Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 11 ALÞJÓÐLEGIR vindar í viðskiptum með landbúnaðarafurðir blása nú allir í eina átt og kannski kröftugar en menn bjuggust við: draga verður úr tollahindrunum og stuðningi við landbúnað og leyfa markaðslögmálunum að ráða meira ferðinni. Ríki sem eiga aðild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO), þar með taldir Íslendingar, eiga að leggja fram samn- ingstillögur sínar í síðasta lagi 31. mars næst- komandi. Evrópusambandið er reiðubúið að liðka fyrir viðskiptum með landbúnaðarafurð- ir þótt þar vilji menn alls ekki ganga eins langt og t.d. Bandaríkjamenn. Forystumenn norskra bænda telja að með tillögum Evrópu- sambandsins sé gefið allt of mikið eftir; verði tillögurnar að veruleika muni það bjóða heim miklum erfiðleikum fyrir norskan landbúnað. Spurður um þetta atriði segir Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasam- takanna: „Það segir sig sjálft að það verður þá heldur ekki auðvelt fyrir íslenska bændur. Það er svipuð staða hér og í Noregi að því er varðar styrkjahlutfall, tollvernd o.s.frv.“ Þau ríki sem flytja mest út af landbún- aðarvörum hafa þegar mótað tillögur sínar sem þykja róttækar svo ekki sé meira sagt. Bandaríkjamenn hafa til að mynda lagt fram tillgögur sem munu fela í sér allt að 90% minnkun á markaðstruflandi stuðningi. Evr- ópusambandið vill ganga mun skemur en hef- ur þó lýst sig reiðubúið til þess að skera markaðstruflandi stuðning niður um 55% sem fæli m.a. í sér 45% lækkun á útflutnings- bótum, 35% meðaltalslækkun tolla og ekki minni en 15% lækkun á einstaka vöruflokka. Í sem grófustu dráttum má segja að vænt- anlega verði tekist á um þetta í næstu samn- ingalotu WTO; það fæli þá óhjákvæmlega í sér að ekki yrði gengið skemur en gert er ráð fyrir í tillögum ESB. Þess ber þó að geta að Frakkar munu hafa ekki lagt blessun sína yf- ir þessar tillögur og því er ekki um fullmót- aðar tillögur af hálfu ESB að ræða. Fastlega má búast við að tollar á landbún- aðarfurðir lækki og eins bendir allt til þess að niðurstaða nýrrar samningalotu um viðskipti með landbúnaðarafurðir á vegum Heimsvið- skiptastofnunarinnar takmarki möguleika ís- lenskra stjórnvalda til þess að styrkja bænd- ur með beingreiðslum eins og nú er. Möguleikar á formbreytingu stuðnings við landbúnaðinn Pólitískur vilji mun hins vegar væntanlega ráða því hvort stjórnvöld hér á landi muni reyna að halda uppi óbreyttum stuðningi við landbúnaðinn og þá væntanlega í öðru formi eða nota tækifærið til þess að draga verulega úr honum. Þannig má nefna að Evrópusambandið hyggst draga úr útflutningsstyrkjum og taka í ríkara mæli upp tekju- og þróunarstyrki við landbúnaðarsvæði. Eins og gefur að skilja vega sjónarmið Ís- lendinga ekki þungt í samningum sem þess- um. Það liggur hins vegar fyrir að Evrópu- sambandið er reiðubúið að draga úr og umbreyta stuðningi við landbúnað. Það mun síðan aftur hafa bein áhrif á stuðning við ís- lenskan landbúnað. Í Noregi eru menn sem fyrr segir þegar farnir að velta fyrir sér áhrifum samninganna á norskan landbúnað þótt þær breytingar komi væntanlega ekki til framkvæmda fyrr en árið 2006 og næstu fimm til sjö árin þar á eftir. Einna einfaldasta form stuðnings á Íslandi Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir að menn hafi reynt að fylgjast grannt með þróun þessara mála. Aðspurður hvort Íslendingar verði ekki einfaldlega að láta það yfir sig ganga sem stærri ríkjaheildirnar ákveði segir Sigurgeir það nokkuð ljóst. „Ég skal ekki fullyrða um það þegar kemur að frágangi samninga hvort einstök ríki kunni að geta náð fram ein- hverjum sérákvæðum á afmörkuðum sviðum. En í öllum meginatriðum reikna ég með að það sem blokkirnar ákveða verði yfir alla að ganga.