Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 41 LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, alla daga, einnig aðfangadag, jóladag, annan jóladag, gamlársdag og nýársdag. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Þjónusta GARRY Kasparov fékk óskabyrj- un í einvígi sínu gegn skákforritinu Deep Junior. Hann hafði hvítt í fyrstu skákinni og forritið mátti sín einskis eftir að það var komið út úr byrjunarbókinni, en tefld var Slav- nesk vörn. Junior tefldi stefnulaust gegn markvissum leikjum Kasp- arovs og gaf skákina eftir einungis 27 leiki. Þessi úrslit út af fyrir sig eru ekki endilega óvænt, en það hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir hina ísr- aelsku höfunda forritsins hversu slök taflmennska þess var. Það kom ýmsum á óvart að þeir kusu að hafa svart í fyrstu skákinni, enda velja mennskir skákmenn yfirleitt hvítt í fyrstu skákinni, og freista þess að ná strax frumkvæði í einvíginu. Á hinn bóginn er það þekkt fyrirbæri úr fyrri viðureignum manns og tölvu að þrátt fyrir að maðurinn nái forystu í byrjun einvígis þá er hún yfirleitt ekki afgerandi og pressan eykst með hverri skák, þótt tölvan verði lítt vör við það! Við þessar aðstæður getur það verið óþægilegt fyrir hinn mennska andstæðing að tefla með svörtu í lokaskákinni. Ýmsir líta á þessa viðureign sem framhald af einvíginu sem Kasparov tapaði gegn Deep Blue 1997. Deep Junior á þó ekkert skylt við Deep Blue. Junior er skákforrit, en styrk- leiki Deep Blue byggðist á gríðar- lega öflugum sérhönnuðum vélbún- aði, sem reyndar var aldrei notaður eftir einvígið. Ýmsir, þ. á m. Kasp- arov, hafa sagt að þeir telji Junior sterkari en Deep Blue. Þrátt fyrir ýmsar framfarir í skákforritum og sífellt öflugri vélbúnað verður þessi fullyrðing að teljast vafasöm í ljósi hins öfluga vélbúnaðar Deep Blue sem var sérhannaður til að tefla skák. Í viðureigninni við Kasparov keyrir Deep Junior á átta 1,6GHz Intel örgjörvum og innra minni bún- aðarins er 8 gígabæti. Önnur skák einvígisins verður tefld í kvöld, en alls verða tefldar sex skákir. Anand sigraði í Wijk aan Zee Indverski stórmeistarinn Viswan- athan Anand sigraði á Corus-mótinu í Wijk aan Zee eftir jafntefli við Bar- eev í lokaumferðinni. Heimsmeistar- arnir Kramnik og þó einkum Ponom- ariov áttu slakt mót. Ponomariov varð meðal neðstu manna. Loka- staða: 1. Anand 8½ v. 2. Polgar 8 v. 3. Bareev 7½ v. 4.-8. Van Wely, Kramnik, Grisch- uk, Ivanchuk og Shirov 7 v. 9.-10. Radjabov og Topalov 6½ v. 11.-12. Ponomariov og Karpov 6 v. 13. Krasenkow 4½ v. 14. Timman 2½ v. Í 10. umferð sigraði Anand Shirov með svörtu, þar sem sá síðarnefndi var helst til djarfur og var refsað fyr- ir. Hvítt: Shirov Svart: Anand Caro-Kann 1.e4 c6 2.d4 d5 3.e5 Bf5 4.Rc3 e6 5.g4 Bg6 6.Rge2 c5 7.Be3 Rc6 8.dxc5 Rxe5 9.Rf4 Re7 10.De2 R7c6 11.0–0–0 Be7 Nýr leikur. Þekkt er 11...Da5 12.Bd4 Rxd4 13.Hxd4 Rc6 14.Rxe6 fxe6 15.Dxe6+ Be7 16.Bb5 Hd8 17.Rxd5 Hxd5 18.Bxc6+ bxc6 19.Dxc6+ Kf8 20.Dxd5 Dxc5 21.Hf4+ Ke8 22.Dxc5 Bxc5 23.Hc4 Bb6 24.Hc8+ Bd8 25.Hd1 Ke7 26.Ha8 og hvítur vann (De Vreugt- Kallai, Þýskalandi 2001). 12.Rfxd5? -- Shirov er að vanda óhæddur við að fórna manni, en að þessu sinni stenst fórnin ekki. Hvítur virðist ekki eiga góðan leik, t.d. eftir 12.h4 Bxh4 13.Rxg6 Rxg6 14.Rxd5 Da5 15.Rc3 Bf6 lendir hann í vandræðum. 12...exd5 13.f4 d4! 14.h4 -- Eftir 14.fxe5 Bg5 15.Rd5 Bxe3+ 16.Rxe3 Dg5, eða 14.Rb5 Rd3+ 15.cxd3 dxe3 16.f5 Bxf5 17.gxf5 Rd4 18.Rxd4 Dxd4 á svartur mun betra tafl, og sama má segja um 14.Bxd4 Rd3+ 15.cxd3 Rxd4 o.s.frv. 14...Rd3+! 