Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ T engsl manns og myndar eru oft sér- stök ekki síður en manns og bókar. Með tímanum kom- um við okkur upp persónulegu safni, sem af einhvers konar völdum verður okkur hjartfólg- ið. Stundum kunnum við ein- hverjar skýringar á einstökum bókum eða myndum, en stund- um verður af því bara eina svarið, sem við getum gefið við spurningunni um það af hverju við tökum þessi þessi tilteknu verk fram yfir önnur. En auðvitað eiga allir hlutir sína sögu og þetta Viðhorf fjallar um fjórar myndir, en eins og þær bækur eru margar, sem mér þykir persónulega vænt um, á myndlistin líka sína fulltrúa í hugskoti mínu. Mitt uppá- haldssafn á erlendri grundu er Tatesafnið í London. Þá á ég við eldra safnhúsið í Millbank, því þótt nýlistasafnið á Bank- sidesvæðinu sunnan Thamesár sé vissulega tilkomumikið er hitt mér hjartfólgnara. Ástæða þess liggur vafalaust í því, að Tatesafnið var fyrsta útlenda listasafnið, sem ég kom í. Af þeim fjölda listaverka, sem ég hef séð í Tate, standa tvö verk upp úr í mínum huga; höggmyndin Kossinn eftir Rod- in og Konan frá Shalott; mál- verk John William Waterhouse. Kossinn í Tate er ein fjögurra stórra höggmynda, sem Rodin gerði af þessu verki, hinar eru í París, Kaupmannahöfn og Fíla- delfíu. Kossinn sýnir par í innilegum faðmlagskossi. Þótt vel megi njóta kossins án þess að þekkja á parinu haus eða sporð eiga þau sannarlega sína sögu. Þetta eru þau Paolo Malatesta og Fransesca da Rimini. Þau voru bæði gift öðrum og hún bróður Paolo. Sá komst að sambandinu og myrti þau. Rodin sækir efniviðinn til Dante, sem lætur Fransescu rifja upp hvernig ástir þeirra Paolo kviknuðu við lestur um ástir Lancelot riddara og Guinevere drottningar. Af þess- um lestri spratt þeirra fyrsti koss, sem Rodin galdraði í marmarann. Þegar grannt er skoðað má sjá bókina í hendi Paolo. Bækur komu mikið við sögu í myndum Tolla og eru þunga- miðja þeirrar myndar, sem hér kemur við sögu. Hún var máluð 1984. Ég hef hins vegar fellt af henni nafn höfundarins og skírt hana upp á nýtt. Þessi mynd birtist mér í bók- inni Klettur í hafi, sem Al- menna bókafélagið gaf út með ljóðum Einars Más Guðmunds- sonar og málverkum Tolla. Í bókinni heitir myndin Skruddu-skrugga, en ég hef alltaf horft fram hjá hörkunni í því nafni og kallað myndina með sjálfum mér Bókaorminn. Mér finnst það nafn eiga bet- ur við fuglinn sem les sig gegn- um bókaköstinn. Og af því ég hef ákaflega gaman af bókum, held ég upp á þessa mynd með mínum formerkjum. Einar Már kallaði Tolla sögu- mann í málverkinu, þar sem bækur lægju á víð og dreif um málverk hans. Í Klettur í hafi eru m.a. myndirnar Upphaf sögunnar, Söguskemman, Sögu- stund, Bókaregn og Gluggað í bækur. Klettur í hafi er einmitt ein þeirra bóka, sem ég get svo oft gluggað í til að gleðjast við ljóð og liti. Þannig bækur eru nokkrar til og reyndar er Klettur í hafi ekki mín uppáhaldsbók í þeim hópi. Þann sess skipar bók með myndum Sveins Björnssonar sem Matthías Johannessen skrifaði ljóð sín í. Ekkert ljóð er skrifað í mynd Waterhouse af konunni frá Shalott, en hann