Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ borgaði sig svo sannarlega fyrir ruðningslið Tampa Bay Buccaneers að greiða Oakland Raiders átta milljónir dala til að fá John Gruden, þjálfara Raiders til sín. Honum tókst að vekja upp veikt sóknarlið Buccaneers og í 37. of- urskálarleiknum á Qualcomm-vellinum vissi hann upp á hár hvað Rich Gannon, leikstjórnandi Raiders, ætlaði sér að gera í hvert sinn. Frábær varnarleikur Tampa Bay lagði grunninn að stórsigri á Oakland, 48:21 – og fyrsti meistaratitill Tampa var í höfn. Leikmenn Oakland náðu aldrei að finna veikleika í vörn Buccaneers, sem gerði út um leikinn með hverju snertimarkinu á fætur öðru, eftir að hafa stolið sendingum. „Ég ber mikla virðingu fyrir Gannon – lét leikmenn mína vita hvernig hann hugsar í sóknarleiknum. Fyrrverandi aðstoðarþjálfarar mínir hjá Raiders þekkja mig jafnvel og vissu því hvað ég myndi gera,“ sagði Gruden. Varnarmenn Tampa komust inn í fimm sendingar Gannons og skoruðu þeir jafnmörg stig og Raiders liðið allt til samans. Dexter Jackson komst inn í tvær þeirra og fyrir það var hann kosinn maður leiksins. Sjóræningjarnir stálu sendingum AP Dexter Jackson hjá Tampa Bay var útnefnd- ur maður leiksins í fyrrinótt. STJÓRN spænska knattspyrnu- félagsins Barcelona ákvað í gær- kvöld að segja þjálfaranum hol- lenska, Louis Van Gaal, upp störfum. Liðinu hefur gengið afleit- lega í spænsku 1. deildinni í vetur og er í 12. sæti, aðeins þremur stig- um frá fallsæti. Í meistaradeild Evrópu hefur hinsvegar allt gengið í haginn hjá Barcelona í vetur. Van Gaal er þó ekki hættur því samkomulag var gert við hann um að halda áfram þar til formlega hefur verið gengið frá starfsloka- samningi sem báðir aðilar eru sátt- ir við. Van Gaal stýrði Barcelona á árunum 1997 til 2000 og tók aftur við liðinu sumarið 2002. Van Gaal sagt upp hjá Barcelona  CHRIS Kirkland, markvörður Liverpool, mun ekki leika meira með liðinu á keppnistímabilinu í ensku knattspyrnunni. Liðbönd í hné sködduðust er hann lenti í samstuði við leikmann Crystal Palace í bik- arviðureign um helgina, 0:0.  JERZY Dudek, pólski landsliðs- markvörðurinn, fær því tækifæri til að sanna sig á ný. Dudek var settur út úr liði Liverpool fyrr í vetur eftir að hafa fengið á sig nokkur ódýr mörk.  JÓHANNES Karl Guðjónsson fékk í gær leikheimild með Aston Villa og getur því leikið með liðinu gegn Middlesbrough í ensku úrvals- deildinni í kvöld.  JÓHANNES fer beint í leikmanna- hóp Aston Villa, samkvæmt heima- síðu félagsins, og ekki er ólíklegt að hann komi við sögu í leiknum.  EIÐUR Smári Guðjohnsen og Guðni Bergsson verða væntanlega á ferðinni í kvöld en lið þeirra leika bæði á heimavelli í úrvalsdeildinni. Chelsea fær Leeds í heimsókn á Stamford Bridge og Bolton tekur á móti Everton á Reebok Stadium.  SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, hefur mikinn hug á að fá Salva Ballesta, sóknarleikmann hjá Valencia á Spáni, að láni út þetta keppnistímabil. Allardyce vonast til að geta gengið frá málinu fyrir föstu- dag, en þá lokast á kaup og sölur liða í Englandi, sem víðar.  STEVE McClaren, knattspyrnu- stjóri Middlesbrough, er ekki búinn að gefa upp vonina að fá miðjumann- inn Seth Johnson, 23 ára, til River- side Stadium. Búið var að bjóða Leeds fjórar milljónir punda í John- son, en málið fór í biðstöðu við lækn- isskoðun – þá komu í ljós meiðsli á hné, sem þarf að kanna betur.  