Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 45 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA SIGRÍÐUR SIGURMUNDSDÓTTIR frá Svínhólum í Lóni, áður til heimilis í Akurgerði 42, lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. febrúar sl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 25. febrúar kl. 13.30. Halla Steingrímsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir, Ólafur V. Guðmundsson, Erlendur Steingrímsson, Guðný B. Guðmundsdóttir, Áslaug Steingrímsdóttir, Birgir L. Blöndal, Hanna Steingrímsdóttir, Magni Ólafsson, Sigrún Steingrímsdóttir, Gunnar Þórðarson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HLÖÐVER KRISTJÁNSSON, Hjallabrekku 35, Kópavogi, lést miðvikudaginn 12. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins eða líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Esther Jónsdóttir, Binna Hlöðversdóttir, Torfi Haraldsson, Erna Hlöðversdóttir, Niels Chr. Nielsen, Róbert Hlöðversson, Ingibjörg Garðarsdóttir, Valþór Hlöðversson, Guðrún Gunnarsdóttir, Jódís Hlöðversdóttir, Einar Ólason, Bryndís Hlöðversdóttir, Hákon Gunnarsson, Jón Hrafn Hlöðversson, Elsa D. Gísladóttir, Orri Vignir Hlöðversson, Helga Dagný Árnadóttir, Hlöðver Hlöðversson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR KRISTJÁN BJARNASON pípulagningameistari, Hlíðarhjalla 44, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu- daginn 24. febrúar kl. 13.30. Gestný Kolbrún Kolbeinsdóttir, Böðvar Örn Sigurjónsson, Sigurgísli Ellert Kolbeinsson, Ólöf Jósepsdóttir, Þórdís Sif Þórisdóttir, Árni Egilsson, Bjarni Kristinn Þórisson, Ingibjörg Sólveig Halldórsdóttir, Alma Þórisdóttir, Olgeir Karl Ólafsson, Anna Sigurbjörg Þórisdóttir, Jón Þórir Þórisson, Valgerður Margrét Gunnarsdóttir, Helgi Róbert Þórisson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SESSELJA GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 6, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 25. febrúar kl. 13.30. Erla Thoresen, Roger Thoresen, Sandra Jóhannsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Svandís Óskarsdóttir, Ingvi Örn Jóhannsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Helga King, Mark King, Birgir Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Margs er að minnast og margt að þakka þeg- ar kveðja á kæran vin eftir 38 ára samveru í þessu jarðneska lífi. Elsku Steinunn, þegar horft er til baka er ljúft að eiga að- eins góðar minningar frá samskipt- um okkar öll þessi ár. Ekki minnist ég þess að okkur hafi nokkurn tím- ann orðið sundurorða eða skilið öðru- vísi en glaðar í lund. Margt höfum við rætt saman sem ekki var rætt um við aðra, kafað eftir skýringum og til- gangi. Elsku tengdamamma, það sem stendur í Spámanninum um vinátt- una finnst mér eiga vel við okkar vin- áttusamband í gegnum tíðina og leyfi ég mér að vitna í það: „Þegar vinur þinn talar, þá and- mælir þú honum óttalaus eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan.“ Þar segir einnig: „Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst um í fari hans getur orðið þér ljósara í fjarveru hans eins og fjallgöngumaðurinn sér fjallið best af sléttunni.“ Mannkostir þínir hafa orðið mér æ ljósari með árunum og virðing mín fyrir þinni persónu aukist með hverri reynslu sem við höfum deilt saman. Árið 1987 misstum við báðar mikið, ég minn ástkæra eiginmann og besta vin og þú þinn elsta son, Jóhann Hauksson. Þú varst mér mikill styrkur þá í þínu æðruleysi. Frá þér komu þau orð sem hafa gefið mér mestu huggun fram á þennan dag. Við kistulagningu Jóhanns tókst þú utan um mig og sagðist vilja fá, sem móðir, að þakka mér fyrir að hafa gefið syni þínum 22 hamingjusöm ár og þú mundir alltaf meta það mikils. Þessi orð settust að í sálu minni í formi græðandi smyrsls. Þetta lýsir vel tengdamóður minni sem annars hefur ekki dagsdaglega borið tilfinningar sínar á torg. Undir yfirborðinu bjuggu sterkar, vel beisl- aðar tilfinningar og elska til þeirra STEINUNN JÓHANNSDÓTTIR ✝ Steinunn Jó-hannsdóttir fæddist á Löngumýri 19. febrúar 1917. