Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 39
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar.
Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lokinni
bænastund gefst þátttakendum kostur á
léttum hádegisverði. Samvera foreldra
ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsaln-
um. Tólf sporafundur kl. 19 og opinn bæna-
fundur á sama tíma fyrsta þriðjudag hvers
mánaðar.
Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10–
12 ára kl. 17.00.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12.00. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur málsverður að
samverustund lokinni. 10–12 ára starf
KFUM-K kl. 17.00.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs þjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borg-
arastarf kl. 13.00. Leikfimi, súpa, kaffi og
spjall.
Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun er
fyrirbænamessa kl. 11. Súpa kl. 12. Brids
kl. 13.
Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla kl.
20.00. Bjarni Karlsson sóknarprestur talar.
Efni: „Stríð og friður í ljósi biblíulegrar trúar.
Gott að koma. Gengið inn um dyr á aust-
urgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi
kl. 21.00. Lofgjörðarstund þar sem Þor-
valdur Halldórsson leiðir söng við undirleik
Gunnars Gunnarssonar, en sóknarprestur
flytur Guðs orð og bæn. Fyrirbænastund kl.
21.30 í umsjá Margrétar Scheving, sál-
gæsluþjóns og hennar samstarfsfólks. (Sjá
síðu 650 í Textavarpi).
Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borgara kl.
16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir
velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl.
10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lár-
usdóttir.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað-
arheimilinu kl. 10.–12. Hittumst, kynn-
umst, fræðumst. Kl. 16.15–17.15. STN -
Starf fyrir 7–9 ára börn.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með
altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má
koma til sóknarprests í viðtalstímum hans.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra hefst
kl. 11.15 með leikfimi Í.A.K. Léttur máls-
verður, helgistund, heimsókn í bókasafn
Kópavogs. KFUM & KFUK í Digraneskirkju
fyrir 10–12 ára krakka kl. 17–18.15.
Fræðslusalur opinn fyrir leiki frá 16.30.
Unglingakór Digraneskirkju kl. 17–19. Alfa
námskeið kl. 19.00. Fyrsta kvöld. Nýir gest-
ir velkomnir. (sjá nánar: www.digranes-
kirkja.is).
Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldustund kl.
10–12 í umsjón Lilju, djákna í safnaðar-
heimilinu. Kaffi og notalegheit þar sem
heimavinnandi foreldrar hittast í góðu um-
hverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11–12 ára stúlk-
ur kl. 16.30.
Grafarvogskirkja. „Opið hús“ fyrir eldri
borgara kl. 13.30–16.00. Helgistund,
handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og
alltaf eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðs-
félag í Rimaskóla kl. 20.00–22.00, fyrir
unglinga í 8. bekk. Æskulýðsfélag í Graf-
arvogskirkju kl. 20.00–22.00, fyrir unglinga
í 9. og 10. bekk.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl.
10.00–12.00 í safnaðarheimilinu Borgum.
Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 10. Mömmu-
morgunn í safnaðarheimili Lindasóknar,
Uppsölum 3.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús
milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Æskulýðs-
fundur fyrir 13 ára unglinga (fermingarbörn)
kl. 20.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í
safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á
vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgi-
stund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir
9–12 ára stúlkur í safnaðarheimilinu Kirkju-
hvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUK.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára
börn í dag kl. 17.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf 8. og
9. bekkur kl. 20–22.
Lágafellskirkja, barnastarf. Kirkjukrakkar í
Lágafellsskóla í dag fyrir 6–7 ára börn kl.
13.15 og 8–9 ára börn kl. 14.30. Umsjón
Þórdís djákni.
Landakirkja í Vestmannaeyjum.
Kl. 15.00 Kirkjuprakkarar, 6–8 ára krakkar í
kirkjunni. Vettvangsferð. Fatnaður í takt við
veðrið. Sr. Þorvaldur og leiðtogarnir.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Keflavíkurkirkja.
Fermingarundirbúningur hefst að nýju í
Kirkjulundi kl. 14.30–1510, 8. B í Holta-
skóla & 8. I.M. í Myllubakka.
kl. 15.15–15.55, 8. A í Holtaskóla & 8. B í
Myllubakkaskóla. Kynningarfundur á „Úr
heimi bænarinnar“ eftir Ole Hallesby kl. 20.
