Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 21
NÝLEGA var opnuð skrifstofa
Krabbameinsfélags Skagafjarðar,
um leið og kynnt var aukin þjón-
usta félagsins, sem felst í því að
ráðinn hefur verið starfsmaður í
hlutastarf, sem annast mun ýmis
málefni félagsmanna á svæðinu.
Í ræðu formanns félagsins
Ágústu Eiríksdóttur hjúkr-
unarstjóra kom fram að tekist
hefði samkomulag milli félagsins
og Skagafjarðardeildar Rauða
kross Íslands um húsnæði fyrir
skrifstofuna og einnig að gengið
hefði verið frá ráðningu Maríu
Reykdal í hlutastarf á vegum fé-
lagsins.
Sagði Ágústa að María mundi
annast og skipuleggja allt fræðslu-
starf á svæðinu, veita upplýsingar
til krabbameinssjúklinga og að-
standenda þeirra, skipuleggja fjár-
aflanir og annast félagatal, og síð-
ast en ekki síst vera tengiliður við
Krabbameinsfélag Íslands.
Ágústa sagði að um til-
raunaverkefni væri að ræða sem
standa mundi eitt ár og því mik-
ilvægt að fá svo ágætan starfs-
mann sem Maríu þar sem áríðandi
væri að vel gengi í upphafi svo
halda mætti áfram á sömu braut
að reynslutíma liðnum.
Að lokinni ræðu formanns þágu
gestir veitingar en síðan tók
María Reykdal til máls og gerði
grein fyrir þeirri starfsemi sem
farið hefur fram á vegum félags-
ins og einnig sagði hún frá auk-
inni og nýrri starfsemi á svæðinu,
svo sem því að árið 2000 var
stofnað félag krabbameinssjúkra
og aðstandenda þeirra, og hlaut
það nafnið Dugur, og hefur starf-
að af mikilum krafti allt frá stofn-
un, haldið fundi um það bil mán-
aðarlega og reynt að auka
verulega þjónustu við þann hóp
sem að félaginu stendur, en það
eru nú um fimmtíu manns.
Þá hefur Dugur tekið upp sam-
vinnu við endurhæfingarteymi
Heilbrigðisstofnunarinnar og
náðst hefur um það samvinna að
bæta við teymið sálfræðingi, fé-
lagsráðgjafa og presti auk tveggja
hjúkrunarfræðinga sem annast
heimahlynninu.
Sótt var um styrk til Krabba-
meinsfélags Íslands vegna þessa
verkefnis sem fékkst og verður
verkefnið rekið í eitt ár til
reynslu. Talið er að þetta verkefni
geti orðið öðrum landsbyggðar-
félögum fyrirmynd ef vel tekst til
og því mikilvægt að vel verði að
verki staðið. Að lokum skoðuðu
gestir alla aðstöðu félagsins, sem
er hin glæsilegasta.
Krabbameinsfélag Skaga-
fjarðar ræður starfsmann
Morgunblaðið/Björn Björnsson
María Reykdal, starfsmaður Krabbameinsfélags Skagafjarðar.
Sauðárkrókur
FRÁ því snemma í haust hefur
Morgunblaðið verið flutt um helg-
ar frá Bakkaflugvelli í Landeyjum
til lesenda í Vestmannaeyjum.
Þegar vetraráætlun Íslandsflugs
hófst var ekkert flogið frá Reykja-
vík til Vestmannaeyja á laugar-
dags- eða sunnudagsmorgnum.
Lesendum Morgunblaðsins í Vest-
mannaeyjum til mikillar ánægju
var þá farið að flytja blaðið þessa
leið.
Um helgar fer Vestmannaeyja-
blaðið með blöðum á Selfoss, Hellu
og Hvolsvöll en þaðan er Eyja-
blöðunum ekið á Bakka og þau
flutt yfir til Eyja um tíuleytið með
flugvél Flugfélags Vestmannaeyja.
Að undanförnu hefur verið mik-
ill vöxtur í flugi milli Eyja og
Bakka.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Arnór Páll Valdimarsson, eigandi FV, og Magnús Sigurjónsson flugmaður.
Morgun-
blaðið flutt
um Bakka-
flugvöll
Vestmannaeyjar
EITT mikilvægasta félagið í
Grímsey er björgunarsveitin Sæ-
þór. Til nokkurra ára hefur hún
verið starfrækt innan Kiwanis-
klúbbsins Gríms sem hefur stutt
við hana á allan máta.
Byrjað var á að kaupa gám til að
hýsa björgunarbát og fleiri nauð-
synlega hluti tilheyrandi sveitinni.
Á síðasta ári var ákveðið að Sæ-
þór myndi starfa sjálfstætt á ný.
Fjórir ungir, öflugir menn völdust
í stjórn björgunarsveitarinnar,
þeir Bjarni og Svafar Gylfasynir,
Þór Vilhjálmsson og Brynjólfur
Árnason. Þessir ungu eldhugar
innréttuðu og endurbættu björg-
unarsveitargáminn. Síðan var haf-
ist handa við að efla búnaðinn.
Keyptir voru 4 björgunarflotgallar,
4 VHF handstöðvar, 4 öryggis-
hjálmar, hand GPS-staðsetningar-
tæki og NHT-farsími.
Fyrir átti Sæþór flugvélatalstöð,
viðmiðunarstöð, CB-stöð, fluglínu-
tæki og sjúkrabörur.
Segja má að Kíwanismenn og
Sæþórsmenn hafi fjárfest í björg-
unartækjum fyrir hátt í 3 milljónir
á síðustu 3 árum.
