Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 25 GÍSLI S. Einarsson alþingis- maður skrifaði grein í Morgunblað- ið á dögunum og átti það erindi helst að gera lítið úr þeim árangri sem náðst hefði við uppbyggingu vega á Vestfjörðum. Þó að hann í öðru orðinu viðurkenndi að sitt- hvað hefði gerst, leyndi sér ekki að tilgangurinn var með grein hans að tala sem mest niður það sem áunn- ist hefði. Þessi síðsprottni áhugi þing- mannsins á vegamálum á Vest- fjörðum er þannig til kominn að hann er á leið í framboð í nýju Norð-Vesturkjördæmi og þarf að sýna á sér þessa nýju hlið. Og sannast nú máltækið að seint koma sumir en koma þó. Baráttan um fjármagnið Satt er það að okkur vantar miklu meira fé til vegamála á Vest- fjörðum. Engum er það betur ljóst en okkur Vestfirðingum og höfum við því barist, án tillits til flokks- skírteina, saman að því marki. Góð samstaða hefur myndast með þing- mönnum og sveitarstjórnarmönn- um í kjördæminu um stefnumót- unina og að henni hefur síðan verið unnið. Það er hins vegar við ramm- an reip að draga. Baráttan um fjár- magnið er hörð og þörfin kallar víða. Hávær er til að mynda krafan frá flokksmönnum þingmannsins á höfuðborgarsvæðinu um aukna hlutdeild þess svæðis í vegafénu, á kostnað landsbyggðarinnar. Gott er að hafa nú fengið nýjan liðs- mann í andófið á móti þeim barn- ingi. Verkin hafa talað Gísli vitnaði til fundar sem ég sat ásamt fjölda annarra Vestfirð- inga á Ísafirði fyrir skemmstu og segir mig ekkert hafa getið um sérstakt átak í vegmálum frá árinu 1999. Hvaða þvæla er þetta nú eig- inlega? Þetta sérstaka átak var þannig til komið, að í nefnd sem ég leiddi, var lagt til sérstakt átak í vegamálum í dreifbýliskjördæmun- um upp á tvo milljarða – 500 millj- ónir á ári í 4 ár. Þetta gekk eftir. Á Vestfjörðum nýttum við fjár- munina að mestu til þess að hleypa af stað vegaframkvæmdum af stór- auknum krafti í Austur-Barða- strandarsýslu. Þannig tókst okkur að bjóða út stórvirkið á Klettshálsi, sem nú er unnið að. Því má bók- staflega segja að verkin hafi talað. Gísli nefnir að vísu þessa fram- kvæmd, en greinilegt er að í æði- bunuganginum hefur hann engan veginn áttað sig á hvernig fjár- mögnunin var til komin. 10,5 milljarða fjárveiting Vegaframkvæmdir eru dýrar á Vestfjörðum, vegna landfræðilegra aðstæðna. Gríðarlega margt hefur þó áunnist á síðasta áratug í vega- málum á svæðinu og væri sem bet- ur fer langt mál að telja það allt saman upp. Ef litið er yfir heildar- fjárveitingar til vegamála á Vest- fjörðum frá árinum 1991, þá nema þær 10,6 milljörðum króna á nú- gildandi verðlagi. Vestfjarðagöngin ber vitaskuld lang hæst. Þessi lengstu jarðgöng á Íslandi kostuðu á núgildandi verðlagi um 5,5 millj- arða króna. En jafnvel að þeim frá- töldum er augljóst að 5 milljarða fjárveiting til almennrar vegagerð- ar á Vestfjörðum er veruleg upp- hæð, sem hefur haft mikla þýðingu. Meira fjármagn Sú samgönguáætlun sem sam- gönguráðherra hefur nú lagt fyrir Alþingi felur í sér talsvert meira fjármagn til vegagerðar á Vest- fjörðum en sú sem í gildi er. Það er því eðlilegt að menn spyrji hvers vegna hún geri samt ráð fyrir því að vegagerð að norðan- og sunn- anverðum Vestfjörðum taki lengri tíma en sú sem nú gildir. Þessarar spurningar hef ég líka spurt og svörin sem ég hef fengið eru eft- irfarandi: Í fyrsta lagi eru auðvitað verð- lagsbreytingar, sem þó skýra þetta ekki nema að litlu leyti. Í annan stað leggur Vegagerðin breiðari vegi og þar með dýrari en áður. Í þriðja lagi eru gerðar meiri burð- arþolskröfur til veganna. Það eru því lengri vegakaflar sem þarf að hreyfa við og byggja upp en áður var talið. Í fjórða lagi þá gerir nú- tímavegagerð ráð fyrir dýrari lausnum, en jafnvel bara fyrir 5 til 10 árum. Á það t.d við um þveranir fjarða, aðkomu að brúm og þess háttar hluti. Loks má nefna að kostnaður við umhverfismat er mikill. Auknar umhverfiskröfur kalla síðan á dýrari lausnir, eins og dæmin sanna. Allt þetta hleypir upp kostnaði við vegagerðina í landinu. Glamur og yfirboð Verkefnið framundan er vita- skuld að hraða eins og kostur er uppbyggingu vegakerfisins, eins og ég hef margsagt Það er hins vegar alrangt hjá félaga Gísla að slíkt verði helst gert með því að kalla á Samfylkinguna inn í ríkisstjórn. Áherslur þess flokks við fjárlaga- gerð hefðu umfram allt leitt til dýr- ari rekstrar ríkisins og þess vegna minni fjárfestingar í samgöngu- mannvirkjum. Það geta menn séð ef skjöl Alþingis eru lesin. Með Samfylkinguna í stjórn fáum við hvorki fleiri né betri vegi. Samfylk- ingunni fylgir, eins og á allri henn- ar vegferð, bara glamur og yfirboð, sem fólk sér vonandi í gegn um. Hvað eru 10 milljarð- ar á milli vina? Eftir Einar K. Guðfinnsson „Samfylk- ingunni fylgir bara glamur og yfirboð.