Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS G.Þ. JÓHANNSSONAR,
áður Óðinsgötu 11,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild V3A á
Grund.
Inga Jóhannsson, Guðmundur Kristófersson,
Donna Ilumin, JoJo Ilumin,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför
ARNÞRÚÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR
DAROLLE.
Bertrand Darolle,
Katrín Darolle,
Astrid Darolle,
Eric Darolle,
Valborg Sigurðardóttir
og systkini hinnar látnu.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar fóstru okkar,
frænku og systur,
SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR
frá Papey.
Svandís Sverrisdóttir,
Gísli Ingólfsson
og systkini.
Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
SIGURLEIFS GUÐJÓNSSONAR,
Safamýri 48,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Fjáreigendafélags Reykjaví-
kur.
Sigríður Gísladóttir,
Unnar Þór Sigurleifsson,
Margrét Sigurleifsdóttir, Elías Hartmann Hreinsson,
Elísa Sirrý Elíasdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu, samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin-
konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR KRISTINSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 11-E
Landspítala og hjúkrunarþjónustunnar Karítas-
ar fyrir góða hjúkrun og umhyggju í hennar
garð.
Guð blessi ykkur öll.
Birgir Björnsson,
Lóa Birna Birgisdóttir, Paulo Antonio Mendes Vale,
Sólveig Arngrímsdóttir,
Vala Fanney Ívarsdóttir,
Atli Steinn Ívarsson,
Gabríela Rut Vale.
Innilegar þakkir færum við öllum, er sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, bróður, mágs og afa,
MÍLE KRSTA STANOJEVS
þjálfara,
Leifsgötu 24,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahlynningar Krabbameins-
félagsins og á deild 11E á Landspítala Hringbraut.
Sigfríður Vilhjálmsdóttir,
Miroslav Stanojev,
Sóley Erla Stanojev,
Boris Jóhann Stanojev, Eva Christina Bernhardsdóttir,
Ziva Stanojev, Mirjana Stanojev,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
Kynni mín af Mar-
gréti hófust á Akureyri
7. nóvember 1962 þeg-
ar hún ól mig í þennan
heim, yngstan þriggja
bræðra. Þótt ekki eigi
ég minningar frá frumbernsku þá
virðist sem atlætið hafi verið ágætt
því Akureyri hefur ávallt staðið
hjarta mínu næst. Þaðan flutti fjöl-
skyldan til Englands árið 1963 og
upp frá því hófust kynni okkar
mömmu fyrir alvöru. Bræður mínir
hófu fljótlega skólagöngu í London
og naut ég því athygli mömmu, um-
hyggju og ástúðar í ríkari mæli en
ella fyrstu ár ævinnar. Við horfðum á
barnatímann saman, púsluðum og
spjölluðum um heima og geima. Eins
og tíðkaðist á þessum árum vann
pabbi langan vinnudag svo að
umönnun og uppeldi okkar bræðr-
anna hvíldi á herðum mömmu. Þá
byrði axlaði hún, eins og aðrar byrð-
ar, æðrulaus og atorkusöm. Á þessu
varð ekki breyting eftir að fjölskyld-
an flutti heim til Íslands síðla árs
1968. Ávallt var mamma til staðar,
hvort heldur á matmálstímum eða
drekkutímum og alltaf átti hún
plástur og knús þegar einhver
meiddi sig. Mamma kenndi mér
marga góða siði og hafði ég gaman af
því að elta hana um húsið heima á
Hofteigi og fylgjast með henni búa
um, þrífa og elda hinn yndislega mat,
sem hún ávallt bar á borð fyrir fjöl-
skylduna sína. Ég veit að ég lærði
MARGRÉT
ÁKADÓTTIR
✝ Margrét Áka-dóttir fæddist á
Akureyri 1. febrúar
1938. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 6. febr-
úar síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Laugarnes-
kirkju 17. febrúar.
mikið af henni og ég
reyndi einnig að hjálpa
henni, en bæði leikur
og nám tóku þó mestan
tíma minn, því miður.
