Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 43
DAGBÓK
20% afsláttur
af silfuhúðun á gömlum munum
og silfurhúðuðum antikmunum til 20. febrúar
Sérfræðingar í gömlum munum síðan 1969
Silfurhúðun, Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820.
Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. • www.silfurhudun.is
Bankastræti 11
sími 551 3930
Útsala
20-50%
afsláttur
HINN 4. desember síð-
astliðinn komu krakk-
ar í 7. SJ úr Setbergs-
skóla í Hafnarfirði í
heimsókn á Morgun-
blaðið. Koma þeirra á blaðið var
liður í verkefninu Dagblöð í skól-
um sem bekkurinn
vann nýlega í skól-
anum. Krakkarnir
voru kurteisir og fróð-
leiksfúsir. Morgun-
blaðið þakkar þeim kærlega fyrir
komuna.
Morgunblaðið/Golli
Ókeypis bridsnámskeið
fyrir ungt fólk
Bridsáhugamenn eru hér með
beðnir um að koma þessum mikil-
vægu upplýsingum til ungs fólks:
13–15 ára unglingum er boðið að
læra brids í Bridssambandi Íslands,
Síðumúla 37, 3. hæð. Kennt verður á
fimmtudögum milli kl. 17:00 og 19:00
í tíu vikur. Fjörið byrjar 30. janúar,
ekkert þátttökugjald.
Í lokin verður haldið bráð-
skemmtilegt bridsmót. Skráning og
frekari upplýsingar fást í tölvupósti:
ljosbra@ismennt.is, eða með því að
hringja í síma 864 6358 (Ljósbrá).
Framhaldsskólanemar
Bridgesamband Íslands er að fara
af stað með ókeypis bridgekennslu
fyrir framhaldsskólanema. Þeim er
boðið að læra bridge í Bridgesam-
bandi Íslands, Síðumúla 37, 3. hæð.
Kennt verður á miðvikudögum frá
kl. 17:00 til 19:30 í tíu vikur. Kennsl-
an hefst 29. janúar, ekkert þátttöku-
gjald. Í lokin verður haldið bráð-
skemmtilegt framhaldsskólamót.
Skráning og frekari upplýsingar fást
í tölvupósti: ljosbra@ismennt.is, eða
með því að hringja í síma 864 6358
(Ljósbrá).
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði Glæsibæ mánud. 20. jan. sl.
Spilað var á 12 borðum.
Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Magnús Halldórss. – Guðjón Kristjánss. 274
Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 258
Kristján Ólafsson – Ólafur Gíslason 233
Árangur A-V:
Bjarni Ásmunds – Þröstur Sveinsson 281
Guðmundur G. Guðm. – Gunnar Hersir 248
Tómas Jóhannsson – Bragi Jónsson 243
Tvímenningskeppni spiluð
fimmtu. 23. janúar. Spilað var á 11
borðum.
Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 278
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 257
Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 236
Árangur A-V:
Halldór Magnússon – Þórður Björnsson 257
Alda Hansen – Jón Lárusson 249
Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 231
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þú býrð yfir ákveðni og
viljastyrk og þér vex fátt í
augum. Þér gefst tækifæri
til að læra eitthvað mik-
ilvægt á árinu sem fram-
undan er.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Sýndu öðrum sérstaka nær-
gætni í dag því fólk í kring-
um þig er niðurdregið. Já-
kvæð hugsun er gífurlega
mikilvæg.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú fyllist vonleysi í dag. En
þú lifðir árið 2002 af og þér
mun einnig ganga vel í ár.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Samband við nána vini og
félaga verður erfitt í dag og
þér líður ekki sérlega vel.
En kvíddu engu, sömu sögu
er að segja um marga í dag.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Sumir dagar eru auðveldari
en aðrir og í dag þarftu að
hafa fyrir hlutunum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Skyndilega virðast ásta-
málin erfið og í miðjum
marglitum heimi finnst þér
allt grátt og hversdagslegt.
Það er þó ekki tilfellið og
þessi tilfinning mun brátt
hverfa.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú finnur fyrir togstreitu
milli þeirrar skyldu sem
starfið leggur þér á herðar
og einkalífsins. Reyndu að
draga úr spennu á heimilinu.
Fjölskyldan er mikilvæg.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú fyllist andúð í garð ein-
hvers og finnst að gerðar
séu meiri kröfur til þín en
annarra. Reyndu að brosa. Í
dag þarftu að vinna, ekki
leika þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú hefur eytt fé að und-
anförnu og nú er upp-
sprettan þornuð. Obbo-
bobb. Ekki hafa áhyggjur, á
næstu tveimur árum munt
þú njóta frama í starfi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú ert áhugalaus og kvíðir
framtíðinni í dag. En hafðu
hugfast að það ert þú sem
byggir veggina í kringum
þig, ekki aðrir.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú vilt standa þig vel í
vinnunni en efasemdir grípa
þig í dag. Leiddu þessar
hugsanir hjá þér því þær
eru aðeins tímabundnar. Þú
verður að trúa á þig.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Samræður við vin munu
valda þér vonbrigðum í dag.