sótti hana engu að síður í ljóð. Ljóð Tennyson segir frá konu, sem var fangi í turni á eyjunni Shalott, skammt frá Camelot, höll Artúrs konungs. Kona þessi mátti ekki líta umheiminn öðru vísi en í spegli. Dag einn sá hún spegilmynd Lancelot og varð þá ekki undan því vikist að fá að líta hann berum augum. Mál- verkið sýnir konuna fylgja kalli hjarta síns og leysa landfestar. Þegar bátinn bar að Camelot var konan dáin. Eftirprentun af Stóðhestum Jóns Stefánssonar hangir á kontórvegg mínum. Hún er bæði ljóð og litur í senn. Þor- björn Guðmundsson arfleiddi mig að þessari mynd, þegar hann lét af starfi fulltrúa rit- stjóra Morgunblaðsins og hætti á blaðinu. Fremst í myndinni fer rauður stóðhestur og fjær kljást hross og stóðið bítur. Björn Th. Björnsson segir í myndlistarsögu sinni, að hesta- myndir Jóns einkenni ýmist dramatískur þróttur eða yfir þeim sé einhver þunglyndisleg værð. Mér er næst að halda að hvorutveggja eigi við um þessa mynd; það er dramatískur þróttur í rauða stóðhestinum meðan þunglyndisleg værð er yfir hinum hrossunum og nátt- úru landsins. Satt að segja tók það mig nokkurn tíma að taka myndina í sátt. Það var einkum fótaburður graðhestsins sem fór fyrir brjóstið á mér. En eins og sönnum höfðingja sæmir, vann graddinn mig á sitt band. Þar með varð þessi mynd Jóns Stefánssonar eitt sannasta Íslandsljóð sem ég þekki. P.S. Við vinnslu síðasta Við- horfs míns urðu þau mistök, að í umsögn um bók Rikke Mark Schultz; Samband hests og knapa – Gagnkvæmur skiln- ingur manns og hests, féllu nið- ur þau ummæli, að ljósmyndir og teikningar í bókinni standi vel fyrir sínu. Reyndar er bókin ákaflega vel og markvisst myndskreytt, bæði ljósmyndum og teikningum, og fremstur í höfundaflokki þar er nefndur Friðþjófur Þorkelsson, sem hef- ur svo oft áður glatt menn með góðum hestamyndum. Ljóð og litir Rodin, Waterhouse, Jón Stefánsson og Tolli eru höfundar verka, sem hér koma við sögu í vangaveltum viðhorfshöfund- ar um menn og myndir, ljóð og liti. VIÐHORF Eftr Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is ✝ Margrét Möllerfæddist á Suður- eyri við Tálknafjörð 24. október 1905. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Eir laug- ardaginn 18. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón Johnsen, útvegs- bóndi á Suðureyri, f. 26. jan. 1866, d. 30. júní 1943, og kona hans Gróa Indriða- dóttir, húsfreyja, frá Naustabrekku á Rauðasandi, f. 13. ágúst 1879, d. 11. október 1962. Margrét var fjórða tólf systkina. Þau voru, auk hennar, Jóna Þór- dís, f. 1900, d. 1973, Guðrún, f. 1902, d. 1987, Þórarinn, f. 1904, d. 1973, Marta, f. 1907, d. 1992, Þor- leifur, f. 1908, d. 1977, Kristinn, f. 1909, d. 1909, Þórður Jens, f. 1911, d. 1990, Kristín Lára, f. 1912, d. 1912, Samúel, f. 1914 d. 1969, Steinunn, f. 1916, sem ein lifir þeirra systkina, og Einar f. 1920, d. 1999. Þá er ótalin fóst- ursystir, Steinunn Finnbogadótt- ir, f. 1916, d. 1997. Hinn 30. júní 1927 giftist Mar- grét William Thomas Möller, f. 6. apríl 1885, d. 17. apríl 1961, póst- og símstjóra í Stykkishólmi. Fyrri kona hans var Kristín Elísabet