Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 26
LISTIR
26 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á
ÞRIÐJUDAG tilkynntu
fulltrúar menningarmála-
nefndar Reykjavíkur og Tón-
skáldafélags Íslands að Ný-
sköpunarsjóður tónlistar,
Musica nova yrði endurvaktur
með tveggja milljóna króna
stofnframlagi frá Reykjavíkurborg. Borgin mun
ekki reka sjóðinn, heldur verður hann sjálfs-
eignarstofnun í umsjá Tónskáldafélagsins. Það
verða eingöngu tónlistarflytjendur, tónleika-
haldarar, tónlistarhátíðir og þess háttar stofn-
anir sem geta sótt um styrk í sjóðinn í þeim til-
gangi að panta verk hjá tónskáldum.
Styrkurinn felst þannig í því að geta greitt tón-
skáldunum laun fyrir vinnu sína, en þeir sem
sækja um, skuldbinda sig á móti til þess að
flytja verkin. Tónskáldin sjálf geta ekki sótt um
styrki til eigin verk-
efna.
Í samþykktum
sjóðsins segir að leitað
verði samstarfs við
aðrar tónlistar- og
menningarstofnanir,
eins og Ríkisútvarpið, Íslensku óperuna og Sin-
fóníuhljómsveit Íslands um hugsanlega aðild að
sjóðnum, svo hann megi eflast.
Það er ljóst að íslenskir tónlistarmenn munu
fagna því mjög að Reykjavíkurborg hefur loks
séð sér fært að leggja stofnfé í Nýsköpunarsjóð
tónlistar. Stofnun sjóðsins hefur hefur verið í
deiglunni innan Tónskáldafélagsins í tólf ár, og
stuðningur Reykjavíkurborgar augljóslega sá
hnykkur sem til þurfti svo að draumurinn um
sjóðinn gæti orðið að veruleika. Borgin eyðir ár-
lega á annan tug milljóna í innkaup á myndlist,
og styrkir með því þá sem fást við listsköpun af
því tagi, og víst að mörgu tónskáldinu hafi þótt
kominn tími til að þeirra listgrein yrði studd á
svipaðan hátt. Mikilvægt er að sem fyrst reyni á
stuðning þeirra menningarstofnana sem ætl-
unin er að leita til, til eflingar sjóðnum. Sinfón-
íuhljómsveit Íslands hefur alltaf öðru hverju
pantað verk hjá íslenskum tónskáldum, og
hljómsveitinni ætti að vera bæði ljúft og skylt að
leggja fé í sjóðinn. Sama á við um Íslensku
óperuna. Það verður kannski til þess að fleiri
óperur verði samdar. Stærri óperur þurfa ekki
endilega að vera kostnaðarsamar í flutningi.
Ópera Brittens, Lúkretía svívirt, sem sýnd var í
Íslensku óperunni, var samin fyrir fremur fá-
mennan hóp söngvara, og litla kammersveit,
þótt verkið væri í fullri lengd. Ágæt ópera
Karólínu Eiríksdóttur, Mann hef ég séð, var
enn fámennari, en var engu að síður mjög
áhrifarík. Það er ekkert sem segir að sérhver
ópera þarfnist margra einsöngvara, kórs og
hljómsveitar í wagnerískri stærð.
Ríkisútvarpið ætti ekki síst að sjá hag sinn í
að sjá Nýsköpunarsjóð tónlistarinnar efldan. Sú
góða hefð hefur skapast hjá Ríkisútvarpinu að
árlega er pantað jólalag hjá einhverju tónskáld-
anna okkar, til frumflutnings í Útvarpinu um jól
og hefur verið til mikillar prýði í jóladagskránni.
Ríkisútvarpið mætti þó gjarnan sýna meiri
dirfsku í því að panta stærri verk til flutnings á
eigin vegum. Slíkt er alþekkt meðal útvarps-
stöðva erlendis, sem nota slík verk gjarnan sem
skrautfjaðrir í sínum hatti og deila þeim með
öðrum útvarpsstöðvum víða um heim. Á þann
hátt ætti íslensk tónlist raunhæfan möguleika á
að hljóma enn víðar.