“ Spurður um möguleika Íslendinga að styðja við landbúnað með öðrum hætti en nú er gert segir Sigurgeir að það sé ljóst að menn muni velta fyrir sér að breyta formi styrkja ef svo fari að framleiðslutengdi stuðn- ingurinn gangi ekki upp og þrýstingur verði á slíkt. Evrópusambandið hafi í ríkum mæli verið að gera það og hafi sett stefnuna á að koma öllum greiðslum í einhvern slíkan bún- ing. „Við erum hins vegar með einna einfald- asta fyrirkomulag á stuðningi við landbún- aðinn sem þekkist hér í nágrenni okkar.“ Bandaríkin og ESB ræða um tillögur sem gera ráð fyrir verulegri minnkun á stuðningi við landbúnað Hefur mikil áhrif á land- búnað á Íslandi Gert er ráð fyrir að á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) verði samið um að draga mjög úr stuðningi við landbúnað. Arnór Gísli Ólafsson segir áhrifin hér á landi geta orðið mikil. TÆPLEGA 95 milljarðar króna voru innheimtir í staðgreiðsluskatt fyrstu ellefu mánuði síðasta árs, sem er um 6,5 milljörðum krónum meira en fyrstu ellefu mánuði ársins 2001. Þetta kemur fram á vef ríkisskatt- stjóra. Tölur um innheimta stað- greiðslu í desember sl. liggja enn ekki fyrir, en í desember árið 2001 nam staðgreiðsla skatta rúmum 11 milljörðum króna. Staðgreiðsla skatta á árinu 2001 nam samtals rúmum 99 milljörðum króna og mið- að við sambærileg staðgreiðsluskil í desember síðastliðnum má gera ráð fyrir að innheimtur skattur í stað- greiðslu í fyrra geti numið um 106 milljörðum króna samtals. Greitt af 413 milljörðum Bæði er um að ræða tekjuskatt sem rennur í ríkissjóð og útsvar sem rennur til sveitarfélaganna. Fram kemur að staðgreiðsluskyld upphæð sem greitt er af nam tæpum 413 milljörðum króna fyrstu ellefu mán- uði liðins árs, en sambærileg upp- hæð fyrstu ellefu mánuði ársins 2001 nam 386 milljörðum króna. Hækk- unin er tæpir 27 milljarðar króna, sem er nær 7% hækkun milli ára. Að hluta til má rekja skýringuna á þessari hækkun til samningsbund- innar launahækkunar í upphafi liðins árs, en að einhverju leyti er einnig um auknar skatttekjur vegna launa- skriðs að ræða. Fleira skiptir einnig máli svo sem breytingar á fjölda framteljenda, atvinnuþátttaka og fleira. Hærra staðgreiðsluhlutfalli er ekki til að dreifa þar sem það var lægra á síðasta ári en árið á undan. Staðgreiðsluskattur fyrstu ellefu mánuði ársins 2002 6,5 milljörðum meira en árið á undan TVÖ biðskýli við Réttarholtsskóla voru stórskemmd um helgina og er annað skýlið gjörónýtt. Að sögn lögreglu, sem fékk tilkynningu um skemmdirnar á laugardag, er talið að heimatilbúin rörasprengja hafi valdið óskundanum. Var krafturinn í sprengjunni það mikill að íbúðir í nærliggjandi húsum nötruðu. Gler voru brotin í öðru skýlinu en skýlið handan götunnar fékk verri útreið og flettist þakið af því við spreng- inguna auk þess sem allar rúður brotnuðu. Þeyttust glerbrotin yfir stórt svæði. Tjónið nemur rúmlega milljón króna. Starfsmenn fyrirtækisins AFA JCDecaux á Íslandi, sem á skýlin, unnu við það í gær að fjarlægja skýlin. Hans Kaalund, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að skýlin verði tekin niður og önnur muni ekki koma í þeirra stað, í það minnsta ekki á næstunni, þar sem skemmdir á þeim eru endurtekið unnar. Hann segir að góð reynsla sé af því hjá fyrirtækinu að taka skýli niður tímabundið og koma þeim svo fyrir aftur. „Þetta er auðvitað óvið- unandi þar sem tjónið er mjög mik- ið,“ sagði Hans við Morgunblaðið í gær. „Hvert skýli kostar um eina milljón króna.