Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 39 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Samvera foreldra ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsaln- um. Tólf sporafundur kl. 19 og opinn bæna- fundur á sama tíma fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10– 12 ára kl. 17.00. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.00. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur málsverður að samverustund lokinni. 10–12 ára starf KFUM-K kl. 17.00. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borg- arastarf kl. 13.00. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun er fyrirbænamessa kl. 11. Súpa kl. 12. Brids kl. 13. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla kl. 20.00. Bjarni Karlsson sóknarprestur talar. Efni: „Stríð og friður í ljósi biblíulegrar trúar. Gott að koma. Gengið inn um dyr á aust- urgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21.00. Lofgjörðarstund þar sem Þor- valdur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnarssonar, en sóknarprestur flytur Guðs orð og bæn. Fyrirbænastund kl. 21.30 í umsjá Margrétar Scheving, sál- gæsluþjóns og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lár- usdóttir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað- arheimilinu kl. 10.–12. Hittumst, kynn- umst, fræðumst. Kl. 16.15–17.15. STN - Starf fyrir 7–9 ára börn. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra hefst kl. 11.15 með leikfimi Í.A.K. Léttur máls- verður, helgistund, heimsókn í bókasafn Kópavogs. KFUM & KFUK í Digraneskirkju fyrir 10–12 ára krakka kl. 17–18.15. Fræðslusalur opinn fyrir leiki frá 16.30. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17–19. Alfa námskeið kl. 19.00. Fyrsta kvöld. Nýir gest- ir velkomnir. (sjá nánar: www.digranes- kirkja.is). Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldustund kl. 10–12 í umsjón Lilju, djákna í safnaðar- heimilinu. Kaffi og notalegheit þar sem heimavinnandi foreldrar hittast í góðu um- hverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11–12 ára stúlk- ur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. „Opið hús“ fyrir eldri borgara kl. 13.30–16.00. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðs- félag í Rimaskóla kl. 20.00–22.00, fyrir unglinga í 8. bekk. Æskulýðsfélag í Graf- arvogskirkju kl. 20.00–22.00, fyrir unglinga í 9. og 10. bekk. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10.00–12.00 í safnaðarheimilinu Borgum. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 10. Mömmu- morgunn í safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Æskulýðs- fundur fyrir 13 ára unglinga (fermingarbörn) kl. 20. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgi- stund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUK. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf 8. og 9. bekkur kl. 20–22. Lágafellskirkja, barnastarf. Kirkjukrakkar í Lágafellsskóla í dag fyrir 6–7 ára börn kl. 13.15 og 8–9 ára börn kl. 14.30. Umsjón Þórdís djákni. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15.00 Kirkjuprakkarar, 6–8 ára krakkar í kirkjunni. Vettvangsferð. Fatnaður í takt við veðrið. Sr. Þorvaldur og leiðtogarnir. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur hefst að nýju í Kirkjulundi kl. 14.30–1510, 8. B í Holta- skóla & 8. I.M. í Myllubakka. kl. 15.15–15.55, 8. A í Holtaskóla & 8. B í Myllubakkaskóla. Kynningarfundur á „Úr heimi bænarinnar“ eftir Ole Hallesby kl. 20. Heitt verður á könnunni. Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg- unn. Skraf og ráðagerð yfir kaffibolla um fyr- irlesara á vorönn. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir velkomn- ir. Aðaldeild KFUK. Fundur kl. 20. „Hvað lásu KFUK-konur um jólin?“ Þrjá konur segja frá. Allar konur eru velkomnar. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Ferm- ingarfræðsla kl. 15.30. Hópur 2 (8.B Brekkuskóla og 8.303 Oddeyrarskóla). Safnaðarstarf SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA  www.nudd.is CRANIO-NÁM 2003—2004 Skráning hafin. 6 námsstig. A-hluti 22.-26.febrúar. Uppl. Gunnar, s. 564 1803/699 8064. Myndsköpun—leikur Viltu auka kærleikann í lífi þínu? Hugleiðsla. Þjálfun í teikningu og litameðferð. Að miðla af sér og deila með öðrum. Sjálfsþekking. Að setja sér raunhæf markmið. Finndu það fegursta í sjálfum þér. Innritun og nánari uppl. í símum 865 5592 eða 568 4930. Ásta Kristbergsdóttir, arkitekt FAI, ark@simnet.is Landslagsarkitekt og myndþerapisti MAA FÉLAGSLÍF  EDDA 6003012819 I  FJÖLNIR 6003012819 III  HLÍN 6003012819 VI I.O.O.F. Rb. 1  1521288-9.O.*  Hamar 6003012819 I Þorraf. Á KRISTIN trú erindi við samtíð okkar eða er hún úrelt og óspenn- andi? Hver er tilgangur lífsins og hvar er Guð að finna? Slíkar spurn- ingar eru meðal þess sem lagt er upp með á ALFA-námskeiðunum. sem farið hafa sigurför um heim- inn. ALFA-námskeiðið er tíu kvölda námskeið þar sem fjallað er um trúna og lífið. Hver samvera hefst með sameiginlegum málsverði. Síð- an er fyrirlestur og umræður. Í Grensáskirkju er að hefjast ALFA-námskeið sem verður á mið- vikudagskvöldum framundir dymb- ilviku og stendur frá kl. 19:30-22:00. Annað kvöld, miðvikudags- kvöldið 29. jan., verður kynning- arkvöld ALFA í Grensáskirkju og hefst það kl. 19:30. Þátttaka í kynn- ingarkvöldinu felur ekki í sér neina skuldbindingu um að sækja nám- skeiðið sjálft. Að búa ein/einn MIÐVIKUDAGNN 29 janúar hefst námskeið í Grafarvogskirkju, ætlað fólki sem hefur gengið í gegn um skilnað. Með þessu námskeiði vilj- um við koma til móts við þessa ein- staklinga, gefa þeim tækifæri og farveg til að vinna úr erfiðum til- finningum sem upp koma við skiln- að. Einnig gefst fólki tækifæri til að skoða stöðu sína, endurmeta við- horf sín og til að finna nýjar leiðir. Námskeiðið hefur verið nefnt „Að búa ein/einn“. Það stendur yfir í átta vikur, eitt kvöld í viku. Nú á miðvikudagskvöld kl. 20 verður fyr- irlestur um skilnað og afleiðingar skilnaðar. Fyrirlesturinn er öllum opinn en að honum loknum verða þau skráð sem vilja halda áfram og taka þátt í hópastarfi. Umsjón: séra Anna Sigríður Pálsdóttir. ALFA í Grens- áskirkju KIRKJUSTARF Heimahlynning verður með sam- verustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20–22 í húsi Krabbameinsfélags Ís- lands, Skógarhlíð 8. Margrét Jóns- dóttir, félagsráðgjafi hjá Trygg- ingastofnun ríkisins, verður með fræðslu um tryggingamál. Fund- urinn er sameiginlegur með að- standendum frá krabbameinsdeild Landspítalans og líknardeild í Kópa- vogi. Kaffiveitingar. Í DAG Málstofa á vegum Lagastofn- unar Háskóla Íslands verður hald- in miðvikudaginn 29. janúar kl. 12.15–13 í stofu 101 í Lögbergi. Matthías Geir Pálsson ræðir efni doktorsritgerðar sinnar „Ósann- girni í evrópskum samningarétti og alþjóðlegum viðskiptasamningum“ sem hann varði árið 2001 við Evr- ópuháskólann í Flórens á Ítalíu. Matthías rannsakaði sanngirn- isreglur í landsréttarkerfum Norð- urlanda, Englands og Þýskalands, á sviði Evrópuréttar og í alþjóð- legum samningareglum. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur opið fræðsluerindi í sal Möguleikhússins á Hlemmi á morg- un, miðvikudaginn 29. janúar kl. 12.15. Eyþór Einarsson grasafræð- ingur segir í máli og myndum frá gróðurframvindu í skerjum í Breiðamerkurjökli. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar um erindið og dagskrá vetrarins er að finna á heimasíðu stofnunarinnar, www.