Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur ekki skoðað sérstaklega hvort ástæða sé til að breyta lögum þannig að lögreglu beri að hljóð- rita yfirheyrslur í sakamálum. Í dómi sem Pétur Guðgeirsson, hér- aðsdómari í Reykjavík, kvað upp í liðinni viku, gagnrýndi hann lög- reglu fyrir að hljóðrita ekki yf- irheyrslur og benti m.a. á að staða ákæruvalds og sakbornings myndi styrkjast við slíkt. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra segir að ráðuneytið hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort breyta eigi lögum. Hún bendir hins vegar á að réttarfarsnefnd vinni að heildarendurskoðun laga um meðferð opinberra mála. Ábendingar dómarans muni ef- laust gagnast nefndinni vel í þeirri vinnu. Aðspurð segist hún vonast til að nefndin ljúki því sem fyrst, og vonandi á þessu ári. Pétur Guðgeirsson segir í fyrr- nefndum dómi að þó að ekki sé beinlínis mælt fyrir um að yfir- heyrslur séu hljóðritaðar teljist þær fráleitt vera bannaðar. Sól- veig segir að spurningum um breytt verklag við rannsóknir verði að beina til ríkissaksóknara. „Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála er ríkissaksóknari æðsti handhafi ákæruvalds í land- inu og hefur meðal annars það hlutverk að setja almennar reglur um rannsókn og meðferð saka- mála,“ segir Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra. Í höndum ríkissak- sóknara Hljóðritun yfirheyrslna ÞINGMENN lögðu áherslu á að koma þyrfti í veg fyrir launamun kynjanna í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í gær. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefj- andi umræðunnar en Geir H. Haarde fjármálaráðherra var til andsvara. Þórunn sagði í upphafi máls síns að launamunur kynjanna væri viðvarandi vandamál. Hún sagði að í skýrslu eftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna um jafnrétt- ismál, sem birt var á síðasta ári, hefði komið fram að margs konar rannsóknir sýndu fram á, þegar tekið hefði verið tillit til ýmissa breyta, s.s. yfirvinnu og starfsald- urs, að launamunur kynjanna væri á bilinu 8–18%. Þórunn benti á að jafnan væri notast við þá aðferð þegar launa- munur kynjanna væri kannaður að taka tillit til breyta eins og yfir- vinnu, aldurs, menntunar og fleira. Það sem eftir stæði væri kallað óút- skýrður launamunur, þ.e. launa- munur sem einungis yrði rakinn til kynferðis. „En leitin að skýribreyt- um hefur að mínu áliti gengið býsna langt,“ sagði þingmaðurinn. „Hinn skýrði launamunur þarf nefnilega hvorki að vera eðlilegur né sann- gjarn. Telst hjúskaparstaða eða barnafjöldi til dæmis eðlileg skýri- breyta? Eða útlit eins og kom fram í einni könnun á vegum Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur? Margir kvennavinnustaðir eru sem kunnugt er láglaunavinnustaðir. En er rétt- lætanlegt að nota þá staðreynd til þess að skýra launamun eins og stundum hefur verið gert? Sú stað- reynd að hefðbundin karlastörf eru betur launuð en hefðbundin kvenna- störf segir okkur margt um mat samfélagsins á vinnuframlagi karla og kvenna. Og það virðist því miður nokkuð langt í hina margumræddu viðhorfsbreytingu.“ Þórunn spurði fjármálaráðherra að því hvaða tæki hið opinbera hefði í raun í höndum til að fylgjast með þróun launa og þróun launamunar kynjanna. Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, tók í fyrstu fram að allir væru sammála um að eyða launa- mun á milli kynjanna. „Það er ekki á stefnu neins stjórnmálaflokks eða almannasamtaka að viðhalda slíkum mun. Þvert á móti er það stefna okkar allra held ég að sporna gegn honum eftir því sem nokkur kostur er. Ég tel að gamla kjörorðið um sömu laun fyrir sömu vinnu eigi ennþá fullan rétt á sér. Ég tel full- víst að við öll ætlumst til þess að dætur okkar þiggi sömu laun fyrir sín störf og synir okkar í sambæri- legum störfum.