Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss og Bay Bulker komu til Straumsvíkur í gær, Ocean Tiger kom í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, leirlist og jóga, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa og postu- línsmálun kl.14 söng- stund. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu og smíða- stofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 böðun, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 hár- greiðslustofan opin og aðstoð við böðun, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíll- inn, hárgreiðslustofan opin kl. 9–14. Korpúlfar Grafarvogi samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Graf- arvogslaug á þriðju- dögum kl. 9.45. S. 545 4500. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids og saumur kl:13.30 pútt í Hraunseli kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara kl. 10 frá Ásgarði, kl. 20.45 söngvaka í umsjón Sig- urbj. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Frá hádegi spilasalur op- inn. Kl. 13 boccia. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 silki- málun, handa- vinnustofan opin, kl. 10–17, kl. 14 boccia og ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 opin handa- vinnustofan, kl. 19 gömlu dansarnir, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og glerskurður, kl. 10 boccia, kl. 11, leikfimi, kl. 12.15 verslunaferð, kl. 13 myndlist og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 helgi- stund. Fótaaðgerðir hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10– 11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur og postu- línsmálun, kl. 9.15– 15.30 handavinna. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt og postu- línsmálning, kl. 14 fé- lagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Opið hús í kvöld kl. 20.30 í sal fé- lagsins að Álfabakka 14a. Gömlu dansarnir. Allir velkomnir. Hana-nú, Kópavogi. Fundur í hlát- urklúbbnum í Gull- smára í kvöld kl. 20. Allir velkomnir. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 20 opið hús. Í dag er þriðjudagur 28. janúar, 28. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Jesús sagði við þá: „Ef þér væruð blindir, væruð þér án sak- ar. En nú segist þér vera sjáandi, því varir sök yðar.“ (Jóh. 9, 41.)     Það er heimskulegt aðhópur fólks fari á veitingahús ef það er að- eins til að fylgjast með öðru fólki borða,“ skrif- ar Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi í Grænu bókina, en hún lýsir kenningakerfinu sem stjórnviska hans er grunduð á. Með þessari líkingu er hann að sýna fram á hversu heimsku- legt það er að sækja íþróttaviðburði til þess eins að horfa á aðra iðka íþróttir. Það kemur því á óvart að Gaddafi skuli sækjast eftir að halda Afríku- meistarakeppnina í knattspyrnu árið 2006 og Heimsmeistarakeppn- ina árið 2010. Varla ætl- ar hann áhorfendum að taka virkan þátt í leikj- unum sem þar fara fram. Ekki fremur en hann ætlar þegnum Líbýu að velja sér leiðtoga.     Gaddafi rær að því öll-um árum að öðlast trúverðugleika á al- þjóðavettvangi. Í síðustu viku tókst honum að fylkja Afríkjuríkjunum á bak við sig með þeim ár- angri að sendiherra Líb- ýu var kosinn formaður mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Þetta var harðlega gagn- rýnt af fulltrúa Banda- ríkjanna og mannrétt- indasamtökum víða um heim. Sem vitaskuld er ekkert annað en grunn- hyggni. Hvaða þjóð er betur til þess fallin að meta stöðu mannrétt- inda í heiminum, en þjóð sem alræmd er fyrir að fótumtroða mannrétt- indi? Ef að líkum lætur ætti sendiherra Líbýu að geta upplýst nefndina um gerræðislegar hand- tökur og pyntingar, sýndarréttarhöld yfir stjórnarandstæðingum og hvernig ríki styðja og skjóta skjólshúsi yfir starfsemi hryðjuverka- hópa.     