Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 53
Renée Zellweger og Richard Gere
hlutu bæði Golden Globe-verðlaun
fyrir hlutverk sín í Chicago.
EFTIR hoppandi gleði um síðustu
bíóhelgi vestanhafs skall svarta-
myrkur á nú um þessa helgi.
Hrollvekjunni Darkness Falls tókst
þá með naumindum að velta keng-
úrumyndinni niður í annað sæti.
Um fremur daufa bíóhelgi voru
það þó einkum verðlaunamynd-
irnar sem áberandi voru og þá
helst Chicago, sigurmynd Golden
Globe-hátíðarinnar. Myndin hlaut
langmesta aðsókn sé tekið mið af
fjölda sýningarsala en hún var
sýnd í meira en þrefalt færri söl-
um en toppmyndin t.a.m. Allt
verður svo keyrt á fullt 7. febrúar
en þá verður sýningarsölum fjölg-
að til muna. Aðstandendur mynd-
arinnar hjá Miramax segjast eng-
an veginn hafa búist við svo
sterkum viðbrögðum við myndinni
enda hafi dans- og söngvamyndir
átt heldur erfitt uppdráttar síð-
ustu árin og áratugi.
Frumraun George Clooney í
leikstjórastólnum, Confession of a
Dangerous Mind skipar sér meðal
tíu tekjuhæstu mynda en hún er
líkt og Chicago enn sýnd í til-
tölulega fáum sölum. Aðrir líkleg-
ir Óskarskandídatar, About
Schmidt og The Hour, gera og
fína hluti.
Ein aðalástæðan fyrir dræmri
heildaraðsókn um helgina er Sup-
er Bowl-ruðningsleikurinn. Segja
mætti að Darkness Falls, sem er
draugamynd, helst við hæfi ungra
bíógesta, hagnist svolítið á deyfð-
inni en hrollvekjur gera iðulega
góða hluti í fyrstu viku og falla
svo hratt.
Myrk
bíóhelgi
!"
# $
%
&'()
&&(*
+()
,()
,(-
.(*
.(.
.(/
)()
-(/
&'()
0)()
-/(.
--(0
'.(&
0/*(&
&-)(&
.()
0,(*
&0(*
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 53
25.01. 2003
23
0 0 4 4 6
4 8 0 5 9
26 32 33 35
9
22.01. 2003
4 11 12
26 27 41
22 34
KVIKMYND Dags Kára Péturs-
sonar, Nói albínói, hlaut tvenn verð-
laun á Premiers Plans, kvik-
myndahátíð í Angers í Frakklandi,
sem fór fram síðustu helgi.
Nói albínói hlaut fyrstu verðlaun í
flokknum besta kvikmynd í fullri
lengd og fyrir bestu tónlist í kvik-
mynd. Hljómsveit leikstjórans Dags
Kára, Slowblow, samdi og spilaði
alla tónlistina í myndinni.
Í fréttatilkynningu frá kvik-
myndafyrirtækinu og framleiðand-
anum Zik Zak, segir að myndinni
hafi verið vel fagnað af áhorfendum,
„með dynjandi lófaklappi, fagn-
aðarhrópum og jafnvel tárum á
hvörmum“.
Umrædd kvikmyndahátíð leggur
áherslu á myndir ungra og upprenn-
andi evrópskra leikstjóra og þykir
góður mælikvarði á þá sem skara
fram úr í þeim hópi.
Kvikmyndir eru valdar inn á há-
tíðina og var Nói albínói valin ásamt
níu öðrum myndum úr um 200 að-
sendum myndum í keppnina besta
mynd í fullri lengd.
Franskir fjölmiðlar sýndu mynd-
inni áhuga og munu viðtöl við Dag
Kára birtast meðal annars í dagblöð-
unum Le Monde og Le Figaro, segir
í tilkynningunni.
Þess má geta að formaður dóm-
nefndar að þessu sinni var hin
þekkta franska leikkona, Jeanne
Moreau. Hátíðin var nú haldin í 15.
sinn og var verðlaunað fyrir stutt-
myndir, heimildamyndir og kvik-
myndir í fullri lengd.