Heitt verður á könnunni.
Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg-
unn. Skraf og ráðagerð yfir kaffibolla um fyr-
irlesara á vorönn.
Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl.
18.30–19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl.
13.40.
Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir velkomn-
ir.
Aðaldeild KFUK. Fundur kl. 20. „Hvað lásu
KFUK-konur um jólin?“ Þrjá konur segja frá.
Allar konur eru velkomnar.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Ferm-
ingarfræðsla kl. 15.30. Hópur 2 (8.B
Brekkuskóla og 8.303 Oddeyrarskóla).
Safnaðarstarf
SMÁAUGLÝSINGAR
KENNSLA
www.nudd.is
CRANIO-NÁM
2003—2004
Skráning hafin. 6 námsstig.
A-hluti 22.-26.febrúar. Uppl.
Gunnar, s. 564 1803/699
8064.
Myndsköpun—leikur
Viltu auka kærleikann í lífi þínu?
Hugleiðsla.
Þjálfun í teikningu
og litameðferð.
Að miðla af sér
og deila með
öðrum.
Sjálfsþekking.
Að setja sér raunhæf markmið.
Finndu það fegursta
í sjálfum þér.
Innritun og nánari uppl. í símum
865 5592 eða 568 4930.
Ásta Kristbergsdóttir,
arkitekt FAI, ark@simnet.is
Landslagsarkitekt og myndþerapisti MAA
FÉLAGSLÍF
EDDA 6003012819 I
FJÖLNIR 6003012819 III
HLÍN 6003012819 VI
I.O.O.F. Rb. 1 1521288-9.O.*
Hamar 6003012819 I Þorraf.
Á KRISTIN trú erindi við samtíð
okkar eða er hún úrelt og óspenn-
andi? Hver er tilgangur lífsins og
hvar er Guð að finna? Slíkar spurn-
ingar eru meðal þess sem lagt er
upp með á ALFA-námskeiðunum.
sem farið hafa sigurför um heim-
inn.
ALFA-námskeiðið er tíu kvölda
námskeið þar sem fjallað er um
trúna og lífið. Hver samvera hefst
með sameiginlegum málsverði. Síð-
an er fyrirlestur og umræður.
Í Grensáskirkju er að hefjast
ALFA-námskeið sem verður á mið-
vikudagskvöldum framundir dymb-
ilviku og stendur frá kl. 19:30-22:00.
Annað kvöld, miðvikudags-
kvöldið 29. jan., verður kynning-
arkvöld ALFA í Grensáskirkju og
hefst það kl. 19:30. Þátttaka í kynn-
ingarkvöldinu felur ekki í sér neina
skuldbindingu um að sækja nám-
skeiðið sjálft.
Að búa ein/einn
MIÐVIKUDAGNN 29 janúar hefst
námskeið í Grafarvogskirkju, ætlað
fólki sem hefur gengið í gegn um
skilnað. Með þessu námskeiði vilj-
um við koma til móts við þessa ein-
staklinga, gefa þeim tækifæri og
farveg til að vinna úr erfiðum til-
finningum sem upp koma við skiln-
að. Einnig gefst fólki tækifæri til að
skoða stöðu sína, endurmeta við-
horf sín og til að finna nýjar leiðir.
Námskeiðið hefur verið nefnt
„Að búa ein/einn“. Það stendur yfir
í átta vikur, eitt kvöld í viku. Nú á
miðvikudagskvöld kl. 20 verður fyr-
irlestur um skilnað og afleiðingar
skilnaðar. Fyrirlesturinn er öllum
opinn en að honum loknum verða
þau skráð sem vilja halda áfram og
taka þátt í hópastarfi. Umsjón: séra
Anna Sigríður Pálsdóttir.
ALFA í Grens-
áskirkju
KIRKJUSTARF
Heimahlynning verður með sam-
verustund fyrir aðstandendur í
kvöld, þriðjudaginn 26. nóvember kl.