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 12. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 21. febrúar. sem nærri henni stóðu. Við eigum líka marg- ar skemmtilegar ógleymanlegar minn- ingar saman sem ekki fyrnast. Þar ber kannski hæst ferðalög okkar út fyrir land- steinana. Steinunn naut sín aldrei eins og þegar hún var að kanna ófarnar slóðir. Þá stóð ekkert í vegi fyrir fróð- leiksfýsn hennar og áhuga á því sem fyrir augu bar. Skemmti- legri og jákvæðari ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér og oft var glatt á hjalla hjá okkur. Nú ertu komin í þitt lengsta ferða- lag, elsku Steinunn mín, og þó að þú hafir ekki verið tilbúin að fara þessa ferð veit ég að þú nýtur þín vel þar sem þú ert nú á meðal þinna, sem hafa glaðst yfir komu þinni. Við sem eftir erum þökkum þér fyrir það sem þú varst okkur og gleðjumst yfir því að þú fékkst að halda fullri reisn fram á síðasta dag. Minning þín mun lifa í hjarta okkar. Anna Aradóttir. Kynni okkar Steinunnar hófust fyrir rúmum 30 árum er við keyptum Gimli á Hellissandi af henni og manni hennar Hauki Vigfússyni. Við vorum svo nágrannar til margra ára í Naustabúðinni. Steinunn var vinur vina sinna og tel ég hana með mínum bestu vinum og skipti engu máli sá aldursmunur sem á okkur var. Við hittumst ekki svo mikið hin síðustu ár en þegar við hittumst var það eins og við hefðum hist í gær, enginn vandræðagangur og engin formleg- heit. Ég hitti hana síðast rétt fyrir síðustu jól þegar kórinn minn, Sam- kór Kópavogs, fór að Hrafnistu og söng þar nokkur lög. Hún sagðist einmitt hafa verið að hugsa svo mikið um mig einmitt þá og ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún sá mig svo ganga í salinn. Ég dáðist mikið að Steinunni, fyrir gáfur hennar og skynsemi. Síðast en ekki síst dáðist ég að henni og henn- ar fjölskyldu fyrir samheldni þeirra, væntumþykju, umhyggju og virð- ingu sem þau bera hvert fyrir öðru. Steinunni þótti svo gaman að lifa og hannyrðir voru hennar líf og yndi enda var allt svo fallegt sem hún gerði. Í 85 ára afmælinu hennar fyrir réttu ári sýndi hún mér grein á ensku sem hafði verið birt eftir henni í Íslendingablaði í Ameríku þar sem hún lýsti jólahaldi á æskuheimili sínu á Löngumýri í Skagafirði. Þetta var mikill þjóðlegur fróðleikur og skemmtilegt aflestrar. Þar skein í gegn þessi mikla lífsgleði sem ein- kenndi Steinunni svo mikið. Þótt bú- ið væri að setja þetta yfir á ensku fann maður alveg frásagnarstílinn hennar í gegn. Hún var svo fróð, vel lesin og vel máli farin. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Steinunni að sam- ferðamanni og vini á vegferð minni og á ég henni margt gott upp að unna. Það snertir mann óneitanlega að hún deyr á afmælisdegi eldri dóttur minnar og er jörðuð á afmælisdegi mínum. Ég votta börnum hennar og fjölskyldum þeirra mína dýpstu sam- úð. Hennar er sárt saknað. Ingibjörg Óskarsdóttir. ✝ Sigþór BjörgvinSigurðsson fæddist í Háagerði á Sjávarbakka í Arn- arneshreppi hinn 28. ágúst 1927. Hann lést á heimili sínu laugardaginn 8. febrúar síðastliðinn. Sigþór var sonur hjónanna Sigurðar Helga Jóhannsson- ar, f. 25. ágúst 1899, d. 25. mars 1977, og Jónínu Steinunnar Magnúsdóttur, f. 25. nóvember 1901, d. 4. maí 1978. Systkini Sigþórs eru Laufey, f. 7. mars 1926, Kristín Margrét, f. 23. nóvember 1929, Jóhanna, f. 10. desember 1932, Jóhann Steinmann, f. 18. október 1934, og Ester Lára, f. 15. nóv- ember 1937. Sigþór kvæntist hinn 23. des- ember 1959 Hallveigu Magnús- dóttur, f. 30. ágúst 