Morgunblaðið - 28.01.2003, Síða 9

Morgunblaðið - 28.01.2003, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 9 VERKEFNISSTJÓRNUN skiptir stöðugt meira máli á heilbrigðisstofnunum, hjá fyrirtækjum á sviði heilbrigðistækni, lífvísinda og líftækni og innan rannsóknageirans. Þetta kom fram á námstefnu Verkefnastjórn- unarfélags Íslands (VSF) um verkefnastjórnun í heilbrigðis- og lífvísindum, sem fór fram fyrir helgi. Hildur Hrólfsdóttir, formaður VSF, segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi meðal annars verið að opna umræðuna um með hvaða hætti að- ferðir verkefnastjórnunar gætu gert þjónustuna og starfið skilvirkara og betra. Hvar hentugast væri að beita þessari aðferð, hvar hún væri notuð og hvað mætti af henni læra. „Námstefnan heppn- aðist mjög vel og við fengum góð viðbrögð,“ segir hún, en Delta hf. og Rannís voru styrktaraðilar námstefnunnar. Verkefnastjórnun er m.a. notuð við undirbúning verkefna, áætlanagerð, hópstjórnun, eftirlit fram- kvæmda og árangursmat. Frummælendur lýstu stöðu verkefnastjórnunar á sínu starfssviði og kynntar voru sívaxandi kröfur ýmissa fjármögn- unaraðila eins og Rannís til faglegrar verkefna- stjórnunar auk þess sem greint var frá dæmum um árangursríka notkun verkefnastjórnunar. Þórunn Rafnar, forstöðumaður krabbameins- rannsókna hjá Urði, Verðandi, Skuld og hjá fag- ráði Rannís, benti á hvað þessi vinnubrögð væru mikilvægur hluti af kröfum fjármögnunaraðila og þau gerðu gjarnan útslagið hverjir fengju styrki og hverjir ekki. „Evrópubandalagið leggur til dæmis æ meiri áherslu á þennan þátt í sambandi við styrkveitingar,“ segir Hildur. „Það er ekki nóg að vera með góðar hugmyndir eða vera góður vís- indamaður heldur skiptir stjórnunin miklu máli.“ Hilmar Janusson, þróunarstjóri Össurar hf., gerði grein fyrir hvernig verkefnastjórnun væri markvisst beitt hjá fyrirtækinu, hverjir kæmu að málum og hverjir væru ábyrgir. „Þetta var mjög áhugavert og lærdómsríkt,“ segir Hildur. Auk þess fluttu erindi Guðrún Högnadóttir, ráðgjafi hjá IMG Deloitte, Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, Lilja Þorsteinsdóttir frá þróunarskrifstofu hjúkr- unarforstjóra og hugbúnaðardeild LSH og Guðjón Birgisson, skurðlæknir á LSH, en Thomas Möller, aðstoðarforstjóri Lífs hf., var fundarstjóri. Námstefna um verkefnastjórnun í heilbrigðis- og lífvísindum Bættur árangur með mark- vissari verkefnastjórnun VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur sent Búnaðarbanka Íslands bréf með fyrirmælum um að vinnutími vaktmanna verði skipulagður á þann hátt að þeir njóti lágmarkshvíldar og fái þá frídaga sem kveðið er á um í vinnuverndarlögum. Vinnueftirlitið fór yfir vinnutíma vaktmanna bank- ans á þriggja mánaða tímabili og reyndust tveir þeirra ekki hafa feng- ið lögskilinn hvíldartíma og lág- marksfrídaga. Beiðni um að farið yrði yfir vinnutíma vaktmanna bank- ans barst Vinnueftirlitinu frá einum vaktmannanna. Bankinn tekur tillit til athugasemdanna „Búnaðarbankinn tók vel við öll- um þessum ábendingum og ég er sannfærður um að bankinn gætir þess í framtíðinni að farið verði að öllum þessum reglum. Við höfum rætt við stjórnendur bankans og full- trúa starfsmannafélagsins og erum þess fullvissir að vel verði að þessu staðið í framtíðinni,“ segir Steinar Harðarson, umdæmisstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins. Aðspurður segir