“ Höfundur er 1. þingmaður Vestfirðinga. Í GREIN í Morgunblaðinu sunnudaginn 26. janúar 2003 ritar Þorkell Helgason orkumálastjóri: „Nýlega sagði maður sem nefnd- ur var sérfræðingur á þessu sviði að nær væri að reisa rennslisvirkj- un í Jökulsá á Brú en að sökkva landi undir uppistöðulón í ánni. Virkja mætti 200 MW með slíkum hætti og sjá þannig við helmingi orkuþarfar álvers í Reyðarfirði, en afgangurinn gæti komið frá jarð- gufuvirkjunum. Hér er firra á ferðinni.“ Að sjálfsögðu er það firra að hægt sé að fá stöðug 200 MW með rennslisvirkjun í Jökulsá á Brú. Þess vegna spyr ég, hvaða „sér- fræðingur á þessu sviði“ lét þetta út úr sér og af hvaða tilefni? Því þarf að svara til að forðast mis- skilning og rugling sem er nægur fyrir. Þannig var t.d. haft eftir mér í sjónvarpsviðtali að ég teldi rennsl- isvirkjanir í neðri Þjórsá betri kosti en þær framkvæmdir sem nú er deilt um. Líklegt er að margir tengi skrifin við það sem ég hef sagt. Hugmyndin um 200 MW virkjun í Jökulsá á Brú hefur m.a. verið sett fram af Helga Hallgrímssyni. Þetta yrði ekki rennslisvirkjun heldur væri gert ráð fyrir mun minna uppistöðulóni en Hálslón yrði og það ylli mun minni um- hverfisspjöllum. Svipað gildir um Jökulsá í Fljótsdal. Einnig væri hægt að bæta við orku frá Kröflu, Bjarnarflagi, Þeistareykjum o.s.frv. Á þennan hátt væri hægt að ná saman 500 MW. Bent hefur verið á þann mögu- leika að byggja rennslisvirkjun í Jökulsá á Brú með litlu inntaks- lóni. Slík virkjun gæti ekki sinnt stóriðju eða öðrum kaupendum sem þyrftu stöðuga orku en gæti nýst við framleiðslu á vetni eða í öðrum orkufrekum ferlum sem gætu nýtt orkutoppa. Einnig má hugsa sér sambland af 200 MW grunnvirkjun og rennslisvirkjun sem yki aflið upp undir 500 MW að sumrinu. Í grein Þorkels vitnar hann til tilraunamats Rammaáætlunar þar sem kannaðir voru 15 vatnsafls- kostir. Auk þessara 15 kosta er rétt að telja með tvær ráðgerðar virkjanir í neðri Þjórsá, en þær eru báðar hagkvæmar og tiltölu- lega umhverfisvænar. Það er ekki einungis að umhverfisáhrif Kára- hnjúkavirkjunar séu „… talin í hærri kantinum …“ eins og Þor- kell greinir réttilega frá heldur standa Kárahnjúkavirkjun og virkjun í Jökulsá á Fjöllum upp úr. Frá sjónarmiði umhverfisáhrifa eru þetta verstu kostirnir af 17. Þarna hljótum við að draga strikið ef við ætlum á annað borð að hlífa nokkrum vatnasviðum. Í grein Þorkels er fullyrt: „Virkjunin var metin meðal þeirra alhagkvæmustu m.t.t. orkukostn- aðar.“ Hið rétta er að fimm af fjór- tán kostum teljast hagkvæmari, sjö af sextán að Þjórsárkostum meðtöldum. Lítið fer fyrir hag- kvæmni stærðarinnar í Kára- hnjúkavirkjun. Fyrir henni er ekki nokkur rekstrargrundvöllur á frjálsum markaði. Gott orkuverð fæst á almennum markaði og björt framtíð blasir við fjölmörgum öðr- um virkjunum. Það er brýnt að ljúka Ramma- áætlun og leggja þannig grunn að þjóðarsátt í virkjanamálum. Það er kominn tími til að slíðra sverðin sem beitt er ótæpilega gegn nátt- úru landsins og þeim sem vilja henni vel. Rétt og rangt um virkjanamál Eftir Ólaf S. Andrésson Höfundur er lífefnafræðingur. „Það er kominn tími til að slíðra sverðin.“ JÓN Steinar Gunnlaugsson, prófessor, virðist varla geta stungið niður penna án þess að ata menn auri. Í Morgunblaðinu í gær (27. janúar) fer hann mikinn í eftirlætis krossferð sinni – að reyna að koma Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis á kné. Hann þykist vilja leita sannleikans, að hætti Ara fróða, en meginhluti greinarkorns hans fer í að gera persónu sparisjóðsstjórans, Guð- mundar Haukssonar, tortryggi- lega. Notar Jón ósmekklegar dylgjur og fær þannig útrás fyrir óvild sína. Ljóst er að prófess- ornum svíður velgengni spari- sjóðsins þrátt fyrir ítrekaðar at- lögur hans sjálfs og fleiri að starfsemi SPRON. Jón Steinar er hraðmælskur og á létt með að skrifa, en hann er fyrst og fremst að lýsa sjálfum sér þegar hann segir um Guð- mund Hauksson – „Það er eins og hann telji sig taka þátt í einhverj- um kappleik, þar sem sá sigri sem gaspri mest um allt annað en það málefni, sem til meðferðar er“. Maður líttu þér nær. Halldóra J. Rafnar Skítkast Jóns Steinars Höfundur er fyrrverandi blaðamaður. Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.