20–22 í húsi Krabbameinsfélags Ís-
lands, Skógarhlíð 8. Margrét Jóns-
dóttir, félagsráðgjafi hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins, verður með
fræðslu um tryggingamál. Fund-
urinn er sameiginlegur með að-
standendum frá krabbameinsdeild
Landspítalans og líknardeild í Kópa-
vogi. Kaffiveitingar.
Í DAG
Málstofa á vegum Lagastofn-
unar Háskóla Íslands verður hald-
in miðvikudaginn 29. janúar kl.
12.15–13 í stofu 101 í Lögbergi.
Matthías Geir Pálsson ræðir efni
doktorsritgerðar sinnar „Ósann-
girni í evrópskum samningarétti og
alþjóðlegum viðskiptasamningum“
sem hann varði árið 2001 við Evr-
ópuháskólann í Flórens á Ítalíu.
Matthías rannsakaði sanngirn-
isreglur í landsréttarkerfum Norð-
urlanda, Englands og Þýskalands,
á sviði Evrópuréttar og í alþjóð-
legum samningareglum. Allir sem
áhuga hafa eru velkomnir.
Náttúrufræðistofnun Íslands
heldur opið fræðsluerindi í sal
Möguleikhússins á Hlemmi á morg-
un, miðvikudaginn 29. janúar kl.
12.15. Eyþór Einarsson grasafræð-
ingur segir í máli og myndum frá
gróðurframvindu í skerjum í
Breiðamerkurjökli. Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar um erindið og
dagskrá vetrarins er að finna á
heimasíðu stofnunarinnar, www.-
ni.is.
FFA – fræðsla fyrir fatlaða og
aðstandendur stendur að fræðslu-
kvöldi á morgun, miðvikudaginn 29.
janúar kl. 20, í „Rauða sal“ Sjálfs-
bjargarhússins, Hátúni 12 (gengið
inn um vesturinngang). Hrefna K.
Óskarsdóttir iðjuþjálfi mun kynna
rannsókn sína sem hún er að vinna
að í mastersnámi við Háskóla Ís-
lands. FFA – fræðsla fyrir fatlaða
og aðstandendur er samstarfsverk-
efni Landssamtakanna Þroska-
hjálpar, Sjálfsbjörg lands-
sambandsins, Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra og Styrkt-
arfélags vangefinna. Fyrirlesturinn
er öllum opinn og enginn aðgangs-
eyrir.
Vinafélag Íslands og Kanada
heldur opinn fyrirlestrarfund á
morgun, miðvikudaginn 29. janúar
kl. 20, í Lögbergi, Háskóla Íslands,
stofu 204. Allir velkomnir. Viðar
Hreinsson bókmenntafræðingur
fjallar um bók sína um „Kletta-
fjallaskáldið“ Stephan G. Steph-
ansson. Hann mun einkum fjalla
um efni síðara bindisins sem kemur
út næsta haust, segir í frétta-
tilkynningu.
Á MORGUN
Íþróttahátíð UMSB verður haldin í
íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi,
laugardaginn 1. febrúar. Krakkar á
grunnskólaaldri geta tekið þátt í
keppni í sundi og frjálsum þar sem
allir fá verðlaun í lok dagsins. Skrán-
ing er hjá íþróttakennara eða á
skrifstofu sambandsins. Nánari upp-
lýsingar á skrifstofu UMSB, Borg-
arbraut 61, Borgarnesi.
Á NÆSTUNNI
Samfylkingarkvöld fer fram í
Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn 28.
janúar kl. 19 (opnað kl. 18.30), í Álfa-
felli, íþróttahúsinu við Strandgötu.
Málefnastarf – málefnahópar – um-
ræður.
STJÓRNMÁL
Magnús sviðstjóri
Á baksíðu Morgunblaðsins á laug-
ardag var Magnús Ólafsson, svið-
stjóri hjúkrunar á barnasviði Land-
spítalans, ranglega titlaður læknir í
myndatexta. Beðist er velvirðingar á
þessu.
LEIÐRÉTT
UM helgina var nokkuð
um ölvun, slagsmál og
eignaskemmdir í
Reykjavík. Aðstoða
þurfti starfsmenn veitingahúsa og
leigubifreiðastjóra vegna viðskipta-
vina þeirra og einnig var nokkuð um
hraðakstur og ölvunarakstur.
