Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
sig. Aftur á móti segja fulltrúar Arcadia að það
hafi legið ljóst fyrir að fjármögnunin tækist
ekki og þrátt fyrir að Baugur hafi fengið enda-
lausa fresti þá hafi bankarnir ekki viljað lána
þeim það fjármagn sem til þurfti.
En þrátt fyrir viðræðuslit milli stjórnar
Arcadia og Baugs var málinu hvergi lokið. Jón
Ásgeir hafði ekki gefist upp enda til mikils að
vinna. Mikil umskipti höfðu átt sér stað í
rekstri félagsins og nam hagnaður Arcadia 33
milljónum punda, sem svarar til rúmlega 4,1
milljarðs íslenskra króna á fyrri hluta fjár-
hagsárs sem lauk 23. febrúar 2002. Jafnframt
drógust skuldir félagsins verulega saman.
Green fær áhuga á Arcadia
Frá viðræðuslitum hækkaði verð hlutabréfa
í Arcadia umtalsvert enda mæltu bresk fjár-
málafyrirtæki með kaupum í félaginu eftir að
viðræðum var slitið. Eftir að uppgjörið var birt
í apríl var gengi bréfanna um 400 pens á hlut
og fór talsvert hærra þegar það stóð sem hæst.
Var svo komið að Baugur íhugaði að losa hlut
sinn í Arcadia þar sem litlar líkur voru á að af
kaupum yrði. Því væri betra að innleysa hagn-
að af bréfunum á meðan verðið væri í hámarki.
Verð hlutabréfa Arcadia fór hratt niður um
vorið og í júní 2002 sér Jón Ásgeir að aftur er
að myndast kauptækifæri í Arcadia. Hann set-
ur sig í samband við Philip Green á ný jafn-
framt því að þreifa fyrir sér meðal stjórnenda
Arcadia um mögulega yfirtöku. Um þetta leyti
höfðu margar línur skýrst hjá Arcadia. Skatta-
skuldbindingar sem áður var talið að félagið
gæti þurft að greiða árið 2005 höfðu verið
leystar, fasteignaverð var á uppleið í London
en Arcadia á mjög verðmætar fasteignir og er
með mjög góða leigusamninga annars staðar.
Eins hafði félagið gert mjög hagstæða korta-
samninga við banka og jákvæðar horfur voru í
breskri verslun.
Green samþykkti að skoða málið af fullri al-
vöru og ákvað síðan að slá til. Taldi Jón Ásgeir
að þrátt fyrir að þeir myndu bjóða 400 pens á
hlut myndu kaupin borga sig. Í byrjun ágúst
kemst skriður á viðræður þeirra Jóns Ásgeirs
og Green. Sammælast þeir um að Green geri
tilboð í nafni Taveta Investments, fyrirtækis í
eigu fjölskyldu Greens, í öll bréf í Arcadia fyrir
utan þau 20,1% sem voru í eigu Baugs. Tilboð
Taveta naut stuðnings Baugs gegn því að
Taveta myndi selja Baugi TopShop, TopMan,
Miss Selfridges og Wallis. Til þess að fjár-
magna kaupin á vörumerkjunum fékk Baugur
vilyrði frá Halifax Bank of Scotland, HBOS,
um lán fyrir mismuninum á virði bréfa Baugs í
Arcadia og því sem greiða átti fyrir vörumerk-
in.
Það er síðan um miðjan ágúst að Green legg-
ur fram tilboð í Arcadia, en hann naut aðstoðar
fjárfestingarbankans Merrill Lynch, upp á 365
pens á hlut, eða 690 milljónir punda alls. Þegar
Green lagði fram tilboðið sagði hann að það
samsvaraði í raun 382 pensum væri gert ráð
fyrir kostnaði við kauprétt starfsmanna, að-
allega forstjóra fyrirtækisins, Stuart Rose.
Kauprétturinn, sem alls var upp á 25–30 millj-
ónir punda, varð virkur við yfirtöku á Arcadia.
Stuart Rose var hins vegar andvígur því að
stjórn Arcadia tæki þessu tilboði þar sem hann
taldi það of lágt og ekki ætti að taka tilboði sem
væri undir 400 pensum á hlut. Stjórn Arcadia
tók undir þetta með Rose og gaf út þá yfirlýs-
ingu að tilboð undir 400 pensum væri óviðun-
andi.
Stuart Rose sagði í samtali við Morgunblað-
ið að hann hafi staðið fast á þessari skoðun
sinni og síðar hafi komið í ljós að hún hafi átt
fullan rétt á sér. Hann vissi sem var, að Green
væri þekktur fyrir að borga ekki of mikið fyrir
hlutina, og þar væri Arcadia engin undantekn-
ing. Hann sagðist jafnframt telja að Baugur
hafi á þessum tíma viljað greiða mun meira en
Green fyrir bréfin í Arcadia en vegna fjárhags-
stöðu sinnar var það Green sem stjórnaði ferð-
inni, ekki Baugur.
! " #$%
&'(
) * +,-
.$
*
/0 1 23
4 * "%5
&' /6 +#%
$
/0 1 2., 7
()
* *
+,
& -
8#*%
$
&'(+,
! 8* $%
/0 1 23
.9+,) *
%
&'(-% ,) *
/0 1 2., 7
&' /6 +#%
$
()
* *
%,
.,
&& -
8#*%
$
! 8* $%
&'(+,
% #
.9+,) *
/0 1 2., 7
4 * "%5
/0 1 2 2
/0 1 23
()
* *
,
&% -
/ .