Tveggja milljóna króna stofnframlag erekki miklir peningar, og ekkert erennþá fast í hendi um framhald ástuðningi frá Reykjavíkurborg, þótt
formaður menningarmálanefndar hafi sagt að
vilji væri fyrir því innan nefndarinnar að styrkja
sjóðinn áfram. Því er enn mikilvægara að aðrar
menningarstofnanir taki sig til og sýni að þeim
er alvara í stuðningi við íslenska tónlistarmenn-
ingu með því að leggja sjóðnum lið. Sjóðs-
stjórnin ætti ekki að einskorða peningaleitina
við Reykjavík eitt sveitarfélaga. Tónskáld búa
jú úti um allar trissur, og sennilega þætti borg-
inni ekki sanngjarnt að leggja fé til verka sem
eru sköpuð og skattlögð í öðrum sveitar-
félögum. Önnur sveitarfélög þurfa því einnig að
taka við sér og leggja í púkkið. Sjálfsagt er að
ríkið leggi einnig sitt af mörkum til að auka veg
nýsköpunar í tónlist.
Nú hnusa sjálfsagt einhverjir og spyrja
mæddir hvers vegna þetta blessaða tónlist-
arfólk sjái bara ekki um sig sjálft. Til hvers þarf
það að sníkja peninga af öðrum til að stunda
áhugamál sitt. Því er auðsvarað.
Tónlistin er atvinnuskapandi fyrir fleiri en
tónskáldið, hún er það einnig fyrir sönvara og
hljóðfæraleikara, og enn aðra á svo ótalmörgum
öðrum sviðum. Þegar eitt tónverk er samið fara
ýmis önnur hjól að snúast jafnframt. Við skul-
um bara taka dæmi af ónafngreindu verki og
fylgja því frá því að tónskáldið sleppir því frá
sér fullkláruðu. Tónskáldið skrifar verk sitt í
svokallaðan partitúr – eða raddskrá – þetta sem
hljómsveitarstjórarnir hafa fyrir framan sig
þegar þeir stjórna. Þar sjá þeir allt verkið fyrir
framan sig, takt fyrir takt, síðu eftir síðu, og sjá
hvað hver og einn hljóðfæraleikari er að spila.
Það sem hver og einn hljóðfæraleikari hefur
fyrir framan sig, er það sem kallað er partur –
eða rödd. Hann þarf ekki að spila upp úr
raddskrá – þarf ekki að fylgjast nákvæmlega
með öllu sem gerist. Þau tónskáld sem semja
tónlist sína með gömlu aðferðinni – handskrifa
hana á nótnapappír, fá í flestum tilfellum ein-
hvern annan til að skrifa út raddirnar fyrir sig.
Raddskrifarinn tekur hverja rödd út úr
partitúrnum – skrifar bara það sem fyrsta
flauta á að leika og svo koll af kolli þar til hvert
hljóðfæri er komið á sérblað allt til kontrabass-
ans. Þetta er talsverð nákvæmnisvinna og tíma-
frek – og – skapar starf. Þegar nótnaskrifarinn
hefur lokið starfi sínu tekur prófarkalestur við –
þar skapast starf, og því næst þarf að ganga frá
verkinu, ljósrita – því það eru sextán manns
sem spila sömu fiðluröddina – festa allt saman í
nótnahefti og þar fram eftir götunum. Þetta
getur verið gríðarmikil vinna – allt eftir umfangi
verksins, og hér á landi starfrækja tónskáldin
Íslenska tónverkamiðstöð til að sinna þessu. Ís-
lensk tónverkamiðstöð sér jafnframt um að
skrásetja verkið í tónverkasafn miðstöðvar-
innar, bæta því inn á verkalista tónskáldsins og
koma því svo fullfrágengnu til hljómsveitarinn-
ar sem ætlar spila það. Þarna eru nokkur störf.
Hljóðfæraleikarar taka nú til við að æfa verk-
ið. Í Sinfóníuhljómsveit Íslands eru tæplega
níutíu hljóðfæraleikarar, tólf aðrir starfsmenn
auk hljómsveitarstjóra, fimm manna stjórnar
og sjö manna verkefnavalsnefndar. Oft eru ein-
leikarar, einsöngvarar og jafnvel kórar þátttak-
endur í slíkum tónlistarflutningi, og störfunum
fjölgar í samræmi við það. Þá er komið að hlut
þeirra sem eru ekki í vinnu við tónlistina en koma
til að njóta hennar. Það eru tónleikagestirnir.
