Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 16
ERLENT
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HANS Blix, yfirmaður vopnaeftirlits-
nefndar Sameinuðu þjóðanna, greindi
öryggisráði SÞ frá því á opnum fundi
ráðsins í gær að þó að írösk stjórnvöld
hefðu vissulega sýnt vopnaeftirlits-
mönnum samstarfsvilja, þá þyrftu
þau að leggja sig enn betur fram,
enda væri mörgum spurningum
ósvarað. „Írakar virðast ekki í reynd
– jafnvel ekki á þessari stundu – hafa
sætt sig við að þeir þurfi að verða við
kröfunni um afvopnun,“ sagði Blix.
Blix og Mohammed ElBaradei, yf-
irmaður Alþjóða kjarnorkumála-
stofnunarinnar (IAEA), fluttu örygg-
isráðinu í gær skýrslu sína um
framgang vopnaeftirlitsins í Írak.
Gagnrýndi Blix írösk stjórnvöld og
sagði að þó að þau hefðu veitt aðgang
að þeim stöðum, sem vopnaeftirlits-
menn vildu skoða, þá hefðu þau ekki
séð þeim fyrir öllum umbeðnum upp-
lýsingum. Þá vantaði nokkuð upp á að
Írakar legðu að fyrra bragði fram
gögn, sem gætu sýnt fram á að þeir
byggju ekki yfir gereyðingarvopnum.
Fram kom hins vegar í máli ElBar-
adeis að ekkert hefði enn fundist sem
benti til að Írakar hefðu reynt að
hrinda kjarnorkuáætlunum sínum,
sem var hætt snemma á síðasta ára-
tug, á ný í framkvæmd.
„Fjárfesting í friði“
Vopnaeftirlitið í Írak hefur nú stað-
ið í sextíu daga og hafa komið fram
óskir um að vopnaeftirlitsmönnum
verði veittur meiri tími til að ljúka
verki sínu. Bandaríkjamenn hafa þó
verið illfáanlegir til að sættast á þetta
og segja Íraka hafa haft nægan tíma
til að afvopnast. Hefur verið talið að
skýrsla Blix í gær gæti skipt sköpum
um það, hvort senn kæmi til hernað-
arátaka í Írak.
Blix sagði í gær að hann væri sam-
mála því að ljúka þyrfti vopnaeftirlit-
inu innan „skynsamlegra tíma-
marka“. Hann bar ekki upp beina ósk
um meiri tíma en gerði fulltrúum ör-
yggisráðsins ljóst að vopnaeftirlitið
væri skammt á veg komið; lét hann
þess m.a. getið að nýr hópur vopna-
eftirlitsmanna hefði aðeins í þessari
viku byrjað þjálfunarnámskeið vegna
starfa í Írak.
ElBaradei sagði aftur á móti að
vopnaeftirlitsmenn þyrftu „nokkra
mánuði“ til viðbótar. „Þessir fáu mán-
uðir myndu teljast verðmæt fjárfest-
ing í friði því þeir gætu orðið til þess
að afstýra mætti stríði,“ sagði hann.
Ýmsum spurningum ósvarað
Blix sagði að þeirri spurningu væri
ósvarað hversu mikið það magn ólög-
legra vopna væri, sem notuð voru í
Persaflóastríðinu, sem enn eru
óskemmd og ekki voru gefin upp í
vopnayfirlýsingu Íraka í desember.
Í öðru lagi væri þeirri spurningu
ósvarað hversu mikið magn, ef nokk-
uð, Írakar hefðu framleitt eða útveg-
að sér með ólöglegum hætti. Loks
væri þeirri spurningu ósvarað hvern-
ig alþjóðasamfélagið geti með góðu
móti hindrað framleiðslu eða viðskipti
með gereyðingarvopn.
Fram kom í máli Blix að Írakar
hefðu hafnað beiðni vopnaeftirlits-
nefndarinnar um að leyfa U-2-njósna-
vélum að fljúga yfir Írak og taka
myndir og stunda eftirlit. „Írakar
hafa neitað að tryggja öryggi eftirlits-
vélanna nema því aðeins að uppfyllt-
um nokkrum skilyrðum,“ sagði Blix
við öryggisráðið.
Þá sagði Blix að Írakar hefðu ekki
svarað með fullnægjandi hætti hvað
hefði orðið um birgðir af VX-tauga-
gasi, sem vitað er að þeir áttu við upp-
haf Persaflóastríðsins 1991. Írakar
hefðu ennfremur ekki lagt fram
„sannfærandi gögn“ sem gætu stað-
fest fullyrðingar þeirra um að öllum
miltisbrandsbirgðum hafi verið eytt.
