Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 29 UPPI eru hugmyndir umað nýta gömul og úr-elt skip til uppbygg-ingar tómstunda- byggðar á Hvítanesi í Kjósar- hreppi. Vinna við deiliskipulag svæðisins er þegar hafin. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur mikill fjöldi svokallaðra óreiðuskipa safnast fyrir í höfnum landsins, með tilheyrandi kostnaði, mengunarhættu og óprýði. Sam- kvæmt lauslegri athugun um- hverfisnefndar Hafnarsambands sveitarfélaga fyrir tveimur árum eru um 160 skip í reiðileysi í höfnum landsins. Mikill kostnaður fylgir förgun þessara skipa og í mörgum til- vikum er eignarhald þeirra á reiki. Í þingsályktunartillögu sem Katrín Fjeldsted, þingmaður, lagði fram í annað sinn á yf- irstandandi Alþingi, er umhverf- isráðherra falið að kanna fjölda óhreyfðra og úreltra skipa í höfnum landsins og hvort unnt sé að nýta þessi skip á einhvern hátt en ella hvað það kosti að flytja þau burt og farga þeim. Tillagan bíður nú umfjöllun um- hverfisnefndar en meðal þeirra sem veittu henni umsögn var einkahlutafélagið Hvítanes, sem er í eigu landeigenda jarð- arinnar Hvítaness í Kjós- arhreppi. Forsvarsmaður Hvítaness er Björn Kristinsson, prófessor í verkfræði, en hann hefur, ásamt bróður sínum Jóni, prófessor í umhverfisfræðum og arkitekt í Hollandi, uppi hugmyndir um að nýta sérstaklega legu landsins að sjó og er félagið um þessar mundir að vinna að deiliskipu- lagi að nýstárlegri nýrri tækni við tómstundabyggð. „Þar sem óreiðuskipavandinn á Íslandi er tengdur skipum sem mörg hver eru verkefnalaus er auðvitað eðlileg hugmynd að nýta slík skip sem bústaði á landi í um- hverfi sem er sérstaklega skipu- lagt í þessum tilgangi.“ Ótal möguleikar Björn segir hugmyndina byggjast á því að skip og bátar sem séu í þokkalegu ástandi verði tekin upp á land á stór- straumsflóði um sérhannaðan skurð eða braut, skipunum sé komið fyrir á landi, þau skorðuð og fái tengingu við landkerfi svo sem rafmagn, vatn, hita og frá- rennsli. Í landi megi tæknilega séð nýta skipin á margvíslegan annan hátt en á sjó. „Möguleik- arnir eru nánast óteljandi. Lest- ina má til dæmis innrétta eða nýta í ýmsum tilgangi. Vél og kjölfestu má fjarlægja til þess að fá aukið rými. Inngang má jafn- vel setja á skipssíðuna, tjalda eða byggja yfir dekkið og brúin er tilvalin til útsýnis yfir sól- ríkan Hvalfjörðinn. Skipulag bátabyggðanna mætti samræma þannig, að skip af svipaðri stærð og gerð, til dæmis skip sem eru nálægt 15 metrum, 20 metrum og 25 metr- um, væru hópuð saman. Skipin væru lagfærð og máluð og um- hverfið lífgað með gróðri og skjólbeltum. Stór skip kæmu á nesoddann og mynduðu þar miðbæ og þjónustumiðstöð.“ Þekkist ekki annars staðar Björn segir nú unnið að þess- ari skipulagsvinnu. Frumdrög að deiliskipulagi svæðisins hafi þeg- ar verið send Kjósarhreppi og telur Björn að þarna geti skap- ast margvísleg starfsemi í sveit- arfélaginu. „Þetta er ný og um- hverfisvæn aðgerð sem ekki er þekkt annars staðar frá. Með góðri hönnun og réttri kynn- ingar- og sölustarfsemi gæti þetta orðið vinsælt dvalarsvæði enda í aðeins 50 kílómetra fjar- lægð eða um 45 mínútna akstri frá Reykjavík. Ef vel verður að verki staðið er líklegt að stað- urinn dragi að sér ferðamenn, auk þess sem skipabyggð af þessu tagi samræmist vel sögu og menningu þjóðarinnar.