“ Ráðherra sagði að launamunur kynjanna væri verkefni sem við öll þyrftum að taka saman höndum um að vinna bug á. Dreifstýrt launakerfi hafi ekki aukið launamuninn Fjármálaráðherra fór síðan yfir það hvað ríkið hefði gert til að jafna kjaralega stöðu kvenna og karla sem starfa hjá ríkinu. Hann sagði að á grundvelli stefnumótunar í starfsmannamálum sem samþykkt hefði verið árið 1995 hefði verið ákveðið að leggja m.a. áherslu á valddreifingu og einföldun í launa- kerfi ríkisins. Þannig yrði kerfið gegnsærra og skýrara. „Í samræmi við þessar áherslur var samið við flestöll stéttarfélög starfsmanna ríkisins um dreifstýrt launakerfi. Launajafnrétti var einn þeirra grunnþátta sem þar var byggt á.“ Síðan sagði ráðherra: „Þær raddir hafa hins vegar heyrst að með þess- ari dreifstýringu, þ.e. breytingu frá miðstýringu til dreifstýringar hafi launamunur kynjanna aukist. Ég tel slíkar fullyrðingar mjög vafasam- ar.“ Benti ráðherra m.a. á í því sam- bandi að hlutur yfirvinnu í heild- arlaunum opinberra starfsmanna hefði minnkað frá árinu 1997. Það hefði m.ö.o. dregið úr yfirvinnu karla á þessum tíma. En sú yf- irvinna hefði gjarnan verið ein skýr- ingin á launamun kynjanna. Launamun kynjanna verði eytt HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að bandarísk yfirvöld hefðu ekki haft samband við íslensk stjórnvöld vegna hugsanlegra hernaðaraðgerða í Írak. Íslensk stjórnvöld hefðu held- ur ekki sett sig í samband við banda- rísk stjórnvöld vegna þessa máls. Kom þetta fram í svari ráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar– græns framboðs. Ráðherra sagði jafnframt að íslensk stjórnvöld teldu nauðsynlegt að vopnaeftirlitsmönn- um Sameinuðu þjóðanna gæfist betra ráðrúm til að athafna sig í Írak. „Og það liggur líka fyrir að ís- lensk stjórnvöld telja nauðsynlegt að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki þetta mál til frekari umfjöllunar,“ sagði hann. Ráðherra sagði að auðvitað von- uðust allir til þess, ekki síst Íslend- ingar, að hægt yrði að komast hjá kæmi í ljós að Hussein byggi yfir gjöreyðingarvopnum og vildi ekki afvopnast þá stæði alþjóðasamfélag- ið frammi fyrir því að grípa til sinna ráða. „Það er alveg ljóst af okkar hálfu að við teljum algjörlega nauð- synlegt að þetta mál komi til umfjöll- unar öryggisráðs SÞ á nýjan leik. Það höfum við margsagt. En ég held að allir geti verið sammála um það að ef að þessi maður býr yfir gjör- eyðingarvopnum, með þeim afleið- ingum sem það getur haft í för með sér, stendur alþjóðasamfélagið frammi fyrir mjög erfiðri stöðu. Það hlýtur að vera krafa okkar Íslend- inga, eins og annarra, að þeir af- vopnist. Það er krafa Sameinuðu þjóðanna. Komi hins vegar í ljós að hann búi ekki yfir gjöreyðingar- vopnum þá er málið væntanlega leyst,“ sagði Halldór. Vopnaeftirlitsmenn fái betra svigrúm til athafna Morgunblaðið/Golli átökum á umræddu svæði. Hann sagði þó ljóst að án utanaðkomandi þrýstings væri ekki líklegt að stjórn Saddams Husseins færi frá völdum í Írak. „Við verðum að hafa það í huga að núverandi staða er mjög slæm því það eru miklar hörmungar í landinu. Það er kominn tími til að þeim hörm- ungum linni. Að mínu mati er því óbreytt ástand ekki góð niðurstaða.“ Ráðherra sagði einnig að ef það ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í gær að Samfylkingin styddi í hví- vetna málflutning ríkisstjórnarinn- ar, gagnvart óbilgjörnum kröfum, sem framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins (ESB) hefði lagt fram á hendur Íslendingum í viðræðum EFTA-ríkjanna og ESB um aðlögun samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið (EES) að ESB. „Ég held að það sé nauðsynlegt að það sé breiður stuðningur á bak við viðbrögð ríkisstjórnarinnar,“ sagði Össur. „Ég vil þess vegna að það komi fram að ég tel að ríkisstjórnin hafi brugðist vel og hart við óbilgirni ESB.