Vísbendingar séu jafnvel um að
þeir hafi átt meira magn af miltis-
brandi en fram hafi komið í yfirlýs-
ingum þeirra.
Ekkert nýtt í yfirlýsingunni
Á fundinum með öryggisráðinu
varaði Blix Íraka við því að fela gögn
fyrir vopnaeftirlitsmönnum. Fundur
gagna á heimili írasks vísindamanns
fyrr í mánuðinum „styður áhyggjur
um að gögnum kunni að hafa verið
dreift“ um landið til þess að erfiðara
yrði að finna þau. „Komi fram að fleiri
gögn hafi verið falin munu afleiðing-
arnar verða alvarlegar,“ sagði Blix.
Hann sagði að farið hefði verið
fram á einkaviðtöl við ellefu íraska
vísindamenn, sem upplýsingar kynnu
að hafa um framleiðslu gereyðingar-
vopna, en stjórnvöld hefðu hafnað öll-
um slíkum beiðnum.
Hans Blix flytur öryggisráði SÞ skýrslu sína um vopnaeftirlit í Írak
Segir Írak ekki í reynd
hafa sæst á afvopnun
Vopnaeftirlitsmenn þurfa „nokkra
mánuði“ í viðbót til að ljúka starfi sínu
Reuters
Hans Blix (t.h.) flytur skýrslu sína í gær. Honum á hægri hönd er Mohamed
ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.
Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP.
Reuters
Andstæðingur hernaðaríhlutunar í Írak úr röðum Grænfriðunga heldur á
borða með slagorðinu „Ekkert stríð“, standandi á stefni bresks birgða-
flutningaskips, sem skartar sama slagorði, í flotahöfn í Southampton í gær.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evr-
ópusambandsríkjanna fimmtán
hvöttu í gær Íraksstjórn til að sýna
betra samstarf við vopnaeftirlits-
menn Sameinuðu þjóðanna og álykt-
uðu að vopnaeftirlitið verði að halda
áfram, ef þörf krefði.
En jafnvel þótt hin skammorða yf-
irlýsing sem utanríkisráðherrarnir
samþykktu á mánaðarlegum fundi
sínum í Brussel í gær bæri vott um
nokkra samstöðu ESB-ríkjanna
mátti eftir sem áður merkja nokkurn
ágreining um það hvernig hyggileg-
ast væri að leysa Íraksdeiluna.
Sum fylgja London og Wash-
ington, önnur París og Berlín
Með Breta fremsta í flokki fylkja
sér sum ESB-ríkin í meginatriðum
með stefnu ráðamanna í Washington
– Ítalía, Spánn, Portúgal, Danmörk
og Holland eru í þessum hópi, sem er
fylgjandi því að Írakar verði beittir
hervaldi fyrr en síðar.
Frakkar og Þjóðverjar fara fyrir
fylkingu sem m.a. Austurríki, Sví-
þjóð, Belgía og Lúxemborg skipa sér
í. Sá hópur krefst þess að ekki verði
gripið til hernaðaríhlutunar í Írak
fyrr en öryggisráð SÞ hafi samþykkt
nýja ályktun þar að lútandi.
Bretar óttast hins vegar að verði
ný ályktun borin upp í öryggisráðinu
kunni hún að verða felld í krafti neit-
unarvalds og Saddam Hussein
Íraksforseti sleppi þar með billega.
Í yfirlýsingu ráðherranna í gær er
hvergi nefnt að þörf sé á nýrri ör-
yggisráðsályktun. Í yfirlýsingunni,
sem var gefin út nokkrum tímum áð-
ur en Hans Blix, yfirmaður vopnaeft-
irlits SÞ, hóf að flytja áfangaskýrslu
um eftirlitsstarfið í Írak í höfuð-
stöðvum SÞ í New York, hvöttu
ESB-ráðherrarnir írösk stjórnvöld
til að eiga „fullt og virkt“ samstarf
við vopnaeftirlitssveit SÞ, sem hóf
störf á ný í Írak fyrir tveimur mán-
uðum.
Í yfirlýsingu ráðherranna er gefið
til kynna að þeir kjósi að vopnaeft-
irlitsmennirnir fái rýmri tíma til að
ljúka sínu verki; þar segir að ESB-
ríkin muni gera allt sem unnt er til
að svara þörfum eftirlitsmannanna.