Sveinsdóttir, f. 2. ágúst 1879. Hún lést 4. janúar 1926 frá þremur ungum börnum þeirra, sem Mar- grét gekk í móður stað. Þau eru: a) Guðrún Sveina, f. 3. júlí 1914, d. 18. febrúar 1994. Sonur hennar er Bertram H. Möller. Kona hans er Erla Halldórsdóttir. Börn þeirra eru Guðrún, Sóley Halla og Einar Kári. Bertram á son- inn Hákon Gunnar. b) Óttarr, f. 24. októ- ber 1918, kvæntur Arnþrúði Möller og eru dætur þeirra Emilía Björg, Krist- ín Elísabet, Erla og Auður Margrét. c) Jóhann, f. 7. febr. 1920, kvæntur Elísa- betu Á. Möller og börn þeirra eru Árni og Helga. Börn Margrétar og Williams Thomasar eru: d) Agnar, f. 3. des- ember 1929, kvæntur Leu Rakel Möller og þeirra börn eru Mar- grét, Alma, William Thomas, Ásta og Edda. e) Kristín, f. 4. janúar 1940, gift Kristjáni Ragnarssyni og þeirra börn eru Margrét Vala, Tómas og Hildur Ragna. f) Will- iam Thomas, f. 12. janúar 1942, kvæntur Önnu N. Möller og þeirra börn eru Anna Gréta, Tómas Njáll og Gunnar Þór, dóttir Williams er Lilja Margrét. Niðjar Margrétar og Thomasar eru farnir að nálg- ast 80. Margrét ólst upp á á Suðureyri. Heimili hennar og manns hennar var í Stykkishólmi þar til 1957 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Síðustu árin dvaldist hún á Hjúkr- unarheimilinu Eir. Útför Margrétar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún er borin og barnfædd á Suð- ureyri við Tálknafjörð. Þar er fal- legt, svipmikil fjöllin með skörpum brúnum, klettum og skriðum, dal- irnir, bæirnir, byggðin Sveinseyri og Tunguþorpið inn undir fjarðar- botni, opið hafið, víðátta þess mætir himninum fyrir mynni fjarðarins. Stundum voru grundirnar græn- ar, dalirnir grösugir, fjörðurinn lygn og fagur. Stundum voru fjöllin klakabrynjuð, dalirnir fullir af snjó, húsin héluð og köld, fjörðurinn úfinn stórsjór með kolgrænum hvítfyss- andi ógnandi öldum. Þannig hefur það löngum verið á Íslandi, ekki síst á Vestfjörðum. Harðbýlt land og óblíð veðrátta hafa hert fólkið, gert það seigt og duglegt. Við þær að- stæður ólst hún upp hjá ástríkum foreldrum í stórum systkinahópi. Hún er komin af bændafólki af Barðaströnd og Vestfjörðunum langt fram í ættir. Henni voru kær- ar minningarnar frá Suðureyri. Inn- an við tvítugt flutti hún þaðan. Á nýja heimilinu eru fjöllin fjær, þar eru ásar, mýrar og eyjarnar á Breiðafirði. Það er fallegt í Stykk- ishólmi, nálægðin við sjóinn, eyjarn- ar, skerin, fjallasýnin, húsin sem kúra svo notalega, virðulegu gömlu húsin og sólarlagið, fallegasta sól- arlag í veröldinni. Allt setur þetta svip á bæinn og mannlífið sem um miðja öldina var einstakt í Hólm- inum. Í Stykkishólmi bjó hún í rúm 30 ár með eiginmanni sínum og börn- unum sex, þremur sem þau hjónin áttu saman og þremur sem hann átti fyrir og hún gekk í móður stað. Á árunum í Hólminum var hús- móðurstarfið hennar aðalstarf og í því fólst svo margt sem leyst er með öðrum hætti í þjóðfélaginu nú til dags. Þar voru barnmargar fjöl- skyldur en hvorki barnaheimili né leikskólar, ekki félagsmálastofnun, slysavarðstofa, engin áfallahjálp, ekki tómstundaheimili. Húsmóðirin hafði í mörg horn að líta fyrir