Síðasta fimmtudagskvöld sáu um 900 manns
ástæðu til að leggja leið sína í Háskólabíó til að
hlusta á Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Fullt hús. Ég nefni einnig þá
sem sátu heima og hlustuðu á tónleikana þar.
Það gátu þeir fyrir tilstilli tæknideildar Útvarps-
ins, tónmeistara og tæknimanns sem hafa þann
starfa að senda tónleikana út, með fulltingi dag-
skrárgerðarmanns sem kynnir tónleikana, og er
að auki búinn að undirbúa „hlé“ með því að útbúa
sérstakt dagskrárefni tengt tónleikunum. Þarna
eru nokkur störf. Enn er ótalið fjölmiðlafólkið
sem tók viðtöl við flytjendur fyrir tónleikana og
gagnrýnendurnir sem fjalla um tónleikana eftir
á. Þar eru líka störf. Verkið er hljóðritað til út-
gáfu, og guð má vita hvaða apparat fer þá í gang,
og enn bætist við störfin.
Í vikunni birtust fréttir af því að Útflutnings-
ráð kannaði nú möguleika á því að hafa íslenskan
bás á MIDEM, stærstu sölumessu tónlistar í
Evrópu. Verði þetta að veruleika skapast enn
fleiri störf í kringum tónlistina.
Þessi upptalning er nú orðin hálfgerð lang-
loka, en ætti að sýna svo ekki verður um villst að
hér veltir lítil þúfa þungu hlassi. Það kom fram í
fréttum blaðsins í gær að óvenju mikið væri um
tónleika þessa dagana. Myrkum músíkdögum er
nýlokið við metaðsókn. Að sögn Kjartans Ólafs-
sonar, formanns Tónskáldafélagsins, var vel á
tug verka pantaður hjá tónskáldunum til þessa
flutnings af flytjendum.
Hlutverk nýsköpunarsjóðs tónlistar-innar er augljóst og þarft. Sjóðurinner ekki bara verkfæri til þess göfugamarkmiðs að list verði til, hann er
jafnframt grundvöllur enn frekari atvinnusköp-
unar á mörgum sviðum í menningarlífinu. Til
þess að sjóðurinn geti þrifist verða hins vegar
fleiri að koma til og leggja í hann fé – ekki bara
einu sinni, heldur reglulega. Þær stofnanir sem
sinna tónlist á einhvern hátt og borgin hefur
skorað á með stofnframlagi sínu, ættu að sýna
gott fordæmi og leggja sjóðnum lið, og skora um
leið á þátttöku fyrirtækja atvinnulífsins í að gera
slíkt hið sama, til að efla jafnt listsköpun, og þau
fjölbreyttu störf sem hún leiðir af sér. Hvernig
væri svo að fyrirtæki fjárfestu fyrir hagnað sinn í
tónlistinni. Það gera Audi og Wolksvagen hvort í
kapp við annað, eins og fram kom í viðtali við
Ólaf Árna Bjarnason söngvara í Lesbók í gær.
Formaður menningarmálanefndar skaut þeirri
hugmynd á loft á dögunum, að fyrirtæki gætu
hæglega sparað óhóflegan kostnað við árs-
skýrslur í glanstímaritaformi; fjölritað þær
ódýrt, og eytt mismuninum í að kaupa sér eins og
eitt tónverk. Því ekki? Nýsköpunarsjóður tónlist-
ar tekur bæði við fé og pöntunum.
Nýsköpunarsjóður tónlistarinnar
Morgunblaðið/Jim Smart
Ann ég dýrust drósa… Steindór Andersen kvað með Lúðrasveit Reykjavíkur í nýju verki hljóm-
sveitarstjórans og tónskáldsins Lárusar Halldórs Grímssonar á lokatónleikum Myrkra músíkdaga.
