Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 37
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 37
Fyrir heimsmeistaramótið
í Herning
Við bjóðum eftirfarandi:
Bílaleigubílar á ótrúlega hagstæðu verði.
Hafið samband í síma 456 3745 eða á heimasíðu okkar fylkir.is
Fylkir • Bílaleiga ehf. ferðaskrifstofa.
www.fylkir.is
Á mótssvæði
•Húsbíla og hjólhýsi, 2ja til 7 manna.
• Höfum tryggt stæði fyrir húsbíla og hjólhýsin
á besta stað mótssvæðis.
Í Herning
•Hótelherbergi fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Í nágrenni við Herning
• Sumarhús af öllum stærðum og gerðum.
•Bjóðum auk þess úrval sumarhúsa fyrir hópa
sem vilja vera saman í götu eða hverfi.
Reiðfatnaður
Náttúrulegur lífsstíll
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
ÁRLEG folaldasýning var haldin í
Hestamiðstöðinni í Saltvík um
helgina á vegum Hrossaræktar-
félags Þingeyinga. Í Saltvík er sýn-
ingaraðstaða mjög góð enda fer þar
fram mikil starfsemi tengd hestum
svo sem reiðskóli, tamningar og
margháttuð ferðaþjónustu.
Vel var mætt á sýninguna enda
veður gott og kom fólk víða að úr
héraðinu með folöld sín í kerrum til
þess að sýna þau og einnig var
nokkuð um aðra áhugasama áhorf-
endur.
Sýndir voru yfir 20 ungfolar
fæddir árið 2002 og þar af voru 7
synir Andvara frá Ey, en aðra feður
má nefna Þyrni frá Þóroddsstöðum,
Garð frá Litla-Garði, Kolskegg frá
Oddhóli, Óskar frá Litladal, Laufa
frá Garði, Markús frá Langholts-
parti, Nagla frá Þúfu, Dagfara frá
Kjarnholtum, Ofsa frá Brún og
Hrafn frá Holtsmúla.
Þá voru sýndar 10 unghryssur og
átti Markús frá Langholtsparti
þrjár þeirra en aðra feður má nefna
Þokka frá Árgerði, Sæ frá Bakka-
koti sem átti tvær, Andvara frá Ey,
Glampa frá Vatnsleysu, Nagla frá
Þúfu og Galsa frá Sauðárkróki.
Á sýningunni voru einnig sýndir
þrír afkvæmahópar og var fyrsti
hópurinn, sex folöld, undan Þokka
frá Árgerði sem er var sýndur á
staðnum sem er jarpblesóttur og
fæddur árið 1998. Hann er í eigu
Þokkafélagsins. Tvö folöldin voru
jörp, eitt var jarpblesótt, annað
jarpstjörnótt, en hin voru moldótt
og bleikblesótt.
Annar hópurinn voru folöld
Markúsar frá Langholtsparti en
það voru fimm folöld, þar af fjögur
frá Ræktunarbúinu Torfunesi og
eitt frá Hrafnsstöðum. Tvö þeirra
voru brún, eitt jarpt, eitt leirljóst og
eitt jarpstjörnótt.
Síðasti afkvæmahópurinn var
undan Andvara frá Ey og voru fjög-
ur þeirra brún, þrjú rauðstjörnótt
og eitt rautt.
Í lok sýningar kusu félagar í
Hrossaræktarfélagi Þingeyinga um
efnilegustu folöldin og í flokki ung-
fola urðu úrslitin þessi:
1. Verðlaun: Baugur frá Torf-
unesi Litur: Rauður. F: Óskar frá
Litladal. M: Bára frá Oddhóli: Eig-
andi: Ræktunarbúið Torfunesi.
2. Verðlaun: Prins frá Garði. Lit-
ur: Bleikálóttur. F: Hrafn frá Holts-
múla. M: Menja frá Garði. Eigandi:
Guðmundur Skarphéðinsson.
3. Verðlaun: Garpur frá Syðra-
Fjalli. Litur: Jarpur. F: Garður frá
Syðra-Fjalli. M: Kolskör frá Syðra-
Fjalli. Eigandi: Arnar Andrésson.
