Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 51
www.regnboginn.is
Nýr og betri
Sýnd kl. 10. B.i.12 ára
Sýnd kl. 6, 8 og 10.B.i.14 ára
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
LEON OG LE FEMME NIKITA
Hverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16 ára
Hrikalega flottur
spennutryllir
með
rapparanum Ja
Rule og
Steven Seagal
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Suma vini losnar þú ekki við...hvort
sem þér líkar betur eða verr
Frábær gamanmynd um tvær vinkonur sem
hittast aftur eftir 20 ár.Með
Óskarsverðlaunaleikkonunum Goldie Hawn
og Susan Sarandon ásamt hinum
frábæra Óskarsverðlaunahafa Geoffrey Rush.
GRÚPPÍURNAR
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
DV
RadíóX
YFIR 60.000
GESTIR
STÆRSTA
BONDMYND
ALLRA TÍMA
Á ÍSLANDI
www.laugarasbio.is
SV. MBL
ÓHT Rás
2
Kvikmyndir.com
1/2 HK DV
Sýnd kl. 5.30, 8 og 9. B.i. 12.
YFIR 85.000 GESTIR
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 B.i. 14.
Frábær mynd frá
leikstjóra
L.A.Confidential þar
sem rapparinn
EMINEM fer á
kostum í sínu fyrsta
hlutverki.
Kvikmyndir.com
HJ. MBL
Radio X
Kvikmyndir.is
ÞÆR myndir sem skara
framúr í óháða kvik-
myndageiranum í Banda-
ríkjunum voru verð-
launaðar á Sundance-
kvikmyndahátíðinni um
helgina. Verðlaunin gefa
oftar en ekki til kynna
hvaða smærri, óháðu
myndir eiga eftir að
krafsa sig upp á yf-
irborðið og njóta al-
mennrar hylli.
American Splendor
hlaut aðalverðlaun dóm-
nefndar, sem besta kvik-
myndin. Myndin er
byggð á sönnum atburð-
um og fléttar saman leiknum atrið-
um, heimildarmyndaskotum og
teiknuðum senum. Myndin fjallar
um teiknimyndahöfundinn Harvey
Pekar, sem Paul Giamatti leikur.
Capturing the Friedmans fékk
aðalverðlaun dómnefndar í flokki
heimildarmynda. Myndin fjallar um
fjölskyldu úr hópi efri hluta mið-
stéttar, eins og það er kallað í út-
löndum, en pabbinn og sonurinn í
fjölskyldunni, voru handteknir fyr-
ir kynferðisglæpi.
Í myndinni er einnig blandað
saman mismunandi myndefni líkt
og í American Splendor. Sýndar
eru myndbandsupptökur fjölskyld-
unnar frá árinu 1987, þegar atburð-
irnir áttu sér stað.
„Fólk hefur sagt mér að myndin
sé eins og sorgleg útgáfa af
Osbourne-fjölskyldunni,“ segir
leikstjórinn Andrew Jarecki.
The Station Agent hlaut áhorf-
endaverðlaunin í leiknum myndum
en leikstjóri hennar er Tom
McCarthy. Áhorfendaverðlaun í
flokki heimildarmynda hlaut síðan
myndin My Flesh and Blood, sem
fjallar um 11 fötluð börn og uppal-
anda þeirra.
Myndin Whale Rider frá Nýja-
Sjálandi hreppti verðlaunin í flokki
alþjóðlegra mynda. Hún fjallar um
stúlku, sem keppist við að halda
stöðu sinni, sem leiðtogi í litlu
þorpi, þar sem karlmenn hafa farið
með völdin í gegnum tíðina.
Sundance-kvikmyndahátíðinni lokið
Bandarískur ljómi
Paul Giamatti og Harvey Pekar á Sundance-
kvikmyndahátíðinni í Park City í Utah.
Randall Michelson/WireImage.com
SIGURVEGARAR söngkeppni Samfés 2003,
þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson og
Hjörtur Ingvi Jóhannesson, eru úr fé-
lagsmiðstöðinni Hólmaseli. Nám stunda þeir
hins vegar í Ölduselsskóla. Þeir félagar djöss-
uðu upp lagið „Till there was you“, lag sem
Bítlarnir gerðu frægt á annarri breiðskífu
sinni, With the Beatles, og uppskáru sig-
urlaun fyrir vikið. Lokakeppni söngkeppn-
innar, en talsvert var um undankeppnir í fé-
lagsmiðstöðvunum, fór fram í Laugardalshöll,
frammi fyrir þrjú þúsund manns. Keppendur
komu hvaðanæva af landinu, flutt voru 55 at-
riði og tók dagskráin rösklega sex klukku-
tíma.
„Svarið við þeirri spurningu er stutt og lag-
gott: Nei,“ segir Hjörtur þegar hinni sígildu
spurningu um hvort þeir félagarnir hafi búist
við þessu er slengt fram.
„Við gerðum okkur vissulega grillur um
það,“ segir Guðmundur. „Við tókum áhættu
með laginu okkar, við vissum að annaðhvort
yrðum við algerlega hunsaðir eða þá að við
kæmumst langt. Og það varð úr. Sérstaklega
urðum við hissa á góðum viðbrögðum áhorf-
enda.“
Guðmundur segir að hann hafi tekið
ákvörðun um að keppa í söngkeppninni með
einum eða öðrum hætti.