1929. Börn þeirra eru: Magnús Stein- mann, f. 31. október 1959, maki Rut Guð- brandsdóttir, f. 21. september 1972, þau eiga einn son, Hafþór Breiðfjörð, f. 21. maí 1961, maki Kristín Gréta Adólfsdóttir, f. 14. júní 1952, Jónína Bára, f. 7. mars 1964, hún á tvær dætur, Sigurður Jó- hann, f. 31. maí 1968, og Olga Björg, f. 23. júlí 1972. Sonur Hallveigar er Fróði Jónsson, f. 14. mars 1953, maki Ástfríður Svala Njálsdóttir, f. 8. september 1953, þau eiga þrjár dætur. Útför Sigþórs var gerð frá Ak- ureyrarkirkju miðvikudaginn 19. febrúar. Elsku bróðir. Nú ert þú farinn frá okkur. Ég þakka fyrir árin sem við urðum samferða í lífinu. Það er mér svo minnistætt hve duglegar og ábyrgðarfullur þú varst strax í æsku. Á okkar barnaskólaárum varst þú svo duglegur að læra og sást jafnframt um að kenna mér þótt værir þú hálfu öðru ári yngri en ég. Oftar en ekki spurðir þú mig á leið í skólann ,,ertu örugg- lega búin að læra kvæðið utanað“. Ungur fórst þú á sjóinn, fyrst sem háseti og síðar sem vélstjóri, meðal annars á Drang. Það var svo gaman þegar ég fékk að fara með þér út í Grímsey en sú ferð okkar er mér mjög minnisstæð. Alltaf mundir þú eftir afmælisdeginum mínum og sendir mér skeyti ef þú varst á sjónum. Ættfræðin átti hug þinn allan eftir að þú hættir á sjónum en þér fannst svo gaman að uppgötva nýja frændur og frænkur. Mér varð ævinlega hugsað til þín út á sjó þegar veður voru slæm og ég hafði gjarnan áhyggjur af þér. Ég veit að núna siglir þú lygnan sjó. Þótt við værum ekki alltaf sammála voru sterk systkinabönd á milli okkur. Guð geymi þig elsku bróðir, við vitum að núna líður þér vel. Þegar náinn ættingi eða vinur hverfur af sjónarsviðinu myndast tómarúm sem snertir okkar til- finningar. Þetta er eitt af lögmál- um lífsins. Elsku Halla, Fróði, Maggi, Haf- þór, Bára, Siggi og Olga, guð gefi ykkur styrk til að komast í gegn- um þennan erfiða tíma. Laufey. SIGÞÓR BJÖRGVIN SIGURÐSSON Afi minn var einstak- ur maður, duglegur, glaðlyndur og greiðvik- inn með afbrigðum. Ég þekkti afa minn í 29 ár upp á dag en hann kvaddi á afmælisdeginum mínum 31. janúar síðastliðinn. Ég mun sakna hans en veit að ég er svo miklu ríkari fyrir það eitt að hafa kynnst honum. Það er sjóður sem mun lifa með mér í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi. Afi brosti við lífinu og fólkinu í kringum sig og ég trúi því að oftar en ekki hafi honum fundist lífið brosa við sér á móti. Þegar ég hitti hann síðast tal- aði hann um hve lánsamur hann hefði verið og það góða fólk sem við eigum að. Hann virtist hafa óbilandi trú á mér í seinni tíð og það er gott þegar trúað er á mann. Hann sagði mér að hann tryði því að ég væri sérstök, SIGURÐUR SIGURÐSSON ✝ Sigurður Sig-urðsson fæddist í Reykjavík 28. apríl 1926. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 11. febrúar. dugleg og sterk. Hvort ég er þessum kostum búin skal ósagt látið en víst er að hann var það. Hver nema afi hefði haft heimalning í fjöl- býlishúsi í Reykjavík? Afi var ekki skömmótt- ur. Í stað þess að hasta á okkur krakkana þeg- ar við vorum með læti sendi hann okkur í marga árangurslausa leitarleiðangra að ketti sem var ekki til. Ann- ars var okkur ávallt velkomið að sitja og hlusta á tal hinna fullorðnu. Afi var líka bóngóður. Hann var jafnan búin að samþykkja greiðann áður en mað- ur var búin að biðja um hann. Hjá afa lærði ég einnig margt um lífið. Hjá honum fylgdist ég með sauðburðinum í Fjárborg og vann sumarvinnu sem unglingur. Í stof- unni hjá afa og ömmu skírði ég líka öll börnin mín þrjú og hélt upp á þeg- ar ég varð stúdent. Hann hefur verið mér nálægur í gegnum allt lífshlaup- ið. Ég kveð afa minn með söknuði. En minning um glaðlegt bros og góð- ar stundir lifir áfram. Iðunn Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.