*,
()
* *
+,
&0
,
.
&&
,
&%
ÞRÁTT FYRIR STÆRÐ BAUGS Á ÍSLENSKUM VERSLUNAR-
MARKAÐI VAR FÉLAGIÐ ÓÞEKKT Á ÞEIM BRESKA.
PHILIP Green er fæddur í Bret-landi en býr nú í Mónakó. Hannlauk ekki formlegri skólagönguog fyrstu skrefin í versl-unarrekstri steig hann þegar
hann fékk bankalán að fjárhæð 20.000
pund. Hann varð fimmtugur í fyrra og varð
afmælisveisla hans fréttamatur bresku dag-
blaðanna. Veisluna hélt hann á Kýpur þar
sem Rod Stewart og Tom Jones voru meðal
þeirra sem skemmtu gest-
um. Veislan kostaði Green 5
milljónir punda eða um 625
milljónir íslenskra króna.
Green hefur yfirleitt
gengið afar vel í viðskiptum sínum og er
jafnvel lýst sem snillingi í að koma auga á
og nýta sér tækifæri á verslunarsviðinu. Að
minnsta kosti eitt dæmi er þó til um að hon-
um hafi mistekist, en það er þegar hann var
stjórnarformaður og framkvæmdastjóri
lágvöruverslunarinnar Amber Day. Árið
1992 sagði hann af sér þegar áætlanir um
hagnað fyrirtækisins gengu ekki eftir, en
fékk þó greidda 1,1 milljón punda fyrir
störf sín.
Næstu árin keypti hann og tók yfir nokk-
ur verslunarfyrirtæki og árið 1998 gerði
Green tilboð í verslunarkeðjuna Sears.
Fyrsta verðið sem Green nefndi við stjórn
Sears varðandi yfirtöku á félaginu hljóðaði
upp á 300 pens á hlut og var gert 16. desem-
ber árið 1998. Green hækkaði verð-
hugmynd sína í 340 pens á hlut sex dögum
síðar og gerði formlegt tilboð upp á sömu
fjárhæð 14. janúar 1999. Sjö dögum síðar
hafði samkomulag tekist við stjórn Sears
um verðið 359 pens á hlut og fyrirtækið var
því selt á 549 milljónir punda. Á innan við
ári skipti Green eignum fyrirtækisins upp,
seldi þær og hagnaðist um 180 milljónir
punda.
Fyrir þremur árum reyndi Green að eign-
ast Marks & Spencer og svo verslunarkeðj-
una bhs, áður British Home Stores, sem er
keppinautur Arcadia. Kaupin á Marks &
Spencer gengu ekki eftir en bhs keypti
hann fyrir 200 milljónir punda. Fyrirtækið
er nú metið á rúmlega einn milljarð punda,
sem þýðir að Green hefur hagnast um 800
milljónir punda eða sem svarar til 100 millj-
arða íslenskra króna.
Á síðasta ári átti Green í viðræðum við
Woolworth’s-keðjuna um hugsanlegan sam-
runa hennar og bhs, en þær viðræður báru
engan árangur.
En Green er ekki aðeins lýst sem snillingi
heldur er líka sagt að hann svífist einskis í
viðskiptum. Þá fyllast sumir tortryggni þeg-
ar hann falast eftir nýjum fyrirtækjum
vegna þess mikla hagnaðar sem hann hefur
náð út úr kaupum á verslunarfyrirtækjum
hingað til. Þessir menn segja sem svo að
verð sem hann sé tilbúinn til að greiða hljóti
að vera langt undir raunverulegu virði.
Það var síðan í september í fyrra að Phil-
ip Green, í nafni fjölskyldufyrirtækis síns,
Taveta Investments, keypti Arcadia fyrir
rúmlega 850 milljónir punda.
Kaup Philips Green á Arcadia þóttu
marka ákveðin tímamót í samskiptum
Greens og bankamanna í City-fjármála-
hverfinu í London, en samskipti Greens og
bankamanna höfðu þangað til ekki verið
mjög hlýleg, eins og fram kom á við-
skiptavefnum breakingviews.com sem rit-
stýrt er af dálkahöfundinum þekkta, Hugo
Dixon, síðastliðið haust.
Þar sagði að kaup Green á Arcadia hafi
sýnt fram á að bankamennirnir í City séu
farnir að þekkja Green og umbera litríkt
skapferli hans. „Hann er mikill frum-
kvöðull“, „Hann setur á svið sýningu“ eru
orðasambönd sem þeir nota um Green.
Frá því að Green keypti Arcadia hefur
rekstur félagsins gengið vel en fjárhagsári
þess fer senn að ljúka. Hann hefur greitt
niður lán sem hann tók vegna kaupanna
mun hraðar en áætlað var. Í janúar hafði
hann greitt til baka 350 milljón pund af 810
milljón punda lánum. Að því tilefni var haft
eftir Green í Financial Times að hann hefði
ekki þurft að greiða þessar 350 milljónir
punda fyrr en eftir 18 mánuði en hann vildi
alltaf greiða skuldir sínar tímanlega.
Hluti greiðslunnar nú í janúar kom beint
úr kassa Arcadia en einnig var hluti lánsins
endurfjármagnaður.
„HANN SETUR Á SVIÐ SÝNINGU“
Philip
Green