utan venjuleg heimilisstörf, hún gætti barnanna, hafði ofan af fyrir þeim, leysti deilur þeirra við félagana, batt um sár. Stelpurnar gátu að vísu lært að sauma hjá kaþólsku nunnunum í klaustrinu en strákarnir höfðu sára- lítinn áhuga á því. Á kvöldin, eink- um í skammdeginu, voru börnin og unglingarnir í þorpinu ekki seint úti, þau dunduðu sér inni í félagi við önnur börn og aðra á heimilinu. Hún gekk um dyr með hægð, fékk lítinn gaur til þess að gera það sem hann átti að gera nánast án þess að hann yrði þess var. Stundum þurfti meira til. Hann lærði af reynslunni, vissi að hún var fylgin sér og það gat hvesst hressilega. Henni féll aldrei verk úr hendi. Á síðkvöldum voru það prjónarnir. Oft heyrðist í saumavélinni þegar botn- inn hafði dottið úr buxum eða gat komið á sokkana. Sumir í fjölskyld- unni voru iðnir við að skapa henni svoleiðis verkefni. Hún átti margar góðar vinkonur í Hólminum sem hún spjallaði við þegar stund gafst, fór í saumaklúbb, á kvenfélagsfund eða í bíó. Á síðkvöldum að sumarlagi var það þannig að fólkið fór út að spássera, niður á bryggju eða upp á höfða. Henni leið vel í Hólminum og þótti alla tíð vænt um bæinn og fólk- ið þar. Á heimili hennar í Stykkishólmi var alla tíð gestkvæmt, vinir og kunningjar í þorpinu, ættingjar að vestan, ættingjar og vinir úr Reykjavík. Þá var oft glatt á hjalla. Hún var kát og maður hennar mikill gleðimaður. Hún kom úr eldhúsinu með rjúkandi rétti, kaffi á eftir og gómsætar kökur. Eldri synirnir byrjuðu ungir að spila á hljóðfæri, orgel, harmoniku, gítar og sög, og tóku lagið. Oft var það þannig að skemmtikraftar að sunnan, sem komu vestur til þess að troða upp á skemmtunum, enduðu inni á stof- gólfinu hjá Möller og sýndu þar list- ir sínar. Þeir Thor Thors og Gunnar Thor- oddsen og Sigurður Ágústsson voru allir, hver á sínum tíma, þingmenn Snæfellinga og voru miklir vinir eig- inmanns hennar. Það þurfi enginn að fara í grafgötur með að hún fylgdi fast að málum þeim flokki sem þeir voru þingmenn fyrir. Síð- ast þegar undirritaður ræddi þau mál við hana, hafði það ekkert breyst. Þegar maður hennar hætti störf- um sem póst- og símstjóri í Stykk- ishólmi 1954, lá fyrir að annaðhvort eyddu þau hjónin efri árunum í Hólminum eða fylgdu börnum sín- um eftir sem flest höfðu þá sest að í Reykjavík. Hún flutti til Reykjavík- ur 1957 og bjó þar með manni sínum og tveimur yngstu börnunum þar til maður hennar lést 1961 og síðan, lengst af ein, í notalegri íbúð í húsi dóttur sinnar og tengdasonar þar til hún, af heilsufarsástæðum, flutti á hjúkrunarheimilið Eir fyrir nokkr- um árum. Umönnunin á Eir var frá- bær, umhyggja og nærgætni starfs- fólksins til fyrirmyndar. Það er áðreiðanlega leitun að öðru eins á byggðu bóli. Í Reykjavík var það hennar aðal- hlutverk að vera amma, síðar langamma og langalangamma og einnig, ef svo má að orði komast, að halda fjöldkyldunni saman. Í þessu hlutverki var hún í essinu sínu og nutu þar sín hennar bestu eðliskost- ir. Hún var mjög barngóð, hafði brennandi áhuga á hag barnanna, nösk að meta hvenær þau þurftu prjónaða sokka eða vettlinga. Þau komu í