Í flokki unghryssna urðu úrslit
þessi:
1. Verðlaun: Sigurgyðja frá
Húsavík. Litur: Jarpstjörnótt. F:
Þokki frá Árgerði. M: Miskunn frá
Keldunesi. Eigandi: Vignir Sigur-
ólason.
2. Verðlaun: Ópera frá Möðru-
felli. Litur: Bleikálótt. F: Nagli frá
Þúfu. M: Ósk frá Brún. Eigendur:
Vignir, Vilberg og Matthías.
3. Verðlaun. Elding frá Hóli. Lit-
ur: Rauðblesótt. F: Glampi frá
Vatnsleysu. M: Blúnda frá Hóli.
Eigandi: Rúnar Tryggvason.
Glæsilegasta folaldið á sýning-
unni var Sigurgyðja frá Húsavík og
var hún valin með nokkrum yfir-
burðum og tók eigandinn Vignir
Sigurólason við sigurbikarnum úr
hendi Gísla Haraldssonar.
Sýning þessi nýtur nokkurra vin-
sælda meðal hestamanna og þykir
góð tilbreyting um miðjan vetur að
skoða þau folöld sem fæddust á ný-
liðnu ári.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Sigurgyðja ber nafn með rentu, undan Þokka frá Árgerði úr ræktun Vignis Sigurólasonar á Húsavík.
Laxamýri
Sigurgyðjan í sigursæti
Folaldasýning hjá Hrossaræktarfélagi Þingeyinga
UPPI eru hugmyndir innan FEIF,
alþjóðasambands eigenda íslenskra
hesta að tímabært sé að breyta
vægi tveggja atriða töltkeppninnar
í alþjóðlegu keppnisreglunum
FIPO. Í reglunum eru öll atriði
keppninnar með jafnt vægi það er
hægt tölt, hraðabreytingar og yf-
irferðartölt. Í íslensku reglunum
hefur hægatöltið tvöfalt vægi á við
hin tvö atriðin og hefur verið
ágreiningur um þetta milli Íslend-
inga og annarra aðildarþjóða
FEIF. Hefur þessi ásteytingar-
steinn leitt til þess ásamt öðru að
Íslendingar hafa ekki treyst sér til
að tileinka sér FIPO-reglurnar.
Á nýafstöðnum fundi sportnefnd-
ar FEIF í Svíþjóð var þetta meðal
annars til umræðu og sagði fulltrúi
Íslands í nefndinni, Sigurður Sæ-
mundsson, að sú hugmynd að hægt
tölt og hraðabreytingar fengju
vægið eða margfeldið 1,5 á meðan
yfirferðin væri áfram með 1, ætti
vaxandi fylgi að fagna. Sagðist Sig-
urður orðinn mjög hallur undir
þessa hugmynd og benti á að
hraðabreytingar væru í raun
vandasamari í útfærslu en hæga-
töltið og því mjög eðlilegt að sér-
staklega væri umbunað fyrir vel
heppnaðar hraðabreytingar með
auknu vægi. Taldi hann að ef þess-
ar hugmyndir næðu fram að ganga
væri mjög líklegt að þessi áður-
nefndi ágreiningur væri þar með úr
sögunni og myndi það liðka mjög
fyrir upptöku FIPO reglna hér á
landi sem væri orðið mjög brýnt.
Með auknu vægi þessara atriða
minnkar um leið vægi yfirferðar-
töltsins sem hefur verið hálfgert
vandræðabarn á undanförnum
heimsmeistaramótum þar sem
hestum hefur verið riðið út á ystu
mörk hvað varðar úthald og við leg-
ið að þeim hafi verið ofgert. Ætti
þessi breyting ef af verður að
stuðla að því að knapar leggi minna
undir á yfirferðinni en leggi þess
meiri áherslu á fimi og mýkt hest-
anna og hnökralausar sýningar.