- ni.is. FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur stendur að fræðslu- kvöldi á morgun, miðvikudaginn 29. janúar kl. 20, í „Rauða sal“ Sjálfs- bjargarhússins, Hátúni 12 (gengið inn um vesturinngang). Hrefna K. Óskarsdóttir iðjuþjálfi mun kynna rannsókn sína sem hún er að vinna að í mastersnámi við Háskóla Ís- lands. FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur er samstarfsverk- efni Landssamtakanna Þroska- hjálpar, Sjálfsbjörg lands- sambandsins, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Styrkt- arfélags vangefinna. Fyrirlesturinn er öllum opinn og enginn aðgangs- eyrir. Vinafélag Íslands og Kanada heldur opinn fyrirlestrarfund á morgun, miðvikudaginn 29. janúar kl. 20, í Lögbergi, Háskóla Íslands, stofu 204. Allir velkomnir. Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur fjallar um bók sína um „Kletta- fjallaskáldið“ Stephan G. Steph- ansson. Hann mun einkum fjalla um efni síðara bindisins sem kemur út næsta haust, segir í frétta- tilkynningu. Á MORGUN Íþróttahátíð UMSB verður haldin í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi, laugardaginn 1. febrúar. Krakkar á grunnskólaaldri geta tekið þátt í keppni í sundi og frjálsum þar sem allir fá verðlaun í lok dagsins. Skrán- ing er hjá íþróttakennara eða á skrifstofu sambandsins. Nánari upp- lýsingar á skrifstofu UMSB, Borg- arbraut 61, Borgarnesi. Á NÆSTUNNI Samfylkingarkvöld fer fram í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn 28. janúar kl. 19 (opnað kl. 18.30), í Álfa- felli, íþróttahúsinu við Strandgötu. Málefnastarf – málefnahópar – um- ræður. STJÓRNMÁL Magnús sviðstjóri Á baksíðu Morgunblaðsins á laug- ardag var Magnús Ólafsson, svið- stjóri hjúkrunar á barnasviði Land- spítalans, ranglega titlaður læknir í myndatexta. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT UM helgina var nokkuð um ölvun, slagsmál og eignaskemmdir í Reykjavík. Aðstoða þurfti starfsmenn veitingahúsa og leigubifreiðastjóra vegna viðskipta- vina þeirra og einnig var nokkuð um hraðakstur og ölvunarakstur. Alls voru níu ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 46 teknir fyr- ir of hraðan akstur. Umferðaróhöpp sem tilkynnt voru til lögreglu voru 41 talsins. Harður árekstur varð á Reykja- nesbraut um miðjan dag á föstudag. Óhappið varð við gatnamót aðrein- arinnar frá Vesturlandsvegi (Miklu- braut). Farþegi annarrar bifreiðar- innar fann til eymsla í höfði, hálsi, öxl og hnjám og var hann fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið. Ökumaður- inn fann til eymsla í hálsi og ætlaði að leita læknis síðar. Báðar bifreiðir voru fjarlægðar af vettvangi með dráttarbifreið. Rétt fyrir kl. 14 á sunnudag varð harður árekstur á Reykjanesbraut. Þetta atvikaðist þannig að bifreið ók gegn rauðu ljósi, þar sem hún lenti á einni bifreið, við það kastaðist hún síðan til vinstri yfir miðeyjuna sem aðskilur akbrautir Reykjanesbraut- ar og lenti þar á annarri bifreið. Einn ökumaður var færður á slysadeild, en fjarlægja þurfti bifreiðarnar. Um kl. 21 á föstudagskvöld var lögreglu tilkynnt um innbrot í bifreið í Breiðholtinu. Þar hafði rúða verið brotin og útvarpstæki og vasapela stolið. Um hádegi sama dag kærði verslun ein í miðborginni mann fyrir að hafa stolið fjórum lambalærum. Var maðurinn færður á lögreglustöð og var laus að lokinni fyrirtöku. Um svipað leyti var lögreglu tilkynnt um þjófnað á heitu vatni, þar sem náungi einn hafði tengt fram hjá síu og þannig fram hjá mæli. Um fimmleytið á föstudag óskaði verslun í Austurbænum eftir aðstoð lögreglu vegna ætlaðra vörusvika. Þarna hafði kona bæði svikið og reynt að svíkja vörur með greiðslu- kortanúmeri sem hún hafði komist yfir. Starfsmenn verslunarinnar grunaði að ekki væri allt með felldu er konan reyndi að panta síma og leikjatölvu með greiðslukorti og vildi fá hlutina senda á annað heimilis- fang. Í framhaldi af því var grennsl- ast fyrir um greiðslukortið. Kom þá í ljós að konan hafði svikið út vörur hjá fleiri fyrirtækjum. Málið er í rannsókn. Forráðamenn og börn eru minnt á að fara varlega við leik á ísilögðu vatni, en tilkynnt var um börn að leik við Elliðaárnar á föstudag, þar sem ísinn var talinn ótraustur. Börnin voru þó ekki á staðnum er lögreglu