Alls voru níu ökumenn grunaðir
um ölvun við akstur og 46 teknir fyr-
ir of hraðan akstur. Umferðaróhöpp
sem tilkynnt voru til lögreglu voru
41 talsins.
Harður árekstur varð á Reykja-
nesbraut um miðjan dag á föstudag.
Óhappið varð við gatnamót aðrein-
arinnar frá Vesturlandsvegi (Miklu-
braut). Farþegi annarrar bifreiðar-
innar fann til eymsla í höfði, hálsi, öxl
og hnjám og var hann fluttur á slysa-
deild með sjúkrabifreið. Ökumaður-
inn fann til eymsla í hálsi og ætlaði
að leita læknis síðar. Báðar bifreiðir
voru fjarlægðar af vettvangi með
dráttarbifreið.
Rétt fyrir kl. 14 á sunnudag varð
harður árekstur á Reykjanesbraut.
Þetta atvikaðist þannig að bifreið ók
gegn rauðu ljósi, þar sem hún lenti á
einni bifreið, við það kastaðist hún
síðan til vinstri yfir miðeyjuna sem
aðskilur akbrautir Reykjanesbraut-
ar og lenti þar á annarri bifreið. Einn
ökumaður var færður á slysadeild,
en fjarlægja þurfti bifreiðarnar.
Um kl. 21 á föstudagskvöld var
lögreglu tilkynnt um innbrot í bifreið
í Breiðholtinu. Þar hafði rúða verið
brotin og útvarpstæki og vasapela
stolið. Um hádegi sama dag kærði
verslun ein í miðborginni mann fyrir
að hafa stolið fjórum lambalærum.
Var maðurinn færður á lögreglustöð
og var laus að lokinni fyrirtöku. Um
svipað leyti var lögreglu tilkynnt um
þjófnað á heitu vatni, þar sem náungi
einn hafði tengt fram hjá síu og
þannig fram hjá mæli.
Um fimmleytið á föstudag óskaði
verslun í Austurbænum eftir aðstoð
lögreglu vegna ætlaðra vörusvika.
Þarna hafði kona bæði svikið og
reynt að svíkja vörur með greiðslu-
kortanúmeri sem hún hafði komist
yfir. Starfsmenn verslunarinnar
grunaði að ekki væri allt með felldu
er konan reyndi að panta síma og
leikjatölvu með greiðslukorti og vildi
fá hlutina senda á annað heimilis-
fang. Í framhaldi af því var grennsl-
ast fyrir um greiðslukortið. Kom þá í
ljós að konan hafði svikið út vörur
hjá fleiri fyrirtækjum. Málið er í
rannsókn.
Forráðamenn og börn eru minnt á
að fara varlega við leik á ísilögðu
vatni, en tilkynnt var um börn að leik
við Elliðaárnar á föstudag, þar sem
ísinn var talinn ótraustur. Börnin
voru þó ekki á staðnum er lögreglu
bar að.
Aðfaranótt laugardags var til-
kynnt um ungmenni undir lögaldri á
vínveitingastað í miðborginni og var
vínhúsaeftirlitsmönnum gert kunn-
ugt um þetta.
Um svipað leyti óskaði starfsmað-
ur vínveitingahúss á Laugaveginum
eftir aðstoð, dyraverðir voru með
mann í tökum. Þarna var um kunn-
ingja lögreglunnar að ræða, en hann
hafði bitið dyravörð í handlegg. Mað-
urinn var handtekinn og færður í
fangamóttöku.
Datt af vélsleða og fékk
heilahristing
Á laugardag var tilkynnt um mikið
slasaða stúlku sem hafði dottið af
vélsleða. Stúlkan hafði ekið á tré og
hlotið mar á hægri kinn og heila-
hristing. Hún var flutt með sjúkra-
bifreið á slysadeild.
Í miðborginni var unglingur upp-
vís að því að sprengja heimagerðar
sprengjur. Vart þarf að taka það
fram hvað slíkt getur verið hættu-
legt og lögreglan vill hvetja foreldra
til að minna börnin sín á það.
