Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 48
KVIKMYNDIR
48 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Grettissaga
saga Grettis
leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt
á Grettissögu
fim 30. jan kl. 20.00,
LOKASÝNING, nokkur sæti
Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is
Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00.
Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni
fyrir sýningu á www.hhh.is
"Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun."
rás 2
Stóra svið
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Fö 31/1 kl 20, Lau 1/2 kl 20,Fi 6/2 kl 20, Fö 7/2 kl 20,
Lau 8/2 kl 20, Fö 14/2 kl 20,
Lau 15/2 kl 19, Ath. breyttan sýningartíma, Lau 22/2 kl 20
SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller
Fi 30/1 kl 20, Su 2/2 kl 20, Su 9/2 kl 20 Su 16/2 kl 20,
Fi 20/2 kl 20
Síðustu sýninguar
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Su 2/2 kl 14, Su 9/2 kl 14, Su 16/2 kl 14
Fáar sýningar eftir
Nýja svið
Þriðja hæðin
Litla svið
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Miðasala: 568 8000
SÖNGURINN UM LJÓÐSKÁLDIÐ
í samvinnu við Borgarbókasafn og bókaforlagið Bjart
Ljóðadagskrá helguð Walt Whitman og William
Carlos Williams,
Fi 30/1 kl. 20
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Fö 31/1 kl 20, UPPSELT ,
Lau 1/2 kl 20, AUKASÝNING, Fi 6/2 kl 20, Fö 14/2 kl 20
KVETCH eftir Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Fi 30/1 kl 20, UPPSELT, Su 9/2 kl 20, Su 16/2 kl 20
MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS
VÆRI HATTUR
eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne
Frumsýning lau 1/2 kl 20 UPPSELT
Su 2/2 kl 20 UPPSELT, Fö 7/2 kl 20, Lau 8/2 kl 20.
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Fö 31/1 kl 20, Fi 6/2 kl 20 AUKASÝNING
SÍÐASTA SÝNING
Leyndarmál
rósanna
eftir Manuel Puig.
Leikstjóri: Halldór E. Laxness.
Frumsýning föst. 31. jan. kl. 20.
örfá sæti laus
Uppistand um
jafnréttismál
eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur,
Guðmund Kr. Oddsson og
Hallgrím Oddsson.
Leikstjóri: Halldór E. Laxness.
Frumsýning lau. 1. feb. kl. 20
örfá sæti laus
Hversdagslegt
kraftaverk
eftir Évgení Schwarz.
Leikstjóri: Vladimir Bouchler.
Sýn. lau. 8. feb. kl. 19.
Sýn. sun. 9. feb. kl. 15.
Sýn. föst. 14. feb. kl. 20.
Allra síðustu sýningar.
Barn fær frítt í Leikhúsið í fylgd
með fullorðnum.
Miðasölusími sími 462 1400
www.leikfelag.is
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka
daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19
sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar
4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700
Fös 31/1 kl 21 Örfá sæti
Fös 7/2 kl 21
Lau 8/2 kl 21 Aukasýning
Fös 14/2 kl 21
2. feb. kl. 14. laus sæti
9. feb. kl. 14. örfá sæti
16. feb. kl. 14. örfá sæti
23. feb. kl. 14. laus sæti
föst 31/1 kl. 21, aukasýning, UPPSELT
lau1/2 kl. 21, UPPSELT
föst 7/2 kl. 21, UPPSELT
lau 8/2 kl. 21, Örfá sæti
fim 13.2 kl. 21, UPPSELT
lau 15.2 kl. 21. Nokkur sæti
fim 20/2 kl. 21, Nokkur sæti
föst 21.2 kl. 21, laus sæti
"Björk er hin nýja Bridget Jones."
morgunsjónvarpið
FILM-Undur forsýnir í kvöld og
næstu daga einhverja umdeild-
ustu mynd síðustu ára, frönsku
myndina Irréversible eftir Garp-
ar Noé.
Þessi frumlega og ofbeldis-
fulla mynd er sögð í öfugri
tímaröð og hefst á hrottafengnu
hefndarverki sem síðan kemur á
daginn að er framið vegna
nauðgunar fyrr sama kvöld.
Það er ekki einasta frásagn-
armátinn sem er djarfur og ný-
stárlegur heldur er kvikmynda-
gerðin öll algjörlega á skjön við
það sem jafnan sést á hvíta tjald-
inu – hérlendis í það minnsta.
Myndin skartar stjörnuparinu
Monicu Bellucci og Vincent Cass-
ell í aðalhlutverkum og hefur
vakið verulega athygli að þau
hafi fengist til að taka þátt í svo
ögrandi mynd, en Bellucci mun næst birtast í Matrix-myndunum
tveimur.
