Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 24
LISTIR
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ENN á ný blés Tríó Reykjavíkur
til nýárstónleika, annað árið í röð,
og fékk aftur til liðs við sig óperu-
söngvarana Sigrúnu Hjálmtýsdótt-
ur og Bergþór Pálsson. Þessi nýárs-
smellur fimmmenninganna í fyrra
vakti þvílíka hrifningu að endur-
taka þurfti tónleikana fjórum sinn-
um svo það var ekki að undra að
uppselt væri í Hafnarborg á sunnu-
dagskvöldið og stemmningin mikil.
Tríó Reykjavíkur hóf tónleikana
með Ungverskum dansi nr. 6 eftir
Johannes Brahms. Brahms samdi
ungversku dansana sína upphaflega
til að leika fjórhent á píanó, síðar
útsetti hann þá fyrir tvær hendur
og einnig hafa þeir verið útsettir
fyrir ýmsa hljóðfæraskipan. Hér
var dansinn í útsetningu eftir W. E.
Ambrosio. Brahms fellur hér í þá
gildru (eins og raunar Liszt líka) að
rugla saman sígaunalögum og ung-
verskum lögum. Dansar Brahms
eru í raun sígaunatónlist. Þá sungu
þau Sigrún og Bergþór hinn sívin-
sæla dúett Papagenu og Papageno
úr Töfraflautu Mozarts. Tríóið lék
síðan kafla úr Dunky tríói Antons
Dvoráks op. 90 og var það hugsað
sem tenging milli gamla heimsins
(Evrópu) og nýja heimsins (Amer-
íku). Ragtime Dance eftir S. Joplin
var fyrsta lagið úr nýja heiminum
síðan fylgdi á eftir sönglagasyrpa
úr ýmsum söngleikjum. Úr South
Pacific eftir Richard Rodgers
sungu þau Sigrún og Bergþór Some
Enchanted Evening, síðan söng
Sigrún Till There Was You úr The
Music Man eftir Wilson. Saman
sungu þau Anything You Can Do,
gáskafullan dúett úr Annie Get
your Gun eftir Irving Berlin. Úr
Lady Be Good eftir George
Gershwin söng Bergþór lagið Fasc-
inating Rythm. Síðast fyrir hlé var
síðan fimm laga syrpa úr West Side
Story eftir Leonard Bernstein, Am-
erica (bæði), I Feel Pretty (Sigrún),
Maria (Bergþór), Somewhere
(bæði) og Tonight (bæði). Eftir hlé
léku þeir Gunnar og Peter Elegie,
lítið fallega syngjandi verk eftir
Gabriel Fauré og gáskafullan og
glæsilega fluttan Tarantellu dans
eftir Squire. Síðan léku þau Guðný
og Peter ungdómsverkið Schön
Rosmarin eftir Fritz Kreisler.
Óperettutónskáldið Franz Lehár
átti næstu þrjú lög, úr Kátu ekkj-
unni söng Bergþór Ég arka á Max-
im og ásamt Sigrúnu sáttadúett
ósátta parsins Varir þegja. Úr
Brosandi land sungu þau dúettinn
Hjarta mitt átt þú ein, öll 3 lögin
voru glæsilega flutt. Þá var komið
að Pizzikato polkanum eftir valsa-
kónginn Johann Strauss sem hér
var fluttur í útsetningu fyrir tríó
eftir K. Stent. Því næst léku Guðný
og Peter glæsilega Zigeunerweisen
Op. 20 nr. 1 eftir Pablo Sarasate en
þaðan er lagið Til eru fræ komið.
Síðast á efnisskránni voru arían
Heyri ég í sígaunafiðlu úr Maríu
greifafrú en þar áttu þær Sigrún og
Guðný skemmtilegan samleik og
dúettinn Ég vil dansa úr Sardas-
furstynjunni, hvoru tveggja eftir
Ungverjann Emmerich Kálmán.
