Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 33
arra atburða. Hann telur engar líkur á að hægt
verði að efna til nýrra refsiaðgerða. „Jafnvel þótt
einhver þessara ríkja myndu samþykkja nýjar
refsiaðgerðir til að koma í veg fyrir innrás
Bandaríkjanna myndu þær ekki endast. Hversu
lengi myndu Rússland, Kína, Sýrland, Íran,
Jórdanía, Tyrkland og um sex tylftir annarra
ríkja virða slíkar aðgerðir? Yrði hægt að mæla
hlýðnina í mánuðum, vikum eða jafnvel dögum“,
spyr Pollack. Að auki metur hann stöðuna svo að
nú sé í raun síðasta tækifæri Bandaríkjanna til
að grípa til aðgerða. Flest ríki Persaflóasvæð-
isins styðji hernaðaraðgerðir gegn Írak en ein-
ungis ef niðurstaðan er sú að Saddam hverfi af
sviðinu. Þessi ríki verði áfram að búa í skugga
Íraks og eigi erfitt með að styðja sífellt við bakið
á ríki sem aldrei taki af skarið. Ef Bandaríkin
séu ekki reiðubúin að taka af skarið í kjölfar ell-
efta september muni ráðamenn Persaflóaríkj-
anna líklega meta stöðuna sem svo að Bandarík-
in verði aldrei reiðubúin til að taka á Saddam.
Því sé ekki frekari stuðnings Flóaríkjanna að
vænta ef menn hætti aftur við á síðustu stundu.
Þá séu áform Saddams um smíði kjarnorku-
vopna það langt á veg komin að líklega muni ein-
ungis af þeim sökum verða útilokað að ráðast á
hann í framtíðinni.
Pollack telur að Bandaríkin hafi því tvo kosti í
stöðunni. Annars vegar að gefast upp á að koma í
veg fyrir að Saddam komist yfir kjarnorkuvopn
og hins vegar að gera innrás í Írak. Að hans mati
er innrás óhjákvæmileg. Spurningin sé einungis
um það hvort menn ráðist á Saddam nú, á meðan
hann er enn fremur máttlítill, eða þá síðar, þegar
hann komist yfir kjarnorkuvopn. „Þetta er
vandamálið sem við stöndum frammi fyrir. Um
það leyti sem Saddam verður orðinn að verulegri
ógn verður of seint að grípa í taumana. Þess
vegna verður að grípa til aðgerða áður en hann
kemst yfir þessi vopn eða þá alls ekki. Það er ein-
mitt vegna þess hversu hlutfallslega máttlítil
gjöreyðingarvopn Íraka eru sem stendur að inn-
rás er fýsilegur valkostur. Í ljósi þess hversu lítið
er vitað um áform Saddams og að allar fjölþjóða
eða einhliða tilraunir til að stöðva hann hafa mis-
tekist væri hreinasta brjálæði að ætla að bíða
þar til hann gæti valdið hörmulegri eyðileggingu
gagnvart Bandaríkjunum og þessum heimshluta
áður en við ákveðum að grípa til aðgerða gegn
honum. Þeir sem mæla með því að beita fælingu
gegn Saddam gera sér þó að minnsta kosti grein
fyrir því að þegar hann hefur einu sinni komist
yfir kjarnorkuvopn verður ekki hægt að koma
honum frá völdum og því verður að finna ein-
hverjar leiðir til að lifa með honum.“
Sama staða
og 1938?
Í lok bókar sinnar
dregur Pollack upp
samlíkingu við að-
draganda síðari
heimsstyrjaldarinnar. Þrátt fyrir að Bretar og
Frakkar hafi verið í sterkari stöðu en Þjóðverjar
árið 1938 ákváðu þessi ríki að fara ekki í stríð
vegna mats síns á afleiðingum styrjaldar.
„Ímyndið ykkur ef hægt hefði verið að fara til
þessara sömu ráðamanna árið 1945, eftir að tugir
milljóna lágu í valnum, hundruð borga höfðu
brunnið til rústa og farið var að draga úr
reyknum sem steig upp frá London, Rotterdam,
Dresden og Berlín. Hvað ef hægt hefði verið að
spyrja þá hvort þeir hefðu, í ljósi þeirrar vitn-
eskju sem þeir höfðu árið 1945, metið kostnaðinn
við styrjöld á sínum eigin forsendum með öðrum
hætti árið 1938 frekar en að leyfa Hitler að hefja
styrjöld á eigin forsendum árið 1939.“
Pollack segir heiminn standa frammi fyrir
svipaðri ákvörðun nú. Enginn geti sagt fyrir með
vissu hvort Bandaríkin muni einhvern tímann
þurfa að heyja stríð við kjarnorkuvæddan Sadd-
am. Í ljósi sögunnar og þeirrar vitneskju sem sé
til staðar um þankagang Saddams sé það hins
vegar mjög líklegt.