AF LISTUM
Eftir Bergþóru
Jónsdóttur
begga@mbl.is
FYRIR fáeinum vikumbættist Teen Vogue,litla systir tískublaðs-ins Vogue, í hóp þeirra
tímarita sem tilheyra „yngri
kynslóð“ þekktra og vinsælla
kvenna/tískublaða. Teen-
Vogue, eða Vogue fyrir tán-
inga, kemur út sex sinnum á
þessu ári og tíu sinnum á því
næsta og verður hvert tölublað
prentað í 450.000 eintökum til
að byrja með. Markhópurinn
er stúlkur á aldrinum 12 til 16
ára. Fyrir á þessum markaði
eru Teen People (kom fyrst út
árið 1998), CosmoGirl (2000)
og Elle Girl (2001), en öll eiga
þau sér samsvarandi ,,fullorð-
ins“ tímarit. Áður en þessi
tímarit hófu göngu sína voru
hin gamalgrónu YM (1932),
Seventeen (1946) og Teen
(1957) langvinsælustu banda-
rísku tímaritin meðal ung-
lingsstúlkna, en með tilkomu
,,nýju“ tímaritanna hafa þau
,,gömlu“ þurft að hressa að-
eins upp á sig hvað umfjöll-
unarefni varðar, sérstaklega
þegar kemur að umfjöllun um
fræga fólkið og tísku.
Ritstjórar nýju blaðanna
reyna einnig að höfða til
breyttra aðstæðna og lífshátta
unglinga í nútímasamfélagi.
Atoosa Rubenstein, ritstjóri
CosmoGirl (litlu systur
Cosmopolitan), hefur bent á
það að fjórtán ára stúlkur (og
aðstæður þeirra) hafi breyst
svo mikið á undanförnum árum
að það þurfi að höfða til þeirra
með gjörólíkum hætti nú en
fyrir tuttugu árum. Ung-
lingsstúlkur séu að fást við æ
fullorðinslegri vandamál. Inn-
an um efni um rokkstjörnur og
glimmernaglalökk birta þessi
tímarit því greinar um sjálf-
styrkingu og ,,fullorðinslegar“
úttektir á ofbeldi, misrétti,
kynþáttafordómum, þunglyndi,
átröskunum o.fl. Einnig sjást
greinar um hvernig eigi að
halda utan um fjármálin og
takast á við streitu.
Útgefendur táningatímarita
og þeir sem auglýsa í þeim
virðast almennt sammála um
að unglingar séu að verða æ
mikilvægari markhópur þegar
tíska er annars vegar. Þá sýna
markaðsrannsóknir að banda-
rískar unglingsstúlkur eru
duglegir neytendur tískuvara;
þær þurfa ekki að eyða því fé
sem þær vinna sér inn í nauð-
synjar, eru sjaldnast farnar að
leggja fyrir og geta eytt því
sem þær vilja jafnóðum í föt og
snyrtivörur. Auk þess sjá tísku-
merki sér hag í því að afla sér
tryggðar hjá ungum neyt-
endum. Þannig reyna þau að
finna leiðir til að venja ung-
lingsstúlkur við að nota merkin
sín í þeirri von að þær verði
dyggir viðskiptavinir fyrir lífs-
tíð. Margir hönnuðir bjóða til
dæmis upp á ódýrari fatalínu
sem höfðar til yngri hóps. Sem
dæmi má nefna DKNY frá
Donnu Karan, Prada Sport frá
Prada, Versus frá Versace, og
Armani Exchange frá Armani.
Auglýsingar frá slíkum merkj-
um prýða síður Teen Vogue,
Elle Girl og annarra táninga-
tímarita.