Ekki örvænta því samband
ykkar kemst brátt í samt
lag.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú átt erfitt með að átta þig
á fólki í dag því margir virð-
ast vera úrillir. Reyndu að
sinna þínu verki eins og ekk-
ert hafi í skorist.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁRNAÐ HEILLA
80 ÁRA afmæli. Í dagþriðjudaginn 28. jan-
úar er áttræður Arnfinnur
V. Arnfinnsson, fyrrver-
andi hótelstjóri, Skarðshlíð
12c, Akureyri. Hann og eig-
inkona hans Elín Sumar-
liðadóttir verða að heiman á
afmælisdaginn.
TIL FÁNANS
Rís þú, unga Íslands merki,
upp með þúsund radda brag.
Tengdu í oss að einu verki
anda, kraft og hjartalag.
Rís þú, Íslands stóri, sterki
stofn með nýjan frægðardag.
- -
Skín þú, fáni, eynni yfir
eins og mjöll í fjallahlíð.
Fangamarkið fast þú skrifir
fólks í hjartað ár og síð.
Munist, hvar sem landinn lifir,
litir þínir alla tíð.
Einar Benediktsson
LJÓÐABROT
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
SPIL dagsins kom upp í
landsliðskeppni í Pól-
landi í fyrra og það er
Szymanowski sem situr í
sagnhafasætinu:
Norður
♠ ÁK10852
♥ D85
♦ G9
♣G2
Suður
♠ 63
♥ ÁKG764
♦ Á42
♣95
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 hjarta
Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu
Pass 4 hjörtu Allir pass
Fjögur hjörtu er mjög
traustur samningur.
Sagnhafi á níu slagi beint
og getur búið þann tí-
unda til með því að
stinga tígul í borði eða
fría spaðann. En vandinn
er sá að vestur kemur út
með spaðagosa, sem
verður að teljast líklegt
einspil. Hvernig myndi
lesandinn spila með tilliti
til þess?
Ekki gengur að dúkka
tígul, því þá fær vörnin
fjórða slaginn á spaða-
stungu ef gosinn er einn
á ferð. Það er hugmynd
að taka tvisvar tromp, en
þá verða þau að falla 2-2.
Í reynd var allt spilið
þannig:
Norður
♠ ÁK10852
♥ D85
♦ G9
♣G2
Vestur Austur
♠ G ♠ D974
♥ 1092 ♥ 3
♦ D8653 ♦ K107
♣KD84 ♣Á10763
Suður
♠ 63
♥ ÁKG764
♦ Á42
♣95
Szymanowski tók á
spaðaás, fór heim á há-
tromp í öðrum slag og
spilaði spaða aftur að
blindum. Vestur græðir
ekkert á því að trompa
svo hann henti tígli og
kóngurinn átti slaginn.
Þetta var skemmtilegur
leikur, en næsti var enn
betri. Szymanowski spil-
aði spaða og trompaði
SMÁTT heima! Ef vest-
ur yfirtrompar verður
einfalt mál að fría spað-
ann og henda niður
tveimur tíglum heima.
Vestur henti því tígli. Þá
var tígli spilað í bláinn
og vörnin gat ekki komið
í veg fyrir tígultrompun í
borði.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4.
Rc3 e6 5. g4 Bg6 6. Rge2 c5
7. Be3 Rc6 8. dxc5 Rxe5 9.
Rf4 Re7 10. De2 R7c6 11.
O-O-O Be7
Staðan kom upp í
A-flokki Corus skákmótsins
sem lauk fyrir skömmu í
Wijk aan Zee. Sigurvegari
mótsins, Viswanathan An-
and (2753), hafði svart
gegn fórnglöðum Alexey
Shirov (2723). 12. Rfxd5?!
exd5 13. f4 d4 14. h4 14.
fxe5 gekk ekki upp vegna
14...Bg5 og svartur vinnur
létt. Í framhaldinu reyndist
hvítur ekki hafa næg færi
fyrir manninn. 14...Rd3+!
15. cxd3 h5 16. f5
Bh7 17. Bd2 dxc3
18. Bxc3 O-O 19.
d4 a5 20. a3 He8
21. Dc4 Bxh4 22.
Bd3 hxg4 23. Kb1
Dg5 24. Ka1 Had8
25. Bb1 Re7 26.
Bxa5 Bxf5 27.
Bxd8 Hxd8 28.
Hhf1 g6 29. Db3
Be6 30. Dxb7 Dd5
31. Dxd5 Rxd5 32.
Hh1 Bf2 33. c6
Hc8 34. Hc1 g3
35. Be4 Rf6 36.
Bg2 Bd5 og hvítur
gafst upp. Loka-
staða mótsins varð þessi: 1.
Viswanathan Anand 8½
vinning af 13 mögulegum.
2. Judit Polgar 8 v. 3. Evg-
eny Bareev 7½ v. 4.-8.
Loek Van Wely, Vladimir
Kramnik, Alexander
Grischuk, Vassily Ivansjúk
og Alexey Shirov 7 v. 9.-10.
Teimour Radjabov og Ves-
elin Topalov 6½ v. 11.-12.
Ruslan Ponomarjov og
Anatoly Karpov 6 v. 13.
Michal Krasenkov 4½ v. 14.
Jan Timman 2½ v.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Mynd, Hafnarfirði
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 17. janúar sl. í Hafn-
arfjarðarkirkju af Guð-
mundi Jónssyni þau Stein-
unn Marinósdóttir og Pétur
Gunnarsson. Heimili þeirra
er að Hafnargötu 39, Kefla-
vík.
MEÐ MORGUNKAFFINU
Hann telur sig vera
geðlækni, þessi …
FRÉTTIR