“ Var hann þar að vísa til krafna ESB um aukið framlag Ís- lendinga í sjóði ESB. Össur spurði því næst Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra út í þær upplýsingar sem fram hefðu komið í viðræðunum um að Íslendingar kynnu að fá meira greitt úr sjóðum ESB en nú – værum við fullgildir að- ilar að sambandinu. Halldór Ás- grímsson svaraði því m.a. til að það væri rangt af ESB að vera með ein- hverja útreikninga á því hvað við kynnum að þurfa að greiða værum við aðilar að ESB. „Við erum það alls ekki [þ.e. aðilar að ESB] og það ligg- ur engin umsókn fyrir um það.“ Það kæmi því yfirstandandi viðræðum ekki við. Ráðherra sagði að það hvað við greiddum í sjóði ESB eða fengjum greitt úr þeim færi eftir því hvaða forsendur menn gæfu sér. Það lægi t.d. fyrir að Íslendingar greiddu háa tolla af sjávarafurðum inn til ESB en vegna þeirra yrði minni verðmæta- aukning hér á landi en ella. „Það er tiltölulega auðvelt að reikna út hvað þjóðir þurfa að greiða brúttó inn til þessara samtaka [ESB] en það eru hins vegar ýmsir annmarkar á því hvað kemur til baka; það fer eftir samningsniðurstöðu í samningum og það fer líka eftir því hversu duglegir aðilar eru að sækja um stuðning í margvíslegum málum,“ sagði Hall- dór. Samfylkingin um samningaviðræður EFTA og ESB Styður málflutning rík- isstjórnarinnar í málinu ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum at- kvæðagreiðslum mun iðnaðar- ráðherra, Valgerður Sverris- dóttir, mæla fyrir frumvarpi um álverksmiðju í Reyðarfirði. KÆRUM vegna kynferðis- brota hefur farið stöðugt fjölg- andi undanfarin ár. Árið 1998 voru 96 slík mál kærð til lög- reglu, þeim fjölgaði í 119 árið eftir, árið 2000 voru kærurnar 149 og árið 2001 voru 175 kyn- ferðisbrot kærð til lögreglu á landinu öllu. Bráðabirgðatölur frá embætti ríkislögreglustjóra benda til þess að 171 mál hafi verið kært á síðasta ári. Fjöldi dóma hefur hins vegar verið svipaður öll árin ef undan er skilið árið 2001. Þannig féllu 24 dómar árið 1998, 22 dómar árið 1999, 24 dómar árið 2000 og 36 dómar árið 2001. Þetta kom fram í svari dóms- málaráðherra á Alþingi í gær við fyrirspurn Sigríðar Ingv- arsdóttur alþingismanns. Fleiri kæra kyn- ferðisbrot KENNARAR í Háskóla Íslands hafa ekki skilað einkunnum úr tíu af 466 prófum sem þreytt voru við skólann fyrir jól. Brynjólfur Stef- ánsson, formaður Stúdentaráðs, segir að undanfarin ár hafi um 24– 29% prófa komist í vanskil, en sam- kvæmt reglum Háskóla Íslands eiga einkunnir úr prófum að liggja fyrir fjórum vikum eftir að þau eru tekin í jólaprófum og þremur vikum eftir prófdag í vorprófum. Brynj- ólfur segir að ýmsar ástæður geti legið að baki því að einkunnum sé ekki skilað og muni Stúdentaráð kanna í dag hvað valdi töfum á ein- kunnaskilum. „Ég vek athygli á því að þetta skiptir stúdenta mjög miklu máli. Lánasjóður íslenskra námsmanna krefst þess að nemendur skili inn námsárangri til að þeir fái lánin greidd út þannig að þetta hefur áhrif á fjárhagslega stöðu margra nemenda,“ segir Brynjólfur. Hann segir að stúdentar kvarti mikið yfir því að það dragist að skila einkunn- um þeirra, margir nemendur kom- ist í fjárhagsvandræði þegar líða taki á önnina og vandræði þeirra aukist eftir því sem þeir þurfi að bíða lengur eftir að fá námslánin greidd út. Námslán eru alltaf greidd út eftir að önninni er lokið og námsárangur liggur fyrir. Tíu hafa ekki skilað einkunn ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.