Ekki vildu áheyrendur sleppa flytj-
endunum alveg við svo búið og
fengu tvo aukadúetta, Vín, borg
minna drauma eftir austurríska
lögfræðinginn og tónskáldið Rudol
Sieczynski og hið fræga ástarlag
ameríska söngleikja-
tónskáldsins Cole
Porter, True Love.
Ekki er ástæða til að
fjalla sérstaklega um
flutning hvers lags
eða verks fyrir sig
enda eru flytjendurnir
allir í fremstu línu
framvarðarsveitar ís-
lenskra tónlistar-
manna og flutningur-
inn í samræmi við það.
Mest mæddi á píanó-
leikaranum Peter
Máté sem lék á flyg-
ilinn í öllum verkum á
efnisskránni og sýndi
enn einu sinni hve frábær og mús-
ikalskur píanóleikari hann er. Þau
Guðný og Gunnar léku einnig með í
nokkrum sönglaganna eftir hlé.
Samvinna allra listamannanna var
sérlega góð og samtaka og hljóð-
færaleikararnir sýndu á sér nýjar
og óvæntar hliðar sem vöktu kátínu
áheyrenda. Ekki þarf að fjölyrða
um leikhæfileika þeirra Bergþórs
og Sigrúnar, hann er eins og inn-
byggður í þeirra framkomu og sam-
vinna þeirra með glæsibrag, bæði
sönglega og leikrænt. Öll efnisskrá-
in var mjög vel flutt og oft glæsi-
lega, bæði í hljóðfæraleik og söng,
sem áheyrendur þökkuðu fyrir með
dúndrandi lófataki.
Nýársstemmning
í Hafnarborg
TÓNLIST
Hafnarborg í Hafnarfirði
Tríó Reykjavíkur (Guðný Guðmunds-
dóttir, fiðluleikari, Gunnar Kvaran, selló-
leikari og Peter Máté, píanóleikari), Sig-
rún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson.
Sunnudagurinn 26. janúar 2003.
NÝÁRSTÓNLEIKAR
Jón Ólafur Sigurðsson
Bergþór Pálsson Sigrún Hjálmtýsdóttir
Á SÝNINGUNNI „Þetta vilja börnin sjá!“ sem haldin
var í Gerðubergi nýverið gafst börnunum kostur á að
velja bestu myndskreytinguna meðan á sýningunni stóð
og kusu þau myndskreytingar Sigrúnar Eldjárn í bók-
inni Draugasúpan. Alls kusu 600 börn og hlutu myndir
Sigrúnar yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Á sýningunni voru myndskreytingar úr flestum þeim
íslensku barnabókum sem komu út árið 2002.
Á sýningunni voru myndir úr fjörutíu og fjórum bók-
um eftir tuttugu og þrjá myndskreyta. Skipuð var
dómnefnd af Gerðubergi, Félagi íslenskra myndlist-
armanna og Félagi íslenskra teiknara og valdi dóm-
nefndin Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur sem besta
myndskreytinn. Var þetta í fyrst sinn sem slík sýning
var haldin og voru verðlaunin DIMMALIMM einnig
veitt í fyrsta sinn.
Börnin völdu
Draugasúpuna
Sigrún Eldjárn tekur við viðurkenningu sinni.
VERKIN tvö á dagskrá Tíbrártón-
leika sl. sunnudags áttu vel saman.