Og fyrst einræðisherr-anum Hitler gafst vel að halda stóran íþróttaviðburð yrði það eflaust vegsauki fyrir einræðisherrann Gaddafi. Þó efast megi um að heimavöllurinn dugi til að sonur hans, El Saadi, komist í úrslita- leikinn, en hann er fyr- irliði líbýska landsliðs- ins. El Saadi fer líka fyrir fjárfestingararmi fjöl- skyldunnar, sem m.a. á 7,5% í Juventus. Því fór úrslitaleikur Juventus og Parma um meistara meistaranna í haust fram í Trípólí í Líbýu af öllum stöðum.     Það er þó jákvætt aðnýr formaður ætlar að reiða sig á saman- safnaða visku þeirra sem sitja í mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóð- anna og forðast „eins og kostur er“ að taka ákvarðanir á eigin for- sendum. Hver hefði búist við því af fulltrúa Líbýu? STAKSTEINAR Líbýa tekur forystu í mannréttindamálum ÉG er með uppástungu til þeirra manna sem öllu ráða í þessu þjóðfélagi og mig langar að koma á framfæri. Allir vita að offita er gífur- legt vandamál sem ég og fleiri þurfum að glíma við. Ég er öryrki vegna þess að fæturnir bera mig ekki lengur. Ég er ekki ein um það. Það eru hinir og þessir á bótum vegna offitu. Hvernig væri það ef þið sem öllu ráðið mynduð snúa við blaðinu og verðlauna þessar fitubollur með því að borga öllu þessu fólki peninga fyr- ir það eitt að léttast? Hvern- ig væri að hafa einhvers staðar opið þar sem maður getur stimplað sig inn og hoppað upp á vigtina? Ef maður léttist ekkert, fær maður ekkert. Ef maður væri duglegur fengi maður einhvern glaðning fyrir hvert kíló sem maður missti. Þá myndi fólkið taka sig saman í andlitinu og fara að hugsa sinn gang. Innan tíðar mundi þetta fólk létt- ast, hætta á bótum og fara út í lífið aftur. Ég er búin að prófa alla megrunarkúra sem til eru, fara í leikfimi til Gauja litla, en ekkert dugir. Hvernig haldið þið að þjóð- félagið verði eftir nokkur ár ef ekkert er að gert? Helm- ingur þjóðarinnar verður útivinnandi og hinn helm- ingurinn verður eintómar fitubollur og allir á örorku. Hvað haldið þið að þetta kosti þjóðina? Við feitaboll- urnar þurfum stuðning og félagsskap og okkur er það öllum nauðsynlegt að kom- ast út í lífið aftur og fara að vinna. Feitt fólk þarf á hjálp að halda. Hver borgar fyrir fólkið sem fer inn á Vog? Ef ég væri í fullri vinnu og ætlaði mér að fara inn á Reykja- lund í megrun, þá yrði það að vera launalaust, en ef þú ætlar að hætta að drekka þá standa allir við bakið á þér, vinnuveitandinn og allir sem þú umgengst. Takk fyrir, Margrét. Jergens-húðvörur VARÐANDI fyrirspurn konu um Jergens-húðvörur í Velvakanda miðvikudag- inn 22. janúar sl. er okkur ánægja að upplýsa að fyr- irtæki okkar, Effco ehf. Smiðjuvegi 4a, Kópavogi, hefur verið umboðsaðili fyr- ir Jergens-vörur til margra ára. Húðkremin eru til sölu í verslunum Hagkaupa og Fjarðarkaupum ásamt helstu apótekum. Kveðja, Effco ehf. Rauða húsið á heimsmælikvarða ÉG má til með að deila ánægju minni með öðrum því ég hef fundið besta mat- sölustað á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Ég geri ráð fyrir því að fólk sem ætl- ar að gera sér dagamun með því að fara út að borða, vilji að það sem á borð er borið standi undir vænting- um. Því miður vill það brenna við að umgjörðin er fín en maturinn og þjónust- an ekki að sama skapi. Ég hafði heyrt vel látið af veit- ingahúsinu Rauða húsið á Eyrarbakka og afréð að láta á það reyna. Það er ekki að orðlengja það að allt var til fyrirmyndar, staðurinn lát- laus og notalegur, viðmót starfsfólks gott og síðast en ekki síst maturinn, sem var í einu orði sagt frábær. Ég hef ferðast víða og neytt kræsinga í Róm, París, Vín, Amsterdam og Utrecht, en aldrei hef ég fengið jafngóð- an mat og í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Ánægður gestur. Tapað/fundið Nótur á flakki VINSAMLEG kona sem fann nótur úti á götu og reyndi að hafa samband við eiganda er beðin um að reyna aftur því eiganda tekst ekki að hafa upp á konunni. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Fitubollur Morgunblaðið/Kristinn Víkverji skrifar... BARÁTTAN við aukakílóin er stöð-ugt viðfangsefni margra Íslend- inga, jafnvel meirihluta þjóðarinnar ef marka má það mikla rými sem um- fjöllun um þessi mál færi í fjölmiðlum. Fátt hefur vakið meiri athygli upp á síðkastið en kúrinn sem Ásmundur Stefánsson framkvæmdastjóri lýsir í bók sem nýlega kom út. Ásmundur hefur náð undraverðum árangri með aðferð sinni og kúrnum hefur einnig verið hælt af fleiri þjóðkunnum ein- staklingum, s.s. Davíð Oddssyni for- sætisráðherra. x x x Í STUTTU máli gengur kúrinn út áað maður má borða fitu- og eggja- hvíturíkt fæði að vild en verður að sniðganga kolvetni. Þetta hljómar ekki illa en stangast á við flest það sem hingað til hefur verið talið skyn- samlegt í þessu efni. Samkvæmt þessu ætti að vera í lagi að þamba rjóma en bannað að naga gulrætur. Víkverji reynir eins og flestir að halda í við sig þegar matur er annars vegar, vissulega með misjöfnum árangri, enda gráðugur að eðlisfari. Til að halda aftur af kílóunum reynir hann að stunda líkamsrækt og borða fjölbreytt fæði. Eitt af því sem Vík- verji vandi sig á að gera er að reyna að borða einungis grænmeti, korn- meti og baunir í hádeginu og jafnvel ávexti. Viðtalið við Ásmund kom hins veg- ar upp í hugann þar sem Víkverji stóð við salatbar líkamsræktarstöðvarinn- ar eftir að hafa tekið á því í hádeginu og skóflaði óhollustunni upp á disk: kál, salat, tómatar, gulrætur, brokk- ólí, hýðislaus hrísgrjón og með þessu sneið af grófkorna brauði. Ekkert nema kolvetni. Það var því ekki með góðri samvisku sem Víkverji snæddi kolvetnin sín. Hann sá eftir því að hafa ekki farið á steikhús og pantað sér stóra, fitusprengda nautasteik með béarnaise-sósu. Hann hefði vissulega orðið að afþakka boð um að fá salat eða bakaða kartöflu með en hefði hins vegar getað þegið smjör- klípuna sem átti að fara í kartöfluna. x x x TALANDI um steikhús fagnar Vík-verji því framtaki Hereford-steik- húss að bjóða 75 cl karöflu af rauðvíni á 1.290 krónur. Verðlag á víni á veit- ingahúsum jaðrar við að vera okur og tímabært að einhver taki upp sam- keppni á þessu sviði. Það er ekki hægt að bjóða fólki að kaupa 990 króna flöskur af rauðvíni (þar sem um 700 eru raunar skattur og verðmæti víns- ins því einungis 100–200 krónur þegar einnig er tekið tillit til álagningar) á um 4.000 krónur á veitingahúsi. Er nema von að fólk snæði frekar heima hjá sér í góðra vina hópi en að láta bjóða sér slíkt? KOLVETNIN horfin! LÁRÉTT 1 ragur, 8 fen, 9 tekur, 10 háð, 11 byggja, 13 fiskar, 15 spaug, 18 sjaldgæft, 21 kjána, 22 fallegur, 23 skattur, 24 ísaumur. LÓÐRÉTT 2 melhryggur, 3 étast af ryði, 4 lagvopn, 5 mergð, 6 reiðar, 7 skjótur, 12 af- komanda, 14 lengdarein- ing, 15 hæfileiki, 16 ráfa, 17 undirnar, 18 margir, 19 vætlaði, 20 kögur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 umbun, 4 hopar, 7 skott, 8 leður, 9 ask, 11 takt, 13 Erla, 14 ólétt, 15 fjöl, 17 akir, 20 til, 22 suddi, 23 jússa, 24 arðan, 25 ferli. Lóðrétt: 1 umsát, 2 brokk, 3 nota, 4 hólk, 5 púður, 6 rorra, 10 stéli, 12 tól, 13 eta, 15 fiska, 16 önduð, 18 kæs- ir, 19 róaði, 20 tign, 21 ljúf. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.