bar að. Aðfaranótt laugardags var til- kynnt um ungmenni undir lögaldri á vínveitingastað í miðborginni og var vínhúsaeftirlitsmönnum gert kunn- ugt um þetta. Um svipað leyti óskaði starfsmað- ur vínveitingahúss á Laugaveginum eftir aðstoð, dyraverðir voru með mann í tökum. Þarna var um kunn- ingja lögreglunnar að ræða, en hann hafði bitið dyravörð í handlegg. Mað- urinn var handtekinn og færður í fangamóttöku. Datt af vélsleða og fékk heilahristing Á laugardag var tilkynnt um mikið slasaða stúlku sem hafði dottið af vélsleða. Stúlkan hafði ekið á tré og hlotið mar á hægri kinn og heila- hristing. Hún var flutt með sjúkra- bifreið á slysadeild. Í miðborginni var unglingur upp- vís að því að sprengja heimagerðar sprengjur. Vart þarf að taka það fram hvað slíkt getur verið hættu- legt og lögreglan vill hvetja foreldra til að minna börnin sín á það. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um innbrot. Þarna var brotin rúða og farið inn. Stolið var sígarettum að andvirði 26.000 kr. Atburðurinn náð- ist á myndband. Rétt fyrir hádegi var tilkynnt um að tveimur tölvum hafði verið stolið úr grunnskóla í Austurborginni. Málið er í rannsókn. Aðfaranótt mánudags óskaði skemmtistaður eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðs manns sem þarna var til vandræða. Maðurinn var mjög ölvaður, hafði tryllst og ráðist að fólki. Tveir voru fluttir á slysadeild, annar skorinn á handarbaki. En árásarmaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Úr dagbók lögreglunnar 24. til 27. janúar Nokkuð um ölvun og slagsmál um helgina BRIDGESAMBAND Íslands er að hleypa af stokkunum námskeiðum í brids fyrir unglinga, annars vegar á aldrinum 13 til 15 ára og hins vegar fyrir framhaldsskólanema. Nám- skeiðin eru án endurgjalds. Námskeið fyrir framhaldsskóla- nema hefst á miðvikudag, 29. janúar, klukkan 17 í húsnæði Bridgesam- bands Íslands að Síðumúla 37. Nám- skeiðið stendur í 10 vikur og verður haldið á miðvikudögum frá klukkan 17 til 19:30. Námskeiðinu lýkur með framhaldsskólamóti í brids. Námskeið fyrir 13-15 ára unglinga hefst fimmtudaginn 30. janúar klukkan 17, einnig í húsnæði Bridge- sambandsins og stendur í 10 vikur. Kennt verður á fimmtudögum milli klukkan 17-19. Námskeiðinu lýkur með bridsmóti. Hægt er að fá frekari upplýsingar um námskeiðin á skrif- stofu Bridgesambands Íslands. Ókeypis brids- námskeið fyrir unglinga LÆKNARÁÐ Heilbrigðisstofnunar- innar á Selfossi hefur sent frá sér yf- irlýsingu þar sem lýst er undrun á framgangi stjórnvalda og stjórnenda Heilbrigðisstofnunar á Suðurnesjum í tilraun þeirra til þess að leysa vanda Heilbrigðisstofnunarinnar á Suður- nesjum. Í yfirlýsingunni segir að vel- flestir Suðurnesjabúar hafi nú misst sinn sérmenntaða heimilislækni. Sú hugmynd að 7–8 heimilislæknar sinni 17 þúsund íbúum sé fráleit og lýsi skilningsleysi stjórnenda HSS á Suð- urnesjum á eðli heilsugæslu. Álykta um læknamál á Suðurnesjum LÝST er eftir vitnum að umferðar- óhappi sem varð á gatnamótum Sæ- brautar og Súðarvogs, mánudaginn 27. janúar klukkan 7:35. Þar skullu saman rauð Lada Sam- ara-fólksbifreið sem ekið var norður Sæbraut inn á gatnamót Súðarvogs og rauð Suzuki Baleno fólksbifreið sem ekið var vestur Súðarvog inn á gatnamótin. Ágreiningur er um stöðu umferðarljósanna á gatnamót- unum er óhappið varð. Þeir sem upp- lýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum EIÐUR Guðnason sendiherra af- henti í gær, Jiang Zemin, forseta Al- þýðulýðveldisins Kína, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands. Athöfnin fór fram í Alþýðuhúsinu mikla við Torg hins himneska friðar í Peking. Svavar Gestsson sendiherra af- henti 26. janúar sl., prófessor dr. Iaj- uddin Ahmed, forseta Bangladess, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Ís- lands, með aðsetur í Stokkhólmi. Afhentu trúnaðarbréf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.