af þakinu. Bær hans hefur lagt út um 85 milljónir króna í ýmsar framkvæmd- ir vegna mótsins og segist Cavaleiro ekki reikna með að þær skili sér til baka. Meðal annars voru flest sæti í íþróttahöllinni endurnýjuð. Sú stað- reynd hefur hins vegar ekki breytt því að áhorfendur láta varla sjá sig á leikjunum og að jafnaði hafa verið um 300 áhorfendur á leik til þessa. Ekki er hægt að kenna Cavaleiro um hversu fáir áhorfendur hafa lagt leið sína á leikina, en Cavaleiro seg- ist hafa skýringu á því af hverju svo fáir hafi mætt á leikina. „Miðaverðið er of hátt. Efnahagsástandið hér í Portúgal er slæmt um þessar mund- ir og fólk hefur ekki efni á því að kaupa sig inn á leikina,“ segir Caval- eiro. Þess má geta að það kostar frá 600 til 1.300 kr. inn á hvern leik en sé keyptur aðgangur að fleiri en einni viðureign má fá hlutfallslega lægra verð fyrir miðann á hvern leik. „Síð- an má ekki gleyma því að fólk er að vinna á þeim tíma sem fyrsti leik- urinn hefst,“ segir Cavaleiro og bendir einnig á að Sao Joao da Mad- eira sé svokallaður „svefnbær“, margir íbúarnir vinni utan bæjarins. Krakkarnir fóru þegar gosið var búið Nokkur hundruð krakkar mættu á fyrsta leikinn sem fór fram í Sao Joao da Madeira á milli Brasilíu og Alsír. Þeim var boðið á leikinn og létu vel í sér heyra til að byrja með en eftir að þau höfðu fengið gos og sælgæti í hálfleik rann þeim mesti móðurinn og þegar kom að næstu viðureign sem var á milli Svía og Egypta voru börnin á bak og burt. „Ég reikna með að fleiri áhorfend- ur komi á leikina um helgina,“ segir Cavaleiro bjartsýnn en saknar þeirra 1.000 til 1.500 sem hann hafði fengið upplýsingar um að myndu mæta til leiks til þess að styðja við bakið á sínum mönnum. Það er hins vegar huggun harmi gegn fyrir Cavaleiro að Svíar skuli enn ekki hafa mætt á svæðið því að- eins er eitt hótel í bænum. Öll her- bergi á því eru fullbókuð blaðamönn- um og leikmönnum á meðan keppnin stendur yfir. Cavaleiro segist þakka sínum sæla fyrir að leikir Portúgals hafi ekki farið fram í hans bæ, þá hefði ekki verið hótelrými til að taka móti öllum þeim gestum sem lagt hefðu leið sína í Sao Joao da Mad- eira. AP Þýski leikmaðurinn Stefan Kretzschmar skorar mark gegn Áströlum á HM. Cavaleiro hefur ekki komið dúr á auga PAULO Cavaleiro hefur haft í mörg horn að líta undanfarna daga og verður eflaust fegnastur þeim degi þegar keppni lýkur í D-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik. Cavaleiro er yfirmaður framkvæmdanefndar heimsmeistaramótsins í Sao Joao da Madeira, smábæ skammt fyrir sunnan Portó, og á honum hafa öll spjót staðið þar sem margt hefur gengið á afturfótunum og honum vart komið dúr á auga frá því fyrir síðustu helgi. Á Cavaleiro hafa dunið hin ýmsu vandamál s.s. eins og að markatafla og leikklukka í íþrótta- höllinni virkuðu ekki í fyrstu leikjum keppninnar og að þak íþrótta- hallarinnar lekur sem aldrei fyrr í árlegri rigningatíð í N-Portúgal. Garcia var hjá Hamburg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.