Bæði voru af tónleikhúslegum toga og
samin fyrir nærri því sömu áhöfn, þó
að rúm 80 ár skildu á milli. Sagan af
dátanum (1918) eftir Ígor Stravinskíj
markaði upphaf nýklassíska sköpun-
arskeiðsins eftir síðrómantísku ball-
ettverkin, þar sem Stravinskíj leitar
ýmist langt aftur í tíma (sbr. endur-
óminn af langsóttri krómatík endur-
reisnarmadrígalistans Gesualdos í
„Grand Choral“ þættinum) eða til
skemmtitónlistar samtíðar eins og
tangó og ragtime. Í stað risaáhafnar
Vorblótsins tóku við smærri hljóð-
færahópar. Þar með er ekki sagt að
verkið sé auðvelt í flutningi. Enn í dag
gerir það miklar kröfur um ekki sízt
hrynræna nákvæmni og snerpu, sem
auðveldast ekki af kammermúsík-
ölskum rithætti þar sem hver spilari
verður að bjarga sér einn og óstuddur
í sinni rödd.
Trúlega er verkið vinsælast í svítu-
formi án sögumanns. Hér var upp-
runalegur texti Ramuz (í þýðingu
Þorsteins Valdimarssonar) hins veg-
ar lesinn í heild, og leyndi sér ekki að
sumir textakaflar voru í lengsta lagi,
þrátt fyrir hetjulega en kannski ögn
yfirkeyrða viðleitni Felix Bergssonar
leikara til að halda athygli hlustenda.
Spilamennskan var fagmannlega ná-
kvæm undir stjórn Guðmundar Óla
Gunnarssonar, ekki sízt tandurskýrt
framlag Auðar Hafsteinsdóttur í
krefjandi fiðluhlutverki Skrattans,
enda þótt hið klassíska vandamál
kammertónlistar á íslenzkum dverg-
markaði – takmarkaður samæfingar-
tími – drægi nokkuð úr því lýtalausu
neistaflugi sem menn þekkja frá ann-
ars ósanngjörnum samanburði við
fremstu hljómdiskaútgáfur.
„Örsögur“ Hafliða Hallgrímssonar,
samdar við skringilega smátexta
rússneska súrrealistans Daniils
Kharms (1905–42) í frábærri þýðingu
Árna Bergmann, voru kostuleg
skemmtun. Ekki aðeins fyrir eyrun
heldur einnig að hluta augun, þar eð
tónskáldið, klætt hefðbundum brezk-
um miðstéttarfötum og kúluhatti í
hlutverki sögumanns, fór með ýmsa
lágstemmda en því skoplegri tilburði
og fettur. Dálítið í anda músíkleik-
húss Mauricios Kagels. Séntilmanns-
legt „City“-gervið, ásamt földum
hljóðnema, gerði um leið höfundi
kleift að tjá og hreyfa sig á lágværum
nótum erkibrezks „understate-
ments“, og fór það uppákomunni afar
vel. Textameðferð Hafliða afhjúpaði
reyndar útsmogna tilfinningu fyrir
tímasetningu sem gaf sjóuðum skap-
gerðarleikurum lítið eftir. Marta Guð-
rún Halldórsdóttir var sömuleiðis
bráðfyndin í textalausu sönginnslög-
um sínum tveimur; hið seinna var
smáskrýtin en ekki ólagleg vókalísa
um Draum. Meðal áhrifamestu dæma
um örmjótt bilið milli hins allsgáða og
klikkaða var músíkin við „Hvað þeir
selja í búðunum nú til dags“ sem hefði
fallið prýðilega að íhugulli ögurstund
á lokuðu deildinni í Englum alheims-
ins.
Margt fleira mætti nefna við þetta
kynlega tónleikhúsverk og innlifaða
túlkun þess sem skilaði oft glettilega
miklu með furðusparneytinni áferð.
Þó myndi ofurlítil efnisgrisjun eftir
lengdarkvarða e.t.v. ekki saka, enda
58 mínútur þrátt fyrir allt með
lengsta móti. Tónlistin bar vott um
sérkennilegt skopskyn í samræmi við
textann, kryddað póetískri angur-
værð undir niðri, sem eftir líflegum
undirtektum áheyrenda að dæma féll
í góðan jarðveg.
