Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 22
NEYTENDUR
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM
SMÁAUGLÝSING
AÐEINS 995 KR.*
Áskrifendum Morgunblaðsins
býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.*
Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum.
* 4 línur og mynd.
HAFÐU SAMBAND!
Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is
SUNDLAUG Seltjarnarness er
ódýrasta sundlaugin á suðvestur-
horninu, samkvæmt verðkönnun
Morgunblaðsins. Þar kostar sund-
ferð 30 krónur fyrir barn og 150
krónur fyrir fullorðinn. Í Íþróttamið-
stöð Mosfellsbæjar er aðgangseyrir
fyrir barn 55 krónur og 180 krónur
fyrir fullorðinn. Þriðja lægsta barna-
gjaldið er í Íþróttamiðstöðinni í
Garði, eða 90 krónur. Algengasta
gjaldið fyrir barn er 100 krónur og
200-220 krónur fyrir fullorðinn.
Lægsta verð á 10 miða korti fyrir
börn er líka í Sundlaug Seltjarnar-
ness, 200 krónur, og næstlægst í
Íþróttamiðstöð Mosfellsbæjar, eða
300 krónur. Algengt verð á tíu miða
barnakorti er 600-900 krónur.
Verð á tíu miða korti fyrir full-
orðna er ennfremur lægst á Nesinu,
1.100 krónur, en næstlægst í Sund-
laug Grindavíkur, 1.200 krónur.
Algengasta verðið á tíu miða af-
sláttarkorti fyrir fullorðna er 1.500
krónur og fer allt upp í 1.800 krónur.
Hvað árskortin varðar er algeng-
asta verðið 18.000 krónur. Lægsta
gjald fyrir árskort, 12.000 krónur, er
innheimt í Sundlaug Seltjarnarness.
Einungis er um verðsamanburð að
ræða í könnuninni.
!
"
#
$
$
%&
$
$
$
"'
$
$
$
"
$
(
(
$
)*)+$,-%.%
/
01 2
/
% % % " % % % % % %
% % "
/
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
.
" -
, 3
3
&
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
..
/
/
.3 0!
.."'!4 5
Neslaug ódýr-
asta sundlaugin
UNGT fólk vill súran súrmat og
kók er ein súrasta matvara sem
við innbyrðum, segir Óli Þór Hilm-
arsson kjötiðnaðarmeistari.
Starfsmenn Matra, Matvælarann-
sókna á Keldnaholti, hafa unnið að
rannsóknum á súrsun og gæðum
súrmatar síðastliðið ár. Um er að
ræða kerfisbundna rannsókn á
súrsun og áhrifum hennar á efna-
og örveruinnihald matvæla. Óli
Þór Hilmarsson kjötiðnaðarmeist-
ari, einn liðsmanna í svokölluðum
kjötrannsóknahópi innan Matra,
segir lokasprettinn fram undan og
að niðurstöður „lofi góðu“.
Uppistaðan í súrmat er ýmsar
sláturafurðir, svo sem svið, inn-
matur og kjöt og ráðast gæðin af
mörgum þáttum að sögn Óla, svo
sem örveruflóru mysunnar, nær-
ingarefnainnihaldi, vinnslu-
hitastigi, sýrustigi og fleiri þátt-
um.
Mikil hollustuvara
Súrsunarmysa inniheldur
mjólkursýruörverur auk ýmissa
næringarefna og breytist eftir því
hvernig örverurnar dafna. Þess
vegna geta gæði súrmatar verið
mjög mismunandi, jafnvel hjá
sama framleiðanda, að hans sögn.
„Súrmatur er mikil hollustu-
vara sem við töldum vert að skoða
nánar. Þegar aldagamla matar-
gerð Íslendinga ber á góma er
stundum til siðs að tala um „mis-
mikið skemmdan mat“ en því fer
víðsfjarri. Súrmatur er virkilega
hollur matur,“ segir Óli Þór.
Eitt markmiðið með rannsókn-
inni er að leita leiða til þess að
tryggja meiri og jafnari gæði
framleiðslunnar. Mysan er til að
mynda mjög mismunandi eftir
landshlutum og ein leiðin til þess
að það markmið náist er að sýna
hvernig hún er best og hvernig á
að nota hana. „Unga fólkið kvart-
ar yfir því að súrmatur sé ekki
nógu súr. Moðsúr súrmatur, það
er hálfsúr, er ekki eins góður, oft
og tíðum beinlínis vondur. Við
skulum ekki gleyma því að kók er
ein súrasta matvara sem við leggj-
um okkur til munns. Alls kyns
heilsudrykkir eru líka súrir, svo
súrmatur passar vel við matarhefð
dagsins í dag,“ segir Óli Þór.
Abt-mysa til skoðunar
Mismunandi gæði mysu ráðast
af ólíkum verkunaraðferðum á
skyri og er verið að kanna fleiri
uppsprettur mysu í heimi kúa-
mjólkurinnar, svo sem Abt-mjólk,
sem hefur komið mjög vel út, segir
hann ennfremur.
Starfsmenn Matra hafa súrsað
slátur, lifrarpylsu, blóðmör og
sviðasultu í pylsugörnum til þess
að flýta vinnsluferlinu og smökk-
uðu 18 tegundir súrmatar síðast-
liðinn föstudag. Tíu til 15 manns
hafa smakkað 18 sýni einum átta
sinnum og því lætur nærri að um
120 manns hafi innbyrt tæplega
150 sýnishorn meðan á rannsókn-
inni hefur staðið.
„Með meiri fræðilegri þekkingu
á súrsun er hugsanlegt að þróa og
bæta súrmeti á þann hátt að fram-
boð verði mögulegt allt árið um
kring. Auk þess er mögulegt að
súrsa ýmsar aðrar afurðir, til
dæmis kjötpylsur,“ segir Óli Þór
Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari
og súrfræðingur, að síðustu.
Ungt fólk vill
súran súrmat
Kerfisbundin rannsókn gerð
á súrsun og áhrifum hennar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari, súrfræðingur og smakkari.