Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINN AF sjóðum Kaupthing Bank í Danmörku, sem fjárfestir í íslenskum ríkisskuldabréfum, bar hæstu ávöxtun skuldabréfasjóða í Danmörku árið 2002, eða 18,3%. Peter Fritz Nielsen sjóðsstjóri segir að um tvo þriðju hluta ávöxt- unarinnar megi rekja til gengis- hækkunar skuldabréfanna; afgang- inn til gengishækkunar íslensku krónunnar, en í byrjun árs fengu Danir um 9,05 danskar krónur fyr- ir hverjar 100 íslenskar, samanbor- ið við 8,30 í byrjun árs 2002. Sjóður Kaupþings varð annar í röðinni ef allir verðbréfasjóðir Danmerkur eru taldir með. Alls nema eignir sjóðsins um 1,5 millj- örðum íslenskra króna, í íslenskum ríkisskuldabréfum og húsbréfum. Aðspurður segist Peter Fritz ekki búast við að áhugi á íslenskum skuldabréfum verði almennur á næstunni, en fagfjárfestar séu þó ætíð á höttunum eftir góðum fjár- festingarkostum. „Við notum auðvitað hvert tæki- færi til að benda viðskiptavinum á fjárfestingartækifæri á Íslandi, en það er ljóst að vaxtastig á Íslandi er nú orðið litlu hærra en í Noregi. Þegar vextir á Íslandi voru 9% voru fjárfestingar þar mjög aðlað- andi, en núna er vaxtastigið á svip- uðum nótum og hjá Norðmönnum, þótt raunstýrivextir séu heldur hærri á Íslandi,“ segir hann. Áhyggjur af krónunni Peter segir þó að stórir fjár- festar óttist smæð íslenska mark- aðarins. „Þeir hafa áhyggjur af seljanleika skuldabréfanna, þrátt fyrir að hann hafi stór batnað. Þá benda þeir á að íslenska krónan sé brothætt og gengi hennar hafi sveiflast mikið í gegnum tíðina,“ segir hann. Íslensk skuldabréf gefa góða ávöxtun í Danmörku Somerfield kemur á óvart GENGI hlutabréfa í bresku stórmarkaðakeðjunni Somer- field hefur hækkað um fimmt- ung síðustu viku, í kjölfar til- kynningar fyrirtækisins um að sala á fyrri helmingi reiknings- ársins hefði verið framar von- um. Baugur keypti sem kunn- ugt er 2,95% hlut í fyrirtækinu rétt fyrir jól. Þá var markaðs- virði hlutarins um 1,5 milljarð- ar króna, en gera má ráð fyrir að það hafi ekki hækkað jafn- mikið í íslenskum krónum og ætla skyldi miðað við gengis- þróun bréfa fyrirtækisins, vegna hækkunar á gengi krón- unnar. Um leið og fréttir bárust af batnandi afkomu Somerfield byrjuðu hlutabréfasérfræðing- ar í London að orða fyrirtækið við mögulegan samruna á smá- sölumarkaði. Nú stendur yfir barátta um yfirráð yfir Safe- way og talið er að smærri mat- vörukeðjur á borð við Somer- field geti hagnast á breytingum í greininni. Afkomuviðvörun í október Æðsti yfirmaður Somerfield, Alan Smith, hætti hjá fyrirtæk- inu fyrir þremur mánuðum og um leið var gefin út afkomuvið- vörun. Stjórnarformaður fyrir- tækisins, John von Spreckel- sen, tók við daglegri stjórn þess og lofaði að gera sitt til að bæta reksturinn. Hagnaður fyrri hluta reikningsársins, sem end- aði 9. nóvember, nam 7,9 millj- ónum punda, samanborið við 6 milljóna punda spá sérfræð- inga. HAGNAÐUR Sparisjóðs Kópavogs á árinu 2002 nam 27 milljónum króna, samanborið við 91 milljónar króna tap á árinu 2001. Vaxtatekjur drógust nokkuð