Á sunnudagsmorgun var tilkynnt
um innbrot. Þarna var brotin rúða og
farið inn. Stolið var sígarettum að
andvirði 26.000 kr. Atburðurinn náð-
ist á myndband. Rétt fyrir hádegi
var tilkynnt um að tveimur tölvum
hafði verið stolið úr grunnskóla í
Austurborginni. Málið er í rannsókn.
Aðfaranótt mánudags óskaði
skemmtistaður eftir aðstoð lögreglu
vegna ölvaðs manns sem þarna var
til vandræða. Maðurinn var mjög
ölvaður, hafði tryllst og ráðist að
fólki. Tveir voru fluttir á slysadeild,
annar skorinn á handarbaki. En
árásarmaðurinn var handtekinn og
fluttur á lögreglustöð.
Úr dagbók lögreglunnar 24. til 27. janúar
Nokkuð um ölvun og
slagsmál um helgina
BRIDGESAMBAND Íslands er að
hleypa af stokkunum námskeiðum í
brids fyrir unglinga, annars vegar á
aldrinum 13 til 15 ára og hins vegar
fyrir framhaldsskólanema. Nám-
skeiðin eru án endurgjalds.
Námskeið fyrir framhaldsskóla-
nema hefst á miðvikudag, 29. janúar,
klukkan 17 í húsnæði Bridgesam-
bands Íslands að Síðumúla 37. Nám-
skeiðið stendur í 10 vikur og verður
haldið á miðvikudögum frá klukkan
17 til 19:30. Námskeiðinu lýkur með
framhaldsskólamóti í brids.
Námskeið fyrir 13-15 ára unglinga
hefst fimmtudaginn 30. janúar
klukkan 17, einnig í húsnæði Bridge-
sambandsins og stendur í 10 vikur.
Kennt verður á fimmtudögum milli
klukkan 17-19. Námskeiðinu lýkur
með bridsmóti. Hægt er að fá frekari
upplýsingar um námskeiðin á skrif-
stofu Bridgesambands Íslands.
Ókeypis brids-
námskeið fyrir
unglinga
LÆKNARÁÐ Heilbrigðisstofnunar-
innar á Selfossi hefur sent frá sér yf-
irlýsingu þar sem lýst er undrun á
framgangi stjórnvalda og stjórnenda
Heilbrigðisstofnunar á Suðurnesjum
í tilraun þeirra til þess að leysa vanda
Heilbrigðisstofnunarinnar á Suður-
nesjum. Í yfirlýsingunni segir að vel-
flestir Suðurnesjabúar hafi nú misst
sinn sérmenntaða heimilislækni. Sú
hugmynd að 7–8 heimilislæknar sinni
17 þúsund íbúum sé fráleit og lýsi
skilningsleysi stjórnenda HSS á Suð-
urnesjum á eðli heilsugæslu.
Álykta um
læknamál á
Suðurnesjum
LÝST er eftir vitnum að umferðar-
óhappi sem varð á gatnamótum Sæ-
brautar og Súðarvogs, mánudaginn
27. janúar klukkan 7:35.
Þar skullu saman rauð Lada Sam-
ara-fólksbifreið sem ekið var norður
Sæbraut inn á gatnamót Súðarvogs
og rauð Suzuki Baleno fólksbifreið
sem ekið var vestur Súðarvog inn á
gatnamótin. Ágreiningur er um
stöðu umferðarljósanna á gatnamót-
unum er óhappið varð. Þeir sem upp-
lýsingar geta veitt um mál þetta eru
vinsamlega beðnir um að hafa sam-
band við lögregluna í Reykjavík.
Lýst eftir
vitnum
EIÐUR Guðnason sendiherra af-
henti í gær, Jiang Zemin, forseta Al-
þýðulýðveldisins Kína, trúnaðarbréf
sem sendiherra Íslands. Athöfnin fór
fram í Alþýðuhúsinu mikla við Torg
hins himneska friðar í Peking.
Svavar Gestsson sendiherra af-
henti 26. janúar sl., prófessor dr. Iaj-
uddin Ahmed, forseta Bangladess,
trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Ís-
lands, með aðsetur í Stokkhólmi.
Afhentu
trúnaðarbréf