Kvikmyndin er stranglega bönnuð börnum innan 16 ára og er
alls ekki við hæfi viðkvæms fólks en kvikmyndaskoðun hérlend
hefur fyrirskipað að hún verði einvörðungu sýnd á kvöldsýningum.
Film-Undur forsýnir umdeilda mynd
Hefnd og hrotti
Monica Bellucci leikur aðal-
hlutverkið í Irréversible.
FILM-UNDURS-forsýningar fara fram í Háskólabíói í kvöld kl. 22.15, á
morgun kl. 20 og fimmtudag kl. 22.15.
SPILAFÍKN hefur plagað lands-
menn í gegnum tíðina. Lengst höfum
við verið viðriðin ýmis peningaspil, þá
eru happadrættin og bingókeppnir
gamalkunn fyrirbrigði og síðari árin
hafa getraunir og lottó bæst í hópinn.
Ekki fer mörgum sögum af því að
menn hafi ánetjast þessu fyrirbrigði
að peningaspilunum undanteknum,
heldur tekið þátt í lottóinu og get-
raununum sér til ánægju og keypt sér
happadrættismiða til að styrkja gott
málefni og eygja örlitla gróðavon.
Á síðari hluta síðustu aldar fór að
bera á svokölluðum spilakössum sem
settir voru upp í sjoppum, kaffistofum
o.þ.h. áningarstöðum þéttbýlisfólks.
Fyrst voru þetta meinleysislegir
skiptimyntarkassar, en strax varð
ljóst að kominn var vargur í vé og
fréttir fóru að berast af gjaldþrotum
einstaklinga vegna þessara fyrstu og
mjög afkastalitlu peningamaskína í
sögu lýðveldisins.
Þá fyrst tók steininn úr þegar spila-
stofurnar, sem eigendurnir skírðu
m.a. „Gullnámur“, spruttu upp einsog
gorkúlur og nú fór róðurinn að þyngj-
ast því fjöldi manns ánetjaðist þess-
um sakleysislegu ræningjum. Heim-
ildarmyndin Skemmtilegir leikir
(nafnið dregið af útskýringu hugtaks-
ins frá hendi eigendanna) fjallar um
fyrirbrigðið. Þar kemur m.a. fram að
sakleysislegar vélarnar eru vísinda-
lega forritaðar til að koma mönnum á
bragðið. Vitaskuld græðir enginn á
spilakössunum þegar til lengri tíma
er litið en hugbúnaðurinn sér til þess
að halda mönnum við efnið með
„næstum því“ vinningum. Sá þáttur
vegur þungt á metum þegar leitað er
skýringa á hinum alvarlega fylgifiski
„Gullnámanna“, sem eru spilafíklarn-
ir.
Meðal þess sem upplýsist í
Skemmtilegum leikjum er að forfalln-
ir fársjúkir spilasjúklingar eru hátt í
tvöþúsund, að slepptu margföldunar-
hlutfallinu. Bölvun fíknarinnar snert-
ir því miklum mun stærri hóp Íslend-
inga. Myndin vekur athygli á
fjölmörgum öðrum hörmungarstað-
reyndum sem sprottnar eru af þess-
um „skemmtilegheitum“ og koma
glöggt fram í viðtölum við fíklana
sjálfa og aðstandendur þeirra. Sál-
fræðingar, meðferðarfulltrúar o.fl.,
sem þekkja málið frá fyrstu hendi,
vara við hættunni og útskýra hvernig
hún magnast. Það er sláandi til þess
að vita að spilafíklarnir eru engu bet-
ur staddir en eiturlyfjaneytendur og
alkóhólistar. Spilafíkillinn svíkur,
stelur, lýgur, falsar; gerir allt til þess
að komast yfir fé til að sólunda í „Gull-
námunni“.
Það er kaldhæðnislegt að þeir sem
standa á bak við lögleg spilavíti lands-
manna eru góðgerðar- og mennta-
stofnanir, aukinheldur er málsvörn
talsmanna þeirra í Skemmtilegum
leikjum síður en svo sannfærandi.
Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir sá
eini sem hafði vissan ýmigust á upp-
tökum þess gífurlega peningaflæðis
sem rennur m.a. til RKÍ, Landsbjarg-
ar, Háskólans og SÁÁ úr þessum
ógæfulega farvegi.
Vitaskuld kemur eitthvað af fénu
frá fólki sem lítur á kassana sem
stundargaman og er að styrkja gott
málefni, það er því knýjandi for-
gangsverkefni að rannsaka hvaðan
milljónirnar streyma áður en lengra
er haldið. Boð og bönn eru vondir
kostir en geta verið nauðsynleg. Kvik-
myndagerðarmennirnir eiga þakkir
skildar fyrir að vekja athygli á alvar-
legu vandamáli í athyglisverðri mynd
sem hefði með smávegis snyrtingu og
styttingu orðið enn markvissari.