saman, úr rúmum 1.300 milljónum í rúmlega 960 millj- ónir, en vaxtagjöld lækkuðu á móti, um 260 m.kr. Hreinar vaxtatekjur námu 353 milljónum, en voru 440 m.kr. 2001. Aðrar rekstrartekjur jukust um tæpar 50 milljónir króna, en önnur rekstrargjöld minnkuðu um 158 milljónir króna. Hagnaður fyrir skatta nam 32 milljónum króna, en að frádregnum 5 milljóna króna tekjuskatti var hann sem fyrr segir 27 milljónir króna. Árið áður var tap fyrir skatta 164 milljónir króna og 91 milljón að meðtöldum tekjuskatti. Kröfur á lánastofnanir fjórfölduð- ust milli ára og numu 1,1 milljarði ár- ið 2002, samanborið við 245 milljónir árið 2001. Skuldir við lánastofnanir minnkuðu um 68%, niður í 430 m.kr. Framlag í afskriftarreikning útlána var 85 milljónir króna, eða 66% minna en í fyrra. Eigið fé sparisjóðs- ins nam 687 milljónum króna í lok ársins og CAD-hlutfall var 12%. Víðtækar ráðstafanir í rekstri Í tilkynningu frá sparisjóðnum segir að afkoma SPK á árinu hafi að mestu leyti verið í samræmi við væntingar. „Sparisjóðurinn hefur verið að vinna sig út úr erfiðleikum sem meðal annars mátti sjá í rekstr- arreikningi hans fyrir árið 2001. Á árinu 2002 hefur verið unnið að víð- tækum ráðstöfunum til að bæta af- komuna á næstu árum,“ segir í til- kynningunni. SPK með 27 millj- ónir í hagnað                                              !  "#$ % &  %&  '( (   ) ( '( (*      "" &  $  #    $  " !&#  $"  " #"        #! KAUP umfram sölu á erlendum verðbréfum námu 25,5 milljörðum króna í fyrra. Þetta er mun hærri upphæð en árið áður, þegar nettó- kaup erlendra verðbréfa námu 3,7 milljörðum króna, en lægri upphæð en árið 2000, þegar kaupin námu 40,5 milljörðum króna. Í samantekt tölfræðisviðs Seðla- bankans um erlend verðbréfakaup segir að athygli veki að um 74% af nettókaupum ársins 2002 hafi fallið til á seinni helmingi ársins. Fram kemur að svo virðist sem innlendir fjárfestar hafi verið þeirrar skoðun- ar um mitt árið að skammt væri í það að botninum væri náð á erlendum hlutabréfamörkuðum. Stofnanafjár- festar, sem hafi haldið aftur af er- lendum fjárfestingum árið 2001, meðal annars vegna veikrar krónu, virðist hafa sett meiri kraft í kaupin eftir mitt ár. Mest keypt af hlutdeildarskírteinum Megnið af erlendu verðbréfakaup- unum í fyrra var í hlutdeildarskír- teinum í erlendum verðbréfasjóðum, en nettókaup í þeim námu 21,7 millj- arði króna í fyrra. Árið á undan voru þau neikvæð um 1,9 milljarða króna en jákvæð um 35,2 milljarða króna árið 2000. Nettókaup í hlutabréfum voru jákvæð öll þessi ár, um 2,1 millj- arð króna í fyrra, 5,7 milljarða króna árið 2001 og um 9,9 milljarða króna árið 2000. Nettókaup erlendra skuldabréfa námu 1,7 milljörðum króna í fyrra, en sala umfram kaup nam 60 millj- ónum króna árið áður og 3,4 millj- örðum króna árið 2000. Mikil aukn- ing erlendra verðbréfa- kaupa HAGNAÐUR Nýherja hf. á síðasta ári nam 107 milljónum króna, en árið áður var félagið rekið með 55 millj- óna króna tapi. Batinn milli ára er því 162 milljónir króna. Fyrir skatta er batinn meiri, 264 milljónir