PAUL Gascoigne hefur gert eins árs samning við kínverska 2. deild- arliðið Gansu Tianma um að leika með því og þjálfa samhliða. Félagið stendur höllum fæti í deildinni og ætlar að leggja allt i sölurnar til þess að halda sæti sínu á lokasprettinum. Hermt er að Gascoigne fái í sinn hlut rúmar 50 milljónir króna, standi hann við sinn hlut og leiki með Gansu Tianma næsta árið.  SERGEI Rebrov stóðst læknis- skoðun hjá tyrkneska félaginu Fen- erbahce í gær og því á ekkert að vera því til fyrirstöðu að hann gangi frá samningi við félagið og losni þar með úr prísundinni hjá Tottenham.  GUILLERMO Amor, fyrrum leik- maður Barcelona og spænska lands- liðsins í knattspyrnu, er genginn til liðs við skoska úrvalsdeildarliðið Liv- ingston. Amor, sem er 35 ára miðju- maður og lék 37 landsleiki fyrir Spán, hefur ekki leikið frá lokum síð- asta tímabils en þá spilaði hann með Villarreal á Spáni. FÓLK Þessi frásögn af vígi ÞorsteinsÞorgrímssonar í Kjalnesinga sögu kom upp í hugann þegar fylgst var með Manchester United leggja West Ham að velli í bik- arkeppni enska knattspyrnusam- bandsins um liðna helgi. Svo ójafn var leikurinn. Þegar sá gállinn er á liði United tekur það andstæðing sinn engum vettlingatökum – frekar en Búi Andríðsson. Aðeins má skilja þessa framgöngu á einn hátt: Risinn er rumskaður. Lið Sir Alex Fergusons hefur nefnilega ekki leikið eins vel og oft áður á þessum vetri, sérstaklega í úrvalsdeildinni – um það eru flestir sammála. Það hefur þó harðneitað að sleppa meisturum Arsenal úr augsýn. Í þremur síðustu deildar- leikjum hefur United lent undir en unnið þá alla, þar af tvo, gegn Sund- erland og Chelsea, á síðustu sek- úndunum. Það er bragur á því. Þar skila þær systur sér, reynslan og seiglan – og svo auðvitað óbilandi vilji til að vinna. Skora minna en áður Það er góð stemning í liðinu þessa dagana og gleðin sem braust út í kjölfar sigurmarks Diego Forlans gegn Chelsea var fölskvalaus. Enn sneri United svo blaðinu við í und- anúrslitum deildabikarsins gegn Blackburn Rovers í síðustu viku. Veturinn hefur samt um margt verið óvenjulegur hjá þessu marg- falda meistaraliði. Sóknin hefur ekki verið eins þung og oft áður og margt bendir til þess að þetta verði í fyrsta sinn í átta ár að United ger- ir ekki flest mörk allra liða í úrvals- deildinni. Arsenal hefur gert tólf mörkum meira á þessu stigi móts. Ekkert er þó útilokað í þessu efni, allra síst ef Rauðu djöflarnir halda áfram að misþyrma liðum með sama hætti og West Ham. Það er þó tímanna tákn að bestu menn United í vetur hafa líklega verið markvörðurinn, Fabien Barthez, og varnarmaðurinn Mikaël Silvestre, sem hefur heldur betur sprungið út. Að vísu er Paul Scholes allur að færast í aukana. Eins David Beckham. Ruud van Nistelrooy hef- ur hins vegar sparað sig fyrir Meist- aradeildina og bikarinn. Af 24 mörkum sem kappinn hefur gert í vetur eru aðeins níu í deildinni. Það er rýr uppskera á þeim akri. Menn hafa legið Sir Alex á hálsi í vetur, meðal annars fyrir liðsval og innáskiptingar. Sumum þykir farið að slá út í fyrir karlinum. Hvað er þetta til dæmis með Phil Neville og miðjuna? Eflaust hefur líka einhver yppt öxlum þegar hann skipti Forl- an inn fyrir van Nistelrooy í stöð- unni 1:1 gegn Chelsea. Tekur maður marksæknasta mann liðsins af velli undir þeim kringumstæðum? Forl- an var hins vegar ekkert að velta því fyrir sér. Gerði bara út um leik- inn. Sir Alex er sérvitur maður