Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 47
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 47 ÍSLENSKA dómaraparið, Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, komust í gegnum niðurskurðinn sem gerður var á hópi dómara að lokinni riðlakeppni HM í hand- knattleik. Þeir félagar hafa verið settir á leiki í öðrum milliriðli sem fram fer í Póvoa De Varzim en þar leika Júgóslavar, Portúgalar, Tún- isbúar og Þjóðverjar. Auk þeirra dæmir pólskt par í riðliðnum og dómarapar frá Úkraínu. Þá verður Kjartan K. Steinbach, formaður dómaranefndar Alþjóða handknatt- leikssambandsins, umsjónarmaður með leikjunum í Póvoa De Varzim. Leikirnir í riðli Íslands sem háðir verða í bænum Caminha verða dæmdir af þýsku pari, Suður- Kóreumönnum og Portúgölum. Milliriðill þrjú fer fram í Rio Mai- or en í honum eru Danir, Egyptar, Króatar og Rússar. Viðureignir fjórða milliriðils verða háðar í Espinho og þar kljást Frakkar, Slóvenar, Svíar og Ungverjar. Þess má geta að þeir félagar dæmdu saman í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi 2001 og stóðu sig vel. Stefán dæmdi einnig á HM í Kumamoto í Japan 1997 – þá með Rögnvaldi Erlingssyni. Gunnar og Stefán halda áfram að dæma á HM LEIKMENN grænlenska liðsins eru afar óhressir með að hafa ekki komist í 16-liða úrslitin. Þeir skella skuldinni alfarið á danska þjálfara liðsins, Sören Hilde- brandt, og segja að hann hafi ekki lesið rétt í gang mála á HM. Hilde- brandt lét Grænlendinga leika af fullum krafti í þremur fyrstu leikjunum – gegn Þýskalandi, Ís- landi og Portúgal. Hann lét sína sterkustu menn leika alla leikina án hvíldar, þannig að þeir voru hreinlega sprungnir þegar leikið var gegn Ástralíu og Katar, þjóð- um sem Grænlendingar, að öllu eðlilegu, hefðu átt að leggja örugglega að velli. Grænlendingar eru afar óhressir ÍSLENSKA landsliðið leikur fyrri leik sinn í milliriðli í Caminha gegn Pólverjum á morgun. Leikurinn hefst kl. 18.30, en síðan verður leik- ið gegn Spánverjum á fimmtudag og hefst sá leikur kl. 20.30. Eftir upphaflegu plani átti að leika gegn Póllandi kl. 20.30 og Spáni kl. 18.30. Spánverjar óskuðu eftir að þeir lékju báða leiki sína kl. 20.30, sem er hentugur tími fyrir sjón- varpsútsendingu á Spáni – kl. 21.30 að staðartíma þar. Spánverjar réðu ferðinni ÞEGAR síðustu fréttamennirnir gengu út úr íþróttahúsinu í Viseu á sunnudagskvöldið – fjórum tím- um eftir að síðasti leikurinn fór fram, var keppnissalurinn orðinn fokheldur. Búið var að fjarlægja keppnisgólfið, áhorfendabekkina, hátalarakerfið, mörk og marka- töfluna. Þessum hlutum var kom- ið fyrir á vöruflutningabíla og farið með þá á næsta keppnisstað – einn staðanna, sem leikið verður á í milliriðli. Það getur því verið að íslenska liðið leiki á sama gólf- inu og það lék á í Viseu, í milli- riðli í bænum Caminha, nyrst í Portúgal. Fokhelt í Viseu Svíar sem unnu fjóra leiki en töp-uðu einum halda áfram í næstu umferð án stiga á sama tíma og Slóv- enar sem unnu tvo leiki en töpuðu þremur viðureignum komast í næstu umferð með tvö stig. „Staða okkar er afar erfið því það er ljóst að við verðum bæði að vinna heimsmeistara Frakka og Ungverja til þess að eiga hreinlega möguleika á að komast á Ólympíuleikana í Aþenu,“ segir Bengt Johansson, landsliðsþjálfari Svía, sem er allt annað en sáttur við leikjafyrirkomu- lagið á heimsmeistaramótinu og þá staðreynd að það skuli kom liðum í koll að vinna leiki. „Fyrirkomulagið á ekki að vera svona eins og það er, það á aldrei að þurfa að koma mönn- um í koll að vinna leiki,“ segir Jo- hansson. Í milliriðli Svíana hefja þeir keppni án stiga eins og Ungverjar en Slóvenar og Frakkar með tvö stig. „Við leikum fyrst við Ungverja og verðum að gæta okkar á því að vinna þá ekki með of miklum mun. Þeir verða að eiga einhverja von þegar þeir mæta Slóvenum á sama tíma og við leikum við Frakka. Það er öruggt að við þurfum á hjálp að halda frá Ungverjum, þeir verða að vinna Slóvena til þess að fá möguleika á að ná öðru sæti milliriðilsins sem gefur