króna, en í fyrra var tekjuskattur jákvæður í rekstrarreikningi félagsins. Batinn skýrist að verulegu leyti af aukinni sölu á vörum og þjónustu og bættu hlutfalli vörunotkunar og kostnaði við selda þjónustu á móti tekjum af seldum vörum og þjón- ustu. Sala á vörum og þjónustu jókst um 11% á milli ára og vöru- og þjón- ustunotkunarhlutfall lækkaði úr 63,6% í 62,5%. Hlutfall hagnaðar fyr- ir afskriftir, af veltu, hækkaði úr 2,3% í 5,2% milli ára. Önnur skýring batans er að fjár- magnsgjöld lækka um tæpar eitt hundrað milljónir króna á milli ára, aðallega vegna þess að gengistap snerist yfir í gengishagnað og að vaxtakostnaður lækkaði. Hagnaður síðasta fjórðungs minnkar milli ára Ef aðeins er litið á síðasta fjórð- ung ársins dróst hagnaður saman milli ára, fór úr 30 milljónum króna á síðasta ársfjórðungi 2001 í 24 millj- ónir króna í fyrra. Hagnaður fyrir af- skriftir var 51 milljón króna í fyrra, sem er 13 milljónum króna lægri upphæð en á sama tímabili árið 2001. Í tilkynningu frá Nýherja segir að félagið og dótturfélög þess hafi á síð- asta ári hafið útflutning á vöru og þjónustu til viðskiptavina í Bretlandi og á Norðurlöndum. Tekjur hafi ein- ungis numið 60 milljónum króna, en afkoman hafi verið viðunandi. Þá hafi starfsemi dótturfélaganna Klaks og SimDex eflst og afkoma þeirra hafi verið jákvæð. Heildareignir drógust lítillega saman og voru tæpir 2,5 milljarðar króna um áramótin. Veltufjárhlutfall stóð nánast í stað milli ára, fór úr 1,48 í 1,47. Eiginfjárhlutfall hækkaði úr 49% í 53% milli ára. Ekki gert ráð fyrir batnandi markaðsaðstæðum Þrír hluthafar eiga yfir 10% hlut í Nýherja; Sjóðir í vörslu BÍ með 20,1% hlut, Vogun með 16,5% og Sjóvá-Almennar með 10,4%. Í tilkynningunni segir að markað- ur fyrir vöru og þjónustu upplýs- ingatæknifyrirtækja hafi verið erfið- ari á árinu 2002 en árin þar á undan. Ekki sé gert ráð fyrir að markaður- inn verði betri á þessu ári, en Ný- herji geri ráð fyrir að halda stöðu sinni á markaðnum. Ársuppgjör Nýherja hf. 2002 107 milljóna króna hagnaður     !!"# + +    ,         ((     ,   ((      )       '( (* ) (    $%&  $'(   * ,   '( ( , -    (( ( , )  ( (, . """! "!     #  %#&    #    $& &!/ 0 / 0 !"! #& #!   !# !     !! !$$   " "/0 %/0 !!!     #!  TAP Íslenska hugbúnaðarsjóðsins nam 363 milljónum króna á síðasta ári, en árið áður var tapið 1.589 millj- ónir króna. Inni í þessum tölum er óinnleyst tap af verðbréfaeign. Það nam í fyrra 85 milljónum króna, en 1.464 milljónum króna árið 2001. Verðbréfaeign skiptist í skráð hluta- bréf og óskráð hlutabréf og skulda- bréf. Í fyrra var 307 milljóna króna óinnleystur gengishagnaður af skráðu hlutabréfunum en 392 millj- óna króna óinnleyst gengistap af óskráðu verðbréfunum. Í fyrra var fyrsta heila starfsár Ís- lenska hugbúnaðarsjóðsins eftir að hann hóf sjálfstæðan rekstur í apríl 2001. Stækkun félagsins árin 2001 og 2002 nam 1,5 milljörðum króna vegna yfirtöku eignasafna. Eigna- söfnin koma frá Nýsköpunarsjóði at- vinnulífsins, Landsbankanum Fjár- festingu, Talentu Hátækni, Talentu Interneti