Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ EKIÐ var á 10 ára dreng á leið yfir gangbraut við Seljaskóga í Breiðholti laust fyrir kl. 8 í gær- morgun. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík slasaðist drengurinn ekki alvarlega en hann hlaut meiðsl á mjöðm og rispaðist í andliti. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala – háskólasjúkrahús. Talsvert var um óhöpp í um- ferðinni í Reykjavík í gær. Tvær bifreiðir lentu í árekstri á Sæbraut snemma í gærmorg- un. Nota þurfti tækjabíl Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins til að klippa bílflak utan af einum slösuðum og var hann fluttur á slysadeild vegna eymsla í hálsi. Ekið á barn við gangbraut KAUPFÉLAG Hrútfirðinga á Borðeyri í Strandasýslu er ekki lengur í rekstri en félaginu var veitt heimild til nauðasamninga um áramót. Skuldir félagsins nema alls um 57 milljónum króna. Að sögn Björns Jóhann- essonar hdl. á Ísafirði, umsjón- armanns samninganna, býðst félagið til að greiða kröfuhöfum sínum 28% af þeim fjárhæðum sem þeir eiga kröfu á. Lægri kröfur en 20.000 verði þó greiddar að fullu. Hann segir að félagið hafi selt eignir í ágúst í fyrra, þ.m.t. veitingaskálann á Brú. Björn segir að Kaupfélag Hrútfirðinga á Borðeyri hafi með nauðasamningsumleitun- um komist hjá því að fara í gjaldþrot. Segir hann félagið áfram verða til og takist nauða- samningar geti það farið aftur í rekstur. Til að nauðasamningar takist verður tiltekinn hluti kröfuhafa að samþykkja tilboð félagsins en atkvæði verða greidd um tilboð félagsins til kröfuhafa hinn 25. febrúar næstkomandi. Kaupfélagið á Borðeyri í nauðasamn- ingum KONA var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið eftir að bifreið hennar lenti á ljósastaur í Ártúns- brekku síðdegis í gær. Meiðsl hennar voru þó minniháttar að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Bifreið hennar lenti út af og festist konan í flak- inu. Kalla þurfti til tækjabifreið Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins til að ná henni út. Tildrög slyssins eru óljós. Óhappið hafði þau áhrif á ökumann aðvífandi bifreiðar, að hann hemlaði en fékk þá tvær bif- reiðir aftan á sig svo úr varð þriggja bíla árekst- ur. Mikið eignatjón hlaust af vegna atvikanna tveggja og talsverðar umferðartafir, en slysið varð á annatíma. Lögreglan var um klukkutíma að ljúka störfum á slysstað. Morgunblaðið/Júlíus Ók á ljósastaur og slasaðist í Ártúnsbrekku EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólinn og krefst þess að dómstóllinn lýsi því yfir að ís- lenska ríkið brjóti gegn reglum um Evrópska efnahagssvæðið með því að krefjast hærri flugvallarskatta í millilandaflugi en í innanlandsflugi. „Ég er mjög ósáttur við þessa af- stöðu ESA vegna þess að það hefur enginn kvartað eða gert athuga- semdir við þessa mismunandi gjald- töku og það sýnir auðvitað hversu ósveigjanlegt þetta kerfi er,“ segir Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra og hafnar því að skattlagning- in skekki samkeppnisstöðu. Þá sé ESA að ganga lengra en Evrópu- sambandið geri gagnvart eigin aðild- arríkjum. Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn Íslands er skattur- inn sem um ræðir 1.250 krónur í millilandaflugi en 165 krónur í innan- landsflugi. Árið 2001 runnu 670 milljónir til ríkisins með þessari skattheimtu, þar af voru 616 millj- ónir vegna millilandaflugs. „Enginn kvartað“ ESA heldur því fram að Ísland brjóti gegn EES-samningnum þar sem skattar sem innheimtir eru fyrir innanlandsflug og flug til Grænlands og Færeyja séu lægri en vegna skatta af flugi milli Íslands og ann- arra landa innan EES. Í þessu felist brot gegn 36. grein samningsins sem kveður á um að engin höft skuli vera á frelsi til að keppa um þjónustu inn- an EES. Málið er ekki nýtt af nálinni en árið 1998 gerði Eftirlitsstofnun EFTA formlega athugasemd vegna málsins. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segir að reglur EES snúist um að tryggja samkeppni og jafna að- stöðu. „Það hefur enginn kvartað undan þessu kerfi okkar nema emb- ættismenn hjá ESA. Kerfið er byggt upp til að skapa tekjur fyrir flug- málaáætlun sem er að stærstum hluta varið til uppbyggingar á innan- landsflugvöllum og til flugöryggis- mála. Við höfum ekki talið að það raski samkeppnisstöðu þótt það sé annar flugvallarskattur í millilanda- flugi en í innanlandsflugi,“ segir hann. Þar sem misháir skattar raski í raun ekki samkeppnisaðstæðum hafi íslensk stjórnvöld ekki verið tilbúin til að fallast á að breyta skattheimt- unni. Sturla bendir á að í Skotlandi sé sambærilegur mismunur á flug- vallarsköttum en ESB hafi ekki talið ástæðu til að grípa til aðgerða vegna þess. Þá séu íslensk flugfélög ekki að notfæra sér lægri gjaldheimtu á inn- anlandsflugvöllum til að fljúga í sam- keppni við önnur flugfélög á EES. „Ef það væri svo, þá væri þetta eðli- leg athugasemd,“ segir hann. Að- spurður um lægri skatta á flug frá Íslandi til Grænlands og Færeyja, segir Sturla að sú ákvörðun byggist á íslenskum lögum og hafi m.a. verið ætlað að auðvelda flug til jaðar- svæða. Erlend flugfélög hafi ekki gert athugasemdir við þetta og hann telji þessa ráðstöfun ekki raska sam- keppnisstöðu. Fellst ekki á rök íslenskra stjórnvalda Í stefnu ESA kemur m.a. fram að stofnunin fellst ekki á þau rök ís- lenskra stjórnvalda að ekki sé hægt að bera saman innanlands- og milli- landaflug. Ekki sé deilt um að aðild- arríki EES ráði sjálf skattheimtu á flugvöllum sínum en þá verði að gæta að því að hún brjóti ekki gegn reglum EES. Íslenska ríkisstjórnin hafi á hinn bóginn haldið því fram að skattheimta á flugvöllum falli ekki undir EES-samninginn. Á það fellst ESA ekki. Þá telur ESA að fjarlægð landsins frá öðrum löndum EES skipti ekki máli heldur hljóti mis- munandi skattheimta að byggjast á því að á flugvöllunum sé veitt mis- munandi þjónusta. Íslensk stjórn- völd hafi ekki sýnt fram á slíkt og miðað við eðli skattheimtunnar sé erfitt að sjá hvernig þjónustan geti verið mismunandi. Frá því ESA gerði fyrst formlega athugasemd við skattheimtuna árið 1998 hafa íslensk stjórnvöld rætt við stofnunina og leitað sátta, nú síðast fyrir helgi. Aðspurður um hvað gerist fallist EFTA-dómstóllinn á röksemdir ESA segir Sturla: „Við skulum ekki hrapa að niðurstöðu fyrirfram. Það hlýtur að vera vottur af heilbrigðri skynsemi á þessum bæjum.“ Alltof snemmt sé að velta því fyrir sér hvort skattur vegna millilandaflugs yrði lækkaður eða skattur á innan- landsflug hækkaður. 616 milljónir af millilandaflugi Deilan snýst um flugvallargjald sem lagt er á farþega í millilanda- og innanlandsflugi. Opinber gjöld sem innheimt eru af millilandaflugi eru lendingargjald, flugvallargjald og vopnaleitargjald. Lendingargjald miðast við þyngd flugvéla en flug- vallar- og vopnaleitargjald er lagt á hvern brottfararfarþega. Flugvall- argjald er 1.250 krónur í millilanda- flugi en 165 krónur í innanlandsflugi. 300 króna vopnaleitargjald er ein- ungis lagt á farþega í millilandaflugi. Langstærstur hluti millilanda- flugs fer um Keflavíkurflugvöll og eru tekjur vegna millilandaflugs að stærstum hluta innheimtar þar. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upp- lýsingafulltrúa Flugmálastjórnar Ís- lands, nam gjaldtaka vegna milli- landaflugs tæplega 616 milljónum árið 2001 en um 54 milljónum af inn- anlandsflugi. Þetta fé rennur til flug- málaáætlunar og að sögn Heimis Más fékk Keflavíkurflugvöllur út- hlutað 64 milljónum úr þeim sjóði ár- ið 2000 en meginhluti fjármunanna hafi runnið til uppbyggingar á innan- landsflugvöllum. Sturla segist telja réttlætanlegt að farþegar um Keflavíkurflugvöll greiði fyrir uppbyggingu á innan- landsflugvöllum og fyrir bætt flug- öryggi, enda noti þeir flugvellina talsvert á ferðum sínum um landið. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði Íslands er áætlað að árið 2001 hafi 295.000 ferðamenn komið til landsins og að tekjur af þeim hafi numið 37,7 milljörðum. Af þeirri upphæð voru 14,8 milljarðar vegna fargjalda en 22,9 milljarðar vegna útgjalda þeirra innanlands. Miðað við þetta voru tekjur af hverj- um ferðamanni að meðaltali um 130.000 krónur, þar af um 78.000 kr. vegna útgjalda þeirra á Íslandi. Að- spurður um hvort það gæti borgað sig að lækka flugvallargjöld og freista þess að auka flugumferð og þar með tekjur af ferðamönnum, segir Sturla að það veiti ekkert af þessum tekjum til að standa undir rekstri flugvalla í landinu. Það kunni vel að vera að flugumferð myndi aukast en hann hafi ekki séð óyggj- andi vísbendingar um slíkt. Sturla Böðvarsson segir misháa flugvallarskatta ekki skekkja samkeppnisstöðu Enginn kvartað nema embættismenn ESA FARÞEGUM Flugleiða til og frá Íslandi fjölgaði um 2,7% á síðasta ári, þótt sætaframboð félagsins hafi verið 15% minna en 2001. Í fréttatilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að fækkun farþega sem fylgdi minna framboði hafi öll komið fram meðal farþega á leið yfir Norður-Atlantshaf með stuttri viðkomu á Keflavíkurflugvelli, en þeim hafi fækkað um 27,6%. „Í heild fækkaði farþegum í millilandaflugi Flugleiða á árinu 2002 úr tæplega 1.360 þúsund á árinu 2001 í tæplega 1.200 þúsund eða um 11,7%. Vegna minna framboðs varð sætanýting hins veg- ar 0,7 prósentustigum betri en 2001, en hún var 72,1% að meðaltali á árinu,“ segir í tilkynningunni. Í frétt Flugleiða segir að vegna breyttra að- stæðna í alþjóðaflugi, sem meðal annars megi rekja til atburðanna 11. september, hafi eitt af meginmarkmiðum í rekstri félagsins á árinu verið að draga úr hlutfalli farþega í vélum félagsins sem eru á leið yfir hafið, en auka hlutfall þeirra sem ferðast til og frá Íslandi. Farþegum fjölgaði í febrúar Á árinu í heild voru farþegar á leiðum til og frá landinu, þ.e. Íslendingar á leið til útlanda og er- lendir ferðamenn á leið til Íslands, 61% af heild- arfarþegafjöldanum, en á árinu 2001 var þetta hlutfall 52%. Farþegum sem áttu erindi til Íslands eða frá Ís- landi fjölgaði um 12,8% í desember, en þeim sem fljúga yfir Norður-Atlantshafið um Ísland í vélum Flugleiða fækkaði um 23,1%. Farþegum í milli- landaflugi Flugleiða fækkaði í heild um 3,9% í des- ember í samanburði við sama mánuð 2001. Þeir voru 66.934 nú en voru 69.655 í desember 2001. Farþegum á almennu farrými fækkaði um 5% en á viðskiptafarrými fjölgaði farþegum um 14,1%. „Líkt og á undanförnum mánuðum er samsetn- ing farþegahópsins hagkvæmari en var á árinu á undan, en í desember voru farþegar á leiðum til og frá Íslandi 63% af heildarfjölda farþega á móti 54% á árinu á undan. Í desember minnkaði sæta- framboð Flugleiða um 8,4% og salan um 6,1%, sem leiddi til þess að sætanýting var í mánuðinum 1,6 prósentustigi betri en í desember 2001. Hún var 64,2% í desember í ár, en 62,6% á árinu á undan,“ segir í tilkynningu frá Flugleiðum. Farþegum í innanlandsflugi Flugfélags Íslands fjölgaði í desember um 2,8%, úr 17.448 farþegum í fyrra í 17.940 í ár, en sætanýting félagsins jókst um 1 prósentustig. Sætaframboð hjá Flugleiðum minnkaði um 15% í fyrra og nýting batnaði Farþegum fjölgaði um 2,7%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.