“ Björn vill síður nota orðið sumarbústaður yfir skipin í þessu sambandi, segir að orðið tómstundaathvarf eigi betur við og bendir á að í nágrenni Hvíta- ness sé í boði hverskonar af- þreying, m.a. ótal gönguleiðir, hægt sé að róa til fiskjar í Hval- firði og í fjörunni sé nokkur kræklingatekja. Þá sé í boði sil- ungs- og laxveiði, hestaleiga, sund og golf í nágrenninu, auk þess sem við Hvítanes er aðdjúpt og þar sé því gott lægi fyrir báta og skútur svo sem frá Reykjavík. Aðstaðan nýtt til förgunar Björn segir að með þessum hætti mætti finna hluta af þeim skipum sem nú liggja í reiðileysi í höfnum landsins nýtt hlutverk. Hann telur að landsvæðið á Hvítanesi rúmi um 50 skip og báta. „Þó er nokkur vandi eftir. Förgun þeirra skipa, sem ekki yrðu notuð í byggðinni er skylt verkefni. Hagkvæmt gæti verið að nýta aðstöðuna í Hvítanesi tímabundið til þess að skera nið- ur stálskip og rífa tréskip meðan á uppbyggingu svæðisins stend- ur. Uppbygginguna er eðlilegt að framkvæma í samvinnu við ýmsa aðila, sem sérþekkingu hafa. Það kann að vera að þetta verkefni taki nokkurn tíma en verði ákvörðun tekin um fram- kvæmd þess má fljótlega taka við minni bátum og setja þá á land til þess að verja þá frekari skemmdum.“ Björn segir að öllu þessu verk- efni fylgi að sjálfsögðu nokkur kostnaður og fjárhagshliðin þarfnist vandlegrar athugunar. „Formlegir eigendur skipanna og bátanna eru misvel stæðir. Skipin eru einnig orðin baggi á ýmsum höfnum, sem gætu viljað greiða nokkurt fé til þess að losna við vandann. Þá er þetta einnig þjóðfélagslegt umhverf- isvandamál, sem ríkið þarf að glíma við. Það er eðlilegt að þessir aðilar komi að því að fjármagna verk- efnið. Eigendur verkefnalausra skipa, hvort sem þau eru á sölu- skrá eða ekki, viðurkenna ef til vill ógjarnan að þau séu verð- laus. Einn möguleiki er sá að þessir eigendur taki þátt í verk- efninu og eigi sín skip á landi í Hvítanesi. Það er að sjálfsögðu kostn- aðarsamt að koma upp þeirri al- mennu þjónustu sem skipabær af þessu tagi krefst. Lóðir þarf að lagfæra, koma báti eða skipi fyr- ir, leggja rafmagn, vatnsveitu og hugsanlega hitaveitu auk rot- þróa. Ætla verður að í upphafi verði tekið stofngjald eða sölu- gjald og síðan verði goldin leiga til þess að standa undir rekstri.“ Ríkinu ber að hreinsa landið Á hernámsárunum tók breski herinn Hvítanesjörðina á leigu og var þar með mikil umsvif. Jörðinni var skilað til Sölu- nefndar setuliðseigna árið 1944 en þar eru enn töluverð um- merki eftir setuliðið, m.a. braggagrunnar og bryggjur. Björn segir að þrátt fyrir laga- ákvæði hafi íslenska ríkið ekki ennþá séð um þá landlögun sem fram átti að fara, bryggjan sé til að mynda ónýt og hrunin að hluta. Hvítanes hefur farið fram á það við fjármálaráðuneytið að landlögun fari fram eða greitt verði fyrir hana. „Fyrirhuguð landlögun leiðir til þess að rífa þarf upp megnið af á Hvítanes- tanganum og þá er í framhaldi hægt að hefja framkvæmdir,“ segir Björn. Unnið að uppbyggingu skipabæjar á Hvítanesi í Kjósarhreppi Hvítanes er í innanverðum Hvalfirði að sunnanverðu. Gömul skip fá nýja sál Finna má gömlum og úreldum skipum nýtt hlutverk í sérstökum skipabæ á þurru landi. Þessi nýstárlega hugmynd er nú á teikniborðinu og því á enn eftir að renna mikið vatn til sjávar. Breski herinn var með töluverð umsvif á Hvítanesi á hernámsárunum. Mitzna segir einnig að ef ekki takist að fá Pal- estínumenn til að semja með formlegum hætti um frið muni hann draga herinn einhliða frá Vesturbakkanum og láta reisa öflugan múr alls staðar á landamærum Ísraela og Palest- ínumanna og tryggja þannig öryggi þjóð- arinnar. Segist hann viss um að