En mamma bað heldur
aldrei um aðstoð nokk-
urs manns. Hún kunni
bara að gefa öðrum og
bað aldrei um neitt í
staðinn. Hún ávann sér
hins vegar ást og virð-
ingu allra, sem henni
kynntust, með krafti
sínum, jákvæðni og
ómældri hlýju og þess-
um mannkostum hélt
hún til hins síðasta þrátt fyrir alvar-
leg veikindi síðustu mánuði fyrir
andlát. Þegar ég hugsa núna til baka
þá minnist ég þess ekki að mamma
hafi nokkurn tíma áður orðið veik.
En auðvitað er þetta bara blekking.
Mamma fékk sömu umgangspestir
og við hin í fjölskyldunni. Munurinn
var bara sá að við lögðust emjandi í
rúmið á meðan mamma stóð sína
plikt, ósérhlífin og óeigingjörn í öllu
því sem hún tók sér fyrir hendur. En
mamma var ekki bara fyrirmyndar
húsmóðir og umhyggjusöm dóttir,
eiginkona og mamma. Hún var líka
metnaðarfull í starfi sínu sem skrif-
stofumaður á blóðrannsóknastofu
þeirri sem pabbi rekur enn í dag.
Hún var og duglegur námsmaður,
hafði tæplega tvítug að aldri lokið
stúdentsprófi með ágætiseinkunn og
lauk BA-prófi í ensku frá Háskóla
Íslands í júní 1988. Sama dag út-
skrifaðist ég úr lagadeild. Ég gleymi
því aldrei hve stoltur ég var af
mömmu og hve ánægður ég var að
við gætum samfagnað á þessum
degi. Mamma var líka stolt af mér.
Það leyndi sér ekki og sú líðan sem
því fylgdi gleymist ekki. Þremur ár-
um síðar hlaut ég embætti héraðs-
dómara með aðsetur á Ísafirði og bjó
þar í rúm sjö ár. Þar gekk ég í gegn-
um erfiðustu ár ævi minnar, en jafn-
framt þau lærdómsríkustu. Þrátt
fyrir að samverustundum okkar
mömmu fækkaði á því tímabili þá
hringdi hún í mig nær daglega og
spurðist fyrir um líðan mína. Þá
heimsótti hún mig þegar tækifæri
gafst og blés í mig krafti á erfiðum
tímum. Nærvera hennar og stuðn-
ingur var mér ómetanlegur og ávallt
sem fyrr var svo lítið hægt að gefa
henni á móti. En þannig var mamma.
Hún gleymdi svo oft að lifa fyrir
sjálfa sig og var svo upptekin af því
að lifa fyrir aðra og gleðja alla í
kringum sig, bæði með ástúð sinni
og hlýju og táknrænum og persónu-
legum litlum gjöfum. Mamma vissi
alltaf að gjafir þurftu ekki að vera
dýrar heldur skipti hugurinn að baki
mestu máli. Þetta fann maður í nær-
veru hennar, ekki síst í kringum jólin
þegar hún var að nostra við skreyt-
ingar og koma fyrir kertum og jóla-
böngsum á Hofteigi. Þá gat hún ekki
stillt sig um að kaupa lítið kerti í
stjaka eða jólarós og færa mér og
minni fjölskyldu. Mamma var sann-
kallað jólabarn. Ljós hennar mun
ávallt loga í hjarta mínu. Laun henn-
ar voru oft á tíðum vanþakklæti, en
ég veit að henni verður ríkulega
launað á himnum. Hvíl í friði, elsku
mamma mín.
Jónas Jóhannsson.
Elsku Margrét, mikið er sárt að
sjá á eftir þér. Sárt að hugsa til þess
að ég muni ekki oftar drekka kaffi
með þér og eiga gott spjall þar sem
við sláum á létta strengi, hlæjum og
þú segir að lokum „asskotas vit-
leysa“. Sárt að hugsa til þess að
barnabörnin fái ekki framar knús frá
þér. Sárt að hugsa til þess að klett-
urinn sem allir reiddu sig á og aldrei
brást sé nú horfinn.
Þú varst einstök manneskja. Örlát
með eindæmum og hugsaðir um hag
allra í kringum þig framar þínum
eigin. Umhyggju þinni, dugnaði og
ósérhlífni verður best lýst með því
starfi sem þú inntir af hendi með því
að sjá um móður þína þegar hún
komst á sín efri ár. Þá var umhyggja
þín í garð barnabarnanna einnig
aðdáunarverð. Ekki mátti heyrast
hósti eða stuna þá var búið að útvega
þeim tíma hjá lækni. Á fáum stöðum
leið börnunum betur en á Hofteigi.