Steinar að ekki verði gripið til frekari aðgerða. Þetta sé í fyrsta sinn sem Vinnueftirlitið fari fram á það við bankann að hann breyti vinnufyrirkomulagi. Aðeins sé gripið til frekari aðgerða þegar lög- brotin varði líf og heilsu manna. Búnaðarbankinn braut vinnuverndarlög BJÖRGVIN Mýrdal matreiðslumeistari keppir í dag í keppn- inni Bocus d’or sem er heimsmeist- arakeppni mat- reiðslumeistara sem fram fer í Lyon í Frakklandi. Björgvin matreiðir þar fransk- ar nautalundir og norska sjóbleikju. Björgvin hefur fimm klukkustundir til að laga mat fyrir 12 manns. Hann þarf svo að halda matnum heitum meðan mynda- taka fer fram og þar til skammtað er af silfurfötum fyrir framan dómarana. Klúbbur mat- reiðslumeistara stendur fyrir því að senda Björgvin á mót- ið ásamt styrktarað- ilum. Gissur Há- konarson, formaður klúbbsins, vonast til að Björgvin verði meðal 10 efstu manna. „Hann er mjög fær. Hann er búinn að æfa sig mikið. Allar æfingar hafa heppnast gífurlega vel. Miðað við það sem ég hef smakkað hjá honum er ég með mjög góðar væntingar.“ Björgvin hefur alfarið einbeitt sér að æfing- um síðastliðna sex mánuði enda styrktur af Klúbbi matreiðslu- meistara. Alls keppa 24 þjóðir á mótinu, helmingur í dag og helmingur á morgun. Um 40 þjóðir sóttu um þátttöku á mótinu en aðeins 24 fengu inngöngu. Ísland tók fyrst þátt í keppninni árið 1999 og hafn- aði þá í 5. sæti. Ísland náði svo 3. sæti 2001 en góður árangur und- anfarinna ára veldur því að Ísland fær þátttökurétt í ár. Mikil sýning er í kringum keppn- ina og verður Ísland meðal annars með kynningarbás fyrir íslenskan fisk. Um 700 fjölmiðlamenn ásamt þúsundum annarra fylgjast með keppninni frá öllum heimshornum. Frá Íslandi eru um 30 manns í Lyon og þar á meðal er Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Heimsmeistarakeppni matreiðslumeistara Sex mánuði að und- irbúa keppnina Morgunblaðið/Jón Svavarsson Björgvin Mýrdal er hér við æfingar fyrir heims- meistarakeppni matreiðslumeistara. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Stórútsala 20% aukaafsláttur Matseðill www.graennkostur.is 21/01-27/01 frá GRÆNUM KOSTI, Skólavörðustíg 8. Opið mánudaga-laugardaga kl. 11.30-21.00, sunnudaga kl. 13.00-21.00. Pantanir í síma 552 2028, skrifstofa 552 2607, fax 552 2607. Þri 28/1: Suðurindverskur pottréttur & nanbrauð m/fersku salti, hrísgrjónum & meðlæti. Mið 29/1: Marokkóskar kræsingar m/fersku salti, hrísgrjónum & meðlæti. Fim 30/1: Mexíkóskur pottur & pönnukökur m/fersku salti, hrísgrjónum & meðlæti. Fös 31/1: Fylltar papríkur & meðlæti í stíl m/fersku salti, hrísgrjónum & meðlæti. Helgin 1/2 og 2/2: Indverskar kræsingar. Mán 3/2: Asískur matseðill nýtt & spennandi. Bankastræti 14, sími 552 1555 Ný sending af gallabuxum frá Ný peysusending frá SkovhuusÚ T S A L A 15% aukaafsláttur af öllum útsöluvörum Stærðir 36–54 (S-3XL) Opið virka daga frá kl. 10-18, og laugardaga kl. 10-14 Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán.-fös. kl. 10-18. Laugardag 10-14 Ný sending Allur fatnaður þessa viku ÷50% Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 sérverslun. Sérhönnun st. 42-56 Fataprýði Útsölulok undirfataverslun Síðumúla 3-5, s. 553 7355 Opið virka daga kl. 11-18 • laugardag kl. 11-15 Útsala Verðsprengja Aðeins 5 verð á útsölunni Kr. 990, 1490, 1990, 2490 og 2990 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.