Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 21
Ýmsir læknar, sem komu að mót- un Slysavarðstofunnar í öndverðu, höfðu haft kynni af „Birmingham. Accident Hospital“ og litu á þetta „slysalækninga“-sjúkrahús í Birm- ingham sem fyrirmynd að hlutverki og starfsemi stofnunarinnar. Var yf- irlækni þessa merka spítala, Peter London, boðið til skrafs og ráða- gerða á fyrstu árum Slysavarðstof- unnar, sem aftur varð til þess, að nokkrir læknar deildarinnar fóru til Birmingham til kynningar og náms. Og þegar ákvörðun var tekin um, að deildinni skyldi valið nafnið „Slysavarðstofan“, hafa menn án efa haft bráðamóttökuna í Birmingham í huga. Forráðamönnum var þó ljóst frá byrjun, að þetta nafn var ekki nógu lýsandi fyrir starfsemi deildar, sem ekki átti aðeins að sinna slysum í þrengstu merkingu þess orðs, held- ur líka hvers konar bráðum tilvikum, þar sem þurfti læknishjálpar við. Annað betra heiti var þá ekki á tak- teinum og kom heldur ekki að sök, þar sem öllum, sem hlut áttu að máli, mátti ljóst vera frá fyrstu dögum deildarinnar hvers konar starfsemi var rekin þar. Þau ár sem deildin var til húsa í Heilsuverndarstöðinni við Baróns- stíg, má segja að ýmislegt hafi vant- að í uppbyggingu og fyrirkomulag deildarinnar til að starfsemin gæti notið sín til fullnustu, þar eð legu- deild vantaði, svæfingarlæknir á skurðstofu var ekki fyrir hendi og föst tengsl voru ekki við aðrar sér- hæfðar spítaladeildir. Slysadeild Borgarspítalans stofnuð Þessi mál fóru í eðlilegan farveg, þegar Borgarspítalinn í Fossvogi tók til starfa og starfsemi deildarinnar var flutt þangað vorið 1969. Slysa- varðstofan fékk nú legudeild til um- ráða ásamt aðstoð svæfingarlækna. Sérfræðingum var fjölgað við deild- ina, en þeir voru jafnframt ráðnir til starfa á nýrri bæklunarskurðdeild, sem stofnuð var við Borgarspítal- ann, og skiptu þessir læknar með sér vaktþjónustu á bráðamóttökunni. Jafnframt var komið á nánu sam- starfi við aðrar deildir spítalans, sem tengdust þannig beinlínis starfsemi þessarar nýju deildar. Ákveðið var að breyta nafni deild- arinnar, og fékk hún nú heitið „slysa- deild Borgarspítalans“, sem þótti henta betur en gamla nafnið. Segja má að allt hafi gengið starfseminni í haginn á nýja staðnum, enda var deildin vel í stakk búin til að sinna slysameðferð og annarri bráðaþjón- ustu í hinni ört vaxandi höfuðborg. Svo undarlega sem það hljómar í dag, höfðu ýmsir, sem hlut áttu að máli í heilsugæslugeiranum á þess- um árum, lítinn áhuga á því að flytja deildina á Borgarspítalann í Foss- vogi. Reynslan leiddi þó fljótlega í ljós að slysadeildin reyndist mjög nauðsynlegur og hvetjandi þáttur í starfsemi spítalans. Höfundur er fyrrverandi yfirlæknir. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 21 B Ó K U N A R S T A ‹ A : Ver›lækkun! 40.000kr. ód‡rara fyrir fjölskylduna í ár *m.v. 4ra manna fjölskyldu. 36.000* * kr. afsláttur í rau›ar fer›ir a› auki Taktu ákvör›un strax! Aldrei hagstæ›ara a› fer›ast til útlanda Sko›a›u stórglæsilega fer›abæklinga okkar. Far›u á www.urvalutsyn.is fá›u allar nánari uppl‡singar og bóka›u á Netinu. fiú sparar flá 1.500 kr. á mann a› auki. Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 03 17 02 /2 00 3 Páskar: Portúgal - 2. apríl - Fá sæti laus Mallorca - 2. apríl - Uppselt/bi›listi Benidorm - 2. apríl - Örfá sæti laus Krít - 2. apríl - Uppselt/bi›listi Kanarí - 2. apríl - Uppselt Kanarí - 5. apríl - Örfá sæti laus Rau›ar fer›ir: Portúgal - 27. maí - Uppselt Portúgal - 17. júní - Uppselt Portúgal - 1. júlí - Uppselt Portúgal - 15. júlí - Uppselt Mallorca - 29. maí - Uppselt Mallorca - 19. júní - Uppselt Krít - 26. maí - Uppselt Krít - 4. ágúst - Uppselt Benidorm - 18. júní - Uppselt Benidorm - 2. júlí - Uppselt Enn eru laus sæti í a›rar fer›ir! Bókunars ími í dag kl. 1 3.00-16.0 0 585 4000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.