Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 7
Verð 2.990 kr.
ensk-íslensk / íslensk-ensk
Sjálfsagður hluti af ís lenskum hugbúnaði
SKÓLAORÐABÓK
TÖLVUORÐABÆKUR
ENSK-ÍSLENSK /
ÍSLENSK-ENSK
DÖNSK-ÍSLENSK
FRÖNSK-ÍSLENSK
Ný og þróuð orðabók –
Sérhönnuð fyrir námsfólk
Flettu upp í öflugri ensk-íslenskri og
íslensk-enskri orðabók
Glósaðu
Skoðaðu beygingar orða
Æfðu óreglulegar enskar sagnir
Leitaðu í leitarvélum, alfræðibókum
og orðabókum á vefnum
Hugbúnaður fyrir Windows stýrikerfi
•
•
•
•
•
•
ÍSLENSK
ORÐABÓK
Fáanleg bæði
fyrir PC og MAC
Verð frá 5.980 kr.
Verð 7.990 kr.
w w w . e d d a . i s
NÝ
BREYTTIR jeppar eiga í minna
mæli þátt í umferðarslysum en
óbreyttir jeppar af sömu gerðum.
Þetta er niðurstaða rannsóknar sem
ORION Ráðgjöf gerði á slysatíðni
breyttra jeppa, en fyrirtækið fékk
styrk frá Rannsóknarráði umferð-
aröryggismála til rannsóknarinnar.
Markmið verkefnisins er að
kanna hvort munur sé á slysatíðni
breyttra og óbreyttra jeppa, hvort
munur sé á notkun jeppa í þessum
tveimur hópum og hvort munur er á
bakgrunni umráðamanna þessara
bifreiða. Þá var einnig kannað hvort
munur sé á tilhneigingu ökumanna
breyttra og óbreyttra jeppa til
áhættuhegðunar í umferðinni.
Úrtak 3.385 óbreyttra og breyttra
jeppa af þremur algengum gerðum
(Toyota Land Cruiser, Nissan Patr-
ol og Isuzu Trooper), sem nýskráðir
voru á árunum 1991–2000, var feng-
ið úr ökutækjaskrá. Þá voru fengn-
ar upplýsingar um skráð slys og
óhöpp sem bifreiðar í úrtakinu lentu
í á sama árabili. Könnun var gerð
meðal úrtaks um 1.400 umráða-
manna breyttra og óbreyttra jeppa.
Með henni fengust upplýsingar um
áætlaða árlega akstursvegalengd
jeppanna, notkunarmynstur þeirra
og áhættutilhneigingu ökumanna.
Í tilkynningu frá ORION Ráðgjöf
segir, að helsta niðurstaðan sem
fengist hafi í þessum áfanga sé sú
að slysatíðni breyttra jeppa sé
marktækt lægri en fyrir óbreytta
jeppa af sömu gerðum en ekki hafi
fundist marktækur munur á áætl-
aðri árlegri akstursvegalengd milli
hópanna. Breyttir jeppar voru 21%
af úrtakinu en hlutfall þeirra í slys-
um og óhöppum samkvæmt lög-
regluskýrslum var 9%. Þetta jafn-
gildi því að slysatíðni breyttra jeppa
í úrtakinu sé 7% en slysatíðni
óbreyttra jeppa er 19%. Slys með
breyttum jeppum urðu innan þétt-
býlis í 82% tilfella en 72% slysa með
óbreyttum jeppum urðu innan þétt-
býlis.
Slysatíðni breyttra jeppa
minni en óbreyttra
LAUFEY Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Plúsferða, gerir at-
hugasemd við þau ummæli Andra
Más Ingólfssonar, framkvæmda-
stjóra Heimsferða, í blaðinu í gær,
að fyrirtæki hans bjóði lægsta verð
á ferðum til Alicante. Segir Laufey
að verð Plúsferða sé 23.630 kr. fyrir
manninn í ferð í apríl en 29.630 kr.
fyrir fimm ferðir í maí til sept-
ember.
Í frétt um ferðir Heimsferða til
Alicante kemur fram að flugmiðinn
kosti 29.950. Boðinn sé afsláttur sé
greitt með VR- eða Mastercard
ávísunum. Laufey segir Plúsferðir
bjóða lægra verð, þ.e. 23.630 og
29.630 fyrir alla, það séu ekki sér-
kjör fyrir ákveðna hópa eða gegn
ákveðnum afsláttarávísunum. Hún
segir Plúsferðir hafa í fimm ár boð-
ið sumarferðir til Alicante.
Segir Plús-
ferðir bjóða
lægri fargjöld
LÖGREGLAN í Kópavogi rann-
sakar nú þjófnaði á varahlutum úr
Toyota Corolla-bifreiðum, en
nokkuð hefur borið á því undanfar-
ið að gengið sé á bifreiðar af þess-
ari tegund og hlutir rifnir af þeim.
Á síðustu þremur vikum hefur
m.a. verið stolið tveimur vélarhlíf-
um, hliðarspeglum, rafmagnsrúðu-
upphölurum og nú síðast um
helgina var stolið stefnuljóskerum.
Segir lögreglan að svo virðist sem
einhver óprúttinn sé að verða sér
úti um varahluti með þessum
hætti.
Þjófar leggjast
á Toyota-bíla
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
GRÍÐARLEG hálka hefur verið í
Strandasýslu síðustu daga og nokk-
ur umferðaróhöpp orðið af þeim
sökum. Á Hólmavík er varla stætt á
götum að sögn lögreglu.
Snemma í gærmorgun valt vöru-
bíll Vegagerðarinnar sem var not-
aður við að bera sand á veginn um
Smáhamraháls. Mikil hálka var á
veginum og rann bíllinn stjórnlaust
þar til hann valt niður brattan veg-
kant. Bíllinn fór eina veltu og
skemmdist mikið. Ökumaður hans,
karlmaður um þrítugt, kvartaði
undan eymslum í höfði og hálsi og
var hann fluttur á heilsugæslustöð-
ina á Hólmavík. Þykir hann hafa
sloppið vel frá óhappinu. Vegagerð-
in fékk annan bíl til að sinna sand-
burðinum. Seint á sunnudagskvöld
valt bifreið út af við Borgarháls.
Ökumaður og þrír farþegar sluppu
ómeiddir.
Sandburðar-
bíllinn valt
vegna hálku
♦ ♦ ♦
LÝSTAR kröfur í þrotabú fasteigna-
sölunnar Holts, sem tekið var til
gjaldþrotaskipta 31. október sl. í
kjölfar tugmilljóna kr. fjársvika eig-
anda hennar, eru alls rúmlega 114
milljónir króna. Þar af hefur 95 millj-
ónum króna verið lýst sem almenn-
um og eftirstæðum kröfum og 19
milljónum sem forgangskröfum. Af-
staða skiptastjóra og kröfuhafa til
krafnanna mun liggja fyrir eftir
skiptafundi sem haldinn verður 11.
febrúar.
Þrotabú fasteigna-
sölunnar Holts
Almennar
kröfur 114
milljónir kr.