og auðvitað köstóttur á köflum en hitt verður ekki af honum tekið – hann er sigurvegari af Guðs náð. Og nú þegar stóðið er fullskipað að nýju, eftir erfiða hrinu meiðsla, er ljóst að United mun ekki tala neina tæpitungu. Hafa skorað í 62 af síðustu 63 deildarleikjum En enski meistaratitillinn verður ekki auðsóttur fyrir Manchester United. Þar standa Englands- og bikarmeistarar Arsenal í vegi. Sú sveit á allt eins auðvelt með að bregða mótherjum á loft. Ef þannig liggur á henni. Með þeim hætti af- greiddi Arsenal til að mynda hvert liðið á fætur öðru í haust. Síðan dró af drjúgum. Lýjandi þessi loftbrögð, hlýtur að vera. Fjórum sinnum í röð lutu Skytturnar í gras og lýðurinn leit dagsljósið: Við fáum þá mót eft- ir allt saman! En Arsène Wenger er eldri en tvævetur í faginu, bar smyrsl á sárin og liðið rétti fljótt úr kútnum. Raunar hefur það ekki gengið fram af slíkum ofstopa nema endrum og sinnum síðan. Stigin skila sér eigi að síður í hús. Sautján stig af 21 mögulegu hefur liðið fengið eftir vængstýfinguna á Old Trafford í desember. Það er eini leikurinn af síðustu 63 í deildinni þar sem Arsenal hefur ekki gert mark. Það segir meira en öll orð um sóknarþunga liðsins. Arsenal hefur nú 52 stig á toppi deildarinnar, fimm stigum meira en á sama tíma í fyrra, og fimm stiga forskot á Manchester United. Og það er til mikils að vinna fyrir leikmennina, Arsenal hefur ekki varið meistaratitil frá árinu 1935. Og ef liðið gerir það ekki nú með Patrick Vieira, Robert Pires, Sol Campbell og Dennis Bergkamp inn- anborðs, hvenær þá? Allir eru þeir í hópi bestu leikmanna sem klæðst hafa búningi félagsins. Að ekki sé talað um Thierry Henry, sem hlýtur að vera hættulegasti sóknarmaður heims um þessar mundir. Og ekki hefur Brasilíumaðurinn Gilberto veikt liðið. Af undansögðu er ljóst að eitt- hvað verður undan að láta. Og ekki dró það úr spennunni í gær þegar United og Arsenal drógust saman í fimmtu umferð bikarkeppninnar. Það er eins gott að eiga réttu stíl- ana! Svarthvítur stormsveipur Ólseigur öldungur, Sir Bobby Robson, fer fyrir svarthvíta hernum í norðri, Newcastle United, sem vermir þriðja sætið, sjö stigum á eftir Arsenal. Verður hann fyrsti Hörð orrusta framundan um Englandsmeistaratitilinn Brugðið á loft Reuters Thierry Henry fagnar marki fyrir Arsenal. Á góðum degi heldur honum enginn mannlegur máttur. „Búi gekk þá inn í hofið. Hann sá að Þor- steinn lá á grúfu fyrir Þór. Búi fór þá hljóð- lega þar til er hann kom að Þorsteini. Hann greip þá til Þorsteins með því móti að hann tók annarri hendi undir knésbætur honum en annarri undir herðar honum. Með þeim hætti brá hann Þorsteini á loft og keyrði höfuð hans niður við stein svo fast að heilinn hraut um gólfið. Var hann þegar dauður.“ Orri Páll Ormarsson skrifar PÓLVERJAR höfnuðu í gær beiðni fararstjóra íslenska landsliðsins í handknattleik að skipta á myndbandsupptökum af leikjum liðanna í undanriðl- unum í Portúgal. Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður lands- liðsnefndar, sagði að Pólverj- um hefðu verið boðin skiptin en þeir hefðu harðneitað. Ástæðan er talin sú að einn lykilmanna þeirra, skyttan Marcin Lijewski sem leikur með Flensburg í Þýskalandi, lék ekki gegn Íslandi á æf- ingamótinu í Danmörku fyrr í þessum mánuði og Pólverjar hafa væntanlega ekki áhuga á að hann verði „kortlagður.“ Þeir pólsku sögðu nei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.