Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 52. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 mbl.is Alltaf mikill græjukall Steinar „Husky“ um tónlistar- lífið í Los Angeles Fólk 56 Ævintýrið um Arcadia Tilraun Baugs til að eignast breska verslunarkeðju 10 Leyndardóm- ar öræfanna Gerðu áhugamálið að atvinnu sinni B1 LÍKLEGT þykir að Írakar hefjist senn handa við að eyðileggja Al Samoud 2-eldflaugar sínar en Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, krafðist þess formlega á föstudagskvöld að byrjað yrði að eyða þeim fyrir 1. mars nk. Fá Írakar skv. þessu eina viku til að hefj- ast handa við að eyðileggja flaugarn- ar. Írakar höfðu ekki enn brugðist með formlegum hætti við kröfum Blix en heimildarmenn í Bagdad töldu næsta víst að Saddam Hussein, forseti Íraks, yrði við þeim. Saddam væri ljóst að ef hann neitaði að eyðileggja flaugarnar myndi Bandaríkjastjórn líta á það sem endanlega réttlætingu hernaðaraðgerða. Írökum er óheimilt að eiga eld- flaugar sem draga lengra en 150 km skv. skilmálum ályktana öryggisráðs- ins frá því eftir Persaflóastríðið. Ný- verið kom þó í ljós að Al Samud-2- flaugarnar draga talsvert lengra. Í bréfi sínu í fyrradag krafðist Blix þess jafnframt að Írakar eyðilegðu eld- flaugahreyfla, sem fluttir voru ólög- lega til landsins, og sem nota má í Al Samoud-2-flaugarnar. Utanríkisráðherrar samtaka óháðra ríkja – 114 talsins, þ.á m. nokkurra arabaríkja – ályktuðu um Íraksdeiluna í gær en þeir funda nú í Malasíu. Lýstu þeir áhyggjum sínum af líklegri árás á Írak en hvöttu Íraka hins vegar til að losa sig þegar við öll gereyðingarvopn og þannig verða við öllum kröfum öryggisráðsins. Fá viku til að hefjast handa New York, Kuala Lumpur. AFP, AP. LÖGREGLAN í Suður-Kóreu sagði í gær að hún hygðist biðja dómara um að gefa út hand- tökuskipun á hendur nokkrum af starfsmönn- um neðanjarðarlestakerfisins í Daegu, þriðju stærstu borg landsins, en þar biðu að minnsta kosti 133 manns bana í miklum bruna fyrr í vikunni. Er mönnunum borið á brýn að hafa sýnt gáleysi í starfi, sem kunni að hafa stuðlað að harmleiknum. Talsmenn lögreglunnar sögðu að ákæra ætti manninn, sem talinn er hafa kveikt eld- inn, fyrir morð. Á maðurinn, sem er sagður eiga við geðræn vandamál að stríða, yfir höfði sér dauðadóm ef hann verður fundinn sekur. Lágmarksrefsing yrði sjö ár í fangelsi. Krefjast handtöku borgarstjórans Hins vegar hyggst lögreglan einnig mælast til þess að sex starfsmenn neðanjarðarlesta- kerfisins verði ákærðir fyrir morð af gáleysi en meðal þeirra eru ökumenn lestarvagnanna tveggja, sem brunnu. Er annar þeirra m.a. grunaður um að hafa ekki greint yfirvöldum lestanna nægilega hratt og vel frá því að eldur væri kominn upp í vagni hans. Hámarksrefs- ing vegna morðs af gáleysi í Suður-Kóreu er fimm ára fangelsisvist. Þá hyggst lögreglan rannsaka hvort reynt hafi verið að eyða gögnum sem gátu bent til að rangt hefði verið brugðist við eldsvoðanum. Um eitthundrað og fimmtíu manns tóku þátt í kröfugöngu í gegnum Daegu í gær þar sem þess var krafist að einhverjir yrðu dregn- ir til ábyrgðar vegna harmleiksins á þriðju- dag. Vildi fólkið meina að embættismenn borgarinnar, þ. á m. borgarstjóri Daegu, og starfsmenn neðanjarðarlestastöðvanna, bæru ábyrgð á slökum öryggisviðbúnaði sem kann að hafa stuðlað að því að fleiri fórust en ella. AP Ættingjar fórnarlamba eldsvoðans kröfð- ust í gær handtöku ýmissa embættismanna. Eldsvoðinn í Suður-Kóreu Saka lest- arstjórana um gáleysi Daegu. AP. VERÐ á fatnaði er að meðaltali tæplega 21% lægra nú en það var fyrir sex árum síðan. Verðlækk- unin er enn meiri ef tekið er mið af verðlagshækkun á sama tíma- bili, en frá því í marsmánuði 1997 hefur vísitala neysluverðs hækk- að um 25,7%. Í hlutfalli við verð- lag er verð á fatnaði því um 37% lægra að meðaltali í dag en það var fyrir sex árum síðan. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að kven- og barnaföt hafa lækkað mun meira í verði en karl- mannaföt. Þannig kemur í ljós, þegar upplýsingar Hagstofunnar staklega að verð á þeim hefur ekki áður verið jafnlágt á ofan- greindu tímabili. Verð á karl- mannafötum hefur hins vegar áð- ur orðið lægra, t.a.m. í janúar síðastliðnum og í ágúst á síðasta ári. mannafötum tæplega 30% lægra þegar tekið er mið af verðlags- hækkun á tímabilinu. Skýrist ekki af útsölum Fataútsölur, sem nú standa yf- ir skýra ekki þessa verðlækkun nema að litlu leyti. Verð á fatnaði að meðaltali samkvæmt útreikn- ingi Hagstofunnar hefur aldrei verið jafnlágt á undanförnum sex árum og það er nú og það gildir um hefðbundna útsölumánuði í febrúar og ágúst ár hvert. Það gildir líka um kvenfötin og barna- fötin þegar þau eru skoðuð sér- um verðþróun á þessu tímabili eru skoðaðar, að kvenföt hafa lækkað nálega þrefalt meira en karlmannaföt á ofangreindu tíma- bili. Verð á karlmannafötum er þannig um 10% lægra í febrúar nú en það var fyrir sex árum síð- an, en kvenföt hafa lækkað um nærfellt 30% á sama tímabili og barnaföt litlu minna eða um tæp 27%. Lækkunin er auðvitað mun meiri ef tekið er mið af verðlags- hækkunum á tímabilinu. Þannig er verð á kven- og barnafötum rúmlega 40% lægra en það var fyrir sex árum og verð á karl-                                                          !    !     "   #      "       $%&' 20% verðlækkun á fatnaði á sex árum Kvenföt hafa lækkað þrefalt á við karlmannaföt DAGINN lengir nú hratt og sól hækkar á lofti og raunar eru í dag nákvæmlega fjórar vikur í jafndægur á vori. Tíðarfar hefur verið með hann hamaðist við vinnu sína í slippnum í Reykjavíkurhöfn í gærdag og bauð um leið upp á sérkennilegt samspil ljós og skugga. eindæmum milt í vetur og óvíst er hversu oft þessi maður hefur áður staðið úti við að mála skip í febrúar. Sólin létti lund hans þar sem Morgunblaðið/RAX Ljós og skuggar við höfnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.