Erindreki Landsbjargar sem
kom til Grímseyjar, lýsti því yfir
að hann væri mjög ánægður með
allan útbúnað björgunarsveitarinn-
ar. Flugmálastjórn hefur óskað
eftir samstarfi við Sæþór vegna ör-
yggismála á flugvellinum.
Nú vildu Grímsfélagar styðja
myndarlega við bakið á björgunar-
sveitinni Sæþóri með stórum
styrk. Það gerðu þeir líka svo um
munaði, með því að eftirláta flug-
eldasöluna sem Kiwanisklúbburinn
Grímur hefur haft í 25 ár, til Sæ-
þórs. Flugeldasalan gekk glimr-
andi vel þessi áramót og seldu Sæ-
þórsmenn fyrir rúmar 800.000
krónur sem algjört met í eyjunni
og hlýtur að vera Íslandsmet mið-
að við okkar frægu höfðatölu hér í
Grímsey! Íbúarnir hér eru innan
við 100 talsins.
Grímseyingar segja að aldrei
hafi fegurra ljósalistaverk flugelda
sindrað á heiðskírum Grímseyjar-
himni en áramótin 2003.
Búnaður fyrir
þrjár milljónir
Morgunblaðið/Helga Mattína
Félagar í björgunarsveitinni Sæþóri í Grímsey, f.v. Þór Vilhjálmsson, Svaf-
ar og Bjarni Gylfasynir og Brynjólfur Árnason.
Grímsey
Björgunarsveitin Sæþór sjálfstæð á ný
Kínversk áramót
Föstudaginn 31. janúar nk. mun Íslensk-kínverska viðskipta-
ráðið halda upp á kínversk áramót en nú gengur í garð ár
kindarinnar samkvæmt kínversku tímatali.
Áramótafagnaðurinn verður haldinn á veitingastaðnum Asíu,
Laugavegi 10, Reykjavík og hefst kl.19.00. Boðið verður upp
á fimm rétta máltíð.
Þátttökugjald er 2.800 kr.
Ræðumenn kvöldsins verða þeir Einar Guðbjörnsson og Jóhann
Xiang og munu þeir fjalla um reynslu af viðskiptum í Kína og um
áhrif aðildar Kína að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO).
Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna og taka með sér gesti.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu ráðsins í síma 588 8910
sem allra fyrst.
FAGNAÐURINN ER ÖLLUM OPINN.
ÍSLENSK KÍNVERSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ
SÖNGUR og leiklist einkenndu
þorrablót Tjörnesinga á bónda-
dagskvöldið, en að venju var þétt
setinn bekkurinn í félagsheimilinu
Sólvangi því þar voru saman komn-
ir flestir sveitarbúar ásamt vinum
og ættingjum.
Þema kvöldsins var þátturinn
„Spjall hjá Rúnu“ í umsjá Sigrúnar
Ingvarsdóttur á Héðinshöfða, en
þar bar margt á góma sem gerst
hefur í hreppnum á sl. ári og marg-
ir komu þar fram í eigin persónu og
annarra.
Fréttir voru fluttar af ýmsu
markverðu svo sem blómlegri
bókaútgáfu á árinu hjá íbúunum og
bar þar hæst ferðabók Sigtryggs
Bjarnasonar í Steindal sem fór til
Ameríku og ferðaðist ríki úr ríki.
Gerði hann garðinn frægan, hitti
bændur og búalið, talaði fjölda
tungumála auk þess sem hann fór á
fund vinar síns, Bush forseta. Þá
gerði bóndasonur einn grein fyrir
reynslu sinni af nýlegri för til sólar-
landa og því ekki annað að sjá en að
Tjörnesingar hafi gert víðreist.
Söngpíurnar Katrín og Erla
Bjarnadætur ásamt Pálínu Hall-
dórsdóttur og Guðlaugu Sveins-
dóttur sungu lög frá ýmsum tímum
og rifjuðu upp góða daga frá náms-
árum sínum. Bar þar margt á góma
og hlutu þær mikið klapp fyrir
enda kraftur í söngnum mikill.
Í þætti Sigrúnar kom Aðalsteinn
Guðmundsson fram í
margra manna líki og
gengu gestir á svið til
þess að geta upp á
hvaða persónur væri um
að ræða. Var þá mikið
hlegið enda það spaugi-
lega dregið fram hjá
nokkrum góðbændum
sveitarinnar.
Margt fleira var til
skemmtunar svo sem
auglýsingar og ljóða-
lestur en um fjöldasöng
sá Halldór Sigurðsson á
Sandhólum með dyggri
aðstoð þeirra Erlings
Bergsveinssonar, Sig-
urðar Á. Þórarinssonar
og Bjarna Aðalgeirssonar. Undir-
leikari var Aðalsteinn Ísfjörð.
Hápunktur samkomunnar var
þegar hestur eins stórbóndans
mætti á svið auk þess sem „Tvær af
Tjörnesi“, létu ljós sitt skína, en það
voru Björn, bóndi á Hóli, og Svein-
björn Guðmundsson í Mýrarkoti
sem klæðst höfðu kvenbúningum
og sungu mikið.
Mikið var sungið á þorrablótinu. Katrín Bjarna-
dóttir (lengst til vinstri), Guðlaug Sveinsdóttir,
Erla Bjarnadóttir og Pálína Halldórsdóttir.
Laxamýri
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Fjör á þorrablóti Tjörnesinga
mbl.is
STJÖRNUSPÁ