finna megi málamiðlun um yfirráðin í austurhluta Jerúsal- em. Ljóst er að flestir landnemar gyðinga á Vest- urbakkanum yrðu fluttir brott ef Mitzna hefði sigur, einhverjir fengju þó að vera ef samningar tækjust um landamærabreytingar. En meiri- hluti ísraelskra kjósenda virðist reiðubúinn að fórna landnemabyggðunum til að þurfa ekki að búa við stöðuga ógn hryðjuverkanna. Hvort þeir ganga svo langt að kjósa Mitzna og flokk hans er annað mál, kannanir hafa ekki bent til þess. flokkunum, Herut, nái ekki lág- marksfylgi sem þarf til að koma að manni, 1,5% atkvæða. Því gæti farið svo að tugþúsundir atkvæða stuðn- ingsmanna hans nýttust ekki hægrivængnum og gæti það kostað nokkur þingsæti. En vinstra megin eru einnig til þeir sem hafa áhyggj- ur af því að ungt fólk sem vill heim- ila notkun á hassi ákveði að kjósa Grænt lauf, flokk sem vill afnema bann við hassreykingum. Ósenni- legt er að flokkurinn nái inn manni, atkvæðin gætu fallið dauð. Margir hafa bent á undarlega þversögn. Sharon fer fyrir flokki sem ekki vill heyra minnst á að lagðar verði niður ólöglegar byggð- ir gyðinga á svæðum Palestínu- manna og lítur á allt tal um sjálf- stætt Palestínuríki sem rugl. Sjálfur hefur forsætisráðherrann að vísu í orði kveðnu samsinnt þeim sem vilja reyna að koma á friði með því að heimila Palestínumönnum að stofna eigið ríki. En Sharon setur í reynd skilyrði sem hann veit að hvorki Arafat né aðrir palestínskir leiðtogar geta gengið að. Og sjálf- stæða Palestínuríkið sem Sharon lýsir yrði lítil og tætingsleg ríkis- nefna undir raunverulegri stjórn Ísraels í mörgum efnum. En meiri- hluti Ísraela styður samkvæmt skoðanakönnunum hugmyndina um sjálfstætt ríki Palestínumanna og vill friðarsamninga; samt nefna flestir Sharon þegar spurt er hver eigi að stýra landinu. Eftirmæli friðarhöfðingja Allt getur víst gerst í pólitík. Breytist krepptur hnefi Sharons ef til vill í framrétta sáttahönd eftir að hann hefur tryggt sér sigurinn? Sumir heimildarmenn telja það geta gerst. Þeir segja að hann vilji nú tryggja sér góð eftirmæli frið- arhöfðingja með því að semja við Palestínumenn um land fyrir frið. Stjórnir undir forystu jafnt Lik- ud sem Verkamannaflokksins hafa stækkað landnemabyggðirnar síð- ustu áratugina. En vandinn er að Sharon hefur um árabil átt sína dyggustu liðsmenn meðal landnem- anna og stuðningsmanna þeirra. Hann hefur enga áherslu lagt á að hraða framkvæmdum við víggirð- ingu á landamærum Ísraels og svæða Palestínumanna sem verið er að reisa í áföngum og búið að koma upp umhverfis Gaza-ströndina. Girðingin þar hefur borið árangur, engir sprengjumenn hafa komist gegnum hana inn í Ísrael frá Gaza. En því öflugri og lengri sem landamæragirðingin verður þeim mun líklegra er að ísraelskur al- menningur segi að nú sé loksins bú- ið að marka landinu skýr mörk. Það muni ekki stækka á kostnað grann- anna og taka verði skrefið til fulls, skilja alveg á milli. Þá yrðu land- nemarnir, vinir Sharons, að hypja sig burt af, ekki aðeins frá Gaza heldur einnig af Vesturbakkanum. engur svo muninn á rir lands- kki koma aflokkur- við sam- ystu hins Reyndari eist ekki á mir þeirra nnum að kstaflega. rgir Mer- miðlanir í Arafat og gðir kjós- flokknum m í könn- n Verka- ui berst leiri bók- oft kom- á undan- þvingað í n. Ýmsar glegu lífi tt trúaðir , eru svo lýsingar t lauf ugu og at- Likud sé en Verka- ssu sinni að margir af hægri- eppti ahönd? Reuters r spjaldi ag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.