Þessar auglýsingar end-
urspegla (og/eða hafa áhrif á)
þá þróun sem á sér stað meðal
bandarískra unglingsstúlkna
hvað ásókn í merkjavöru varð-
ar. Unglingstúlkurnar sækjast
eftir merkjavöru í síauknum
mæli (sem er í takt við áð-
urnefnda fullorðinsvæðingu
þeirra) og vilja þar af leiðandi
lesa ,,alvöru“ umfjöllun um
tísku. Anna Wintour, ritstjóri
bandaríska ,,fullorðins“ Vogue,
sagði í samtali við dagblaðið
New York Times að það hefði
ekki verið fyrr en dóttir hennar
komst á unglingsaldur sem hún
áttaði sig á því hvað unglings-
stelpur pæla mikið í tísku og
það á mjög fullorðinslegum
nótum. Enda leggur Teen
Vogue metnað sinn í faglega
tískuumfjöllun og vill þannig
marka sér sérstöðu meðal
annarra táningatímarita. Haft
er eftir Amy Astley, ritstjóra
Teen Vogue, að blaðið leggi
upp með að gera það sem
Vogue gerir vel, það er að
segja að fjalla um tísku og feg-
urð. Önnur táningatímarit
leggi gjarnan áherslu á um-
fjöllun um stráka, sambönd,
kynlíf og unglingavandamál,
en að þær hjá Vogue hafi eng-
an sérstakan áhuga á því. Þó
kennir ýmissa grasa meðal
efnis í fyrsta tölublaðinu. Þar
má til dæmis sjá myndir og
umfjöllun um ,,áhugaverðar“
unglingsstúlkur, en þeirra á
meðal er Ally Hilfiger (dóttir
Tommy) sem segir frá sýningu
á nýjustu fatalínu föður síns,
og Victoria og Vanessa, hinar
skemmtanaglöðu dætur rit-
höfundarins Danielle Steel.
Eins segir blaðið frá nýjustu
aðferðunum við að losna við
bólur og fjallar um hversu
hættulegt það sé að liggja of
mikið í sólbaði.
Þá hefur Teen Vogue fengið
hrós fyrir að láta ,,alvöru“ ung-
linga sýna föt og snyrtivörur í
blaðinu en ekki alltof grannar
ofurfyrirsætur. Það vill reynd-
ar til að þessir unglingar eru
allir alveg ,,fáránlega sætir“,
eins og segir í umfjöllun New
York Times um tímaritið, en
samt þykir slíkt þróun í rétta
átt þar sem fyrirsætur í tíma-
ritum verða gjarnan fyrir-
myndir óharðnaðra unglings-
stúlkna, sem í þessu tilfelli eru
á barna-/gagnfræðaskólaaldri.
Eins fjallar blaðið sérstaklega
um leikkonur og poppstjörnur
sem eru með ,,eðlilegan“ lík-
amsvöxt, varar við megrun-
arkúrum og hvetur stúlkur til
að vera ánægðar með sig eins
og þær eru. Það þótti því
skjóta skökku við að Teen
Vogue skyldi birta heilsíðuaug-
lýsingu frá fyrirtæki að nafni
Bloussant, sem framleiðir töfl-
ur sem það fullyrðir að láti
brjóst stækka. Flestöll önnur
táningatímarit hafa hafnað því
að birta auglýsingar fyrirtæk-
isins. Þeir sem eru eldri í
bransanum hafa notað tæki-
færið til að skjóta á nýliðann.
Ritstjórar eldri blaða hafa
haldið því fram að Teen Vogue
geri sér greinilega enga grein
fyrir þeirri ábyrgð sem felst í
því að halda úti tímariti fyrir
stúlkur á viðkvæmasta aldri
þegar kemur að sjálfsmynd og
viðhorfi þeirra til líkama síns.
Amy Astley, ritstjóri Teen
Vogue, svarar gagnrýnendum
sínum með því að segjast
treysta lesendum sínum full-
komlega til að gera greinarmun
á efni auglýsinga og því efni
sem ritstjórn lætur frá sér.
Aldeilis fullorðinslegar kröfur
það.
Samkvæmt þessu er greini-
lega ekkert mál að vera ung-
lingur í dag; bara rétt að leggja
frá sér Prada-töskuna á meðan
maður kreistir þennan ljóta
fílapensil sem er samt ,,hluti af
mér“ þannig að ég á að vera
ánægð með hann, nú svo tek ég
upp tímaritið mitt og átta mig
strax á því að ég þarf ekki
brjóstatöflu því það er auglýs-
ing, en hins vegar þarf ég að
hætta að fara í sólbað því það er
grein… og …
Birna Anna
á sunnudegi
Morgunblaðið/Jóra
Prada og bólur
bab@mbl.is