„Saddam Hussein er enginn Adolf Hitler, ekki
síst vegna þess að Írak er ekki jafn voldugt ríki
og Þýskaland var. Það mun heldur ekki kalla á
jafnmiklar fórnir að sigra Saddam og þurfti til að
sigra Hitler. Sú ógn sem Bandaríkjunum og
heiminum öllum stafar af Saddam er engu að síð-
ur raunveruleg,“ segir Kenneth Pollack.
Frakkar og
Bandaríkin
Þær deilur sem hafa
staðið um stefnuna
gagnvart Írak hafa
leitt til harðra átaka
milli Bandaríkjanna og nokkurra annarra ríkja.
Um skeið virtist sem Íraksdeilan myndi fyrst og
fremst hafa slæm áhrif á samband Þýskalands
og Frakklands. Með einarðri andstöðu sinni
gegn stríði, óháð því hvort slíkar aðgerðir væru
með samþykki Sameinuðu þjóðanna eða ekki,
virtist Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands,
hafa komist í þrönga stöðu. Töluvert virðist þó
hafa dregið úr þeirri miklu spennu sem var um
skeið í samskiptum Bandaríkjanna og Þýska-
lands. Allar fréttir um einhvers konar „refsi-
aðgerðir“ gegn Þýskalandi virðast sömuleiðis úr
lausu lofti gripnar. Hins vegar ætti það ekki að
koma neinum á óvart þótt á næstu árum yrði
fækkað verulega í herliði Bandaríkjanna í
Þýskalandi. Slík fækkun hefur lengi verið til um-
ræðu enda tekur núverandi viðbúnaður í Þýska-
landi fyrst og fremst mið af þörfum kalda stríðs-
ins.
Í síðustu viku héldu leiðtogar Evrópusam-
bandsins neyðarfund þar sem samþykkt var sam-
eiginleg yfirlýsing í Íraksmálinu. Þar sagði m.a.
að ekki mætti útiloka hernaðaraðgerðir ef ljóst
væri að starf vopnaeftirlitsmanna myndi ekki
skila árangri. Þessi ályktun var samþykkt sam-
hljóða af öllum aðildarríkjum sambandsins, þar
með talið Þýskaland. Færa má rök fyrir því að
með samþykkt þessarar ályktunar hafi Schröder
fundið leið til að komast út úr þeirri pólitísku
sjálfheldu sem hann var kominn í í Íraksmálinu.
Það mun vafalítið taka nokkurn tíma áður en
samskipti Bandaríkjanna og Þýskalands verða
jafnnáin og þau voru til skamms tíma. Hins veg-
ar er líklega meiri ástæða til að hafa áhyggjur af
sambandi Frakklands og Bandaríkjanna. Fjöl-
miðlar jafnt í Frakklandi sem Bandaríkjunum
eru fullir af heift vegna Íraksmálsins. Frönsk
blöð saka Bandaríkin um endalausan yfirgang.
Bandarískir fjölmiðlar gera lítið úr Frökkum og
saka þá um ómerkilegheit. Í báðum ríkjunum
virðist nú í lagi að draga upp ómerkilegustu
skopmyndir af vinaþjóðinni, jafnvel í virtum fjöl-
miðlum. Í Frakklandi er dregin upp sú mynd af
George Bush að hann sé kúreki í krossferð á veg-
um Guðs. Í Bandaríkjunum er Frökkum lýst
sem heiglum með mikilmennskubrjálæði.
Á bak við þessa spennu er barátta um völd,
sem gerir þessa deilu alvarlegri en deilu Banda-
ríkjanna og Þýskalands, sem snerist fyrst og
fremst um að kanslari Þýskalands varð að sigra í
kosningum síðastliðið haust. Frakkar hafa frá
upphafi verið hið pólitíska forysturíki Evrópu-
sambandsins. Þeir sjá fram á að draga muni úr
völdum þeirra er aðildarríkjum ESB fjölgar um
tíu á næsta ári. Öll þau ríki hafa lýst yfir stuðn-
ingi við stefnu Bandaríkjanna. Á blaðamanna-
fundi að loknum leiðtogafundi ESB fyrr í vikunni
gaf Jacques Chirac Frakklandsforseti í skyn að
sú afstaða gæti ógnað ESB-aðild ríkjanna. Var
hann þar með að gefa í skyn að Frakkar væru
reiðubúnir að stöðva þá stækkun sem þegar hef-
ur verið samþykkt? Þar sem öll aðildarríki verða
að staðfesta stækkunina er það pólitískur mögu-
leiki. Hins vegar gæti slíkt haft ófyrirsjáanlegar
afleiðingar.
Morgunblaðið/RAX
Rok og rigning í Reykjavík.
Blair sagði að eðli
stjórnar Saddams
réttlætti ekki stríð,
hins vegar mættu
menn ekki gleyma
því, ef til styrjaldar
kæmi, að verið væri
að hrekja einhverja
villimannlegustu og
fyrirlitlegustu ógn-
arstjórn nútíma
stjórnmálasögu frá
völdum.
Laugardagur 22. febrúar