Af grótesku
gríni og gerzku
TÓNLIST
Salurinn
Stravinskíj: Sagan af dátanum*. Hafliði
Hallgrímsson: Örsögur**. Sögumenn:
Felix Bergsson*, Hafliði Hallgrímsson**.
Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran**,
Auður Hafsteinsdóttir fiðla*, Zbigniew
Dubik fiðla**, Hávarður Tryggvason
kontrabassi, Guðni Franzson klarínett,
Brjánn Ingason fagott, Eiríkur Örn Páls-
son trompet, Steef van Oosterhout slag-
verk, Sigurður Þorbergsson básúna*,
Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó og tón-
gervill**. Stjórnandi*: Guðmundur Óli
Gunnarsson. Sunnudaginn 26. janúar kl.
20.
KAMMERTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Golli
Caput-hópurinn og Hafliði Hallgrímsson hyllt að tónleikum loknum.
ÞJÓÐARBÓKHLAÐA, í samvinnu
við Reykjavíkurakademíuna, gengst
fyrir rímna- og rappnámskeiði fyrir
almenning og
hefst það í Þjóð-
arbókhlöðu á
morgun, miðviku-
dag. Steindór
Andersen og Jón
Magnús Arnars-
son leiðbeina og
Hilmar Örn
Hilmarsson alls-
herjargoði mun
tengja saman
þessar tvær hefðir og benda á ýmsa
snertifleti. Hann mun auk þess leit-
ast við að greina upphaflegan tilgang
rímna og notar tóndæmi til að styðja
mál sitt.
Rímna- og
rappnámskeið
Hilmar Örn
Hilmarsson
FJÖLBREYTT dag-
skrá er framundan í
Íslensku óperunni á
komandi vormisseri.
Macbeth eftir Verdi
verður frumsýnd á
laugardaginn kemur.
Þá verður fram hald-
ið Hádegistón-
leikaröð Óperunnar
og er hún að þessu
sinni í umsjá Sesselju
Kristjánsdóttur
mezzósópransöng-
konu. Þeir fyrstu í
röð fernra hádeg-
istónleika verða
þriðjudaginn 11. febr-
úar.
Nýr dagskrárliður hefur göngu
sína þriðjudaginn 4. febrúar og
hefur hann fengið yfirskriftina Há-
degisgestir en þá býður Óperan til
sín gestum til tónleikahalds.
Í marsbyrjun mun Davíð Ólafs-
son bassasöngvari heimsækja
grunnskóla Mosfellsbæjar ásamt
Tómasi Guðna Egg-
ertssyni píanóleikara
og flytja dagskrána
Rópera – sem fjallar
um rappið og óperuna.
Dagskráin er sam-
starfsverkefni Íslensku
óperunnar og Tónlist-
ar fyrir alla.
Um miðjan mars
svífur andi Mozarts yf-
ir vötnum en þá flytur
Blásaratríóið Chal-
umeaux ásamt þremur
söngvurum Íslensku
óperunnar verk eftir
Mozart, undir yf-
irskriftinni Mozart fyr-
ir sex. Skömmu síðar verða sýndar
tvær óperur í samandregnu formi:
Madama Butterfly og Ítalska stúlk-
an í Alsír, í leikstjórn Ingólfs Níels-
ar Árnasonar og flutningi fimm
fastráðinna söngvara Óperunnar.
Frumsýning verður 22. mars og
þegar líður á vorið verður farið
með sýninguna út á land.
Fjölbreytt dagskrá
í Óperunni
Sesselja Kristjánsdóttir
BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA
Vantar þig gervi
fyrir grímuballið?
Hárkollur • Trúðanef • Gervinef • Tannlakk
Gerviskegg • Gerviaugnhár • Lithársprey
Leikhúsfarði • Gervitennur • Gervieyru
Gerviskallar • Gerviblóð • Gervihor
Sendum í póstkröfu!
Laugavegi 96 • www.leiklist.is • 551 6974
Góðir skór
Skóbúðin
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300
Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.