Sportnefnd
FEIF fundar
Hugmyndir
um aukið
vægi
hægatölts
EKKI er neinum blöðum um að
fletta að tilkoma reiðhallarinnar á
Andvaravöllum veldur straum-
hvörfum í starfi félagsins. Hannes
Hjartarson formaður bygginga-
nefndar sagði að höllin hefði verið
stíft notuð síðustu vikur frá fjögur á
daginn og fram á kvöld og sér litist
vel á framhaldið.
Óhætt er að segja að höllin sé gott
dæmi um þann vöxt sem verið hefur
í félaginu síðustu árin. Hefur And-
vari vaxið úr því að vera litli bróðir
hinna félaganna á höfuðborg-
arsvæðinu í það að vera jafnoki
þeirra og kannski gott betur því
ætla má að félagið sé eitt það virk-
asta um þessar mundir.
Auk ræðuhalda fengu fákar fé-
lagsmanna að njóta sín allnokkuð á
velli hallarinnar og var til dæmis
boðið uppá vel lukkaða skrautreið
barna undir stjórn Sigrúnar Sigurð-
ardóttur. Þá mættu þrír félags-
manna með afrakstur hrossaræktar
sinnar og voru þar á ferð áðurnefnd-
ur Hannes, Sveinn Gaukur Jónsson
og Sigurbjörn Magnússon og með
þeim aðstoðarfólk.
Kór hefur verið stofnaður innan
félagsins og fékk hann að þreyta
sína frumraun á opinberum vett-
vangi og þótti vel til takast.
Þá komu þarna fram verðlauna-
hafar frá fyrsta töltmótinu sem
haldið var í höllinni kvöldið fyrir
vígsluna en úrslit á þessu fyrsta móti
ársins á landinu urðu sem hér segir:
Unglingar
1. Daníel Gunnarsson og Díana
frá Heiði
2. Ólöf Þ. Jóhannesdóttir og Fjöln-
ir frá Reykjavík
3. Áslaug A. Sigurbjörnsdóttir og
Búi frá Kiðafelli
4. Anna Þorsteinsdóttir og
Krummi frá Kálfholti.
5. Anna G. Oddsdóttir og Rauður
frá Borgarfirði
Opinn flokkur
1. Erling Ó. Sigurðsson og Áll frá
Búðardal
2. Bylgja Gauksdóttir og Hnota
frá Garðabæ
3. Þórunn Hannesdóttir og Gjöf
frá Hvoli
4. Jón Ó. Guðmundsson og Smyrill
frá Stokkhólma
5. Katrín Stefánsdóttir og Adam
frá Ketilsstöðum
Andvaramenn vígja nýja reiðhöll
Nýja höllin veldur
straumhvörfum
Morgunblaðið/Vakri
Ræktunarsýning félagsmanna Andvara var eitt af dagskráratriðum vígslu-
athafnar og heldur Gunnar Melsteð hér í eitt af ræktunarafrekum Sig-
urbjörns Magnússonar, unga hryssu undan Orra frá Þúfu.
Það var merkur áfangi í sögu Andvara
þegar Andvaramenn vígðu nýja reiðhöll
sína á laugardag. Var boðið upp á góða sýn-
ingu af þessu tilefni þar sem formenn, bæj-
arstjóri, prestur og ráðherra lögðu inn góð
orð til hallarinnar. Valdimar Kristinsson
leit við á Andvaravöllum.
FÁDÆMA góð mæting í
vígsluathöfn á Ármótum á dög-
unum hefur vakið mikla athygli
í röðum hestamanna og raunar
langt út fyrir þeirra raðir.
Kvaðst Hafliði Halldórsson
staðarráðsmaður fyrir sína
hönd og meðeigandans Dan
Robert Ewerts afar þakklátur
öllum þeim sem sáu sér fært að
mæta. Hafi þessar undirtektir
fært sér heim sanninn um að
fólk hafi almennt áhuga á þeirri
uppbyggingu sem þarna hefur
átt sér stað og væntanlega
þeirri starfsemi sem þar verður
í framtíðinni.
Hafliði
þakklátur