Sú hlýja og sú umhyggja sem þú
veittir þeim mun lifa í hjörtum
þeirra og geyma minninguna um þig.
Glæsileiki og smekkvísi voru þér í
blóð borin og tók ég fljótlega eftir að
þú hafðir einstakt auga fyrir smáu
hlutunum sem setja punktinn yfir
i-ið. Lund þín var létt og varst þú ein
af þeim manneskjum sem varst þeim
hæfileika gædd að geta gert grín að
sjálfri þér. Þeim hæfileika hélstu
fram á síðasta dag þrátt fyrir mikil
veikindi og segir það svo margt um
þig. Það sem mér fannst þó einkenna
þig fremur öðru var lystisemda
manneskjan sem þú hafðir að
geyma. Meiri sælkeri og listakokkur
er vandfundinn og augljóst hvaðan
yngsti sonur þinn hefur hæfileikana.
Seint þreyttistu á að gefa mér upp-
skriftir að hinum og þessum dýrindis
réttunum í þeirri veiku von um að
einhvern tímann rættist úr tengda-
dótturinni og hún færi að sýna elda-
mennskunni áhuga. Ævin entist þér
þó ekki til að ljúka þessu ætlunar-
verki, enda ekki ráðist á garðinn þar
sem hann er lægstur, en það máttu
vita að uppskriftirnar eru vel
geymdar og verða teknar fram við
sérstök tækifæri.
Fregnir um veikindi þín komu
sem reiðarslag. Þú tókst þeim þó
eins og við var að búast af þér, lést
engan bilbug á þér finna. Ákvaðst að
taka bara einn dag í einu og sjá hvað
setti. Ég hafði alltaf ímyndað mér að
þú yrðir fjörgömul og því er erfitt að
sætta sig við að þú sért horfin okkur
sjónum svo langt fyrir aldur fram.
Elsku Margrét. Missir okkar er
mikill en minningin um þig lifir.
Kæra Ólöf, Jóhann Lárus og aðrir
ættingjar, kletturinn okkar er horf-
inn og fjölskyldan stendur eftir sem
höfuðlaus her. Nú verðum við að
standa saman og veita hvert öðru
huggun, öðruvísi hefði Margrét ekki
viljað hafa það.
Dís Sigurgeirsdóttir.
Það var fyrir mörg-
um árum að lítil stúlka
hóf æfingar hjá okkur í
Fimleikafélaginu
Björk. Það var Bryn-
hildur Skarphéðins-
dóttir. Hún varð snemma áberandi í
íþróttinni og náði langt, enda ekki
langt að sækja hæfileika íþrótta-
mannsins þar sem faðir hennar var
Skarphéðinn, landsfrægur skíða-
kappi. Með henni kom í okkar raðir
mikill öðlingur sem átti eftir að
styrkja stöðu okkar sem félags. Ekki
var Skarphéðinn bara góður íþrótta-
maður og fyrirmynd barna sinna
heldur mikill áhugamaður um íþrótt-
ir og félagsmál sem og um fólk yf-
SKARPHÉÐINN
GUÐMUNDSSON
✝ SkarphéðinnGuðmundsson
fæddist á Siglufirði
7. apríl 1930. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 20. jan-
úar síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Seljakirkju 30.
janúar.
irleitt. Fyrir okkur
„stelpurnar“ í Björkun-
um var það ómetanlegt
að fá í okkar raðir jafn
ljúfan og úrræðagóðan
mann og hann. Til
Skarphéðins var alltaf
hægt að leita ráða, það
var sama um hvað var
spurt; félagsmál, þjálf-
un eða fjármál, alltaf
var hann tilbúinn til
viðræðna og aðstoðar.
Eftirminnilegast er
samt samstarf okkar að
byggingu fyrstu að-
stöðu félagsins þar sem
hann og þrír aðrir feður lögðust á
eitt um að koma okkar málum í höfn.
Viljum við því þakka honum fyrir
ómetanlegt starf í gegnum árin og
alla vináttuna.
Elsku Brynhildur, Esther og fjöl-
skylda, megi hann fara í friði. Þið
eigið margar góðar og bjartar minn-
ingar um mætan mann.
Fyrir hönd Fimleikafélagsins
Bjarkar
Hlín Árnadóttir.