“ Morgunblaðið/Golli Rúmlega milljón króna tjón á biðskýlum MIKIÐ og gott orð fer nú af Íslandi í hinu alþjóð- lega klifursamfélagi og sækjast erlendir ísklifr- arar eftir því að koma hingað til lands og reyna sig í ísleiðum sem eru á heimsmælikvarða. Um- hleypingasöm veðrátta hérlendis er talin eiga sinn þátt í að skapa góðar ísklifurleiðir og hafa er- lend fagtímarit séð ástæðu til að fjalla um ís- klifur á hérlendis á síðum sínum. Hefur umfjöllunin skilað sér í tíðari fyrir- spurnum frá erlendum klifrurum. Að sögn Helga Borg Jó- hannssonar, ritstjóra isalp.is, heima- síðu Íslenska alpaklúbbsins, er nauð- synlegt að fylgja eftir því orðspori sem fer nú af landinu og laða fjalla- garpana til landsins á veturna. „Al- gengasta spurningin frá erlendum klifrurum er hvort til sé leiðarvísir á ensku yfir ísklifurleiðir á landinu,“ segir hann. Augljósir hagsmunir fyrir ferðaþjónustuna „Því miður er enginn slíkur leið- arvísir til og það held ég að sé veiga- mesta atriðið sem stendur í veginum fyrir uppbyggingu á ferðaþjónustu í fjallamennsku hérlendis. Tímabilið sem hér um ræðir, janúar–apríl, er dauður tími í ferðamennsku og það væri rakið að nýta hann betur, gefa út leiðarvísi og fá fjallamennina til að koma hingað, enda eru hagsmunirnir fyrir ferðaþjónustuna augljósir. Við höfum reynt að koma þessari hug- mynd á framfæri við ferðamálayfir- völd við fremur dræmar undirtektir en það er enginn opinber aðili sem getur styrkt útgáfu á klifurleiðarvísi fyrir útlendinga.“ Meðal þeirra klifrara sem klifrað hafa hérlendis á undanförnum árum eru Jeff Lowe, Will Gadd og Guy Lacelle, allt heimsþekktir klifrarar. Nú í febrúar er von á einum fremsta ísklifrara heims, Robert Jasper frá Þýskalandi. Hann er atvinnuklifrari og fjallaleiðsögumaður sem þekktur er fyrir að klifra erfiðustu ísklifur- leiðir heims. Hefur hann þekkst boð ÍSALP um að koma á árlega ísklif- urhátíð klúbbsins 21. til 23. febrúar. Ísklifurhátíðin verður haldin í Köldukinn í S-Þingeyjarsýslu með Haukadal í Dalasýslu til vara ef veð- ur spillist fyrir norðan. Á báðum stöðum eru kjöraðstæður til klifurs. Ritstjóri isalp.is segir nauðsynlegt að fylgja eftir orðspori Íslands sem paradís ísklifrara Þörf á útgáfu leiðarvísis fyrir erlenda klifrara Aðstæður til ísklifurs hérlendis þykja með því besta sem þekkist í heiminum. Myndin var tek- in í Íslandsheimsókn klifurtímaritsins Rock and Ice fyrir nokkrum árum. FRAMLEIÐSLA á sushi er hafin að nýju í verksmiðjunni Sindrabergi á Ísafirði eftir tæplega tveggja mánaða hlé. Um 20 manns vinna hjá fyrir- tækinu sem framleiðir um 30 tegundir af sushi fyrir verslanir og veitingahús, aðallega í Þýskalandi og Bretlandi. „Við tókum okkur langt jólafrí,“ seg- ir Elías Jónatansson fram- kvæmdastjóri, „en Þýskalands- markaðurinn hefur verið erfiður síðasta árið, en horfun- ar eru miklu bjartari núna eftir áramótin.“ Sushi aftur framleitt á Ísafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.