heimsókn og gistu hjá henni. Hún fór og gætti þeirra þegar for- eldrarnir brugðu sér frá. Heimilið hennar var öllum opið og þangað var gott að koma, oftast heitt á könnunni og alltaf eitthvað til með því. Hún var næm á hvernig gest- inum leið og átti þá réttu orðin til uppörvunar þegar þess þurfti. Kær- leikurinn var hennar leiðarljós. Ef til vill varð það skopskynið sem hjálpaði henni mest í lífinu, ekki síst seinni árin eftir að heilsan fór að bila. Henni fannst gott að hlæja og fann oft tilefni til þess. Best þótti henni að hlæja að sjálfri sér. Hennar hlutverk í lífinu var fyrst og fremst að vera eiginkona, móðir og amma eins og títt var um svo margar konur sem lifðu og störfuðu á fyrri hluta síðustu aldar. Undir- rritaður hefur heyrt marga, vanda- menn sem aðra, lýsa því að þessu hlutverki hafi hún sinnt af einstakri alúð, umhyggjusemi og kunnáttu. Þetta er ritað daginn eftir að móðir mín dó. Það er sem lífið hafi gjörbreyst, hér er heimurinn sem ég þekki en hún er ekki lengur hér. Ég hef aldrei fyrr fundið þvílíkan tóm- leika og söknuð, sambandið hefur verið rofið, þessi tengsl móður og sonar, móður og dóttur, sem eru svo náin, kær og undur falleg. William Thomas Möller. Sómakonan Margrét Möller er látin, 97 ára að aldri. Fyrstu kynni lifa oft lengi í minningunni. Á haust- dögum 1959, eða fyrir rúmum 43 ár- um, fór ég að gera mig heimakom- inn í Eskihlíð 18 og var þá að gera hosur mínar grænar fyrir heima- sætunni á heimilinu, sem var einka- dóttir Margrétar. Það viðmót sem ég mætti líður mér aldrei úr minni. Það mótaðist af hlýleika og elsku- legheitum, en ekki varnarbaráttu gegn þessum unga manni, sem ný- lega var kominn í bæinn vestan af fjörðum, og vissi hvað hann vildi í þessu efni. Lífshlaup Margrétar var um margt sérstakt. Það mótaðist af því að helga líf sitt umhyggju fyrir öðr- um. Ung að aldri fór hún til Stykk- ishólms á heimili Williams Th. Möll- er til aðstoðar þar vegna veikinda húsmóðurinnar, Kristínar Sveins- dóttur. Við fráfall húsmóðurinnar tvístrast fjölskyldan eins og títt var á þeim tíma og þrjú ung börn þeirra hjóna, þau Guðrún, Óttarr og Jó- hann, hurfu til dvalar hvert á sitt sveitaheimilið. Margrét fer þá til hússtjórnunarnáms, en kemur aftur til Stykkishólms og giftist sínum fyrrum húsbónda. Þá kemur fjöl- skyldan saman á ný og Margrét býr þeim nýtt heimili og gengur börnum Williams í móðurstað. Þau eignast saman þrjú börn, þau Agnar, konu mína Kristínu og William. Margt hef ég heyrt um heimilishald þeirra hjóna í Stykkishólmi sem hefur ver- ið mjög sérstakt. William var síma- og póstmeistari og mikill héraðs- höfðingi. Heimilið var opið öllum gestkomandi og þeim sem minni- máttar voru og gestrisni einstaklega mikil. Húsmóðurhlutverkið var því krefjandi bæði hvað varðaði uppeldi allra barnanna og að sinna öllum þeim sem sóttu heimilið heim. Ég fór því miður á mis við að kynnast heimilinu á þeim tíma og ég náði því ekki að kynnast húsbóndanum á heimilinu fyrr en eftir að hann var orðinn veikur. Það var okkur Kristínu til mik- MARGRÉT MÖLLER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.