15.cxd3 h5! Þar með er tryggt, að biskupinn á g6 lokist ekki inni. 16.f5 Bh7 17.Bd2 dxc3 18.Bxc3 0–0 19.d4 a5 20.a3 He8 Sjá stöðumynd 2. 21.Dc4 -- Eftir 21.d5 Rb4 22.Dc4 (22.axb4 axb4 23.Bd4 Ha1+ 24.Kc2 Bxc5) 22...b5 23.Db3 (23.Dxb5 Ra2+ 24.Kd2 Rxc3 25.Kxc3 Hb8 26.Dc4 Bxc5) 23...Bxc5 24.Bxb5 Hb8 25.Dc4 Ra2+ 26.Kc2 Rxc3 27.bxc3 Bxa3 28.Bxe8 Dxe8 á svartur unnið tafl. Anand á nú unnið tafl og úrvinnsl- an vefst ekki fyrir honum. 21...Bxh4 22.Bd3 hxg4 23.Kb1 Dg5 24.Ka1 Had8 25.Bb1 Re7 26.Bxa5 Bxf5 27.Bxd8 Hxd8 28.Hhf1 g6 29.Db3 Be6 30.Dxb7 Dd5 31.Dxd5 Rxd5 32.Hh1 Bf2 33.c6 Hc8 34.Hc1 g3 35.Be4 Rf6 36.Bg2 Bd5 og hvítur gafst upp, því að hann á manni minna og tapað tafl, eftir 37.Bxd5 Rxd5 38.Ka2 g2 39.Hhg1 Bxg1 40.Hxg1 Hxc6 41.Hxg2 Kf8 o.s.frv. Spenna fyrir lokaumferðirnar á Skákþingi Reykjavíkur Stefán Kristjánsson og Sigur- björn Björnsson eru efstir með 6½ vinning eftir átta umferðir af ellefu á Skákþingi Reykjavíkur. Stefán gerði jafntefli við Bergstein Einarsson, en Sigurbjörn hleypti aukinni spennu í mótið með sigri á Jóni Viktori Gunn- arssyni. Staða efstu manna: 1.-2. Stefán Kristjánsson, Sigur- björn Björnsson 6½ v. 3.-5. Jón Viktor Gunnarsson, Magnús Örn Úlfarsson, Sævar Bjarnason 6 v. 6.-10. Bragi Þorfinnsson, Berg- steinn Einarsson, Björn Þorfinns- son, Ingvar Þór Jóhannesson, Ög- mundur Kristinsson 5½ v. o.s.frv. Níunda umferð verður tefld á mið- vikudag og hefst klukkan 19. Teflt er hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Sannfærandi sigur Kasp- arovs gegn Deep Junior AP Garry Kasparov í einvígi sínu gegn skákforritinu Deep Junior. Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson SKÁK New York KASPAROV – DEEP JUNIOR 26. jan.–7. feb. 2003 dadi@vks.is Stöðumynd 2.                   !    "# $ !  " % $ !$&  '"( ) & $!  ( ) *  ( + $     ) ! !  , * !  ,+(( !  -.  ! !  /0 ) &  121345 6147  6 8 94 : ;<=49,1 Í GÆR voru liðin 43 ár frá því að varðskipið Óðinn kom til landsins. Árið 1960 var Óðinn talinn veglegt skip en hann er 880 lestir að stærð og ganghraði 18 sjómílur. Það var Eiríkur Kristófersson skipherra sem tók við þessu nýjasta og stærsta gæsluskipi flotans. Þá var fiskveiði- lögsagan 12 sjómílur eða alls 75.000 ferkílómetrar og alls sex varðskip við löggæslustörf á hafinu. Í fréttatilkynningu frá Landhelg- isgæslunni segir að í dag sé fiskveiði- lögsagan 200 sjómílur eða alls 754.000 ferkílómetrar. Nú séu aðeins tvö varðskip við gæslustörf en það sé sögulegt lágmark. Landhelgisgæslan hafði gert ráð fyrir að kostnaður við viðhald á vél- um Óðins, skv. kröfum flokkunar- félags varðskipanna, Lloyds Regist- er of Shipping, næmi 40–80 millj- ónum króna á þessu ári. Óskað var eftir því við flokkunarfélagið að það endurskoðaði afstöðu sína til ástands Óðins og þá sérstaklega vélbúnaðar- ins. Af því tilefni var tekinn upp einn stimpill í vél skipsins og kom í ljós að ástand hans var mun betra en flokk- unarfélagið hafði reiknað með. Nú lítur út fyrir að kostnaður við að koma Óðni í nothæft ástand verði um 12 milljónir en ef ekkert er gert við skipið er verðmæti þess metið til brotajárns. Vegna þessa telur Landhelgis- gæslan mun heppilegra að gera Óðin út áfram, á meðan beðið er eftir nýju varðskipi, heldur en að leggja Óðni og leigja hafrannsóknarskip en það kostar u.þ.b. milljón á dag. Auk þess fylgir því talsverður kostnaður að út- búa skip Hafrannsóknastofnunar og skrá það til landhelgisgæslustarfa. 43 ár frá komu varðskipsins Óðins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.