Fulltrúar Frakklands, Þýzka-
lands, Bretlands og Spánar báru
spurninguna um framlengingu
vopnaeftirlitsins í Írak upp til um-
ræðu í ráðherraráðinu, en þessi fjög-
ur ESB-lönd eiga öll sæti í örygg-
isráði SÞ um þessar mundir –
Frakkar og Bretar eiga þar fast sæti
með neitunarvaldi, Þjóðverjar og
Spánverjar eiga tímabundna aðild.
Að vopnaeftirlitsmönnum skyldi gef-
ið aukið svigrúm til að ljúka sínu
verki var síðan samþykkt af fulltrú-
um allra hinna aðildarríkjanna.
Þýzki utanríkisráðherrann
Joschka Fischer sagði það „augljós-
lega í höndum öryggisráðs SÞ að
ákveða tímasetningar“ fyrir hvers
konar framlengingu eftirlitsins.
Klofnings gætir inn-
an ESB um Íraksmál
Ný ályktun utan-
ríkisráðherranna
fimmtán um
vopnaeftirlit
Brussel. AP.
Reuters
Javier Solana, utanríkismálastjóri
ESB (t.v.), og brezki utanríkisráð-
herrann Jack Straw stinga saman
nefjum á ráðherraráðsfundinum í
Brussel í gær.
MILAN Milutinovic, fyrrverandi
forseti Serbíu, kom í gær fyrir stríðs-
glæpadómstólinn í Haag og lýsti sig
saklausan af ákærum um glæpi gegn
mannkyni, morð og önnur ódæði í
tengslum við aðgerðir gegn Kosovo-
Albönum árið 1999. Milutinovic gaf
sig fram við dómstólinn í síðustu viku
en ljóst þykir að nokkrir mánuðir
munu líða áður en sjálf réttarhöldin
yfir honum fara af stað.
Saksóknarar birtu árið 1999, á
sama tíma og Slobodan Milosevic var
ákærður fyrir stríðsglæpi og þjóðar-
morð, fjórar ákærur á hendur Milut-
inovic vegna glæpa gegn mannkyni,
og eina vegna stríðsglæpa. Er Milut-
inovic sakaður um að hafa „viljandi
og vísvitandi“ tekið þátt í að móta
stefnu sem fól í sér brottrekstur
Kosovo-Albana frá heimilum sínum,
morð og ofsóknir á tímabilinu 1. jan-
úar til 20. júní árið 1999.
„Ég er saklaus,“ sagði Milutinovic
er dómari spurði hann hverju hann
svaraði ákærunum en á myndinni má
sjá hvar hann hlýðir á upptalningu
ákæruatriðanna.
Milutinovic, sem er sextugur, neit-
ar því að hafa borið ábyrgð á ódæð-
isverkum serbneskra öryggissveita í
Kosovo, sem var hérað í Suður-Serb-
íu. Hann hefur sagt að hann hafi ekki
haft nein völd yfir júgóslavneska
hernum eða serbneskum öryggis-
sveitum í Kosovo. Saksóknarar segja
hins vegar að sem forseti Serbíu og
meðlimur varnarmálanefndar ríkis-
ins hafi hann borið ábyrgð á gjörðum
Serba í Kosovo.
Milutinovic
lýsir sig
saklausan
AP
Milan Milutinovic, fv. forseti Serb-
íu, fyrir réttinum í Haag í gær.
TÍBESKA útlagastjórnin og
mannréttindasamtök gagn-
rýndu kínversk stjórnvöld
harðlega í gær fyrir aftöku á
tíbeskum munki. Var hann sak-
felldur fyrir nokkur sprengju-
tilræði.
Í yfirlýsingu frá tíbesku út-
lagastjórninni sagði, að réttar-
höldin hefðu ekki verið heiðar-
leg enda engar beinar sannanir
fyrir sekt mannsins lagðar á
borðið. Hét hann Lobsang
Dhondup, 28 ára gamall, en
hann og annar munkur, Tensin
Deleg Rinpoche, 52 ára, voru
dæmdir til dauða í síðasta mán-
uði fyrir sprengjutilræði í borg-
inni Chengdu í apríl í fyrra og
raunar tvö önnur. Urðu þau
einum manni að bana og særðu
annan.
Sum samtök tíbeskra útlaga
gagnrýna raunar útlagastjórn-
ina fyrir væg viðbrögð og und-
anlátssemi við Kínverja en hún
er enn að vonast eftir einhverj-
um árangri af heimsókn sendi-
nefndar Dalai Lama, tíbeska
trúarleiðtogans, til Kína í sept-
ember síðastliðnum.
Fordæma af-
töku munks
Peking. AFP.