Dauðinn í
gullnámunum
SJÓNVARP
RÚV
Heimildarmynd eftir Jónas Jónasson.
Framleiðendur: Björn Þór Vilhjálmsson
og Jónas Jónasson. Kvikmyndataka,
hljóð, klipping og grafík: Herbert Svein-
björnsson. 50 mín. Erdison lifandi ljós-
myndir. Sjónvarpið, janúar 2003.
Skemmtilegir leikir
Sæbjörn Valdimarsson
Grátt gaman: Aðstandendur
heimildarmyndarinnar Skemmti-
legra leikja hafa hrint af stað
þarfri umræðu.
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
ONCE UPON A TIME IN THE MIDLANDS
Leikstjórn: Shane Meadows. Handrit:
Shane Meadows og Paul Fraser. Kvik-
myndataka: Brian Tufano. Aðalhlutverk:
Robert Carlyle, Rhys Ifans, Shirley Hend-
erson, Kathy Burke, Rick Tomlinson og
Finn Atkins. 104 mín. Bretland. Film Fo-
ur 2002.
ÞETTA ævintýri úr hjarta Eng-
lands virkar ekki fyrir mig. Og
furðulegast af öllu þykir mér að í
þvílíku úrvali frábærra leikara er
það 12 ára stelpa, Finn Atkins, sem
stendur sig langbest og var eini trú-
verðugi karakterinn.
Finn leikur Marlene, dóttur
hennar Shirley (Shirley Hender-
son). Búðarkonan Shirley býr með
bifreiðaverkstæðiseigandanum Dek
(Rhys Ifans) og er Marlene ánægð
með það. En klaufinn Dek tekur
það feilspor að biðja Shirley í beinni
útsendingu. Þetta sér Jimmy (Ro-
bert Carlyle), pabbi Marlene, og
ákveður hann að nú vilji hann fá
þær mæðgur aftur og ræðst inn í líf
þeirra að nýju. Mörgum til ar-
mæðu.
Verst er að persónurnar eru ekki
trúverðugar. Þær eru á mörkunum
að vera ruslararalýður, og þannig
skrifaðar að maður hefur litla sam-
úð með þeim. Þetta eru ýktar ster-
íótýpur, ósköp vitlausar, skugginn
af alvöru persónum. Ég fékk aldrei
tilfinningu fyrir þeim, heldur fannst
ég vera að horfa á góða leikara vera
leika þessar persónur án þess að
taka þær alvarlega.
Ástæðan fyrir því að Finn stend-
ur sig best er að hún fær eina al-
mennilega hlutverkið. Að vissu leyti
er hún eina manneskajn með viti.
Hún og Shirley eiga líka nokkur
góð augnablik saman.
Þannig var hvorugur aðalgaur-
anna spennandi, og þar með spenna
myndarinnar farin. Þótt að Dek sé
góði gæinn, langaði mig ekki að
Shirley væri með honum, því hann
er of mikill auli. Ég vildi ekki held-
ur að hún væri með vonda gaurnum
Jimmy, þannig að mér var í raun
orðið alveg sama um hvað gerast.
Það er ekki fyrr en undir lok mynd-
arinnar, á afmælisdegi Marlene, að
hið rétta eðli Jimmys kemur í ljós,
og þá vil ég allt í einu að Dek vinni.
Of seint.
Handritið er of laust í reipunum.
Stefnan er einhvern veginn skýr, og
þar af leiðandi nokkur atriði sem
mér fannst óþörf og tefja framvind-
una. Að blanda saman drama og
gríni getur verið sérlega áhrifaríkt,
en hér er verður sú blanda býsna
kekkjótt. Kannski myndin sé bara
ekki nógu fyndin, eða persónurnar
of miklir aular til að hægt sé að
byggja drama í kringum þær?
Myndin á að vera í vestrastíl, en
sú nálgun hittir ekki í mark. Vissu-
lega kemur nýr maður í bæinn og
spillir friðnum. Tónlistin er líka
skemmtilega mikið í Morricone
stílnum. Hins vegar hefði mátt nýta
kvikmyndatökuna mun meira til að
skapa stílinn. Og hvorki er per-
sónusköpunin né aðrar samfélags-
legar tilvísanir í anda vestranna.
Ég hló nokkrum sinnum, og fann
til með Marlene í lokin. En það er
ekki nóg til að gera góða bíómynd.
Volgt
gaman
Hildur Loftsdóttir