Þetta er í annað sinn sem Dagur
Kári vinnur til verðlauna á þessari
kvikmyndahátíð. Hann vann þar
fyrstu verðlaun á sínum tíma fyrir
stuttmyndina Lost Weekend.
Dagur Kári er staddur úti í
Rotterdam en Nói albínói er sýnd á
kvikmyndahátíðinni þar. Þvínæst
heldur myndin áfram för sinni og
tekur þátt í Gautaborgarhátíðinni,
sem stendur yfir 24. janúar til 3.
febrúar, og fer svo á kvikmynda-
messu í Berlín.
Verður gaman að fylgjast með
gengi myndarinnar á hátíðunum
sem fram undan eru.
Morgunblaðið náði tali af Degi
Kára þrátt fyrir annir. „Ég skrapp
til Angers í tvo daga og var við-
staddur sýninguna. Svo fór ég beint
hingað til Rotterdam,“ segir Dagur
Kári.
Hann gat þó ekki verið viðstaddur
verðlaunaafhendinguna í Frakk-
landi, þar sem hún var á laugardag-
inn, á sama tíma og Nói albínói var
frumsýnd í Hollandi.
„Ég hef einu sinni áður farið á
þessa hátíð með Lost Weekend, sem
vann tvenn verðlaun. Hátíðin er til-
einkuð fyrstu myndum leikstjóra.
Þetta er mjög skemmtileg hátíð,“
segir Dagur Kári um Premiers
Plans.
Góð viðbrögð í Rotterdam
„Það eru búnar tvær sýningar á
myndinni. Hún virðist leggjast vel í
fólk. Öll viðbrögð sem við höfum
fengið hingað til eru mjög jákvæð,“
segir leikstjórinn hæfileikaríki um
gengið í Hollandi.
Kvikmyndahátíðin í Rotterdam er
umfangsmikil, „meiri bransahátíð“
eins og Dagur Kári orðar það.
Hann ætlar að vera í Rotterdam
fram á föstudag en þá verða Tiger-
verðlaunin veitt, en Nói albínói er
þar tilnefnd ásamt 13 öðrum mynd-
um.
Verðlaunin eru tileinkuð leik-
stjórum sem eru búnir að gera eina
til tvær kvikmyndir, útskýrir Dagur
Kári, sem hefur haft nóg að gera frá
því að hann kom til Rotterdam.
„Ég er búinn að vera í viðtölum al-
veg síðan ég kom. Það fer að hægj-
ast um. Kannski maður geti þá farið
í bíó. Það er það fáránlegasta við
þetta að maður fær eiginlega aldrei
tækifæri til þess á svona hátíðum.
Það er það eina sem maður gerir
ekki, að fara í bíó,“ segir hann.
„Ég ætla að reyna að kíkja við í
Gautaborg,“ segir Dagur Kári, sem
er búsettur í Danmörku. „En þetta
er mjög skrýtin staða. Myndin er í
þremur keppnum á rétt rúmlega
viku. Þetta er dálítið stíft prógramm
þessa vikuna,“ segir Dagur Kári,
sem væntir þess að Íslendingar fái
tækifæri til að sjá myndina á vor-
mánuðum. „Ég býst við að hún verði
frumsýnd í kringum páskana.“
Nói albínói með tvenn verðlaun á franskri kvikmyndahátíð
Þrjár hátíðir
á rúmri viku
Íris (Elín Hansdóttir) er ást-
in í lífi Nóa albínóa. Myndin
verður væntanlega frum-
sýnd hérlendis í kringum
páskana.
TENGLAR
.....................................................
www.filmfestivalrotterdam.com
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4741-5200-0002-4854
4548-9000-0059-0291
4539-8500-0008-6066
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10
KEFLAVÍK
/ Sýnd kl. 5. ísl. tal. / Sýnd kl. 8. Enskt. tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 5 og 7. / Sýnd kl. 6, síðustu sýningingar.
ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRIÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 5, 7, 8, 9 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14.
Inni
held
ur e
fni s
em
þú h
efði
r ald
rei
feng
ið a
ð sj
á í
sjón
varp
i.
Sjúklegasta grínmynd ársins er komin í bíó.
Kvikmyndir.is
Radíó X
AKUREYRI KEFLAVÍK