og Landssíma Íslands. Í framhaldi af þessu hefur eig- endasamsetning Íslenska hugbúnað- arsjóðsins breyst og nú er Landssími Íslands stærsti hluthafinn með rúm- lega 15% hlut. Næstur er ÍSB eign- arhaldsfélag, líka með rúmlega 15% hlut, Nýsköpunarsjóður atvinnulífs- ins á tæplega 15% hlut, Landsbanki Íslands 13%, en aðrir hluthafar eiga innan við 10%. Ellefu kjarnafélög Ellefu félög sem Íslenski hugbún- aðarsjóðurinn á hlut í eru skilgreind sem kjarnafélög sjóðsins. Þetta eru CCP, Dimon Software, GoPro Land- steinar Group, Landmat Inter- national, Maskina, Menn og mýs, Smart VR, Stefja, Taugagreining, Tölvumyndir og Veðvörur. Í fréttatilkynningu frá Íslenska hugbúnaðarsjóðnum kemur fram að afkoma félaga í eignasafninu batni og fjárþörf þeirra á þessu ári sé óveruleg, aðeins talin í tugum millj- óna. Áhersla hafi verið lögð á bættan rekstur, sem hafi skilað sér í veru- legum umsnúningi í rekstri og nemi hann að líkindum um tveimur millj- örðum króna fyrir kjarnafélögin ell- efu og hærri upphæð ef litið sé til allra félaganna í eignasafninu. Í tilkynningunni segir einnig að forráðamenn félagsins telji að staða kjarnafyrirækja sjóðsins sé tiltölu- lega góð þrátt fyrir erfiðar aðstæður í fyrra. Þá kemur fram að með stækkun sjóðsins hafi hann styrkst og sé vel búinn undir að takast á við verkefni þessa árs. Fjárhagsstaðan hafi breyst mikið, um síðustu áramót hafi félagið átt 450 milljónir króna í handbæru fé, en á sama tíma ári áð- ur hafi skuldir numið röskum 300 milljónum króna. Ársuppgjör Íslenska hugbúnaðarsjóðsins 363 milljóna króna tap    )(#! *+   1 ,   +         ) 2 -  , ( 3(  .   "  #  $  '( (   '( (* ) (      $#  $'(  1 4* ,   '( ( , -  % $  !  %!$$ % & !    !# !   %$ /&0 %$! $ ! $ %!& %"" ! %   ! #!   % " $ /$0    #!  Hunter hættir við tilboð í House of Fraser SKOSKI athafnamaðurinn Tom Hunter hefur fallið frá því að leggja fram formlegt yfir- tökutilboð í bresku verslunar- keðjuna House of Fraser (HoF). Hunter hefur verið á höttun- um eftir HoF í sex vikur. Fyrir um tveimur vikum samþykktu stjórnendur HoF svo að senda fulltrúa sinn á fund með fjár- málaráðgjafa Hunters. FT hefur eftir Hunter að stjórnendur HoF hafi ekki ver- ið til viðræðu um tilboð hans um 85 pens á hlut í HoF, eða um 197 milljónir sterlings- punda. Því hafi hann ákveðið að hætta við að leggja fram form- legt tilboð. Nefnd sem hefur með yfir- tökur á verðbréfamarkaði í Bretlandi að gera hafði gefið Hunter frest til hádegis á föstu- dag, annað hvort að leggja fram formlegt tilboð í HoF eða hætta við ella. Samkvæmt lögum um yfir- tökur í Bretlandi hefur Hunter ekki heimild til að leggja aftur fram yfirtökutilboð í HoF fyrr en í fyrsta lagi eftir sex mánuði. Hunter á 7% hlut í HoF en Baugur-ID, sem á 8%, hafði lýst yfir stuðningi við yfirtöku Hunters á félaginu. Haft er eftir talsmanni Baugs á AFX-fréttastofunni að ákvörðun Hunters valdi von- brigðum og að svo virðist sem stjórnendur HoF séu ekki að vinna með hagsmuni hluthafa félagsins í huga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.