Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 15 VERÐ á matvælum myndi lækka mikið í Noregi gerðust landsmenn aðilar að Evrópusambandinu (ESB). Sérfræðingar telja sumir hverjir að verð á matvælum yrði svipað og í Svíþjóð, að því er segir í norska dag- blaðinu Aftenposten í gær. Þessir útreikningar eru byggðir á könnun sem Evrópusambandið lét gera á matvælaverði í Evrópu árið 2001. Samkvæmt henni var mat- vælaverðið í Noregi 35% hærra en í Svíþjóð. Fjögurra manna fjölskylda í Noregi eyðir nú 6.000 krónum í mat á mánuði hverjum að meðaltali en það svarar til 68.000 íslenskra króna. Norskir sérfræðingar telja að matvælaverðið myndi lækka um 30% í Noregi gengju Norðmenn í Evrópusambandið. Sparnaðurinn fyrir hverja fjögurra manna fjöl- skyldu yrði því 22.000 norskar krón- ur eða rúmar 250.000 íslenskar á ári. Normann Aanesland, sem starfar við Norska landbúnaðarháskólann, er einn þeirra norsku sérfræðinga sem telja að algjör umskipti á sviði matvælaverðs myndu fylgja aðild að Evrópusambandinu. Hann kveðst sannfærður um að verðið yrði svipað í Noregi og í Svíþjóð, sem á aðild að ESB. Innflutningur myndi aukast og hann yrði ódýrari auk þess sem ESB-aðild myndi stuðla að skilvirk- ari framleiðslu á landbúnaðarvörum í Noregi. Hagfræðiprófessorinn Rolf Jens Brunstad er þessu sammála en hann starfar við Norska verslunarháskól- ann. Bendir hann m.a. á að aukin samkeppni á sviði matvöruverslunar myndi fylgja ESB-aðild Noregs. Samkeppni á því sviði sé mun meiri í ríkjum ESB en í Noregi. Nils-Kristian Nersten, markaðs- stjóri rannsóknastofnunar norska landbúnaðarins, kveðst ekki jafn öruggur um að norskir neytendur gætu leyft sér að vonast eftir sam- bærilegu verðlagi og í Svíþjóð. Hann segist hins vegar viss um að mat- vöruverð myndi lækka verulega bættust Norðmenn í hóp ESB- þjóða. Sigbjörn Gjelsvik, leiðtogi sam- taka andstæðinga Evrópusam- bandsaðildar, segist einnig þeirrar hyggju að matvælaverð myndi lækka í Noregi við ESB-aðild. Hins vegar sé það ekki nauðsynlega svo að slíkt sé æskilegt. Með ESB-aðild myndu Norðmenn þurfa að taka upp aðra landbúnaðarstefnu. Sú land- búnaðarstefna sem nú sé fylgt sé niðurstaða sem njóti víðtæks póli- tísks stuðnings. Matvælaverð gæti lækkað um þriðjung Norskir sérfræðingar sammála um að verð á matvöru myndi lækka verulega við inngöngu í Evrópusambandið BREZKI sagnfræðingurinn Hugh Trevor-Roper, sérfræðingur í sögu Þriðja ríkisins sem átti þátt í að færa sönnur á að Adolf Hitler hefði stytt sér aldur en varð síðar fyrir orðstírs- missi fyrir að leggja nafn sitt við fals- aðar dagbækur „Foringjans“, lézt á sjúkrahúsi í Oxford á sunnudag, 89 ára að aldri. Trevor-Roper komst í heimsfrétt- irnar í apríl 1983, er hann vottaði op- inberlega að meintar dagbækur Hitlers væru ekta. Hann hafði aðeins fengið að líta á „dagbækurnar“ í bankahólfi í Sviss og hafði víst vissar efasemdir um að þær væru ófalsað- ar, en lýsti þeim of seint – fréttin um að hann hefði vottað að þær væru ekta var komin í fjölmiðla um víða veröld. Trevor-Roper vann fyrir brezku leyniþjónustuna í síðari heimsstyrj- öld og varð sérfræðingur í njósna- neti Þjóðverja. Hann rannsakaði síð- ar hvarf Hitlers og sýndi fram á að hann hefði svipt sig lífi í apríl 1945. Hann gerði bók úr skýrslu sinni, „Síðustu dagar Hitlers“, sem varð metsölubók og þýdd á mörg tungu- mál. Hugh Trev- or-Roper látinn Lundúnum. AFP. EIN kona lést og sex slösuðust er öflugur jarðskjálfti varð í Pulumur í héraðinu Tunceli í Austur-Tyrk- landi í gær. Átti hann upptök sín á þessum slóðum og var styrkleiki hans 6,5 á Richter. Hér er kennari að skoða skemmdir á skóla en tvö börn slösuðust nokkuð er þau stukku út úr honum ofsahrædd. Þannig var það líka með aðra, sem slösuðust, að þeir meiddust er þeir forðuðu sér út úr húsi. Konan sem lést varð undir húsinu er það hrundi. AP Harður skjálfti í Tyrklandi RÍKISSTJÓRNIR Evrópusam- bandslandanna fimmtán hafa sam- þykkt tillögur um lækkun tolla á landbúnaðarvörur um 36%, sem lið í tilboði ESB fyrir nýja lotu viðræðna um frjálsari alþjóðaviðskipti. Utanríkisráðherrar aðildarríkj- anna ákváðu þetta á fundi sínum í Brussel í gær, eftir að fulltrúar Frakklands og Írlands féllu frá þeim fyrirvörum sem þeir höfðu lýst gegn tillögunum. Fulltrúar ESB munu nú leggja til- boðið fyrir Heimsviðskiptastofn- unina, WTO, í sambandi við þá lotu viðræðna um aukið frelsi í alþjóða- viðskiptum sem hleypt var af stokk- unum í Doha í Katar í fyrra. Tilboð ESB fylgir í kjölfar harðrar gagnrýni af hálfu útflytjenda í þró- unarlöndum á niðurgreiðslu- og styrkjakerfi landbúnaðarins í ESB, sem þeir telja skaða mjög sína hags- muni. ESB bindur þó tilboð sitt við að stjórnvöld í Bandaríkjunum, Kan- ada og Ástralíu fallist á hliðstæðar aðgerðir af sinni hálfu. Samkvæmt ESB-tillögunum ættu þessar ríku þjóðir sem framleiða mikið af landbúnaðarafurðum að leggjast á sveif með ESB-löndunum um að skera niður útflutningsbætur um 45% og innlenda framleiðslu- styrki, sem eru álitnir skekkja sann- gjarna samkeppni í viðskiptum með landbúnaðarvörur, um 55%. ESB undirbýr viðskiptaviðræður Tilboð um mikla lækkun tolla Brussel. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.