okkur kost á að keppa um farseðilinn á Ólympíuleikana í Aþenu,“ sagði Johansson og líst illa á stöðuna eins og hún er nú. Hefðu átt að skora í eigið mark Magnus Wislander, hinn þraut- reyndi leikmaður sænska landsliðs- ins, tók undir með þjálfara sínum að fyrirkomulag keppninnar væri ekki sanngjarnt og hann sæi eftir því að hafa ekki gert jafntefli við Dani í stað þess að leggja þá. „Við hefðum átt að skora nokkrum sinnum í eigið mark á lokakaflanum og jafna leikinn. Þá hefði leikurinn endað með jafntefli, við farið áfram með tvö stig eins og Danir. Um leið hefði líka verið sýnt fram á hversu dæmalaust þetta keppnisfyrirkomu- lag er,“ sagði Wislander. Svíar mæta Ungverjum á morgun og síðan glíma þeir við heimsmeist- ara Frakka á fimmtudaginn. Sigur kom Svíum í koll SVÍAR eru farnir að naga sig í handarbökin yfir því að hafa unnið Dani í uppgjöri þjóðanna í D-riðli á HM handknattleik. Sigurinn þýddi að þeir unnu riðilinn og tóku Slóvena með sér í milliriði og þar af leiðandi um leið úrslit í leik þjóðanna, en það var eini leikurinn sem Svíar töpuðu í riðlakeppninni. Hefðu Svíar tapað eða gert jafn- tefli í leiknum við Dani hefðu Danir unnið riðilinn og Svíar hafnað í öðru sæti. Þá hefðu Svíar haldið áfram keppni með Egyptum sem urðu í fjórða, en Svíar unnu Egypta örugglega.  JAKOB Larsen, markahrókur grænlenska liðsins, vakti nokkra at- hygli á HM. Meðal annars fékk hann boð frá Katarbúum um að koma til þeirra og leika handknattleik í þrjá mánuði í vor. Larsen segist hafa af- þakkað boðið, hann vilji einbeita sér að því að leika fyrir GOG í Dan- mörku. „Það væri vissulega spenn- andi að fara til Katar, alltént í fjár- hagslegu tilliti. Katarbúarnir sögðu mér að peningar væru ekkert vanda- mál, þeir ættu nóg af þeim,“ sagði Larsen við dönsk blöð.  MAGNUS Wislander sýndi það að lengi lifir í gömlum glæðum þegar hann skoraði tíu mörk fyrir Svía gegn Dönum á sunnudag. Til að skora mörkin tíu notaði Wislander tólf skottilraunir. „Við erum greini- lega komnir í gang á HM,“ sagði Wislander í samtali við Aftonbaldet í gærmorgun. Wislander var veikur í byrjun keppninnar og missti m.a. meira og minna af hinum mikilvæga leik við Slóvena sem Svíar töpuðu.  LEIKMENN sænska landsliðsins fóru allir á spilavíti í Sao Joao Da Madeira eftir að riðlakeppni HM var lokið þar á sunnudagskvöldið. Eng- um sögum fer af heppni þeirra eða óheppni við spilaborðið. Í gærmorg- uninn hélt sænska liðið frá Sao Joao Da Madeira til Espinho þar þeir leika í milliriðlum í vikunni.  MARKUS Baur, leikstjórnandi Lemgo og þýska landsliðsins, hefur verið valinn besti þýski handknatt- leiksmaðurinn af vikuritinu Hand- ball-Woche. Þetta er í annað sinn sem Baur verður fyrir valinu í kjör- inu en hann var einnig hlutskarpast- ur fyrir þremur árum. Annar varð félagi hans hjá Lemgo og landslið- inu, Christian Schwarzer og horna- maðurinn Stefan Kretzschmar hjá SC Magdeburg varð þriðji.  JÚGÓSLAVAR voru með bestu markvörsluna í undanriðlunum á HM. Markverðir þeirra, Arpad Sterbik og Dejan Peric, vörðu tæp- lega 50 prósent skota sem komu á júgóslavneska markið í A-riðlinum. Næstir komu þeir Henning Fritz og Christian Ramota sem vörðu um 43 prósent skota á þýska markið.  CARCIA Cuesta, þjálfari Portú- gals, segir að ef sínir menn leiki af sama baráttuandanum og gegn Ís- landi í undanriðlinum, geti þeir sigr- að Júgóslavíu á morgun. Cuesta var mjög ánægður með leikinn gegn Ís- landi þrátt fyrir ósigur, 28:29.  SPÁNVERJAR eiga von á miklum stuðningi þegar þeir mæta Íslend- ingum í Caminha á fimmtudag en César Argilés, þjálfari þeirra, segir að sá leikur sé lykillinn að því að spila um verðlaunasæti á mótinu. Caminha er nyrsti bær í Portúgal, við spænsku landamærin, og er ör- skammt frá spænsku borginni Vigo. FÓLK Morgunblaðið/Günter Schröder Dagur Sigurðsson, fyrirliði landsliðsins, í leik gegn Portúgal – Silva til varnar. Dagur hefur ekki náð sér á strik á HM, eins og nokkrir aðrir leikmenn íslenska liðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.