Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 12
LYFJAVERÐSNEFND hefur fylgt þeirri vinnureglu um árabil þegar hámarksverð lyfja í heildsölu og smásölu er ákveðið að heimila allt að 15% hærra verð en nemur meðal- verði lyfja í nágrannalöndunum. Forsvarsmenn Landspítala – há- skólasjúkrahúss hafa gagnrýnt þessa reglu og bent á að erfitt sé að finna haldbær rök fyrir því að lyf séu 15% dýrari hér en á öðrum Norð- urlöndum. Nauðsynlegt sé að endur- skoða þetta fyrirkomulag. Að sögn Halldórs Árnasonar, for- manns lyfjaverðsnefndar, var fyrir allmörgum árum gerð samanburðar- athugun á því hvað verðið þyrfti að vera hærra hér á landi en í þessum nágrannalöndum til að standa undir ýmsum kostnaði s.s. vegna flutninga til landsins o.fl. ,,Niðurstaða þessar- ar athugunar var sú að þetta væri um 15%. Síðan hún var gerð hefur verið þegjandi samkomulag á milli aðila um að þetta sé sú viðmiðun sem megi nota og innflytjendur hafa ver- ið sáttir við þessa viðmiðun,“ segir Halldór. Skoða þarf kostnað sjúkrahúsa sérstaklega Að sögn hans er hér aðallega um að ræða flutningskostnað og kostnað við merkingar umbúða og þýðingu leiðbeininga yfir á íslensku, sem skylt er skv. lögum. „Við þurfum að þýða leiðbeiningar umfram það sem aðrar þjóðir þurfa að gera og síðan þarf að umpakka þessu öllu. Þetta er heilmikill kostnaður,“ segir hann. Aðspurður segir Halldór að vel geti verið að endurskoða þurfi þessa reglu gagnvart sjúkrahúsunum, en hann kvaðst þó ekki hafa upplýsing- ar um hvort sá kostnaður sem heild- salinn ber vegna innflutnings lyfjanna sé minni gagnvart sjúkra- húsunum en gagnvart apótekum. Formaður lyfjaverðsnefndar segir að umdeild 15% regla við ákvörðun lyfjaverðs byggist á samanburðarathugun Þegjandi samkomulag um þessa viðmiðun FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ekki hefði verið víst hvort það ætti að leggja hann niður, selja hann, gefa hann eða gera hann að háskóla. Nú, þegar skólinn væri orðinn háskóli, gætu nemendur útskrifast TÆPLEGA 190 nemendur útskrif- uðust á laugardag úr Tæknihá- skóla Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn útskrifar nem- endur frá því honum var breytt í háskóla sl. sumar. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra ávarpaði nemendur við útskriftina og Sturla Böðvars- son samgönguráðherra afhenti námsstyrk, en Sturla stundaði á sínum tíma nám við Tækniskól- ann. „Nú er langþráðu marki náð. Þetta var feikilega skemmtilegur dagur,“ sagði Stefanía Katrín Karlsdóttir rektor. Hún sagði jafnframt að skólinn hefði verið í nokkurri biðstöðu undanfarin ár. með BSc-gráðu eða diplómagráðu. Að sögn Stefaníu bætir þetta veru- lega stöðu þeirra nemenda sem leita til útlanda í frekara nám. „Nú horfum við fram á veginn og viljum gera þetta að öflugum háskóla atvinnulífsins,“ sagði Stef- anía. Á Íslandi eru nú átta háskól- ar sem telst frekar mikið miðað við höfðatölu. „Við verðum að vera dugleg að marka okkur sér- stöðu. Við stöndum frammi fyrir mikilli samkeppni og okkar sér- staða er sú að við erum atvinnu- lífstengd, með praktískar lausnir og hagnýtar rannsóknir.“ Frosti fékk styrk Frosti Gíslason, sem útskrifaðist frá iðnvörumarkaðssviði með BSc- gráðu, fékk styrk úr Námssjóði sameinaðra verktaka. Styrkurinn nýtist til frekara náms og fékk Frosti hann fyrir afburðanáms- árangur. Útskrifaði háskólanema í fyrsta sinn Frosti Gíslason tók við styrk til framhaldsnáms úr hendi Sturlu Böðvarssonar sem er formaður Námssjóðs sameinaðra verktaka. Morgunblaðið/Ómar 187 nemendur útskrifuðust sl. laugardag frá Tækniháskóla Íslands. Fingrafar og blóð- dropi fundust á vettvangi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega tvítugan karl- mann í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir átta innbrot, þar af tvö í Háskóla Íslands en í þeim innbrot- um stal hann varningi að verðmæti um 2,5 milljónir króna. Brotin framdi maðurinn á um þriggja mánaða tímabili, frá síðari hluta júní til september sl. Hann ját- aði á sig helming innbrotanna en neitaði öðrum. Dómarinn taldi frá- sagnir hans hins vegar ótrúverðug- ar. Sönnunargögnin gegn manninum voru enda talsverð. Í húsi við Loga- fold sem brotist var inn í fannst fingrafar mannsins á gluggakarmi og í Odda, húsi HÍ við Sæmundar- götu, fannst blóðdropi á prentara og var skorið úr því með DNA-rann- sókn að þau væru úr manninum. Með hluta af þessum innbrotum rauf maðurinn skilorð eldri dóma. Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara þótti því 18 mánaða refsing hæfileg. Ekki kom til greina að skilorðsbinda hana en frá dregst 86 daga gæslu- varðahaldsvist. Jón Höskuldsson hdl. var til varn- ar og Dagmar Arnardóttir, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, sótti málið. REGLUM um innflutning ferða- manna á matvöru hefur ekki verið breytt um langa hríð en í tengslum við sjúkdóma sem komu upp í Evr- ópu var ákveðið að skerpa eftirlitið hér á landi. Þetta segir Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, en tekur fram að embætti yfirdýralæknis hafi ekki haft frumkvæði að því að ákveðið var að taka að sekta ferðamenn fyr- ir ólögmætan innflutning á kjöti og ostum enda heyri ákvarðanir um slíkt ekki undir embættið. Eftirlitið skerpt vegna gin- og klaufaveikinnar „Reglurnar um innflutning á mat- vælum eru hins vegar mjög gamlar og einnig bannið við innflutningi á hráum vörum,“ segir Halldór. „Þeg- ar mest bar á gin- og klaufaveikinni í Bretlandi árið 2001 töldum við ástæðu til þess að skerpa línurnar dálítið og það var gert í góðu sam- starfi við tollgæsluna í Keflavík. Við óskuðum eftir því að tollgæslan myndi reyna að herða eftirlitið nokkuð en reglunum var ekki breytt vegna þess. Embættin auglýstu einnig í sameiningu í dagblöðunum þegar þetta var til þess að upplýsa almenning um málið.“ Aðspurður segir Halldór að það sé alls ekki svo, eins og sumir virð- ast halda, að enginn raunverulegur tilgangur sé með reglunum um inn- flutning á hráum vörum. „Ég get nefnt sem dæmi að nú eftir áramót- in hefur Evrópusambandið sett sams konar reglur og hér eru í gildi, þ.e. að banna ferðamönnum frá svo- kölluðum þriðju löndum að koma með hrátt kjöt og hráa osta. Það má því segja að sambandið sé að reyna að koma sínum málum í sama far- veg og við. Það útheimtir væntan- lega gífurlegt eftirlit fyrir ESB að fylgja þessu eftir og þeir hafa vita- skuld ekki lagt út í slíkt að ástæðu- lausu. Þeir vita sem er að gin- og klaufa- veikin kom til Bretlands með hráu kjöti þannig að menn eru í þessu efni að fást við raunverulega hættu.“ Halldór tekur fram að þótt fólk kunni að halda að það sé ef til vill fjarrænn möguleiki að smit berist með innflutningnum sé þó ævinlega sú hætta fyrir hendi að matvara geti með einhverjum hætti endað ofan í dýrum. „Þetta er því ekki bara ein- hver sérviska hjá okkur heldur er það hið almenna vísindalega álit að smit geti borist með þessum vörum.“ Halldór segir það ekki aðalatriði í þessu sambandi hvort líkurnar á smiti séu frekar litlar, litlar eða hverfandi litlar heldur hitt að hætt- an sé til staðar. Nýjar reglur um innflutning ferða- manna á matvælum til landsins Sektir ekki að ósk yfirdýra- læknis NEFND, sem samgönguráðherra skipaði til að fjalla um samgöngur yfir Breiðafjörð, leggur til að hent- ugra skip verðir fengið í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Er lagt til að Vegagerðinni verði falið að kanna strax grundvöll fyrir mögulegri endurskoðun á núver- andi samningi við Sæferðir hf. um rekstur Baldurs, með það að mark- miði að Sæferðir leggi til hentugra skip og leigi Vegagerðinni. Reynist þetta vera mögulegt er lagt til að hafnar verði samninga- viðræður við Sæferðir og látið reyna á hvort viðunandi niðurstaða náist með hliðsjón af kostnaði, bættri þjónustu og að teknu tilliti til líklegs söluverðmætis Baldurs. Nefndin segir að ef ekki fáist við- unandi niðurstaða fyrir ríkissjóð í viðræðum við Sæferðir leggi hún til að núverandi Baldur verði rekinn áfram með svipuðum hætti og gert er nú. Bílferja áfram allt árið Er það mat nefndarinnar að mið- að við áætlanir í vegagerð sé óhjá- kvæmilegt að reka bílferju árið um kring yfir Breiðafjörð næstu 5 til 7 árin. Nefndin telur að þegar rekstri bílferju yfir Breiðafjörð allt árið verður hætt verði áfram hægt að reka ferju, jafnvel án rekstrar- styrks, í 3–4 mánuði á ári sem þjóni ferðamönnum á leið yfir fjörðinn eða til og frá Flatey. Þegar heils- ársvegur verði kominn við norðan- verðan Breiðafjörð skyldi samt að mati nefndarinnar huga að því að halda áfram ferjuflutningum yfir fjörðinn að sumarlagi með hags- muni ferðaþjónustunnar að leiðar- ljósi. Loks leggur nefndin til, í ljósi mikilvægis ferjunnar fyrir atvinnu- líf og íbúa á sunnanverðum Vest- fjörðum, að ferðum í vetraráætlun Baldurs verði fjölgað frá og með 1. febrúar nk. og inn í vetraráætlunina bætist tvær aukaferðir á viku þang- að til sumaráætlun taki gildi 1. júní. Í sumar verði lagt mat á breytta áætlun og teknar ákvarðanir um framhaldið með hliðsjón af reynslu. Til skoðunar að kaupa nýtt skip í stað Baldurs Nefnd á vegum samgönguráðherra vill fjölga ferðum Breiðafjarðarferjunnar frá 1. febrúar Braut rúðu í skart- gripabúð LÖGREGLAN í Reykjavík handtók karlmann í fyrrinótt fyrir að brjóta rúðu í skart- gripaverslun við Skólavörðu- stíg. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar sagðist maðurinn hafa verið að leita sér að næt- urstað og fékk hann einn slíkan í fangageymslum lögreglu. Um eignaspjöll er að ræða þar sem engu var stolið úr versluninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.