„Ég er í tíunda bekk (eins og Hjörtur) og
þetta árið er ég búinn að vera mjög „virkur“.
Tók þátt í Skrekk ásamt Hirti t.d. og við er-
um báðir í ræðuliðinu líka. En mig langaði til
að gera þetta einhvern veginn öðruvísi, og
þessi útgáfa af „Till there was you“ var nið-
urstaðan.“
Þeir fóstbræður eru báðir á því að keppnin
hafi verið nokkuð misjöfn, enda fjöldi atriða
gríðarlegur. Sammælst er um það að ákveðin
þróun sé að eiga sér stað í keppninni; frum-
samið efni og lifandi hljóðfæraleikur sé að
færast í aukana, á kostnað karókí-atriða.
„Það sem þetta er að færa okkur persónu-
lega er reynsla, t.d. fólst mikill innblástur í
því að koma fram fyrir 3.000 manns. Svo
fengum við líka hljóðsverstíma í laun frá
Geimsteini. Svo er þetta bara frábært!“
Þeir segja að starfsfólkið í Hólmaseli hafi
reynst þeim einkar vel, t.a.m. hafi einn starfs-
maðurinn nánast gengið þeim í föðurstað,
daginn sem úrslitin voru.
Að lokum eru þeir spurðir hvort þeir eigi
von á því að kvenhyllin færist í aukana í kjöl-
farið á þessari velgengni.
„Við vonum það besta í þeim málum auðvit-
að,“ svara þeir og brosa kankvíslega.
Sigurvegarar söngkeppni Samfés 2003
„Við tókum áhættu“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðmundur Óskar Guðmundsson og Hjörtur Ingvi Jóhannesson.
FRANCESCO
Trussardi, 29
ára gamall
stjórnandi sam-
nefnds tísku-
húss, lést í bíl-
slysi á sunnudag
á Ítalíu. Slysið
átti sér stað
snemma morg-
uns nærri bænum Bergamo í norð-
urhluta Ítalíu, ekki langt frá Míl-
anó. Francesco missti stjórn á
Ferrari-bíl sínum og rakst bíllinn á
staur. Hann lést samstundis. Faðir
hans, Nicola, sem breytti Truss-
ardi úr hanskaframleiðanda í stór-
fyrirtæki í tískuiðnaði, lést einnig í
bílslysi, árið 1999. Francesco tók
við stjórn fjölskyldufyrirtækisins
eftir að faðir hans lést, ásamt syst-
ur sinni, Beatrice, sem búist er við
að haldi áfram daglegri stjórn
Trussardi … Robbie Williams
ætlar ekki að koma fram á Brit-
verðlaunahátíðinni vegna þess að
hann ætlar að einbeita sér að frama
sínum í Bandaríkjunum. Robbie
ætlar að sniðganga verðlaunin en
hann átti að syngja dúett með Just-
in Timberlake. Þess í stað tekur
hann þátt í góðgerðartónleikunum
„Rock the Vote“ í New York. Tón-
leikarnir eru aðeins tveimur dögum
fyrir Grammy-verðlaunahátíðina
og er búist við því að æðstuprestar
margra útgáfufyrirtækja mæti á
staðinn til að líta á Robbie. „Robbie
langaði til að koma fram á Brit-
hátíðinni vegna þess að hann missti
af henni síðast og þetta er uppá-
haldshátíðin hans. En góðgerð-
artónleikarnir í Bandaríkjunum
eru mikilvægari fyrir feril hans,“
sagði heimildarmaður frá EMI í
samtali við The Sun. Þrátt fyrir að
Robbie mæti ekki á staðinn ætla
Avril Lavigne, Pink, Coldplay og
Nelly að koma fram á hátíðinni …
Fleiri stjörnur
hafa lent í bíl-
slysum að und-
anförnu nema
hvað Billy Joel
slapp lifandi úr
sínu. Hálka var á
veginum og
missti söngv-
arinn stjórn á
Mercedes-bifreið sinni og lenti á
tré. Hann var einn í bílnum en at-
vikið átti sér stað í Hamptons í
New York, þar sem milljónamær-
ingurinn á hús. Hann er marinn og
skorinn en slasaðist ekki alvarlega.
Hann var fluttur á sjúkrahús en
búið er að útskrifa hann. Þrátt fyr-
ir að Billy hafi átt í vandræðum
með drykkjuna að undanförnu, seg-
ir lögregla að áfengi hafi ekki kom-
ið við sögu í slysinu. Billy er eins
og margir vita þekktur fyrir lög á
borð við „Uptown Girl“ og ætlaði
hann að fara í tónleikaferðalag um
Bandaríkin með Elton John í febr-
úar. „Elton vonast til þess að Billy
jafni sig sem fyrst. Honum er mjög
brugðið. Það er ekki ljóst hvort
verður af tónleikaferðalaginu,“
sagði aðstoðarmaður Eltons.
FÓLK Ífréttum